Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Bylting í hreinlæti! Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Sími 480-0000 sala@aflvelar.is www.i-teamglobal.com Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið Landskjörstjórn hefur auglýst mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingis- kosningar 28. október nk. Mörk Reykjavíkurkjördæmanna tveggja verða dregin um miðlínu frá vestri til austurs, eftir Hringbraut, gömlu Hringbraut, Miklubraut, Ár- túnsbrekku og Vesturlandsvegi. Frá Vesturlandsvegi til móts við Sóltorg skal dregin bein lína í miðpunkt Sól- torgs og þaðan skulu mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvend- argeisla og Biskupsgötu að Reyni- vatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar eru mörkin svo dregin eftir miðlínu Hólmsheiðar- vegar allt til móts við Haukdælabraut 66 og þaðan skal dregin bein lína að borgarmörkum. Íslendingum í útlöndum auðveldað að kjósa Í auglýsingunni segir einnig að landskjörstjórn hafi ákveðið að þeim sem taka beri á kjörskrá skv. b-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Al- þingis, þ.e. þeim sem sótt hafa sér- staklega um kosningarétt vegna bú- setu sinnar erlendis í átta ár eða lengur, skuli skipt milli Reykjavíkur- kjördæmanna þannig að í Reykjavík- urkjördæmi suður verði allir þeir sem fæddir eru 1.-15. dag mánaðar en í Reykjavíkurkjördæmi norður allir þeir sem fæddir eru 16. dag mánaðar eða síðar. Sama regla gildir um þá sem skráð- ir eru óstaðsettir í hús í Reykjavík. Alþingi samþykkti nú í aðdraganda kosninganna bráðabirgðalög sem veita Íslendingum sem hafa haft lög- heimili erlendis í meira en átta ár heimild til þess að óska eftir því að vera færðir á kjörskrá fyrir komandi kosningar. Lögin eiga við um þá sem fluttu lögheimili sitt frá Íslandi fyrir 1. des- ember árið 2008 og voru ekki á kjör- skrá 1. desember árið 2016. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að þeim sé ætlað að leysa úr vandasamri stöðu íslenskra ríkisborgara sem hafi verið búsettir erlendis lengur en í átta ár. Komið sé til móts við hagsmuni tveggja hópa. Annars vegar þeirra sem búsettir séu erlendis og hafi sent fullnægj- andi umsókn um að vera á kjörskrá eftir 1. desember árið 2016 og hafi fengið bréf Þjóðskrár Íslands um að þeir eigi kosningarétt frá 1. desem- ber árið 2017. Hins vegar eigi þeir sem hafa verið búsettir erlendis í átta ár eða lengur og hafa ekki sent umsókn um að verða teknir á kjör- skrá kost á að senda umsóknir og öðlast kosningarrétt fyrir kosning- arnar 29. október nk. Hafa þeir frest til 11. október til þess að senda um- sókn. Kjördæmamörkin ákveðin  Bráðabirgðalög samþykkt vegna Íslendinga erlendis Kort/Landskjörstjórn Kjördæmin Mörkin liggja frá vestri til austurs eftir endilangri borginni. Vinstri grænir samþykktu um helgina framboðslista í Suðurkjör- dæmi á fundi kjördæmisráðs sem fram fór á Selfossi. Stillt var upp á listann en það er Ari Trausti Guð- mundsson alþingismaður sem leiðir listann. Efstu sætin eru óbreytt frá því í síðustu kosningum en í öðru sæti er Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sauðfjárbóndi, Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri er í þriðja, Dagný Alda Steinsdóttir innanhússarkitekt skipar fjórða sæti og Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráð- gjafi, er í fimmta sæti listans. Stillt verður upp á lista flokksins í öllum kjördæmum nema í Suðvest- urkjördæmi þar sem mikil barátta er um efstu sæti listans. Forvalsfundur fer fram í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði klukkan 18:00 í kvöld þar sem kosið verður í sex efstu sætin. Þá hefur verið boðað til aukafund- ar í kjördæmisráði Norðvesturkjör- dæmis þar sem uppstillingarnefnd mun leggja fram framboðslista en fundurinn fer fram í Bjarkalundi í Reykhólasveit annað kvöld. Framboðslisti Vinstri grænna í Norðausturkjör- dæmi mun ekki liggja fyrir fyrr en á mánudaginn eftir viku en þá fer fram auka- kjördæmisþing á Akureyri. Þá liggur ekki endanlega fyrir hvenær listar flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur verða tilbúnir en ætla má að Katrín Jakobsdóttir, for- maður flokksins, muni leiða áfram í Reykjavík norður. Landsfundur Vinstri grænna fer fram á Grand hótel um helgina. Þar verður meðal annars kjörinn nýr varaformaður flokksins en Björn Valur Gíslason, fráfarandi varafor- maður, sækist ekki eftir endurkjöri. Tveir hafa gefið kost á sér til vara- formanns, Edward H. Huijbens og Óli Halldórsson. Tekist á um efstu sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi  Einn listi liggur fyrir hjá Vinstri grænum  Landsfundur um helgina Morgunblaðið/Ófeigur VG Öllum listum flokksins verður stillt upp nema lista í Suðvesturkjördæmi. Ari Trausti Guðmundsson KOSNINGAR 2017 Gunnar Bragi Sveinsson hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann muni gefa kost á sér til Alþingis í komandi kosningum. Honum stend- ur til boða að taka sæti á lista fyrir Miðflokkinn, nýtt framboð Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, en báðir sögðu þeir sig nýverið úr Framsóknarflokknum. „Ég hef ekki tekið neina ákvörð- un um það,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Morgunblaðið. Ekki hef- ur verið rætt að sögn Gunnars Braga hvaða sæti á lista og í hvaða kjördæmi hann myndi bjóða sig fram ef til þess kæmi. „Ég bara er að hugsa mál- ið, hvort ég eigi að halda þessu áfram eða gera eitthvað allt ann- að,“ segir Gunn- ar Bragi sem hef- ur setið sem þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi síðan 2009. Gunnar Bragi hefur ekki gert upp hug sinn Gunnar Bragi Sveinsson Á haustþingi Flokks fólksins sem fram fór í Háskólabíói um helgina var tilkynnt hverjir leiða lista hjá Flokki fólksins. Inga Sæland, for- maður flokksins, skipar oddvita- sæti í Reykjavík suður en hún er jafnframt eina konan sem skipar oddvitasæti hjá flokknum. Þá mun dr. Ólafur Ísleifsson leiða lista í Reykjavík norður, Guðmundur Ingi Kristinsson í Suðvesturkjördæmi, Karl Gauti Hjaltason í Suður- kjördæmi, Magnús Þór Hafsteins- son í Norðvesturkjördæmi og sr. Halldór Gunnarsson í Norðaustur- kjördæmi. Uppstilling er megin- regla hjá flokknum og ber uppstill- ingarnefnd upp tillögu að lista við stjórn og kjördæmaráð. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir skipa önnur sæti lista flokksins. Flokkur fólksins Magnús Þór Hafsteinsson Guðmundur Ingi Kristinsson Ein kona og fimm karlar leiða listana Inga Sæland Halldór Gunnarsson Karl Gauti Hjaltason Ólafur Ísleifsson Framboðslistar Samfylkingarinnar liggja fyrir í fjórum kjördæmum af sex og er endurnýjun á listum nokk- ur frá því í síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og leikkona, skipar oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður og Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrver- andi alþingismaður og varafor- maður flokksins, í Reykjavík suður. Næstir á lista á eftir Helgu Völu í Reykjavík norður eru þau Páll Val- ur Björnsson, fyrrverandi þingmað- ur, Eva Baldursdóttir lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, sagnfræð- ingur og formaður Ungra jafn- aðarmanna og Nikólína Hildur Sveinsdóttir mannfræðinemi. Heið- urssætið svokallaða, aftasta sæti á lista, skipar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Næstir á lista Samfylkingarinnar á eftir Ágústi Ólafi í Reykjavík suð- ur eru Jóhanna Vigdís Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Há- skólanum í Reykjavík, Einar Kárason rithöfundur, Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrverandi alþingismaður, og Vilborg Odds- dóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar. Heiðurssæti listans skipar Jóhanna Sigurð- ardóttir, fyrrverandi forsætisráð- herra. Þá liggur fyrir hverjir skipa fjög- ur efstu sætin í Norðausturkjör- dæmi þar sem Logi Einarsson, for- maður flokksins, er í efsta sæti listans. Athygli vekur að Albertína Friðbjört Elíasdóttir skipar annað sæti listans í kjördæminu en hún sat um tíma sem bæjarfulltrúi á Ísafirði fyrir hönd Framsóknarflokksins. Loks mun Guðjón S. Brjánsson al- þingismaður áfram sitja í fyrsta sæti framboðslista flokksins í Norðvest- urkjördæmi en valið var í efstu sæti listans á auknu kjördæmisþingi Samfylkingarinnar sem fram fór í Reykhólasveit í gær. Annað sæti listans í NV-skipar Arna Lára Jóns- dóttir, verkefnastjóri Nýsköpunar- miðstöðvar, Jónína Björg Magnús- dóttir fiskverkakona skipar þriðja sætið, Sigurður Orri Kristjánsson leiðsögumaður er í fjórða og Gunn- ar Rúnar Kristjánsson bóndi í því fimmta. Út af standa framboðslistar flokksins í Suður- og Suðvestur- kjördæmi en á morgun fara fram kjördæmisþing í báðum kjör- dæmum þar sem stillt verður upp á lista. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi fer fram í sal Sam- fylkingarinnar í Reykjanesbæ klukkan átta annað kvöld og kjör- dæmisþing í Suðvesturkjördæmi fer fram í Strandgötu 40 í Hafnarfirði á sama tíma annað kvöld. Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Helga Vala Helgadóttir Talsverð endurnýjun á framboðslistum Logi Einarsson Guðjón Brjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.