Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is Tímabært er að heildarendurskoðun fari fram á lagaákvæðum er varða uppreist æru og óflekkað mannorð en við slíka endurskoðun þarf að haga málum þannig að ákvörðun um mögulega endurveitingu réttinda byggist á efnislegri athugun á hegð- un og framferði umsækjenda, en ekki vélrænni aðferðafræði. Þetta er nið- urstaða Arnars Þórs Jónssonar í fræðigrein um uppreist æru og óflekkað mannorð sem mun birtast í Afmælisriti Jóns Steinars Gunn- laugssonar sem kemur út nú í vik- unni. Arnar kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega umfjöllun um gildandi rétt og bakgrunn núgild- andi ákvæða um uppreist æru og óflekkað mannorð hér á landi og í ná- grannaríkjum að það sé háskaleg hugmynd að útiloka einn hóp manna fyrirfram frá endurveitingu réttinda. Að uppfylltum tilgreindum skil- yrðum ætti sérhvert réttarríki að veita brotamönnum möguleika á end- urveitingu borgaralegra réttinda, sem þeir kunna að hafa verið sviptir. Nýir menningarstraumar? Í greininni veltir Arnar fyrir sér þeirri djúpstæðu togstreitu sem um- ræða um ofangreint mál hefur kallað fram undanfarna mánuði. Arnar tel- ur að ágreininginn megi að hluta til skýra með því að þarna takist á ólík viðhorf fólks til tilverunnar. Í raun endurspegli sá ágreiningur menning- arlegan afstöðumun. Í grein Arnars er vikið að þáttum sem einkennt hafa menningu Íslend- inga á liðnum öldum og þeirri spurn- ingu velt upp hvort greina megi nýja menningarlega strauma, sem sam- rýmast illa því menningarlega um- hverfi sem lagaákvæði um uppreist æru spruttu upp úr. Í því tilviki sem hér um ræðir hafa þessir straumar ekki blandast í eiginlegu samtali heldur komið saman eins og olía og vatn. Tveir fulltrúar þessara ólíku menningarheima eru kallaðir til sög- unnar: Þorgeir Hávarsson sem fulltrúi heiðursmenningar og sjón- varpspersónan Indriði sem fulltrúi þolendamenningar, en Indriða þekkja margir úr Fóstbræðraþáttum nútímans. Arnar telur augljóst að þessir tveir menn gætu átt erfitt með að skilja hvor annan og notar þennan samanburð til að setja fram áleitnar spurningar um hvers konar samræðu við viljum stunda og hvernig standa megi að samfélagslegri stefnumörk- um í þessum efnum. Háskaleg hugmynd að útiloka einn flokk manna  Segir réttarríki verða að gefa mönnum annað tækifæri Morgunblaðið/Ófeigur Deilt Djúpstæð togstreita virðist hafa komið upp á yfirborðið í umræðunni. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hlýnun andrúmsloftsins af völd- um gróðurhúsalofttegunda gæti skapað nýjan veruleika og að- stæður í landbúnaði á Íslandi. Viðbúið er að hlýnun raski öllum skilyrðum til jarð- og kornyrkju ytra, en aftur gætu þau orðið hagfelldari á Íslandi. Þetta segir dr. Sæmundur Sveinsson sem nú um mánaða- mótin tók við sem rektor Land- búnaðarháskóla Íslands. Hann er settur í embættið til eins árs en leitað var til Sæmundar þar sem ekki náðist samstaða um ráðn- ingu neins þess sem sótti um þegar rektorsstarfið var auglýst síðastliðið vor. Sæmundur hefur ákveðna sögulega tengingu við landbún- aðarmenntun á Íslandi. For- eldrar hans eru Oddný Sæ- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sveinn Runólfsson, fyrrver- andi landgræðslustjóri, en faðir hans, og afi Sæmundar, var Run- ólfur Sveinsson sem var skóla- stjóri gamla Bændaskólans frá 1936-1947 á Hvanneyri. Það var einnig tengdafaðir Runólfs – og langafi Sæmundar – Halldór Vil- hjálmsson. Allar plöntur veraldar Sæmundur er doktor frá grasafræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kanada en í námi þar lagði hann sig eftir rannsóknum á byggi og tengslum plantna merkurinnar. „Já, rétt eins og mennirnir eru af sama uppruna og apar eru plöntur veraldarinnar allar sprottnar af sömu rót, sé farið margar milljónir ára aftur í tím- ann. Það sem ég rannsakaði var í raun breytingar á erfðamengjum skyldra tegunda en þau stækka og minnka þannig að litninga- fjöldinn getur jafnvel fjórfaldast á skömmum tíma. Þetta eru krefjandi fræði en spennandi og nokkuð sem ég fékk ungur áhuga á. Æskuárin í Gunnars- holti hafa sjálfsagt ráðið þar nokkru um,“ segir Sæmundur. Í dag eru um 370 nemendur við LbhÍ og skiptist hópurinn því sem næst í tvennt; það er nem- endur í háskóladeild og svo á starfsmenntabrautum, það er bú- fræðinámi á Hvanneyri og í gamla garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi, sem nú er hluti af LbhÍ. Eru þá ónefndar ýmsar námsbrautir og fagnámskeið. Góð aðsókn er að skólanum sem er jafnframt vísindastofnun, enda er þar unnið að ýmsum verkefnum sem eru þýðing- armikil fyrir landbúnað, bæði heima og heiman. Nefnir Sæ- mundur þar rannsóknir sem víkja að landnýtingu og hlýnun andrúmsloftsins. Vörslumenn landsins „Hér áður fyrr var gengið fram af miklum krafti við að ræsa fram mýrar á Íslandi svo þær mættu verða ræktarland, enda vantaði það sárlega. Í fram- ræstum mýrum verður rotnun á ýmsum plöntuleifum meiri og hraðari en í votlendi og útblástur svonefndra gróðurhúsaloftteg- unda, svo sem koltvísýrings, þar með meiri. Endurheimt votlendis er af þeim sökum mjög mikil- vægur þáttur í baráttunni við loftslagsbreytingar,“ segir Sæ- mundur og heldur áfram: „Þá vitum við líka að ef tekst með ræktun og friðun að koma gróðurhulu á íslenskan eldfjallajarðveg sem er mjög al- geng jarðvegsgerð hér á landi, getur hann bundið mjög mikið af koltvísýringi í sig og það væri mótvægi við loftslagsbreyting- arnar. Í þessum verkefnum hafa íslenskir bændur hlutverki að gegna, enda eru þeir mikilvægir vörslumenn landsins.“ Auka virði landbúnaðar- afurða Úr umræðu síðustu missera segist Sæmundar þekkja það við- horf að sumum íslenskum bænd- um þyki í dag að tengsl þeirra við landbúnaðarháskólann séu ekki jafn sterk og æskilegt væri, enda finni þeir ekki samhljóm með sínu daglega starfi og sumu í vísindastarfi innan skólans. „Við þurfum klárlega að styrkja tengslin við bændur. Því vil ég að nú verði farið í stefnu- mótunarvinnu með bændum, fulltrúum hagsmunafélaga þeirra og afurðastöðva og leitað eftir sjónarmiðum fólks um hver þróunin í landbúnaðinum verði á næstu árum – sú vinna verður gríðarlega þýðingarmikil fyrir mótun á áherslum skólans til næstu ára. Til þess ætti líka að vera svigrúm því nú er fjár- hagur skólans, sem var í miklum mínus, kominn á rétt ról og þá er svigrúm til að styrkja kennslu og rannsóknir í hagnýtum landbúnaðarfræðum – sem ég kalla svo – atvinnugrein sem þessi skóli hefur svo ríkar skyld- ur við,“ segir Sæmundur og bæt- ir við að lokum: „Við þurfum líka að horfa til þess hvernig megi auka virði í framleiðslu landbúnaðarafuðra, frekar en magn. Enn fremur verður að tryggja sjálfbærni í framleiðslu þessara afurða. Hér innanlands þarf ekki endilega að auka fram- leiðsluna, en hún þarf klárlega að vera virðismeiri og til þess þarf þekkingu og þar gegnir Landbúnaðarháskóli Íslands lykilhlutverki.“ Nýjar áskoranir blasa við í íslenskum landbúnaði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Búskapur Auka þarf virði fram- leiðslunnar að sögn rektors. Styrkist sem matvælaland  Sæmundur Sveinsson er fæddur 1984. Hann lauk meistarprófi frá líffræðideild HÍ 2009. Í framhaldi af því hóf hann doktorsnám við grasa- fræðideild háskólans í Bresku Kólumbíu í Vancouver í Kan- ada og lauk því árið 2014.  Eftir doktorsnám starfaði Sæmundur sem sérfræðingur í kornkynbótum við LBHÍ. Síð- ustu misserin hefur Sæmund- ur verið faglegur leiðtogi í erfðafræði hjá Matís. Kona hans er Vigdís Th. Finnboga- dóttir. Þau eiga tvo syni. Hver er hann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.