Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017
FRA
0917-05
Til sölu er byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði að Haukahlíð 3 (lóð G á Hlíðarenda).
Heimilt er að byggja allt að 17.500 m² atvinnuhúsnæði á 3-4 hæðum, auk 12.000 m²
bílakjallara á tveimur hæðum.
Lóðin er byggingarhæf og framkvæmdir á öðrum lóðum á Hlíðarendasvæðinu eru
komnar vel á veg.
Skila skal skriflegu kauptilboði á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt „Haukahlíð 3”
til Þjónustuvers Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14, fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn
11. október 2017. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Úthlutunarskilmálar og tilboðseyðublað eru á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is/lodir
Byggingarréttur til sölu
Atvinnulóð - Haukahlíð 3
Hring
brau
t
Bústaðavegur
ACE
DF
H
G B
Flu
gv
al
la
rv
eg
ur
Enn bíða 68 börn, meðal annars
börn í 2. bekk, eftir því að komast
inn á frístundaheimili í Fossvogi.
Í Reykjavík bíða í heildina 473
börn eftir að fá pláss á frístunda-
heimilum eða sértækum félags-
miðstöðvum. Börn með sérþarfir og
í 1. bekk njóta forgangs en síðan er
tekið inn eftir umsóknartíma.
Fyrirhugað er að breyta reglum um
inntöku barna í frístundaheimili
þannig að aldursröð gildi en þær
breytingar munu ekki taka gildi
fyrr en næsta haust. Samkvæmt
upplýsingum frá Reykjavíkurborg
eru flest börn í 1.-2. bekk í öllum
hverfum borgarinnar komin inn á
frístundaheimili. Í Vesturbæ eru 57
börn í 3 og 4 bekk á biðlista og um
50 börn í Laugarneshverfi, þá bíða
68 börn í Fossvogi og eru sum
þeirra í 2. bekk.
Það vantar enn 111 starfsmenn á
frístundaheimili í borginni og á sér-
tækar félagsmiðstöðvar, í 55,5
stöðugildi. Fyrir hvern starfsmann
sem ráðinn er inn á frístundaheim-
ili komast 16 börn í 2. til 4. bekk
inn. „Flestir starfsmenn eru að
vinna 2-3 daga í viku þannig að fyr-
ir hverja tvo starfsmenn komast 16
börn inn á frístundaheimili,“ segir í
upplýsingum frá Reykjavíkurborg.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær á að ráðast í aðgerðir
hjá Reykjavíkurborg til að bregðast
við manneklu í leikskólum, á frí-
stundaheimilum og sértækum
félagsmiðstöðvum. ingveldur@mbl.is
Aldursröð
mun gilda
næsta haust
68 börn ekki
komin inn í frístund
Morgunblaðið/Ómar
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Samtök áhugafólks um áfengi
(SÁÁ) fagnaði fjörutíu ára afmæli
sínu með afmælisfundi í Háskólabíó
í gær. Karlakórinn Fóstbræður, KK
band, Jóhanna Guðrún, Pálmi
Gunnarsson og Kvennakórinn Létt-
sveit Reykjavíkur komu fram í til-
efni af stórafmæli samtakanna.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands og Arnþór Jónsson, formaður
SÁÁ, héldu ræðu fyrir fundargesti.
„Það var þokkaleg mæting, ég held
það hafi verið um sjö hundruð
manns. Ræður góðar og fólk í hátíð-
arskapi. Forsetinn flutti alveg frá-
bæra ræðu og það fóru allir héðan
út bara ánægðir,“ sagði Arnþór
Jónsson, formaður SÁÁ, að loknum
fundinum í gær.
Í ræðu sinni fjallaði Arnþór með-
al annars um þær breytingar sem
hafa orðið frá því að SÁÁ hóf starf-
semi sína. „Það er eitt sem breytist
aldrei og það er að þetta séu gras-
rótarsamtök og almannaheilla-
samtök og það þarf alltaf hug-
sjónafólk að berjast fyrir betri
þjónustu og meiri þekkingu. Þetta
dettur ekki af himnum ofan. Þó að
miklir sigrar hafi unnist og ákveðin
viðurkenning fengist þá er verkinu
ekki lokið, það var aðalinntakið,“
segir Arnþór í samtali við Morgun-
blaðið. Í kjölfar afmælisfundarins
hefst í dag þriggja daga ráðstefna á
Hilton Nordica þar sem margir af
færustu sérfræðingum heims á
sviði fíknlækninga koma og halda
erindi.
SÁÁ fagna 40 ára afmæli
Morgunblaðið/Eggert
Forseti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt ræðu á fundinum.
Fjölmennt var á afmælisfundi samtakana í gærkvöldi
Um klukkan níu í gærkvöld var ek-
ið á nautgrip á Kjósarskarðsvegi.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
var um fólksbíl að ræða og voru
tveir í bílnum. Slapp annar þeirra
sem voru í bílnum lítið eða ekkert
slasaður en hinn hlaut meiri skaða.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu
hversu alvarleg meiðsl hans eru.
Báðir voru fluttir á sjúkrahús og
mætti lögreglan á staðinn, meðal
annars til að athuga með nautið og
hvort aflífa þyrfti það.
Slysið varð um 4 km inn frá Hval-
fjarðarvegi á Kjósarskarðsvegi.
Ekið á nautgrip í
Kjósarskarði