Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2017, Page 16

Ægir - 01.02.2017, Page 16
16 alveg þokkalegt. Það er samt 30 til 40% lægra en það var í haust.“ Landvinnsla botnfisks Undanfarin ár hafa togarar félagsins landað afla sínum í Reykjavík. Drjúgur hluti aflans hefur síðan verið fluttur land- leiðina til Akraness til vinnslu og síðan til baka aftur eða fram- hjá Reykjavík til útflutnings. Að óbreyttu má áætla að í ár verði um 8.000 tonnum af þorski ekið frá Reykjavík til Akraness til vinnslu og síðan um 4.000 tonnum aftur til Reykjavíkur til útflutnings í gámum, um 500 tonnum til Keflavíkurflugvallar til útflutnings með flugi og um Í umræðunum að undanförnu hefur komið fram gagnrýni á stjórnendur HB Granda um að sama tíma og fyrirhugað sé að hætta vinnslu á Akranesi, sé verið að byggja upp nýja vinnslu á Vopnafirði. Vilhjálmur segir að það séu tvö aðskilin mál. „Þegar við förum af stað með þetta verk- efni á Vopnafirði var það aldrei hugsað öðru- vísi en reyna að halda fólki þar á staðnum. Til að reyna að koma í veg fyrir fólksflótta. Við er- um með fólk þarna sem við sáum fram á að gæti aðeins verið í vinnu í 5 til 6 mánuði á ári við uppsjávarvinnsluna okkar þar. Það segir sig nokkuð sjálft að það var ekki að ganga. En þessi mánuðir sem okkar fólk á Vopnafirði er að vinna við vinnslu á uppsjávarfiski eru að skila okkur miklum tekjum. Því var ekkert um annað að ræða að okkar mati en bregðast við og brúa þetta bil. Að fara út í bolfiskvinnslu þegar vinnsla á uppsjávarfiski liggur niðri var leiðin til þess. Við sjáum fram á að við verðum að vinna um 700 tonn af þorski þarna á þessu ári. Við keyptum í haust 1.600 þorskígildi af Hafnarnesi-Ver til að standa örugglega undir þessari vinnslu og að hún kæmi ekki niður á öðrum rekstri í félaginu. Þannig að þetta eru algerlega aðskilin og óskylt mál.“ Vinnslusalur fiskiðjuvers HB Granda í Reykjavík þar sem er vinnsla á ufsa og karfa. Þorskvinnsla bætist við í húsinu verði af flutningi hennar frá Akranesi. Tvö óskyld mál

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.