Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2017, Page 32

Ægir - 01.02.2017, Page 32
32 „Við fengum allar veðurútgáfur á siglingunni frá Tyrklandi heim til Íslands þannig að kynntumst því vel hvernig skip- ið stendur sig í sjógangi. Við brosum bara alveg hringinn. Þetta er augljóslega mjög flott hönnun á skipi,“ segir Sigtrygg- ur Gíslason, annar tveggja skip- stjóra á Kaldbaki EA 1 en hinn skipstjórinn er Angantýr Arnar Árnason. Öllu haganlega fyrir komið Sigtryggur segir ólíku saman að jafna að koma af gamla Kaldbak yfir á þann nýja. Enda aldurs- munurinn á skipunum rösklega fjórir áratugir. „Þetta er vinnu- staður sem áhöfnin býr jafn- framt á og þá skiptir höfuðmáli hvernig aðbúnaðurinn er á öll- um sviðum. Hér er engin íburð- ur en allt vel útfært, vandað og snyrtilegt. Ég er ekki í vafa um að áhöfninni á eftir að líða vel hér um borð,“ segir Sigtryggur. Einn af mörgum þáttum sem nefndir hafa verið sem áhersluefni í þessari nýju skipa- hönnun er hljóðvistin og Sig- tryggur segir það hafa sannað sig á heimsiglingunni. „Hljóðvistin er allt önnur en við höfum átt að venjast á gömlu skipunum og til að mynda hér uppi í brúnni þarf maður stundum að kíkja á mæl- ana til að sjá hvort aðalvélin sé örugglega í gangi! Svo er það líka mikil breyting fyrir okkur skipstjórnarmennina að búið er að færa tölvubúnaðinn í sér- stakt rými undir brúnni og kom- N ý tt fisk isk ip Skipstjórarnir tveir, þeir Angantýr Arnar Árnason (t.v) og Sigtrygguyr Gíslason, í brúnni og hér við skjávegginn, eina af tækninýjungunum sem er að finna í skipinu. Þessi búnaður er frá Nordata ehf. í samvinnu við Brimrún ehf. Kaldbakur er fyrsta fiskiskipið með lyftarabúnaði í lest frá hollenska fyrirtækinu Crane Solutions B.V. Brosum alveg hringinn segir Sigtryggur Gíslason, skipstjóri

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.