Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.10.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Fyrirbyggir exem • Betri og sterkari fætur Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Árásarmaður um þrítugt varð tveim- ur konum að bana í Marseille í Frakklandi í gær, þegar hann réðst á þær vopnaður hnífi. Árásin átti sér stað á Saint-Charles-lestarstöðinni og rannsakar franska lögreglan árás- ina sem hryðjuverk. Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni. „Böð- ullinn í stunguárásinni í Marseille er einn af hermönnum Íslamska ríkis- ins,“ var skrifað inn á áróðurssíðuna Amaq sem Íslamska ríkið rekur. Að sögn vitna öskraði árásarmaðurinn „allahu akbar“ áður en hann réðst á konurnar. Franskir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana, sam- kvæmt upplýsingum frá saksóknara- embættinu í Marseille. Sérstakur saksóknari í París fer með rannsókn málsins þar sem atvikið er skilgreint sem hryðjuverkaárás. Innanríkis- ráðherra Frakklands tísti í gær að hann væri á leið til Marseille til að skoða vettvang og fá frekari upplýs- ingar um árásina. Aukinn viðbúnaðar hefur verið í Frakklandi á undan- förnum árum vegna fjölda hryðju- verkaárása sem tengjast Íslamska ríkinu og Al-kaída. Hryðjuverkaárás í Marseille AFP Árás Óeinkennisklæddir lögreglumenn voru fljótir á vettvang og tryggðu öryggi nærstaddra. Árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum.  Tvær konur látnar eftir hnífa- árás í Frakklandi Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Til mikilla átaka kom í Katalóníu í gær þegar íbúar héraðsins gengu að kjörborði og kusu um sjálfstæði frá Spáni. Spænskir óeirðalögreglu- menn skutu gúmmíkúlum úr byssum sínum og beittu kylfum gegn kjós- endum sem hlýddu ekki skipunum. Kjörkassar og kjörseðlar voru gerðir upptækir og kjósendur dregnir af kjörstöðum með valdi. Þegar Morg- unblaðið fór í prentun í gær höfðu yf- ir 800 íbúar svæðisins þurft að leita sér læknisaðstoðar auk 33 lögreglu- manna. Hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu að kosningin væri ólögleg og segja stjórnvöld á Spáni framkvæmdina af hálfu stjórnvalda í Katalóníu stangast á við stjórnar- skrá landsins. Innanríkisráðherra Spánar, Juan Ignacio Zoido, sagði á laugardaginn að lögreglunni hefði tekist að ná valdi á langflestum af 2.315 kjörstöðum Katalóníu sem stóð til að opna í gær. Talsmaður yfir- valda í Katalóníu, Jordi Turull, sagði í gær að lögreglunni hefði einungis tekist að loka um 319 kjörstöðum en samkvæmt AFP er ekki vitað hversu marga kjörstaði tókst að opna í gær- morgun. Kennarar opnuðu kjörstaði Aðskilnaðarsinnar undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar og komu margir sér fyrir í skólum héraðsins á laugardaginn, í von um að opna skólana sem kjörstaði að morgni kjördags. Samkvæmt AFP var mestmegnis um að ræða kennara, nemendur og foreldra þeirra, sem eyddu nóttinni í skólunum. Slökkviliðsmenn og bændur í Katalóníu sendu frá sér yf- irlýsingu á laugardag um að þeir myndu aðstoða við að verja kjörstað- ina en um leið og kjörstaðir voru opn- aðir voru lögreglumenn frá ríkislög- reglunni (CNP) og herlögreglunni (Guardia Civil) mættir til að koma í veg fyrir að kosningin færi fram. Óeirðir brutust út á mörgum kjör- stöðum í kjölfarið, meðal annars milli spænsku lögreglunnar og slökkvi- liðsmanna Katalóníu. Forseti Kata- lóníu, Carles Puigdemont, sagði lög- regluna fara offari gegn íbúunum sem væru að „mótmæla friðsam- lega“. „Forsætisráðherran heigull“ Borgarstjóri Barcelona, Ada Co- lau, fordæmdi ofbeldi lögreglunnar og sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, hafa farið yfir öll mörk í aðgerðum dagsins. „Hann er heigull sem stendur ekki undir skyld- um sínum og vegna þess þarf hann að segja af sér,“ sagði Colau. Rajoy hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann sagði að engin atkvæðagreiðsla hefði verið haldin í gær. Rojoy sagði í ávarpinu að atkvæðagreiðslan væri aðeins til þess fallin að auka bilið milli fylkinga. Sagði hann alla ábyrgð á því sem gerðist í gær hjá stjórn- völdum í Katalóníu. Kjósendur dregnir af kjörstöðum  Íbúar Katalóníu kusu um sjálfstæði í gær  Kosningin ólögleg að mati stjórnlagadómstóls á Spáni  Lögreglan skaut gúmmíkúlum og beitti kylfum  Yfir 800 óbreyttir borgarar leituðu læknisaðstoðar Sjálfstæði Katalóníu 2014 Katalónía kýs í táknræn- um kosningum um sjálfstæði. Kjörsókn er 37%. 2015 Aðskilnaðarsinnar bæta verulega við þingstyrk sinn á héraðsþingi Katalóníu. 2016 Carles Puigdemont, að- skilnaðarsinni,verður forseti Katalóníu. 2017 Puigdemont tilkynnir 1. okt. sem kjördag um sjálfstæði. AFP Kjörstaður Spænska óeirðalögreglan dregur mann frá kjörstaðnum í Sant Julia de Ramis í Katalóníu. Mikill við- búnaðir var í Sant Julia en þar átti forseti Katalóníu Carles Puigdemot að kjósa. Hann kaus í Girona í staðinn. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, sagði í gær að samninga- viðræður við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuáætlun þeirra væru sóun á tíma eftir að í ljós kom að yfirvöld í Bandaríkjunum hefðu verið í sam- skiptum við ráðamenn í Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu. Staðhæf- ing Trumps kom nokkrum klukku- stundum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, til- kynnti að bandarískir embættis- menn væru í samskiptum við koll- ega sína í Norður-Kóreu. Trump tísti þá til æðsta erindreka Banda- ríkjanna og sagði að viðræðurnar væru sóun. „Sparaðu orkuna, Rex, við gerum það sem þarf að gera,“ sagði Trump í einu af tístum sínum sem beint var að utanríkisráðherr- anum. Tillerson tilkynnti á laug- ardaginn um óformlegar sam- skiptaleiðir Bandaríkjanna við kommúnista- ríkið að loknum fundi með forseta kína Xi Jinping. Þegar kínverskir blaðamenn spurðu hvort það væri möguleiki að fá embættismenn Norður-Kóreu að samningaborðinu sagði Tillerson: „Við erum að skoða það, fylgist með,“ sagði Tillerson og bætti við að Bandaríkin væru ekki í myrkr- inu og samskiptaleiðirnar væru í notkun. mhj@mbl.is Segir viðræður við N-Kóreu sóun  Trump tístir til utanríkisráðherra BNA Donald Trump

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.