Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 18
18 „Ég er sáttur við að hafa valið mér sjómennskuna að ævistarfi, hef prófað að vinna hin ýmsu störf í landi, en það er alltaf eitthvað sem togar mann á sjóinn aftur,“ segir Davíð Stefánsson skipverji á Björg- úlfi EA 312, sem nú tímabundið gengur undir nafninu Hjalteyrin. Innan fárra mánaða mun nýr Björgúlfur EA halda til veiða en skipið hefur verið í smíðum í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi liðin misseri. Davíð er Dalvíkingur, fæddur í kolbrjáluðu veðri á jólanótt ár- ið 1957. Vart sást á milli húsa í bænum þessa jólanótt og átti ljósmóðir í töluverðum erfið- leikum með að komast leiðar sinnar af þeim sökum. Allt gekk þó upp og hún náði heim að Steðja þar sem Davíð leit heim- inn fyrst augum. „Það er fínt að eiga afmæli á jóladag, það voru skemmtilegir pakkadagar hjá mér tvo daga í röð.“ Davíð hóf sinn sjómennsku- feril ungur að árum, faðir hans Stefán Stefánsson gerði út báta af ýmsum stærðum og gerðum, allt upp í 60 tonn og var Davíð ekki nema 12 ára þegar hann réri fyrst með föður sínum að sumarlagi. „Við vorum mest á færum, sigldum mikið út undir Grímsey og vorum við Flatey líka, flæktumst svona um það svæði eftir því hvernig vindar blésu í það og það skiptið. Ég kunni strax vel við mig á sjón- um og hafði gaman af því að róa með pabba,“ segir hann. Ætlaði aldrei aftur á sjó Eitt skiptið, raunar í suðaustan spænuroki, man hann eftir sér liggjandi emjandi af kvölum vegna sjóveiki á stýrishúsgólf- inu og hét því á þeirri stundu að fara aldrei aftur á sjó. Þetta væri hans síðasta skipti, en ekki liðu nema tveir sólarhringar þar til hann var komin í róður á ný. Stefán faðir hans átti all lengi eikarbátinn Búa EA-100, sá var smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA og m.a. gerður út á grá- sleppu og dragnót. „Þetta var fínn bátur og nafnið Búi hefur fylgt okkur upp frá þessu,“ segir Davíð sem einmitt er að gera plastbát með þessu nafni klár- an í Dalvíkurhöfn um þessar mundir. Davíð réð sig fyrst á Björgúlf þegar hann var 17 ára gamall. „Ég er ekki mikill skólamaður, skólinn var ekki mín sterkasta hlið og mér leiddist námsefnið, en kunni vel við mig á sjónum og það lá því nokkuð beint við að ráða sig á togara,“ segir hann. Þörf fyrir að breyta til og prófa eitthvað nýtt blundar í honum, hann vildi ekki endi- lega festast á sama stað, þannig að hann hefur víða komið við og verið á hinum ýmsu skipum og bátum. Hefur auk þess gert tilraunir með vinnu í landi, var um tíma í byggingarvinnu og í þrifagenginu á frystihúsinu á Dalvík, svo eitthvað sér nefnt. „En einhvern veginn var það svo að ég fór alltaf aftur á sjó- inn, var aldrei mjög lengi í einu í vinnu í landi.“ Undratækið geislaspilari keypt í siglingu Eiginkona Davíðs er Vilborg Björgvinsdóttir. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, dóttur árið 1979, en alls eru þær fjórar talsins og barnabörnin orðin 13; þrír strák- ar og 10 stúlkur. Þrátt fyrir áform um að vera í landi þegar fjölskyldan var komin til sög- unnar varð minna úr þeim. Dav- íð réð sig á ný á Björgúlf árið 1980 og stundaði sjómennsku þar um skeið, en fór einnig á vertíð með netabátnum Stefáni Rögnvaldssyni og árið 1983 réð hann sig á Dalborgina sem gerð var út frá Dalvík. Á því skipi réri hann allt þar til það var selt árið 1991. „Við vorum mikið á rækju, en einnig á fiskitrolli og þá var Davíð Stefánsson skipverji á Björgúlfi EA 312 við bát sinn Búa sem nú er verið að gera kláran fyrir skemmti- og veiðitúra á Eyjafirði. Davíð hefur stundað sjómennsku frá unga aldri. Mynd: Margrét Þóra Þórsdóttir Æ g isv iðta lið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.