Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það máreyna aðafgreiða síðustu atburði í Katalóníu með því, að þarna sé eingöngu um inn- anríkismál Spánar að ræða. Enda hafa áratugum saman borist fréttir um sjálfstæðis- baráttu fylkja á Spáni, sem um tíma studdu baráttu sín með aðferðum hryðjuverka- manna. Slíkum aðferðum er ekki lengur beitt. Málið horfir öðruvísi við frá sjónarhóli Barcelona en samkvæmt skilgreiningu ríkisstjórnar Spánar. Þess vegna má ganga út frá því að margir íbúar Katalóníu myndu hafna þeirri skil- greiningu, og telja að málið snerist fyrst og síðast um vilja íbúa Katalóníu sem þjóðar. Það er þegar viður- kennt í verki að Katalónía lýtur um margt eigin lög- málum og hefur haldið vel á sínum málum ef horft er til opinberra talna um tekjur einstaklinga og samanburð á þjóðartekjum innan sam- bandsríkisins Spánar. Kata- lónía hefur sitt eigið tungu- mál, sem er ekki, eins og ýmsir ætla, aðeins afbrigði af spænsku. Málin tvö þró- uðust sjálfstætt, þótt skyld- leiki og skilningur sé fyrir hendi. Ríkisstjórninni í London var ekki um það gefið fyrir fáeinum árum, þegar Skotar þrýstu á um það að fá að greiða um það þjóðarat- kvæði í fyrsta sinn hvort rifta skyldi ríkjasambandinu við þing og ríkisstjórn í London. Ekki var um það rætt að höggva á sambandið við krúnuna. Á undanförnum árum hafði í áföngum verið komið til móts við Skota. Stofnað var til þings og heima- stjórnar og ríkisstjórnar og mörgum mikilvægum mála- flokkum er nú ráðið til úr- slita norðan við mörkin við England. En nú vildu Bretar meira. Það hefði verið veru- legt áfall fyrir Stóra- Bretland hefði sjálfstæðis- krafan verið samþykkt og það munaði ekki mjög miklu að þannig færi. En þótt það væri Englendingum þvert um geð að samþykkja þjóð- aratkvæðið og eiga það á hættu að það yrði samþykkt kom engum stjórnmála- manni í Lund- únum það í hug að fara með lög- reglu og því síður herafla að Skot- um. Skotland er mun fátækara svæði en England og hagur þess versnaði mjög við það þegar olíuverð hrundi. Sturgeon, fyrsti ráðherra Skota, hafði í hótunum eftir úrslitin um „brexit“ sem hún var á móti, að blása þegar til nýrrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Hún hefur þurft að gleypa þær hótanir í sig enda er fjarri því að vera meirihlutavilji á meðal Skota um að stofna til þeirra deilna innanlands svo fljótt aftur. Ríkisstjórnin í Madrid fer óneitanlega öðruvísi að en þeir gerðu í Stóra-Bret- landi. Yfirvöld í Madrid segja einfaldlega að sjálf- stæðiskröfur Katalóníu- manna séu andstæðar stjórnarskrá Spánar og hafa þau fengið stjórnskipunar- dóm sem styður þá niður- stöðu þeirra. Þegar horft er til deiluefnisins utan frá virðast stjórnvöld í Madrid hafa átt þann kost að halda sig við sína niðurstöðu og úrskurð dómstólsins. Þeim væri að meinalausu að yfir- völd í Barcelona héldu sína atkvæðagreiðslu, en hún gæti að lögum og stjórnar- skrá Spánar aldrei verið bindandi um framhaldið, hvorki fyrir héraðsstjórnina í Katalóníu né alríkisyfir- völdin í Madrid. Ýmsar kannanir höfðu reyndar sýnt að mjög ólíklegt væri að meirihluti kjósenda í Katalóníu myndi gjalda til- lögunni jáyrði sitt. En það má mikið vera ef sú afstaða hefur ekki gjör- breyst. Þeir sem utan við standa myndu telja að nokk- ur hætta væri á því, að hin harkalegu viðbrögð alríkis- stjórnarinnar í Madrid hafi þegar kveikt svo mikið bál í þjóðarsál Katalóníu að það verði ekki auðslökkt. Þar sé mönnum mjög misboðið og muni því héðan í frá ekki hætta fyrr en fullt sjálfstæði verði fengið. En þótt þeir sem fjarri standa geti að skaðlausu verið með sínar vangaveltur verður að binda vonir við að farsæll endir finnist, þótt hann virðist alls ekki í augsýn. Fólk meiddist í hundraðatali. Það reyndi að greiða atkvæði!} Ógöngur Spánarstjórnar É g er löngu hættur að nenna að tala um pólitík á Facebook hjá mér. Ástæðan? Jú, ég er ekki fyrr bú- inn að pósta, en einhver sem er ósammála mér ákveður að blanda sér í umræðuna. Sú íblöndun er sjaldnast mál- efnaleg, heldur snýst hún beint eða óbeint um það að segja mér að ég sé vond manneskja, af því að ég er frekar til hægri en vinstri. Ég hef séð vini mína, fólk sem ég hafði meiri trú á, „læka“ statusa um að Sjálfstæðisflokkur- inn sé hreinlega af hinu illa og að kjósendur hans séu annaðhvort heimskir eða vondir, ef ekki hvort tveggja. Á síðustu vikum hef ég séð fólk „læka“ og deila statusum og myndum sem ítreka þetta tvennt, en bæta því við, að líklega séu ég og aðrir hægrimenn barnaníðingar í ofanálag, eða í það minnsta týpan sem hylmir yfir með slíkum. Og svona gengur það áfram. Ég er raunar farinn að „af- vina“ þá sem gefa þetta síðarnefnda í skyn, því að einhvers staðar verður maður að draga mörkin á þeim dónaskap sem maður þolir. En gengur það upp til lengdar að henda fólki bara út? Enda ég þá ekki bara í mínum eigin berg- málshelli, með fólki sem segir bara já og amen? Er það kannski bara betra? Svo virðist sem ekkert sé lengur til, sem heitir eðlilegur skoðanamunur. Allt er bara „Við“ og „Þeir“, og það er ekki einu sinni nóg að þeir séu bara þeir, nei, þeir þurfa helst að vera nasistar, rasistar, fábjánar, trumpistar, eða hvaða skammaryrði sem fólki dettur í hug. Athugasemdakerfi fjölmiðlanna er þarna einn helsti sökudólgurinn. Í raun og veru mætti best líkja því sem þar er birt við opið holræsi, enda þær skoðanir á fólki sem þar sjást um margt sambærilegar við það sem þar mætti finna. Mig langar oft til þess að svara, sérstaklega þegar vegið er að fólki sem ég þekki. Á endanum nennir maður ekki að standa í því, auk þess sem að það er ekki heillandi að fara að svamla um í forarpytt- inum. Þetta hefur einnig ýtt undir áhugaverða þróun að mínu mati, nefnilega „huldukjósand- ann“. Með því á ég við þá merkilegu staðreynd að flokkar, sem samkvæmt samfélagsmiðl- unum eru nánast geislavirkir, hafa í síðustu tvennum kosningum halað inn mun meira fylgi en þeim hefur verið spáð. Af hverju skyldi það vera? Jú, kannski af því að fólk nennir ekki að láta „nágrannann á netinu“ öskra á sig að það sé illgjarnt, heimskt eða stuðningsmenn barnaníðinga. Kosið verður í lok mánaðarins, aftur. Ég sé fyrir mér að nú muni þeir sem hæst láta fara enn meiri hamförum, sér- staklega ef fólkið sem vill ekki láta öskra á sig kýs þá flokka sem mig grunar að það muni kjósa. Spurningin er hvort æsta fólkið muni þá átta sig á því að kannski hefði farið betur á því að sýna lágmarkskurteisi í staðinn fyrir að veitast að öðru fólkið fyrir það eitt að það var ósam- mála? sgs@mbl.is Stefán Gunn- ar Sveinsson Pistill Nágranninn sem öskrar á þig STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Salan er aðeins minni það semaf er ári en á sama tíma ífyrra, en það er nú að lík-indum vegna þess að í vor var nær allt uppselt,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fast- eignasala, í samtali við Morgun- blaðið, en samkvæmt Þjóðskrá Ís- lands var heildarvelta á fasteigna- markaði á höfuðborgarsvæðinu 1. til og með 21. september sl. um 16 milljarðar. Veltan var um 17,4 millj- arðar yfir sama tímabil í fyrra. „Sumarið hefur aðeins farið í að byggja aftur upp eignaskrá, en salan hefur hins vegar farið ágætlega af stað í haust þó þetta sé auðvitað ekk- ert í líkingu við þá sprengju sem menn lentu í á fyrsta fjórðungi þessa árs,“ segir Kjartan og bendir á að markaðurinn virðist því vera að ná betra jafnvægi. Þá segir hann fast- eignir staldra lengur við á sölu nú en þegar mesti æsingurinn var. „Þetta fer nú allt fram með eðlilegri og heil- brigðari hætti. Það er t.a.m. ekkert eðlilegt við það að íbúð sé sett á sölu og seld daginn eftir,“ segir hann. Vextir í lægstu lægðum Aðspurður segir Kjartan nú sem áður mest sótt í ódýrari eignir. „Það er alltaf sama ásókn í íbúðir fyrir fyrstu kaupendur, þ.e. þessar ódýrustu. Einnig hefur verið ágætis sala í sérbýli. En það eru auðvitað vissir hlutir sem eru að hjálpa kaup- endum núna, s.s. lækkun vaxta,“ segir hann og bendir á að Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins (LSR) bjóði nú upp á verðtryggt fast- eignalán með um 2,7% vöxtum. „Þetta eru lægstu vextir sem ég man eftir og þurfum við að fara langt aftur í tímann til að finna sam- bærilegar tölur,“ segir hann. Þá segir Kjartan fasteignir í út- hverfum höfuðborgarinnar hafa átt mikinn þátt í hækkun fasteignaverðs undanfarna mánuði. „Grónu hverfin sveiflast minna, en úthverfin áttu hins vegar inni töluverðar hækkanir og þær hafa verið að koma inn,“ seg- ir hann og bendir t.a.m. á Vellina í Hafnarfirði í því samhengi. Stjórnarslitin hafa áhrif Eiríkur Svanur Sigfússon er fasteignasali hjá ÁS fasteignasölu. Hann tekur undir með Kjartani og segir markaðinn hafa hægt á sér. „Það er búið að róast og það byrjaði í vor. En við stjórnarslitin má segja að síminn hafi nú þagnað endanlega,“ segir Eiríkur Svanur og heldur áfram: „Markaðurinn er þó fjarri því að vera alveg dauður, það er engin efnahagskreppa þó við glímum nú við stjórnmálakreppu.“ Að sögn Eiríks Svans er velta á fasteignamarkaði einn þeirra þátta sem segja til um heilbrigði mark- aðar. En fasteignamarkaðurinn er nú heilbrigður að hans mati. „Það eru um 55.000 fasteignir á höfuð- borgarsvæðinu og ef verið er að selja á bilinu 7-9% fasteigna á ári, eins og verið hefur undanfarið, þá er talað um að markaðurinn sé heil- brigður og í góðu jafnvægi.“ Samkvæmt Þjóðskrá Íslands var fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 15. sept- ember til og með 21. september sl. alls 112. Þar af voru 85 samningar um eignir í fjölbýli, 18 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á samningi var 49,5 milljónir króna. Á sama tíma var 10 kaupsamningum þinglýst á Suður- nesjum, meðalupphæð á samningi 33,9 milljónir, og 15 kaupsamningum þinglýst á Akureyri, en meðal- upphæð á samningi þar var 27 millj- ónir króna. Heilbrigði fasteigna- markaðar hafi aukist Morgunblaðið/Ómar Austurbær Þó markaðurinn hafi hægt á sér er ástand hans sagt heilbrigt. Eiríkur Svanur Sigfússon, fast- eignasali hjá ÁS fasteignasölu, segir kaupendur fasteigna var- kárari nú en áður og láta margir þeirra ástandsskoða eignirnar. „Það er orðið mjög algengt að fólk fái sérfræðing til að framkvæma ástandsskoðun. Ég mæli svo sannarlega með því,“ segir hann og heldur áfram: „Þá er fólk t.a.m. oft að láta mynda lagnir og taka út veggina með rakamælum,“ en að sögn hans hefur mikil umfjöllun fjölmiðla um myglusveppi í húsum og ró- legri fasteignamarkaður ýtt undir áðurnefndar athuganir. Þá segist Eiríkur Svanur einn- ig hafa tekið eftir því undan- farið að færri samþykki kaup- tilboð sem felur í sér fyrirvara um sölu á annarri fasteign. „Seljendur eru í auknum mæli farnir að neita tilboðum sem innihalda fyrirvara um sölu á annarri eign. [...] Mér finnst það vera jákvæð þróun.“ Kaupendur skoða betur BREYTT HEGÐUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.