Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 23
Pálmi unnið hörðum höndum að því að gera upp hús afa síns og ömmu í Bolungarvík: „Húsið hafði staðið autt í niðurníðslu í 14 og þá stóð til að rífa það. Pabba hafði taugar til eldri húsa í Bolungarvík og samdi um að fá að gera það upp. Hann ánafnaði mér síðan húsið, skömmu áður en hann lést, og það kom í hlut okkar hjóna að gera það upp. Þetta urðu miklar framkvæmdir en við er- um stolt af húsinu og dveljum þar öllum stundum sem við höfum af- lögu, með Einar K. Guðfinnsson, frænda minn, í næsta nágrenni. Maður er því kominn aftur heim, a.m.k. hálfa leiðina. Ég var mikið hjá afa og ömmu, þótti afar vænt um þau og ég held að gamla hafi þótt það stílbrot að ég færi í leiklistina. Skömmu eftir að ég varð leikari kom ég óvænt vest- ur. Þá sagði afi: „Nú? Þú hér, Pálmi. Hver er þá að gretta sig fyr- ir sunnan?“ Fjölskylda Eiginkona Pálma er Sigurlaug Halldórsdóttir, f. 9.11. 1959, flug- freyja. Sonur Pálma og Sigurlaugar er Mímir Bjarki Pálmason, f. 13.4. 2000, nemi við VÍ. Börn Pálma frá fyrra hjónabandi eru Gestur Kolbeinn, f. 15.9. 1979, lögreglumaður, búsettur í Garðabæ en kona hans er Alda Hrönn Jóns- dóttir, aðallögfræðingur hjá lögregl- unni í Reykjavík og eru barnabörn- in þrjú, og Birna Hjaltalín, f. 20.12. 1983, BA í sálfræði og vinnur við kvikmyndagerð, en maður hennar er Jóhannes Geir Guðnason og eru barnabörnin þrjú. Fósturbörn Pálma: Márus Brynj- ar Bjarnason, f. 1.5. 1986, flugþjónn hjá Qatar Airways, búsettur í Kat- ar, og María Birta Bjarnadóttir, f. 29.5. 1988, kaupmaður og leikkona í Los Angeles, en maður hennar er Elli Egilsson myndlistarmaður. Systkini Pálma: Ólafur Svanur, f. 27.11. 1951, d. 3.5. 2010, skipstjóri og hafnarvörður í Bolungarvík; Sig- ríður Lovísa, f. 16.9. 1958, starfar á DAS í Hafnarfirði; Þórarinn Sigur- geir, f. 31.12. 1960, skipstjóri, nú bú- settur í Hafnarfirði; Davíð, f. 17.12. 1964, kjötiðnaðarmaður og bóndi í Tjarnarkoti í Miðfirði. Foreldrar Pálma eru Gestur Odd- leifs Kolbeins Pálmason, f. 25.5. 1930, d. 8.9. 2006, trésmiður í Bol- ungarvík, og k.h., Sigurborg Guð- finna Sigurgeirsdóttir, f. 7.8. 1931, húsfreyja. Pálmi Gestsson Halldóra Jóhannsdóttir húsfr. í Hvítanesi Guðfinnur Einarsson útvegsb. í Hvítanesi við Djúp, bróðursonur Helga Hálfdánarsonar sálmaskálds, föður Jóns biskups, og Álfheiðar, ömmu Sigurðar Líndal, og systursonur Bergs Thorberg landshöfðingja ogHjalta, langafaJó- hannesarNordal, föðurÓlafarNordal Margrét Guðfinnsdóttir húsfr. í Bolungarvík Sigurgeir Guðmundur Sigurðsson skipstj. og útgerðarm. í BolungarvíkSigurborg Guðfinna Sigurgeirsdóttir húsfr. í Bolungarvík Evalía Guðmundsdóttir húsfr. Sigurður Borgar Þórðarson útvegsb. á Markeyri í Skötufirði og á Folafæti Sigrún Pálma- dóttir söng- kona og kennari Karvel Pálma- son fyrrv. alþm. Guðmundur Baldur Sigurgeirsson stýrim. og skrifstofum. á Seltjarnarnesi Jón Eggert Sigur- geirsson skipstj. í Bolungavík Einar Guð- finnsson útgerð- arm. og forstj. í Bolung- arvík Einar Benediktsson fyrrv. forstj. Olís Bjarni Benediksson framkv.stj. hjá Ísl. sjávaraf. Ásgeir Haraldsson yfirlæknir og prófessor í barnalækningum Einar Guðmundsson um- boðsm. Olís á Vestfjörðum Hjalti Einarsson verkfr.og framkv. stj. hjá SH Jónatan Einarsson framkv.stj. í Bolungarvík Guðmundur Páll Einarsson yfirverkstj. í Bolungarvík PéturGuðni Einarsson bifreiðastj. í Bolungarvík Pálmi Árni Kar- velsson lengst af starfsm. hjá Orkubúi Vestfjarða Elís Vigfússon b. á Neðri-Bakka í Langadal Guðmundur Jónsson skipstj. og aflakló á Vilhelm Þorsteinssyni Víðir Jónsson skipstj. og aflakló á Kleifabergi Jón Friðgeir Einars- son byggingam.og verktaki í Bolungarvík Ragnheiður Haraldsdóttir fyrrv. fram- kv.stj. Krabbameinsfélags Íslands Einar Pétursson svæðisstj.Samskipa á Ísaf. Gísli Jón Hjaltason framkv.stj. á Ísafirði Ásgeir Þór Jónsson viðskiptafr., MA í lýðheilsu- og kennslufræði og framkv. stj. Fjórðungssambands Vestfjarða Lovísa Karvelsdóttir húsfr. SigmarGuðmundsson dagskrárgerðarmaður í Kastljósi á RÚV Guðfinnur Einarsson forstj. í Bolungarvík Einar K. Guðfinnsson fyrrv. alþm., ráðherra og forseti Alþingis Hildur Einarsdóttir húsfr. í Bolungarv. Halldóra Einarsdóttir húsfr. í Rvík Elías Jónatansson fyrrv. bæjarstj. í Bol- ungarvík og forstj.OrkubúsVestfjarða KristjánJónssonblaðam.áMorgunblaðinu Kristín Aradóttir húsfr. á Kleifum,afVigurætt, afkomandiÓlafsGíslas.Skálholtsbiskups Jóel Einarsson b.áKleifum,systurdóttursonur Guðrúnar, móður Stefáns frá Hvítadal, af ArnardalsættJónína Jóelsdóttir húsfr. í Bolungarvík Pálmi Árni Karvelsson sjóm. í Bolungavarík Rósinkransa Jónsdóttir húsfr. í Bæjum Karvel Pálmason sjóm. á Bæjum á Snæfjallaströnd Úr frændgarði Pálma Gestssonar Gestur Oddleifs Kolbeins Pálmason trésmiður í Bolungarvík ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 90 ára Sólveig F. Bjartmarz 85 ára Ásdís Aðalsteinsdóttir Eðvard H. Vilmundsson Kristján Kristjánsson Sverrir Vilhjálmsson 80 ára Guðmundur Jónsson Kristinn Jón R. Kristinsson Kristín Össurardóttir Margrét Jóhannsdóttir Sigurgrímur Jónsson Vilhjálmur Bergsson Þórunn Rut Þorsteinsdóttir 75 ára Birgir Stefánsson Eyrún Edda Óskarsdóttir Halldóra Játvarðardóttir Hjörtur Jónsson Jón Baldvinsson Liisa S. Tuhkunen J. Sigríður Sæunn Óskarsd. Sigurður Fanndal Wilhelm W. G Wessman Þorbjörg Hermannsdóttir Þórður A. Helgason Örn Ingvarsson 70 ára Guðrún Sigríður Norðfjörð Hjörtur Ingólfsson Ómar Kristinsson Reynir Árnason Svanur Þorsteinsson Sveinn Sveinsson Þórður J. Óskarsson 60 ára Alexander Kristjánsson Ásta Sigríður Sigurðard. Hafdís Jóna Stefánsdóttir Halldór Þorsteinsson Hörður Antonsson Jóhann Böðvarsson Kestutis Macijauskas Pálmi Gestsson Ragnheiður Margrét Eiðsd. Sólveig Arnþrúður Skúlad. 50 ára Ása Brynjólfsdóttir Celine Aline Mathey Hörður Ólafsson Jens Andrés Jónsson Jóhannes Helgason Óskar Gísli Óskarsson Ragnheiður Ósk Erlendsd. Sigríður Arna Sigurðard. Waclaw Bus 40 ára Benoný Kristinsson Bjarni Ragnar Guðmundss. Bjarni Tryggvason Elín Björg Harðardóttir Guðmundur Guðmundsson Hilmar Ægir Þórðarson Lilja Björg Sigurjónsdóttir Marteinn Teitur Kristjánss. Svana Björk Hjartardóttir 30 ára Aðalheiður Ágústa Jónsd. Casey Ronald W. Lavigne Cátia A. Brandao Vieira Eik Haraldsdóttir Guðrún Magnúsdóttir Guðrún Steinþórsdóttir Helga María Sigurðardóttir Josepha Katarina Thomsen Jóhann Ingi Jóhannsson Kristófer Ólafsson Mariusz Andrzej Gruchala Przemyslaw Kowal Sigrún Guðmundsdóttir Sigurlaugur G. Jósefss. Simona Paula Atomei Steffi Meisl Steinþór Freyr Steinþórss. Steinþór Jón Gunnarsson Valur Már Valmundsson Til hamingju með daginn 40 ára Lilja er Reykvík- ingur og er nemi í hjúkr- unarfræði við HÍ. Maki: Halldór Örn Þor- steinsson, f. 1969, fram- haldsskólakennari í Hringsjá. Börn: Alexandra Mist, f. 1998, Helga Karen, f. 2008, Emma Sóley, f. 2009, og Ísak Logi, f. 2016. Foreldrar: Sigurjón Har- aldsson, f. 1956, og Sig- rún Árnadóttir, f. 1958. Lilja Björg Sigurjónsdóttir 30 ára Aðalheiður Ágústa ólst upp í Múla 2 í Aðaldal en býr á Akureyri, er með BA í félagsfr. og diplóma í geðheilbrigðisfræði. Maki: Sigmundur Birgir Skúlason, f. 1982, íþrótta- kennari í Naustaskóla. Börn: Heiðar Ingi, f. 2012, og Fannar Atli, f. 2014. Foreldrar: Jón Jóhannss., f. 1945, d. 2005, og Ragn- heiður Pálsdóttir, f. 1958, fósturfor: Aðalgeir Karls- son og Guðný Gestsdóttir. Aðalheiður Á. Jónsdóttir 30 ára Eik fæddist í Reykjavík en ólst upp í Sussex-skíri á Englandi en býr núna í Kópavogi. Hún er lífvísindafræð- ingur og er verkefnastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæk- inu Wuxi Nextcode. Foreldrar: Haraldur Er- lendsson, f. 1956, forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, og Svanhildur Sigurðardóttir, f. 1945, myndhöggvari. Þau búa í Kópavogi og Hveragerði. Eik Haraldsdóttir Thecla Munanie Mutia hefur varið doktorsritgerð sína við Líf- og um- hverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif losunar efna frá jarðvarmavirkjunum á landvistkerfi við mismunandi loftslagsskilyrði (The impacts of geothermal power plant emissions on terrestrial ecosystems in contrasting bio-climatic zones). Leiðbeinendur eru dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Ís- lands, og dr. Þráinn Friðriksson, jarð- efnafræðingur við ÍSOR og orku- sérfræðingur við ESMAP-verkefni. Markmið doktorsverkefnisins var að kanna áhrif efnalosunar á landvistkerfi við jarðvarmavirkjanir við líffræðilega mjög ólíkar aðstæður, þ.e. í Kenýa og á Íslandi. Ríkjandi plöntutegundir um- hverfis virkjanasvæðin, Tarchonant- hus camphoratus runni í Kenýa og Racomitrium lanuginosum mosi á Ís- landi, voru notaðar sem líffræðilegir vísar og styrkur brennisteins, arsens, bórs, antimons og kvikasifurs mældur í þeim og í jarðvegi í mismunandi fjar- lægð frá virkjununum í stefnu ríkjandi vindátta. Vöxtur og heilbrigði plantna voru einnig könnuð í sömu fjarlægðum til þess að meta möguleg áhrif er tengjast jarðvarmavirkjunum. Einnig voru gerðar staðl- aðar tilraunir þar sem áhrif brenni- steinsvetnis á vöxt og heilbrigði teg- undanna tveggja voru könnuð. Nið- urstöður vett- vangsrannsókna og tilrauna benda til þess að brennisteinsvetni, eitt meginefnið sem losað er frá jarð- varmavirkjununum, safnist fyrir í plöntum og jarðvegi. Styrkur snefi- lefnanna arsens, bórs, antímons og kvikasilfurs í plöntum og jarðvegi benti hins vegar ekki til þess að þau mætti rekja til losunar frá virkjun- unum. Við orkuverin í Olkaria í Kenýa komu fram fremur veik en neikvæð áhrif á vöxt og heilbrigði runnans Tarc- honanthus camphoratus. Þessi áhrif voru hins vegar merkjanleg á mosann við íslensku orkuverin við Hengil. Til- raunir sýndu að bæði í Kenýa og á Ís- landi virðist styrkur H2S sem nemur 30 μg/l í vatnslausn (10,96 ppm í lofti) vera efri þolmörk fyrir tegund- irnar tvær. Þessar niðurstöður leggja mikilvægan grunn að umhverfisvöktun og við stjórn jarðvarmaorkuvera bæði í Kenýa og á Íslandi. Thecla Munanie Mutia Thecla Munanie Mutia er fædd í Mombasa í Kenýa. Hún hlaut BSc-gráðu í um- hverfisfræði frá Egerton University í Kenýa árið 2007 og lauk MS-gráðu í um- hverfisfræði frá sama skóla árið 2011. Hún stundaði nám við Jarðhitaskóla SÞ á Íslandi árið 2010. Hún hefur starfað sem umhverfisfræðingur við jarðvarmaorku- fyrirtækið Geothermal Development Company Ltd. í Kenýa frá 2009. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.