Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í miklu úrvali í Vélum og verkfærum. Öryggi í sumarbústaðnum Blaupunkt SA2700 Þráðlaust þjófavarnarkerfi • Fullkominn GSM hringibúnaður • Hægt að stjórna með Connect2Home-appi • Boð send með sms eða tali • Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir Verð: 45.725 kr. OLYMPIA 9030 Þráðlaust þjófavarnarkerfi • Mjög einfalt í uppsetningu/notkun • Fyrir farsímakort (GSM) • Hringir í allt að 10 símanúmer • Allt að 32 stk. skynjarar • 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir • Fáanlegir aukahlutir: viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar, svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar. Verð: 14.570 kr. EITT ER VÍST: ALNO Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Jón Eggert Guðmundsson hjólaði 230 kílómetra í gær til að geta kosið í alþingiskosningunum 2017. Jón býr í suðurhluta Miami í Flórída og hjólaði til íslenska ræðismannsins í Pompano Beach. Hann segir að markmiðið með hjólaferðinni sé að hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn í komandi kosningum. „Ég er vanur að hjóla langar vegalengdir og mig vantaði langan hjólatúr og ákvað að nýta þetta í kosningarnar í leiðinni. Það er fínt að hafa eitthvert markmið með hjólaferðinni,“ sagði Jón Eggert en þegar Morgunblaðið náði tali af honum átti hann um 50 kílómetra eftir af ferðinni. Vont veður setti strik í reikninginn „Ég ætlaði að taka þetta í einni ferð en ég lenti í rigningu og vondu veðri,“ sagði Jón Eggert sem var því tilneyddur til að stoppa um stund áður en hann lauk ferðinni. „Ég þurfti bara að sitja rign- inguna af mér, það er bara gaman að því,“ segir Jón Eggert og hlær við. Flórída varð nýlega fyrir barðinu á fellibylnum Irmu og sagðist Jón hafa tekið eftir ýmsum ummerkjum um það á ferð sinni um ríkið. „Ég er reyndar að hjóla norður, það fóru mörg svæði illa þar en aðallega syðsti hlutinn. Það eru samt alveg ennþá tré á veginum víðsvegar hérna en þetta sleppur.“ Stefnir á hjólaferð til Key West næst Jón segir Flórídaríki vera mjög fallegt ríki og afar skemmtilegt að hjóla þar um. Hann mun um næstu helgi hljóla til Key West sem liggur alveg syðst í Flórída. Key West er eitt af þeim svæðum ríkisins sem fóru hvað verst í fellibylnum í síðasta mánuði. „Ég fer ásamt nokkrum öðrum hjólreiða- mönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt verður að fara þangað eftir að fellibylurinn reið yfir. Það er bara búið að vera lokað og verið að vinna að því að koma öllu í gang aftur.“ Um er að ræða helgarferð og stefnir Jón Egg- ert á að gista í eina nótt á svæðinu. „Það er víst mjög furðulegt ástand þarna og verður áhugavert að sjá.“ Hjólaði 230 km á kjörstað  Jón Eggert hjólaði á kjörstað í Flórída til að hvetja Íslendinga til að kjósa Kjörbréf Jón Eggert með kjörbréfið sitt eftir að hafa kosið í alþingiskosningunum 2017. Bilun kom upp í TF-Gná, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á laugar- dag vegna raka. Tvær þyrlur Gæslunnar, TF- Gná og TF-Líf, hafa síðustu daga ferjað fólk yfir Steinavötn eftir að stöpull brúarinnar þar yfir laskaðist í vatnavöxtum og henni var lokað. Brúin hefur nú verið opnuð á ný fyrir gangandi vegfarendur. Sveinn H. Guðmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar, segir mikla bleytu á svæð- inu hafa borist inn í þyrluna með fólki og valdið raka sem truflaði rafkerfi hennar. Því þurfti að þurrka þyrluna áður en gert var við bilunina en það var gert sam- dægurs. „Þær gerast varla minni bilanirnar,“ segir Sveinn. „Þetta er svolítið eins og dekk springi á bíl.“ Rakavandamál í vél Gæslunnar TF-Gná. Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Eldur kom upp í húsnæði Hvíta- sunnukirkjunnar í Vestmannaeyjum á laugardag. Að sögn Guðna Hjálm- arssonar safnaðarhirðis var kveikt í sófa á jarðhæð hússins rétt fyrir klukkan tvö síðdegis. Guðni var við vinnu á efri hæð ásamt fleiri og varð eldsins var er reykur barst upp á hæðina. Slökkvilið var kallað á svæð- ið og slökkti eldinn áður en hann náði að læsa sig í veggi hússins. Reykræsta þarf húsið og mála allt upp á nýtt, en að öðru leyti er tjón lít- ið. Tveir drengir, sem sáust við hús- ið, hafa verið yfirheyrðir en þeir segjast hafa reynt að slökkva eldinn. Hvítasunnukirkjan í Vestmanna- eyjum er elsti hvítasunnusöfnuður landsins, stofnaður 1926. Hann telur um sjötíu manns. Samkomur eru haldnar á sunnudögum og fimmtu- dagskvöldum, auk þess sem kirkjan hýsir AA-fundi fyrir Vestmannaey- inga vikulega. Guðni segir íkveikjuna ekki hafa sett strik í reikninginn hjá kirkjunni enda sé jarðhæðin ekki notuð undir starfsemi safnaðarins. Þess í stað hafi hæðin verið nýtt sem hjóla- brettaaðstaða fyrir ungmenni bæj- arins. Kveikt í Hvíta- sunnukirkjunni  Kveikt í sófa á jarðhæð hússins Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Í viðtali við Mary Hockaday sem birtist í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins um liðna helgi misritaðist setning en þar átti að standa: „Hlut- verk BBC sem fjölmiðils í almanna- eigu er að þjóna öllum breskum al- menningi og því er afar mikilvægt að fréttaflutningur endurspegli sam- félagið okkar og áhorfendur okkar, sem eru auðvitað bæði karlar og konur.“ Þá er rétt að Mary Hockaday hef- ur starfað í 30 ár hjá BBC en ekki 40. Starfað hjá BBC í 30 ár en ekki 40 LEIÐRÉTT Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.