Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 34

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 34
34 Vélaþjónustan Bætir ehf., sem undanfarin ár hefur verið til húsa á Smiðshöfða 7, hefur ný- lega flutt í eigið húsnæði á Bíldshöfða 14. Þar verður hægt að sérsníða húsakynnin að þörfum fyrirtækisins og skilja á milli verslunar- og lagerhalds á efri hæð og viðgerðarverkstæð- is sem verður á neðri hæð. „Með því að flytja í eigið húsnæði aukum við rekstraröryggi okkar til muna á tímum þegar ástandið á fasteignamarkaði er mjög hvikult og óöruggt. Um leið gerir nýja húsnæði okkur kleift að kom upp skilvirkri flæðilínu í viðgerðarþjónust- unni,“ segir Valdimar Hilmars- son sem sér um viðskiptaþróun Bætis. Bætir er vélaþjónusta og varahlutaverslun fyrir stórvirkar vélar um borð í bátum og jarð- vinnuvélum. Starfsmenn Bætis eru faglærðir viðgerðarmenn með mikla reynslu af vélavið- gerðum og hafa fengið þjálfun í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyr- irtækið þjónar þeim sem nota stórvirkar vinnuvélar, hvort sem það er í sjávarútvegi eða jarð- vinnuverktöku. Fyrirtækið hefur á yfir 30 ára starfstíma skapað sér sérstöðu í viðgerðum á amerískum díselvélum, eins og Caterpillar, Cummins, John Deere og Detroit Diesel auk upptekta á túrbínum, dælum og tengdum hlutum. Náið samstarf við málmsmiðjuna Tækni Núverandi eigandi, Friðrik Sig- urðsson sem tók við fyrirtækinu 2015, rekur einnig málmsmiðj- una Tækni og starfa þessi tvö fyrirtæki náið saman. „Það felst mikil samlegð í nánu samstarfi þessara tveggja fyrirtækja. Þannig getum við til dæmis boðið fiskiskipa- og bátaút- gerðum mjög víðtæka þjón- ustu, hvort sem það er smíða- vinna sem tengist fiskvinnslu- línum eða öðru um borð eða viðhaldi á aðal- og ljósavélum,“ segir Valdimar. Hann bætir því við að nokkrir stærstu við- skiptavinir beggja fyrirtækja séu þeir sömu. Því þekki þeir vel stöðu og þarfir helstu við- skiptavina sinna. Aðspurður segir Valdimar að um þessar mundir eigi sér stað talsverð fjárfesting í þessum geira at- vinnulífsins, bæði í sjávarútvegi og jarðvinnslu og því fylgi mik- ið viðhald. Hann segir Bætir með umboð fyrir mjög trausta varahluti og hafi fyrst og fremst verið að sinna viðhaldi á vélum. Vélaþjónustan Bætir flytur á Bíldshöfða Gengið er inn á skrifstofu og lager Bætis frá Axarhöfða, en inn á viðgerðarverkstæðið frá Bíldshöfða. Valdimar Hilmarsson í nýju húsnæði Bætis á Bíldshöfða 14 þar sem skrifstofa og lager eru á efri hæð en við- gerðarverkstæði á þeirri neðri. Þ jón u sta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.