Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirkomulag borgar- stjórnarkosninga verði endurskoðað með það að markmiði að binda kjör borgarfulltrúa við ákveðin hverfi. Tillaga um að borgarstjórn beiti sér fyrir því verður lögð fyrir borgar- stjórn á fundi hennar á morgun. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er flutnings- maður tillögunnar. Hann segir slíkt fyrirkomulag þekkjast víða erlendis, til að mynda í Winnipeg í Kanada. Þá yrði borginni skipt upp í kjörhverfi og hvert hverfi hefði einn borgarfull- trúa. Smáflokkar eiga jafnan erfið- ara með að fóta sig í einmennings- kjördæmum enda fær stærsti flokk- ur kjördæmisins eina sæti þess. Kjartan hefur þó ekki áhyggjur af því að þetta hafi í för með sér einok- un eins eða tveggja flokka. Þess í stað gæti kosningabaráttan orðið persónulegri og menn boðið fram í sínu hverfi án þess að vera endilega í forsvari fyrir stjórnmálaflokk. Hann segir ýmsa hafa kallað eftir auknu persónukjöri í pólitík. „Það hefur verið kvartað yfir því að sum hverfi eigi engan borgarfulltrúa. Með þessu yrði tryggt að hvert hverfi fengi sinn fulltrúa.“ Borgarstjórnarkosningar heyra undir lög um kosningar til sveitar- stjórna og því ljóst að fyrirkomulag- inu verður ekki breytt nema með lagabreytingu. Kjartan hefur ekki kannað stuðning þingmanna við til- löguna en hann telur líklegt að Al- þingi verði við tillögunni, njóti hún mikils stuðnings innan borgarstjórn- ar. Hann telur þó óraunhæft að breyta fyrirkomulaginu fyrir næstu kosningar, sem fram fara í vor. Eðli- legra væri að fara sér hægt. Sjálfstæðismenn vilja hverfaskipta borgarstjórn  Borginni verði skipt upp í einmenningskjördæmi Kjartan Magnússon Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Gestafjöldi í Smáralind, fyrstu tíu dagana eftir opnun nýrrar versl- unar H&M, var um 170 þúsund manns eða sem nemur helmingi ís- lensku þjóðarinnar. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reg- ins sem á Smáralindina. „Aukningin nemur tugum prósenta. Við höfum aldrei séð annað eins,“ segir hann. „Þetta eru frábærar tölur og framundan eru svo mestu verslun- armánuðir ársins. Það verður spennandi að sjá hvernig þeir verða,“ bætir Helgi við, en að hans sögn koma nú um 14 til 20 þúsund gestir í Smáralind á degi hverjum. Helgi birti á Facebook-síðu sinni í gær tölur úr ársfjórðungsuppgjöri H&M fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að á fyrstu sex dög- unum sem verslunin í Smáralind var opin, hafi vörur verið seldar fyrir um 169 milljónir króna. 2,2 milljónir á hvern fermetra Helgi kveðst ekki vita til þess að sambærilegar tölur hafi sést hér á landi. Ef tölurnar yrðu settar inn í „retail-kennitölu“, þ.e. sölu á hvern fermetra verslunarrýmis á ári, yrði salan um 2,2 milljónir á fermetra. „Þetta er algert met og hefur ekki sést hér áður mér vitandi. Það þykir frábært að vera með sölu sem nær 800 þúsund krónum á fer- metra,“ segir Helgi á Facebook, en í færslunni tekur hann einnig fram að Reginn búist ekki við alveg jafn háum tölum þegar fram í sæki, byrjunin lofi þó góðu. Áformað er að á Íslandi verði þrjár verslanir. Sú fyrsta var opnuð í Smáralind 26. ágúst sl. og í síðustu viku var versl- un opnuð í Kringlunni. Á Hafn- artorgi í miðbæ Reykjavíkur verður einnig verslun. Verslunarrými í Smáralind og á Hafnartorgi eru í eigu Regins, en verslunarrýmið í Kringlunni er í eigu Reita. „Versl- unin í Smáralind er 3.400 fermetrar og er flaggskipið þeirra hér á landi. Slíkar verslanir eru stærri og meira í þær lagt. Sú sem verður opnuð niðri í miðbæ verður svo allt öðru- vísi en hinar verslanirnar, hún verð- ur meira sniðin að miðbænum,“ segir Helgi. Verðlagning „eðlileg“ Aðspurður segir hann Íslendinga hafa tekið versluninni opnum örm- um. „Við vorum dálítið stressuð yfir því að verðlagið yrði ekki nógu gott, en annað kom á daginn og þeir eru með mjög eðlilegt verð,“ segir hann. Helmingur landsmanna á tíu dögum  Gríðarleg aðsókn í Smáralind eftir opnun H&M  Verslunarrisinn seldi fyrir 169 milljónir á 6 dögum Morgunblaðið/Ófeigur H&M Fyrsta verslun verslanakeðjunnar H&M á Íslandi var opnuð í ágúst. Brúin yfir Steinavötn sem skemmd- ist í miklum vatnavöxtum í síðustu viku var í gærmorgun opnuð fyrir umferð gangandi vegfarenda. Þetta staðfestir Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni á Hornafirði. Ákvörðunin var tekin í gær eftir skoðun á ástandi og burðar- þoli brúarinnar. Gangandi umferð verður þó einungis heimil undir eftir- liti, milli klukkan 8 og 20. Unnið er að því að skipuleggja ferðir að og frá brúnni. Fólk þarf því síðan að ganga í gegnum vinnusvæðið og yfir brúna. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar vinnur nú hörðum höndum að því að reisa nýja bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Sú er 100 metra löng og stefnt er að því að klára hana í síðasta lagi á föstudag. Engar þunga- takmarkanir verða yfir hana og því ættu vöruflutningar að komast í eðli- legt horf um leið og brúin kemst í gagnið. Auk skemmda á brúnni yfir Steinavötn fór vegur einnig í sundur við Hólmsá í flóðunum. Reynir segir að þrátt fyrir að sá kafli hafi verið opnaður að nýju þá eigi enn eftir að fara í fullnaðarviðgerðir. Vegagerðin einbeiti sér þó að brúnni fyrst um sinn. Opna fyrir gangandi umferð  Vinna við bráða- birgðabrú hafin vart akandi umferð. Þá hefta bláu hjólin ekki för vélknúinna ökutækja en gangandi vegfarendur verða að hafa augun hjá sér þar sem þeir áður gátu spígsporað án trafala. Hjólin vekja þó áfram gleði fólks og ungu kynslóðarinnar ekki síst. Nú þegar veturinn nálgast og fólk lætur ekki sjá sig öðruvísi en vel dúðað í miðborginni er einnig dregið úr svokölluðum „sumarlokunum“ gagn- Morgunblaðið/Eggert Sumarlokanir í miðborginni að baki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.