Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 10
10 „Námið hefur opnað mér ótalmargar dyr, ég er óhrædd við að taka áskorunum og henda mér í djúpu laugina. Það er gaman að takast á við krefjandi verkefni og ég legg mig alla fram um að leysa þau vel af hendi,“ segir Unnur Inga Kristinsdóttir sem útskrifast sem sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri nú í júní. Unnur, sem er fædd árið 1989, ólst upp í Hrísey og segir það aldeilis hafa verið frábært að alast upp í litlu sjávarþorpi þar sem börnum lærist fljótt að sætta sig við það sem í boði er hverju sinni og meta fólk eins og það er. Keppnisandinn réð ríkjum í beitningaskúrnum „Við lærðum að búa til okkar eigin afþreyingu. Fótbolti, sund og leikir af öllu tagi á opnum svæðum voru vinsæl iðja, þá veiddum við marhnúta, krabba og krossfiska. Tengslin við sjáv- arútveginn myndast strax en svo til allir í minni fjölskyldu hafa unnið við greinina. Ég byrj- aði 12 ár gömul að vinna fyrir mér, fyrst í bæjarvinnunni á sumrin en beitti línu eftir skóla og um helgar á veturna og var fljót að ná tökum á beitning- unni. Á kannski ekki langt að sækja þann hæfileika, amma Eygló og pabbi minni voru vel liðtæk og beittu línu í mörg ár. Þegar ég var 14 ára var ég farin að beita allt árið um kring og tók þetta þrjá til fimm bala á dag. Á sumrin og um helgar yfir veturinn mætti ég í skúrinn helst ekki seinna en klukkan 4 að nóttu og var eiginlega ekki ánægð nema hafa tekið fimm bala um hádegi. Ég er svo mikil keppnismanneskja, tók aldrei pásur á milli bala nema ef gömlu karlarnir sem litu við í skúrnum í kaffi buðust til að beita á meðan ég brá mér frá. Ég vissi nefnilega að öðruvísi gerðist ekki neitt í balanum,“ segir Unnur. Hún hefur töluverða reynslu af beitningu og línuveiðum, en vann einnig annað slagið í frystihúsinu, hjá Útgerðarfélag- inu Hvammi og Íslensku sjávar- fangi, en staldraði aldrei lengi við í einu – það vantaði alltaf einhvern í beitninguna og var Unnur send í verkið snarlega. Grunnskólagöngunni lauk vorið 2005, þegar Unnur var 16 ára gömul og flutti hún þá til Akureyrar og hóf nám við Verk- menntaskólann á Akureyri. Það- an útskrifaðist hún um jólin árið 2010. Áhugi og ástríða „Þessi vinna í tengslum við sjáv- arútveginn varð til þess að áhuginn á greininni kviknaði og leiddi mig að þeim stað sem ég nú er á. Ég skal samt alveg við- Unnur Inga Kristinsdóttir lýkur námi í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri Óhrædd við að taka áskorunum og henda sér í djúpu laugina Unnur fræðir grunnskólabörn um lífríki sjávar. Myndin er tekin um borð í Húna II haustið 2016. U n g t fólk í sjá v a rú tv eg i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.