Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Ármúla 24 - s. 585 2800 BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sérfræðingar hafa lengi freistað þess að finna út hvað einkennir, öðru fremur, þá stjórnendur sem ná mestum árangri. Vala Jónsdóttir segir að nú sé að koma æ betur í ljós að árangursríkir stjórn- endur eiga í raun fátt sameiginlegt og geta verið mjög ólíkir, en ná árangri með því að leggja áherslu á sömu hlutina. „Samkvæmt rannsóknum Gallup leggja þeir mikla áherslu á helgun starfs- fólks (e. employee engagement), styrkleikamiðaða stjórnun og frammistöðustjórnun sem er í takt við þær breytingar sem hafa átt sér stað á vinnu- markaði.“ Helgun starfsfólks er, að sögn Völu, lykillinn að því að búa til vinnustað þar sem allir leggja sig fram, sinna vinnu sinni af metnaði og láta sig varða hagsmuni fyrirtækisins eða stofnunarinnar. „Mælingar sýna að helgun hefur jákvæð áhrif bæði á líðan fólks í starfi og einkalífi og hefur einn- ig áhrif á lykilárangursþætti fyrirtækja. Helgað starfsfólk er síður fjarri vinnu vegna veikinda og upplifir minni streitu. Rýrnun minnkar, hagnaður og framleiðni aukast, öryggis- og gæðafrávikum fækkar, og starfsmannavelta verður mun minni.“ Yfirmenn þjálfarar frekar en stjórnendur Vala er viðskiptastjóri og ráðgjafi hjá Gallup á Íslandi. Hún segir miklar og hraðar breytingar vera að eiga sér stað á vinnumarkaðinum og þörf sé á að bregðast við breyttum áherslum. Til dæm- is hafi orðið mikil framþróun í upplýsingatækni sem hægt væri að nýta enn betur á vinnustöðum, aukin fjölbreytni er að verða á vinnumarkaði, breyttar áherslur í stjórnun að líta dagsins ljós og starfsfólk gerir aðrar kröfur. „Áður áttu fyrirtæki það til að einblína á launahliðina og láta duga að halda árlegt starfsmannaviðtal til að meta stöðuna og heyra skoðanir starfsfólksins. Í dag eru vænt- ingar fólks allt aðrar; það vill finna að vinnu- framlag þess hafi tilgang og gerir kröfu um að fá að þróast og eflast í starfi,“ útskýrir Vala. „Sam- skipti við yfirmann eiga að vera náin og tíð, endur- gjöf stöðug og yfirmenn að vera í hlutverki þjálf- ara frekar en stjórnanda. Fólk vill hafa tækifæri til að nýta ólíka styrkleika sína frekar en að allir séu steyptir í sama mótið.“ Tilgangur ofar launum Að sögn Völu á sér stað mjög skýr þróun í þessa átt, sérstaklega meðal ungs fólks, og getur skipt yngri starfsmenn meira máli að upplifa að starf þeirra hafi tilgang, frekar en að mánaðarlaunin séu sem hæst. Ef tilganginn og helgunina vantar hverfur áhuginn. „Breytingarnar eru hraðar, og þurfa stjórnendur að gæta þess betur en nokkru sinni fyrr að skapa eftirsóknarverðan vinnustað þar sem réttu vinnuskilyrðin eru fyrir hendi til að virkja mannauðinn og laða að og halda í gott starfsfólk.“ Helgun starfsfólks er mikilvæg. Hvort sem litið er á mismunandi starfsgreinar, ólík störf eða menningarheima. Segir Vala að eitt gott ráð til að fylgja sé að gera starfsmönnum ljóst hvaða máli vinnuframlag þeirra skiptir fyrir kollegana. „Það eykur helgun þegar starfsfólk upplifir sig sem mikilvægan hlekk í stærri keðju – sem tannhjól sem fær alla heildina til að virka eðlilega.“ Helgun starfsfólks hefur jákvæð áhrif á ótal vegu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bót Vala nefnir ótal áhrif helgunar starfsmanna, s.s. færri fjarvistir vegna veikinda og minni starfs- mannaveltu. „Rýrnun minnkar, hagnaður og framleiðni aukast og öryggis- og gæðafrávikum fækkar.“  Ef fólk finnur tilgang í starfi sínu vinnur það betur og er hamingjusamara meðal – höfðu fallið út, með yfir- skriftinni „Ævintýri bíða þín“. Aug- lýsing Volkswagen skartaði tveim- ur kvenmanshnefum, skreyttum með henna-lit, og hafði slagorðið „Nú er komið að mér“ verið ritað á milli hnefanna. Ákvörðun Abdulaziz mun taka gildi næsta sumar og gæti þýtt að allt að níu milljón nýir ökumenn bætist við bílamarkaðinn í landinu. Auk þess að geta aukið sölu á bílum og bílatryggingum er talið líklegt að breytingin muni bæta atvinnu- möguleika kvenna og þannig hækka tekjur heimilanna í landinu og örva hagkerfið á ýmsa vegu. ai@mbl.is Bílaframleiðendur biðu ekki boð- anna eftir að Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, ákvað í lið- inni viku að konur í landinu myndu loksins fá að aka bílum. Að sögn Bloomberg hafa margir helstu framleiðendur þegar birt auglýs- ingar í samfélagsmiðlum þar sem reynt er að höfða sérstaklega til sádi-arabískra kvenna. Ford fagnaði tímamótunum með tístinu „velkomin í ökumannssætið“ og fylgdi með mynd þar sem sjá mátti kvenmannsaugu speglast í baksýnisspegli bifreiðar. Jaguar og Land Rover völdu mynd af hand- tösku sem hafði dottið á hliðina svo að ýmsir smámunir – bíllyklar þar á Auglýsa bíla fyrir konur í Sádi-Arabíu Að sögn New York Times varð uppi fótur og fit í stjórn Uber á föstudag þegar í ljós kom að Travis Kalanick, stofnandi og valdamesti hluthafi skutlfyrirtækisins, hafði bætt tveim- ur nýjum meðlimum í stjórn félags- ins, að nýja forstjóranum Dara Khosrowshahi og stjórninni for- spurðum. Kalanick fékk Ursulu Burns, fyrr- verandi forstjóra Xerox, og John Thain, fyrrverandi forstjóra Merrill Lynch, til liðs við stjórnina sem er þá, að sögn WSJ, skipuð ellefu manns, frekar en níu líkt og var áð- ur. NYT segir að með nýju meðlim- unum muni Kalanic væntanlega eiga fleiri bandamenn á fundum stjórnar- innar, þegar teknar eru ákvarðanir um framtíð fyrir- tækisins. Útspil Kal- anick virðist hafa verið andsvar við nýlegum tillögum Khosrowshahi og Goldman Sachs, sem er stór hlut- hafi í Uber, um að breyta vægi at- kvæða hluthafa til að minnka atkvæðavald Kalanick, gefa nýja forstjóranum meira vald yfir rekstrinum og skuldbinda félag- ið til að fara á hlutabréfamarkað ekki seinna en 2019. Stóð til að stjórnin myndi taka tillögurnar til umfjöllunar á þriðjudag. ai@mbl.is Kalanick hleypir öllu í loft upp hjá Uber Travis Kalanick Raðfrumkvöðull- inn Elon Musk kynnti framtíð- arsýn geimferða- fyrirtækisins SpaceX á geim- ráðstefnu sem haldin var í Ade- laide á föstudag. Svipti hann m.a. hulunni af nýrri risaeldflaug sem á að geta sent fyrstu mennina til Mars árið 2024, en gæti líka gjörbreytt flug- samgöngum á jörðinni. Ef eldflaugar SpaceX væru not- aðar til að flytja farþega á milli borga þá tæki aðeins 39 mínútur að ferðast á milli New York og Sjanghaí, og ferðin frá London til Dúbaí tæki 29 mínútur. Í dag tekur fyrri flugferðin um 15 klukku- stundir, og sú síðari 7 klukkustund- ir. Að sögn Bloomberg myndi flugið frá Bandaríkjunum til Kína kosta aðeins 2.800 dali, eða tæplega 300.000 krónur. Hámarkshraði eldflaugarinnar verður 27.000 km/klst. en til sam- anburðar flaug Concorde á 2.140 km/klst. eða rétt rúmlega tvöföld- um hljóðhraða. Ef marka má kynningarmynd- band SpaceX myndu eldflaugarnar taka á loft frá, og lenda á, prömm- um á hafi úti og væru farþegar fluttir til og frá landi með hrað- skreiðu skipi. Bloomberg bendir á að í stórborgum sem ekki liggja að hafi, s.s. París og Lundúnum, gæti orðið vandasamt að finna hentugt svæði fyrir eldflaugaflug í þægi- legri fjarlægð frá borgar- kjörnunum. ai@mbl.is Elon Musk New York til Kína á hálftíma  Kynnir geimflaug- ar sem valkost í flugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.