Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Kynntu þér úrvalið hjá sérfræðingum okkar á rannsóknarsviði. Þar starfar fólk með mikla þekkingu og reynslu. VINNUR ÞÚ Á RANNSÓKNARSTOFU? Hjá Fastus færðu allar almennar rannsóknarvörur Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is V ið fórum í gamla beyki- skóga með stöku eikum í bland, það er mjög gaman en hérlendis eru ekki svona hávaxnir, gamlir skógar. Þetta var lærdóms- ríkt og skemmtilegt, maður kynnist öðrum sveppafræðingum, myndar sambönd og ræðir helstu sveppa- málin. Það uppgötvast nýir og spennandi sveppir og það bætast jafnvel við tegundir fyrir landið. Við sáum t.d. hvítserk, Amanita virosa, mjög eitraðan ættingja berserkja- svepps, sem er hvítur og stæðilegur og veldur skemmdum á líffærum og dauðsföllum ef hans er neytt,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur við Náttúru- fræðistofnun Íslands (NÍ) á Akur- eyri, sem stýrir þar svepparann- sóknum og vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar, miðstöð sveppa- rannsókna á Íslandi. Í síðari hluta septembermánaðar var haldin svepparáðstefnan Nordic Mycologi- cal Congress í 23. sinn, þar sem helstu sveppasérfræðingar koma saman til að tína sveppi og bera saman bækur sínar, en Guðríður Gyða lét sig ekki vanta þar. Ástríða fyrir sveppum „Ég fæddist síðasta sólardaginn haustið 1959 á Landspítalanum en þá bjuggu foreldrar mínir á Vatns- leysuströnd. Eftir það rigndi stöð- ugt, heyið þornaði ekki og varð að rudda það árið. Svo þegar ég var á áttunda ári fluttum við upp í sveit og foreldrar mínir tóku við búinu af afa og ömmu í Bryðjuholti í Hruna- mannahreppi,“ segir Guðríður Gyða af lífshlaupi sínu. „Ég fór í Menntaskólann að Laugarvatni og þaðan í Háskóla Ís- lands í líffræði. Ég fékk sumarvinnu 1982 og 1983 hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) við að ein- angra jarðvegssveppi í beitarlandi, en athygli hafði vakið að lömb þrif- ust illa þótt nóg væri grasið í ákveðnum beitartilraunum. Vísinda- menn frá Kanada höfðu gert svip- aðar rannsóknir og fóru þeir í sam- starf við RALA. Í framhaldinu fékk ég inni í námi í sveppafræðum við Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kan- ada. Ég rannsakaði sveppi sem barkarbjöllur bera inn í við og valda gráma þannig að viðurinn fellur í verði,“ segir Guðríður Gyða sem út- skrifaðist með doktorsgráðu í sveppafræðum haustið 1990. „Ástríða mín fyrir sveppum byrjaði vorið 1981 þegar ég ákvað að taka fjórða árs verkefni í líffræði um jarðvegssveppi hjá grasafræðipró- fessornum Herði Kristinssyni og ég hef svo sannarlega ekki séð eftir því, þetta er stöðugt fjör,“ segir Guð- ríður Gyða og hlær við. „Ég átti Sveppakverið eftir Helga Hall- grímsson og vopnuð því ásamt bók með máluðum myndum af helstu gerðum sveppa fór ég og skoðaði sveppi, teiknaði þá og reyndi að greina. Um haustið tók ég jarðvegs- sýni úr landi foreldra minna og ræktaði upp sveppi sem í moldinni leyndust,“ bætir hún. Neðanjarðarveröld sveppa „Sveppir mynda neðanjarðar- hagkerfi sem sést ekki. Þeir sveppir sem valda tjóni eru yfirleitt rannsak- aðir og vel þekktir, en svo eru svepp- ir sem vaxa t.d. á arfa og eru mun minna þekktir. Það er hægt að nota sveppi við að halda niðri skor- dýraplágum og er þá talað um líf- rænar varnir. Sveppir eru oft í sam- lífi við aðrar lífverur, svepprótar- sveppir mynda t.d. útræna svepprót á furu, lerki og birki og sjá um að taka upp næringarefni og vatn og flytja trjánum en þiggja í staðinn kolefni frá þessum sambýlingum sínum. Fléttur eru sambýli svepps og þörungs af svipaðri ástæðu. Í skógrækt ætlaðri til að binda kolefni verða sveppirnir að vera með því um sveppina fer kolefnið niður í jarð- veginn. Sveppir eru búnir til úr fín- gerðum þráðum sem virka eins og Trúlofunarástand sveppa getur oft verið langt Guðríður Gyða Eyjófsdóttir sveppafræðingur sér um sveppasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri. Hún hefur ástríðu fyrir sveppum og skal engan undra, sveppir eru fjölbreyttir, heillandi, skemmtilegir og spennandi að fást við. Morgunblaðið/Golli Uppskeran Ýmsir sveppir fundust í leiðangri við Rauðavatn. Ljósmynd/Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir Fallega bleik Goðhelma Mycena adonis fannst fyrst 2009 hérlendis. Átta vikna námskeið í yin-jóga og nú- vitund hefst mánudaginn 9. október í Yogavin. Yin-jóga byggist á stöðum sem haldið er í allt að fimm mínútur og eru nálægt jörðinni, sitjandi eða liggjandi. Að sögn Þóru Sigríðar Ing- ólfsdóttur jógakennara losar yin-jóga um stíflur og hefur góð áhrif á djúp- vefi líkamans. Hún segir yin-jóga- tæknina þróaða til að hafa áhrif á nálastungubrautir líkamans sem tengjast helstu líffærum og stuðla að jafnvægi í orkubrautum, en þær eru nýrna- og blöðrubraut, lifrar- og gall- blöðrubraut, hjarta-, lungna- og smá- þarmabraut og milta- og magabraut. „Yin-jóga nýtur æ meiri vinsælda meðal jógaiðkenda og er blanda af jógastöðum og núvitund þar sem kyrrstaðan opnar tækifæri til að þjálfa hugann og hlusta inn á við,“ segir Þóra. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum klukkan 16.20 til 17.20. Skráning og nánari upplýs- ingar á yogavin@yogavin.is og www.yogavin.is Vefsíðan www.yogavin.is Stöður Yin-jóga byggist á stöðum sem haldið er í allt að fimm mínútur og eru nálægt jörðinni, sitjandi eða liggjandi. Djúpnæring líkama og sálar Dagur Konfúsíusarstofnunar er haldinn við Háskóla Íslands, í dag, mánudaginn 2. október. Kínverskir fræðimenn flytja fyrirlestra um kínverska heimspeki, efnahagsmál, stjórnmál og utanríkisstefnu. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku, en þá flytja vel þekktir fræðimenn innan sem utan Kína, sem sumir eru reglulegir álitsgjafar í vestræn- um fjölmiðlum um málefni lands- ins. Trúlega þykir áhugamönnum um Kína viðburðurinn hvalreki á sínar fjörur, enda dagskráin fjölbreytt og fróðleg. Dagskráin hefst kl. 10:00 í fyrirlestrasal í anddyri Þjóðarbók- hlöðu með fyrirlestri Yang Huilin, prófessors í heimspeki við Renmin- háskóla. Síðan taka til máls nokkr- ir prófessorar við sama háskóla: Peng Gang, prófessor í hagfræði og Shi Yinhong og Jin Canrong, sem báðir eru prófessorar í al- þjóðastjórnmálum. Klukkan 15.40, eftir hlé flyst dagskráin yfir í fyrirlestrarsal á jarðhæð í Veröld - húsi Vigdísar, en þá flytur Huang Weiping prófessor í hagfræði við Renmin-háskóla fyr- irlestur. Í lokin flytur svo Kvenna- kór Háskóla Íslands lög á íslensku og kínversku. Léttar veitingar í boði Konfúsíus- arstofnunarinnar Norðurljósa. Dagur Konfúsíusarstofnunar Hvalreki á fjörur áhuga- fólks um Kína Morgunblaðið/Einar Falur Víða fagurt í Kína Musterið Shiba- ozhai við ánna Yangtze. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.