Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 kranar & talíur STAHL kranar og talíur frá Þýskalandi eru áreiðanlegir vinnuþjarkar sem auðvelda alla vinnu. Kranarnir og talíurnar eru í hæsta gæðaflokki þar sem öryggi og góð ending eru höfð að leiðarljósi. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu óhræddur við að opinbera hug- myndir þínar því þér gæti verið fengur að þeim. Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál því allt veltur á jafnvægi þar í milli. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekkert koma þér á óvart í dag. Sérstaklega þegar einhver reynir á sjálfsálitið hjá þér. Brýndu raustina og segðu hvað þér finnst, því þú hefur líklega rétt fyrir þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú eigir erfitt með að hemja tilfinningar þínar geturðu haft stjórn á þeim. Brettu nú upp ermarnar og láttu sem flesta heyra frá þér í síma eða með tölvupósti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt fjármálin séu þér ofarlega í huga skaltu ekki láta þau ná svo miklum tökum á þér að þú hafir ekkert annað að tala um. Náðu aftur sambandi við þá sem þú hefur saknað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitthvað verður til þess að róta upp í gömlum tilfinningum svo þú þarft að koma þér í jafnvægi aftur. Notaðu eigin dómgreind og fylgdu hjarta þínu er taka þarf ákvörðun. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oftast fyllistu ekki valkvíða, en val- kostirnir eru nú svo girnilegir að þú verður að hugsa þig vel um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að velja þá sem þú umgengst af meiri kostgæfni. Vandinn er bara að velja og hafna. Þú getur ekki bætt samband þitt við vin þinn með því að breyta honum/henni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að ganga ekki of langt í þrjósku í samskiptum við aðra því að það gæti valdið óbætanlegum skaða. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert staðráðinn í því að fara þínu fram, sama hvað það kostar. Þér kann að finnast þú umsetinn svo þú eigir erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú skapast stund til þess að taka til hendinni heima fyrir. Ef það er valdabar- átta á milli framans og vinanna, leyfðu þá vinunum að vinna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að gera öllum eitthvað til góða en láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt þú getir ekki bjargað öllum. Þetta getur orðið skemmtilegur dagur hjá þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú nýtur þess að ræða við vini þína í dag, ekki síst vinkonur. Heima fyrir er einhver sem elskar þig en getur ekki alltaf sýnt það. Þú hefur haft yfrið nóg að starfa að und- anförnu en sérð nú fram á að eiga tíma af- lögu fyrir sjálfan þig. Út af skoðanakönnun MMR yrkirDavíð Hjálmar Haraldsson: Þótt könnunin sé kannske frekast leikur á kimum sálar þekkingu hún eykur og sannar það er sumir hafa talið; 7% af þjóðinni er galið. Sr. Skírnir Garðarsson rifjar á Leirnum upp limru, sem hann gaf Grétari bónda og hagyrðingi á Hávarsstöðum Jónssyni um árið: Fjárbóndinn finnur sinn staðal, hann fílar sig hreint eins og aðal, hann hokrar með kindur, og hrútinn sinn bindur, við hásingu traktors, – með kaðal. Skírnir þóttist sjá hrút bundinn við dráttarvél á meðan bóndi hafði skroppið í kaffi og sendi vísu Ólafi kunningja Pálssyni, bónda í Saurbæ í Holtum: Fjár- þú góður -festir ert, flestan slaginn tekur, en húsfreyja þín hnakkakert, á hælúx rauðum ekur. Skírnir segir frá því, að þegar hann var sauðfjárbóndi var enginn hrútur á heimilinu nema sumr- ungur ónothæfur. Páll nágranni hans, ágætur drengur og sauð- fjárbóndi, taldi þetta siðferðilega spurningu fremur en praktíska, en lánaði Skírni svo gamlan hrút, svona uppá kunningsskap. „Það tryggir gæðin,“ sagði Páll. „Gamlan hrút ég get þér léð, ég gjarna hjálpa vil.“ Höfðingjar vel hugsa um féð, þeir hleypa gömlum til. „Þessi vísa var það eina sem Palli hafði uppúr því krafsi,“ lýkur Skírnir sögu sinni. Páll Imsland víkur einnig að sauðfjárbændum „á dimmri nóttu“: Fram kom í fréttunum stórmál og fannst reyndar sumum þó smámál. Í blöðum er gargað að bændum sé fargað, svo ráðleysa ríki um fjármál. Það er komið hausthljóð í Ingólf Ómar: Falla lauf og fölnar reyr flögra í hringi þrestir. Vankaðir nú virðast þeir vel af berjum hresstir. Svo að Sigrún Haraldsdóttir fór að gá út um gluggann eins og Óm- ar: Úr glugga mínum glöggt má sjá greinar trjáa niður slúta og framandlega fjúka hjá foktjónaða labbakúta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af skoðanakönnunum og sauðfjárbúskap „LEYFÐU MÉR AÐ SVARA ÞÉR SÍÐAR. ÉG VIL ALLTAF FÁ MEIRA EN EITT TILBOÐ.“ „SANDRA, GÆTIRÐU RÉTT MÉR ELDHÚSRÚLLU?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... yndislegi heimavinnandi eiginmaðurinn þinn! ÉG HEF VERIÐ AÐ ÆFA MIG FYRIR LEIKHÚSIÐ DRAMATÍSK PÁSA! HVERSU HEIMSKU- LEGT ÁTTI ÉG EKKI AÐ DEILA PERSÓNULEGUM UPPLÝSINGUM MEÐ BARÞJÓNINUM? NEI, NEI, FÓLK GERIR ÞAÐ ÖLL- UM STUNDUM GOTT! ÞVÍ ÉG SAGÐI HONUM ALLT AF LÉTTA UM VANDAMÁLIN ÞÍN! Fimmtudagur. Unglingnum varskutlað í skólann í bítið en um klukkan átta á morgnana er nánast samfelld bílalest alveg frá Grafar- holti og niður að Snorrabraut, fyrir utan stöppuna á Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut. En allir komast í áfangastað að lokum og satt að segja er umferðin í morgunsárið svolítið skemmtileg; að sjá daginn verða til þar sem hver gengur til sinna skyldustarfa, sem er undir- staða þess að þjóðfélagið virki. x x x Föstudagur. Um kvöldið kom Vík-verji með áætlunarflugi utan af landi, hvaðan var flogið ofan skýja mestan hluta leiðarinnar. Rétt aust- an við Reykjavík kom flugstjórinn niður úr skýjunum og þá blasti við sannkölluð ljósaborg. Fjölförnustu vegirnir upplýstir með ótal straur- um, beinir og breiðir og gætu verið ósæðar mannslíkamans. Í lendingu blöstu við Perlan og Hallgríms- kirkja; bjartar borgir í myrkrinu. x x x Laugardagur. Biskupstungur í frá-bæru haustveðri. Í Vatnsvík á Þingvöllum var lynggróðurinn bók- staflega rauðglóandi og austur í Laugardal mynduðu aspirnar í sín- um gula haustlit skemmtilega and- stæðu innan um sígrænt grenið. Af Lyngdalsheiði blöstu Laugarvatn og Apavatn við; speglandi blá í logninu. Í austri djarfaði fyrir Heklu í skýja- slæðingnum. Frábær dagur til ferðalaga eða þess að njóta lífsins úti í náttúrunni, að minnsta kosti var fjöldi fólks í sumarhúsum og á ferða- mannastöðunum. x x x Sunnudagur. Jeppinn var mislukk-aður í útiliti þegar einn hjólkopp vantaði. Í umboðinu kosta slíkir hönd og fót svo Víkverji fór að Hólmi sem er við Suðurlandsveginn rétt ofan við Reykjavík og vísiteraði hinn víðfræga Valda koppasala. Gripur sem smellpassaði á bílinn var hendi nærri og umbeðinn var sölu- maðurinn ekki lengi að festa kopp- inn á felguna og það með flötum lóf- anum. Stykkið kostar 2.500 krónur og í kaupbæti var spjall við litríkan samferðamann. vikverji@mbl.is Víkverji Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld (Matt 11:28)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.