Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 ✝ Sigurður Páls-son fæddist 30. júlí 1948 á Skinna- stað í N-Þingeyjar- sýslu. Hann lést á Landspítalanum í Kópavogi 19. sept- ember 2017. Hann var sonur sr. Páls Þorleifs- sonar, prófasts á Skinnastað í Axar- firði, f. 23. ágúst 1898 á Hólum í Hornafirði, d. 19. ágúst 1974, og konu hans Guð- rúnar Elísabetar Arnórsdóttur, f. 22. desember 1905 á Hesti í Borgarfirði, d. 18. nóvember 1983. Systkini Sigurðar eru 1) Jó- hanna Katrín, bankastarfs- maður og myndlistarkona, f. 10.2. 1933, d. 24.1. 2017, 2) Stef- án, bankastjóri, f. 7.12. 1934, 3) Þorleifur, sýslumaður, f. 17.6. 1938, og 4) Arnór Lárus, fram- kvæmdastjóri, f. 21.4. 1943. Sigurður kvæntist hinn 26. júní 1987 Kristínu Jóhannes- dóttur kvikmyndaleikstjóra, f. 17. nóvember 1948. Sonur þeirra er Jóhannes Páll mark- aðsfræðingur, f. 20. mars 1987. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík, stundaði frönskunám í Tou- ance Française um skeið og for- maður Rithöfundasambands Íslands. Sigurður hlaut fjölda viður- kenninga fyrir störf sín. Ljóða- bók hans Ljóð námu völd var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1993. Sig- urður hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir Minnis- bók árið 2007 og hafði þá áður verið tilnefndur fyrir ljóðabæk- urnar Ljóðlínuskip (1995) og Ljóðtímaleit (2001). Sigurður var valinn borgar- listamaður Reykjavíkurborgar á tímabilinu 1987-1990, var veittur riddarakross Orðu lista og bókmennta (Chevalier de l’Ordre des Arts et des Lettres) af menningarmálaráðherra Frakklands árið 1990, og Frakk- landsforseti sæmdi hann ridd- arakrossi Frönsku heiðursorð- unnar (Chevalier l’Ordre National du Mérite) árið 2007. Á degi íslenskrar tungu árið 2016 hlaut hann verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Á nýársdag 2017 veitti forseti Íslands Sigurði fálkaorðuna fyr- ir framlag til íslenskra bók- mennta og menningar. Vorið 2017 veittu Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Ís- lands Sigurði Maístjörnuna fyrir ljóðabókina Ljóð muna rödd. Útför Sigurðar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 2. októ- ber 2017, klukkan 15. louse og París og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne. Hann lauk einnig námi í kvikmyndaleik- stjórn. Sigurður fékkst einkum við ritstörf og þýðingar. Fjöl- margar ljóðabækur hafa birst á prenti eftir Sigurð, sú fyrsta kom út 1975 undir heitinu Ljóð vega salt. Hann ritaði einn- ig skáldsögur, samdi fjölda leik- rita, sjónvarps- og útvarpshand- rit og óperutexta. Hann var eitt af Listaskáldunum vondu 1976. Ljóðabækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg erlend tungu- mál, m.a. búlgörsku og kín- versku. Árið 1994 kom út tví- tyngd útgáfa ljóða hans hjá Editions de la Différence í París í þýðingu Régis Boyer, deildar- forseta Skandinavísku deildar Sorbonne-háskóla. Stórt úrval ljóða Sigurðar í enskri þýðingu árið 2014 undir titlinum Inside Voices, Outside Light. Sigurður fékkst við ýmis störf auk ritstarfa. Hann var frétta- ritari, leiðsögumaður, kennari og starfaði við sjónvarp og kvik- myndir. Hann var forseti Alli- Við andlát Sigurðar bróður míns hvarflar hugurinn til upp- vaxtarára okkar á Skinnastað í Öxarfirði. Á æskuheimili okkar var hann jafnan kallaður Siddi og alla tíð síðan innan fjölskyldunnar, en var þekktur sem Siggi Páls meðal vina og kunningja. Siddi var yngstur okkar fimm systkinanna. Snemma komu í ljós eiginleikar sem voru alla tíð síðan lýsandi fyrir hann; einstök ljúf- mennska, sérstakur og hlýr húm- or, hugmyndaauðgi og næmi fyrir því fagra. Hann var skemmtilegur og gefandi og sóttust allir eftir ná- vist hans. Hann lærði snemma að lesa og skrifa og hélt dagbækur og annála frá því hann varð skrifandi. Siddi var ekki nema fimm ára þegar hann svaraði þeirri sígildu spurn- ingu „hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór“. Hann ætlaði að verða gullsmiður, listmálari og rithöfundur. Hann lagði snemma aðaláhersluna á hið síðastnefnda, því upp frá þessu hóf hann að skrifa örsögur sem hann færði systkinum og foreldrum. Sidda nægði ekki að lifa í þeim veruleika sem hann var fæddur í heldur skóp hann einnig sinn eigin heim. Hann stofnaði heilt sveitar- félag sem hann nefndi Fögrusveit, með bæjum, fólki og búfénaði. Daglega flutti hann heimilisfólk- inu á Skinnastað fréttir af lífinu í Fögrusveit og atburðum sem þar gerðust. Oft voru þeir spaugilegir og vöktu kátínu hjá áheyrendum. Að kenna sveitina sína við fegurð er afar lýsandi fyrir viðhorf hans fyrr og síðar. Samband Sidda við foreldra okkar var mjög náið og byggðist á gagnkvæmri væntumþykju og virðingu. Þeim var snemma ljóst að hann var gæddur hæfileikum sem skylt var að rækta og hlúa að. Hann las námsefni barnaskól- ans að meira eða minna leyti áður en hann hóf formlegt skólanám. Eftir fullnaðarpróf úr barnaskóla las hann námsefni 1. og 2. bekkjar gagnfræðaskóla undir leiðsögn föður okkar, sem var afburða- kennari. Í Bernskubók lýsir hann samstarfi þeirra feðga, hvernig námið var skipulagt og hvernig nemandinn hafði um framvindu þess að segja. Móðir okkar lagði sitt af mörkum við kennsluna. Hún bar gott skynbragð á íslenskt mál og hafði góð tök á enskri tungu. Siddi settist í landspróf- sdeild Hagaskóla í Reykjavík og var þá árinu yngri en aðrir nem- endur. Í minningabókum sínum lýsir Siddi lífshlaupi sínu frá barnæsku og þar til hann lýkur námsdvöl í Frakklandi. Lesendur fylgjast með því hvernig sveitadrengurinn Siddi breytist í borgarbarnið Sigga Páls og loks í heimsborg- arann Sigurð Pálsson. Þrátt fyrir að heimsmynd hans stækkaði og hann sækti þekkingu og reynslu til framandi menningarheima slitnuðu rætur bernskunnar aldr- ei. Hann var alla tíð sveitarstjóri Fögrusveitar. Í einu ljóða sinna segir hann: Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins Við fjölskyldan vottum Krist- ínu og Jóhannesi Páli innilega samúð okkar. Þorleifur. Minningar mínar um Sigurð mág minn spanna langan tíma. Hann var aðeins átta ára þegar ég tengdist fjölskyldunni á Skinna- stað. Hann var eftirminnilegt barn, smávaxinn, fríður, glaður, frjálslegur og afar skemmtilegur. Þó ekki framhleypinn. Níu ára gamall var hann nemandi minn í skólanum í Lundi í Öxarfirði. Fá- mennur heimavistar- og heima- göngu-skóli. Skólinn var dæmi- gerður sveitaskóli á þeim tíma. Nemendur aðeins 18 á aldrinum 9-15 ára. Þá þekktist ekki hugtak- ið einstaklingsmiðað nám en starf- ið gat ekki verið meira í samræmi við það hugtak. Í þessum hópi undi Sigurður sér vel. Afar bráð- þroska til náms, tók það sem skemmtilegum leik. Naut sín best með 12 ára nemendum sem voru að ljúka svokölluðu fullnaðarprófi. Hann hafði það að leik, frá því hann var læs og skrifandi, að semja sögur og skrá. Það hefur varðveist að minnsta kosti ein lítil bók frá þeim tíma sem hann sendi Hönnu systur sinni að gjöf. Þá var það einnig snemma leikur hans að reikna dæmi úr reikningsbókum Elíasar Bjarnasonar undir hand- leiðslu föður síns og móður. Nokkrum árum síðar kom Sig- urður til Reykjavíkur og hóf þar nám í landsprófsdeild Hagaskóla. Þá bjó hann hjá okkur, Stefáni bróður sínum og fjölskyldu okkar. Eins og áður naut hann sín vel í náminu og félagsskapnum og var fljótur að samlagast nýju um- hverfi. Alltaf jafn glaður og skemmtilegur. Það er ánægjulegt að minnast hans sem barns og unglings og síðast en ekki síst að fylgjast með velgengni þeirra hjóna á sviði lista og menningar og ótrúlegt hvað Sigurður var frjór og skapandi til hinstu stundar. Arnþrúður Arnórsdóttir. Sigurður föðurbróðir minn er 14 árum eldri en ég og 14 árum yngri en faðir minn Stefán. Hann var mitt á milli okkar. Ég útskýrði gjarnan að það væri jafn langt á milli mín og Sigurðar og hans og pabba. Ég skil ekki núna af hverju ég sagði ekki jafn stutt. Ein af ljóslifandi minningum mínum er einmitt frá því að ég var 14 ára og hann nýkominn heim úr ævintýraför frá Kína. Á mynd sem til er er hann klæddur maó- fötum fyrir framan bókahilluna heima. Það grillir í plötuspilarann í einu horninu. Bækur, tónlist, stíll. Það tilheyrir Sigurði. Þegar ég horfi á myndina leiði ég hugann að fyrirbærinu sem var Sigurði svo hugleikið. Minning um minn- ingu. Hvað er minning og hvað er minning um minningu? Í minning- unni var ég líka við hliðina á hon- um, jafn grannholda. Þegar ég leitaði uppi myndina sé ég að hann er einn á myndinni. 14 ár. Tvisvar sinnum sjö. Númeralógía og tölfræði, það var Sigurði svo hugleikið. Endurtekn- ing. Ég hugsa um staði og stemn- ingu. Nafn á stað kallar fram hug- hrif. Sigurður var meistari í að kalla fram hughrif staða. Ég vissi hvernig Mýrin, já Le Marais heit- ir Mýrin hjá Sigurði, liti út áður en ég hafði nokkurn tíma komið þangað. Ljóðin hans, minninga- bækurnar, já allt sem hann ritaði, kalla fram svo sterkar myndir og svo mikla hlýju. Sigurður málaði með orðum. Með hlýjum litum. Mikið lifandis skelfing leit ég upp til hans og hef gert alla tíð. Fyrr á öldum var litið svo á, að hluti af þroska sérhvers manns væri að eignast velgjörðarmenn eða lærifeður eða meistara. Fyrir mér hefur Sigurður verið sitt lítið af hverju af þessari þrenningu. Hjá Sigurði var einmitt svo margt í þrenningum. Ljóðabækurnar voru alltaf þrjár í hverjum flokki. Minningabækurnar þrjár. Þau voru þrjú, hann, Kristín og Jó- hannes Páll. Þegar ég hugsa til Sigurðar kemur eftirfarandi mynd upp í hugann: Hann er að segja frá ein- hverju sem opnar augu manns og víkkar sjóndeildarhringinn. Hann lýkur frásögninni með hnyttnum endi. Hann hlær og tekur bakföll af hlátri. Hendurnar líða um loftið á eftir hlátrinum. Helga I. Stefánsdóttir. En langt til hafs regnboga litróf undi. Lífsviljinn skaut þar upp höfði, á sundi. (Sigurjón Friðjónsson 1940) Siddi, föðurbróðir minn, var tíu árum eldri og nennti alls ekki að flokka póstinn heima á Skinna- stað; Adam á Tóvegg, Karl í Tungu, Guðmundur á Ærlæk. Það var verk fyrir einn fimm ára, sem þá þurfti víst að kunna að lesa. Á meðan ég flokkaði póstinn gat Siggi hlustað á Stones og Dylan og lesið Dylan Thomas, óáreittur þarna undir norðurheimskauts- baug, norður í Öxarfjarðarhreppi. Ess Pé kenndi mér sem sagt að lesa en verkfærið, vopnið, var ekki Litla gula hænan heldur Tíminn og vatnið, ljóðabálkur Steins Steinarr – uppáhald Pálssonar á þessum tíma. Hann kenndi mér síðan allt; að hugsa, hugsa stórt, að lesa, jafnvel milli línanna, hann var fyrsti og eini heimsborgarinn sem ég hef hitt. Það kennir manni. Sigurður Pálsson var merkileg- ur maður, maður orða, orða sinna, stór maður, sem var svo líkamlega fíngerður að ég hef velt því fyrir mér alla ævi hvernig svo stórt hjarta sem Siggi Páls bar innra með sér rúmaðist þar. Hann var ekki bara gott skáld, hann var góður maður. Risi. Páll Stefánsson. 561-1210 Sigurður Pálsson, lestu inn skilaboð eftir hljóðmerk- ið. Alltaf þótti mér jafn gaman að hringja í frænda minn í þetta númer. Hann hringdi alltaf til baka og yfirleitt alltaf mjög fljótt. Þeir eru ekki margir sem eru með gamla góða símsvarann ennþá. Sigurður er sennilega eini maður- inn sem ég veit um sem átti ekki farsíma. Allavega vissi ég ekki um þann síma. Eins og hann orðaði það svo snilldarlega þá var óþarfi að vopn- ast slíku apparati. Við Sigurður þekktumst vel. Hann var ákaflega bóngóður og þurfti ég stundum að leita til hans vegna ýmissa mála. Allt var þetta frá því að hjálpa mér að semja ræður eða þýða úr frönsku út af atvinnu minni. Það var gaman að tala við hann um mismunandi hluti og vakti ávallt athygli hversu víðlesinn hann var. Hann vissi um alla skap- aða hluti og þegar við töluðum t.d. um bíla þá fræddi hann mann um ótrúlegustu hluti. Sigurður átti lengi vel Saab-bif- reið og held ég að hann hafi smitað Saab-áhuganum víða, því á tíma- bili voru nokkrar slíkar bifreiðar í fjölskyldunni. Að hlusta á Sigurð halda ræðu var unaður. Þvílík ræðusnilld. Held ég hafi aldrei heyrt mann nokkurn tímann tengja hluti sam- an eins og hann gerði. Þetta á sér- staklega við þegar hann notaði töl- ur. Hann var meistari í að halda fólki við efnið því öruggt var að engin greip fram í þegar hann tal- aði. Við fjölskyldan vottum Krist- ínu og Jóhannesi Páli okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Páll Arnórsson. Samstarf og vinátta okkar Sig- urðar stóð í þrjátíu ár. Við áttum góðan fund í sumar og litum yfir farinn veg og vorum sammála um að ekki væri hægt að hugsa sér betra samstarf útgefanda og höf- undar og vorum ansi lukkulegir hvor með annan. Það bar hrein- lega aldrei skugga á samvinnuna. Ekki að það sé óeðlilegt að nún- ingur verði í slíku samstarfi en til hans kom aldrei í okkar tilviki. Við ræddum alltaf málin í gleði og al- vöru og vorum alltaf sammála um niðurstöðuna. Ég er óendanlega þakklátur fyrir. Sigurður gaf okk- ur ekki bara einstakan skáldskap sinn. Hann var sjálfur lifandi skáldskapur. Það var alltaf gam- an. Hann var í senn ærslafullur og djúpt hugsandi og ævinlega með óvænt sjónarhorn á alla hluti. Að skilnaði tekst á sorg yfir að missa þennan einstaka heiðursmann og gleðin yfir að hann skildi skilja eft- ir sig einstakan og óvenju heild- stæðan skáldskap þar sem hann lifir sjálfur að eilífu. Hann hafði mikið að gefa og gerði það af miklu örlæti. Í jafnvel stuttu spjalli fyllti Sigurður viðmæland- ann af trú á lífið og manneskjuna. Það er ekki lítil gjöf til okkar sem kynntumst honum og verður okk- ur áskorun um að lifa í gleði og bjartsýni. Þegar ég skipti um útgáfuvett- vang átti Sigurður hugmyndina að nýtt útgáfufyrirtæki bæri upp- hafsstafi mína JPV. Það fannst mér ekki góð hugmynd og sagði honum að það væri alltof yfirlæt- islegt. Hann gaf lítið fyrir það og undirstrikaði að það væri ég per- sónulega sem hann fylgdi í þessa göngu og því ætti útgáfan að bera mína upphafsstafi. Við því átti ég ekkert andsvar og þar með var það ákveðið. Það er skrýtið en satt að eina vandamál útgefanda Pálssonar var háttvísi hans og ljúfmannleg framganga. Hann sótti málin aldr- ei af offorsi heldur af kurteisi og með skynsamlegum rökum. Þegar hann nálgaðist mig á þann eina hátt sem honum var eðlilegur var ansi erfitt ef ekki ómögulegt að fallast ekki á tillögur hans sem bornar voru svo fallega og fag- mannlega fram. Ég varð hrein- lega að setja mig í stellingar til að láta ekki allt eftir honum og af- henda honum tékkheftið. Ég og Forlagið vottum Krist- ínu, lífsförunaut hans, og Jóhann- esi Páli, einkasyni þeirra, dýpstu samúð. Góða ferð, elsku vinur. Jóhann Páll Valdimarsson. Siggi hefur sagt að minnið end- urskapi og hafi til þess fullt leyfi. Ég man glöggt hvernig birti yfir Vesturbænum fyrir meira en hálfri öld eitt haustið þegar hann var allt í einu mættur á svæðið, þessi granni og kviki prófastsson- ur frá Skinnastað. Hvar sem hann kom fylgdi honum kátína, ærsl. Andlitið gliðnaði þegar hann brosti og hann hló þannig að mað- ur gat allt eins átt von á að hann lyppaðist niður eða liðaðist sund- ur. Hann var minni en jafnaldr- arnir en samt á undan þeim í skóla, tók því auðveldlega bæði upp fyrir og niður fyrir sig í vin- áttu og umgengni, enda vissi hann ekkert um aldursskiptingu og ár- ganga, hafði varla í skóla komið fyrr en í Hagaskólann. Æringinn var skáld. Og með því reyndist honum vera mikil og vaxandi alvara þó aldrei sæi hann ástæðu til að vera mjög alvarlegur yfir því, hvað þá hátíðlegur. Hann hafði alltaf opið á milli, kætin og alvaran vógust á, ljóð vógu salt. Kynslóðabil þekkti hann aldrei. Þegar ég kvaddi Sigga á líkn- ardeildinni fáeinum dögum fyrir andlátið vorum við Unnur á leið til Parísar. Ég sagðist ætla þangað sem sérlegur sendiboði hans og bað um verkefni. Hann svaraði því til að umfram allt skyldi ég flanera og nefndi nokkra staði sem vel mættu fá kveðju. Nítjánda sept- ember þræddi ég St. Michel-bú- luvarð upp á Mont- parnasse-búluvarð og kom við á La Closerie des Lilas og Select. Stóð svo allt í einu frammi fyrir bókabúðinni Les nourritures terrestres (sbr. Ljóð námu völd, bls. 57 og Minnisbók, bls 33). Fannst það eins og vitrun og vildi inn en allt var læst. Þegar andláts- fregnin barst um kvöldið mundi ég að mér hafði fundist eins og dimmdi yfir borg ljósanna meðan ég knúði dyra. Far vel, vinur og kollegi. Hafðu heila þökk fyrir örlæti og bón- gæði, ráðgjöf, innblástur og órofa tryggð. Við Unnur, synir og fjölskylda, vottum Kristínu og Jóhannesi Páli, bræðrum Sigga og ættmenn- um öllum okkar dýpstu samúð. Þórarinn Eldjárn. Á latínu er köllun og rödd sama orðið. Og þá er venjulega átt við rödd Guðs innra með manninum. Hjá Sigga var það rödd ljóðsins. Og þeirri rödd hlýddi hann skil- málalaust frá unga aldri. Oft er ætlast til að skáld séu hátíðleg, en því fór víðs fjarri með Sigga, þvert á móti var hann fullur af ærslum. Gleymum aldrei hvað hann var skemmtilegur. Honum var svo eiginlegt að glæsa allt sem hann kom nærri. Um tíma átti hann gamlan Saab og þreyttist aldrei á að útmála hvílíkur eðalvagn hann væri, framleiddur af flugvélaverk- smiðjunni Saab, eiginlega væri þetta flugvél. Ósjálfrátt fór maður að líta út um gluggana. Leikhúsið stóð Sigga nærri. Hann sló því gjarnan fram að syn- ir presta væru fæddir til að vera leikskáld og sem prestssonur upp- lifði hann snemma þegar hvers- dagsleikinn breytist í leikhús og faðirinn klæðist í kjól og timbur- húsið sem alla jafna stóð autt og tómt fyllist af tónlist og söng. Enda fór Siggi rakleiðis til Frakklands að loknu stúdents- prófi að læra leikhúsfræði. Stór- borgin París lét honum vel. Æða- slátturinn, intensítetið. Og þar bætti Siggi í frekar en hitt. Hann gat aldrei séð glymskratta í friði, ekki heldur sjálfsala. Það fór allt á 45 snúninga þar sem hann var nærri. Að koma aftur til Reykja- víkur var líkt og að fara frá djúk- boxi yfir í stöðumæli. „Mig minnti að þessi borg væri brosandi kona“ segir um Reykjavík í einu ljóða hans frá þessum tíma. En eftir áralanga nærveru Sigga í miðbæ Reykjavíkur var ekki laust við að hún væri farin að brosa á ný. Siggi var margir, til að mynda þegar hann breyttist eins og hendi væri veifað í félagsmálatröll. Fyrst sem forseti Alliance fran- çaise og tók þar við keflinu af Vig- dísi Finnbogadóttur, en saman höfðu þau breytt félagi sem var í skorðum gamalla Frakklandsvina í lifandi menningardagskrá sem kynnti margt af því sem þá var í gróskunni hér heima sem ytra. Nú kom í ljós hve Sigga var lagið að fá fólk til liðs við sig og hélt áfram eftir að hann var kjörinn formaður Rithöfundasambands Íslands. Þar sýndi hann á sér hlið samninga- mannsins lipra sem fólst kannski í því að hann heyrði aldrei þegar viðmælandinn sagði nei og hélt áfram eins og hann hefði sagt já. Margir minnast nú kennarans, leiðbeinandans, uppörvandans. Siggi var ævinlega jafnaldra því sem var í mótun, því sem var í sköpun, því sem greri. Nemend- um sínum var hann sannkallaður ljósfaðir. Honum var svo lagið að ljúka upp heimum. Og sjálfur hætti hann ekki að ljúkast upp. Margir létu segja sér tvisvar þeg- ar hann steig í ræðustól á mót- mælafundi á Austurvelli þar sem hann flutti herhvöt gegn undan- brögðum og undirferli stjórn- málamanna. Var það af því að hann vissi undirniðri að hverju dró? Að hon- um var skammtaður tími? Lengi verður í minnum hafður loka- spretturinn þegar hann fársjúkur sendi frá sér hverja bókina á fæt- ur annarri. Í síðustu uppskeru átti hann auk ljóðabókarinnar Ljóð muna rödd, tvær bækur þýddar, þar af var önnur Uppljómanir eft- ir eftirlætisskáldið hans, Arthur Rimbaud. Ljóð muna rödd. Að sjálfsögðu hefur hún átt að verða upphaf að Sigurður Pálsson HINSTA KVEÐJA Sumir eru gluggi. Og vissara að vera nærstaddur vilji maður sjá út í heiminn. – Þakka þér fyrir að þú fikraðir þig eins og sól inn í vitund dagsins. Og fyrir vatn í geislandi skál. Geisl- andi vatn í skál. Saknaðarfull vinar- kveðja, Hjalti Rögnvaldsson leikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.