Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2017, Page 34

Ægir - 01.04.2017, Page 34
34 Vélaþjónustan Bætir ehf., sem undanfarin ár hefur verið til húsa á Smiðshöfða 7, hefur ný- lega flutt í eigið húsnæði á Bíldshöfða 14. Þar verður hægt að sérsníða húsakynnin að þörfum fyrirtækisins og skilja á milli verslunar- og lagerhalds á efri hæð og viðgerðarverkstæð- is sem verður á neðri hæð. „Með því að flytja í eigið húsnæði aukum við rekstraröryggi okkar til muna á tímum þegar ástandið á fasteignamarkaði er mjög hvikult og óöruggt. Um leið gerir nýja húsnæði okkur kleift að kom upp skilvirkri flæðilínu í viðgerðarþjónust- unni,“ segir Valdimar Hilmars- son sem sér um viðskiptaþróun Bætis. Bætir er vélaþjónusta og varahlutaverslun fyrir stórvirkar vélar um borð í bátum og jarð- vinnuvélum. Starfsmenn Bætis eru faglærðir viðgerðarmenn með mikla reynslu af vélavið- gerðum og hafa fengið þjálfun í Bandaríkjunum og Evrópu. Fyr- irtækið þjónar þeim sem nota stórvirkar vinnuvélar, hvort sem það er í sjávarútvegi eða jarð- vinnuverktöku. Fyrirtækið hefur á yfir 30 ára starfstíma skapað sér sérstöðu í viðgerðum á amerískum díselvélum, eins og Caterpillar, Cummins, John Deere og Detroit Diesel auk upptekta á túrbínum, dælum og tengdum hlutum. Náið samstarf við málmsmiðjuna Tækni Núverandi eigandi, Friðrik Sig- urðsson sem tók við fyrirtækinu 2015, rekur einnig málmsmiðj- una Tækni og starfa þessi tvö fyrirtæki náið saman. „Það felst mikil samlegð í nánu samstarfi þessara tveggja fyrirtækja. Þannig getum við til dæmis boðið fiskiskipa- og bátaút- gerðum mjög víðtæka þjón- ustu, hvort sem það er smíða- vinna sem tengist fiskvinnslu- línum eða öðru um borð eða viðhaldi á aðal- og ljósavélum,“ segir Valdimar. Hann bætir því við að nokkrir stærstu við- skiptavinir beggja fyrirtækja séu þeir sömu. Því þekki þeir vel stöðu og þarfir helstu við- skiptavina sinna. Aðspurður segir Valdimar að um þessar mundir eigi sér stað talsverð fjárfesting í þessum geira at- vinnulífsins, bæði í sjávarútvegi og jarðvinnslu og því fylgi mik- ið viðhald. Hann segir Bætir með umboð fyrir mjög trausta varahluti og hafi fyrst og fremst verið að sinna viðhaldi á vélum. Vélaþjónustan Bætir flytur á Bíldshöfða Gengið er inn á skrifstofu og lager Bætis frá Axarhöfða, en inn á viðgerðarverkstæðið frá Bíldshöfða. Valdimar Hilmarsson í nýju húsnæði Bætis á Bíldshöfða 14 þar sem skrifstofa og lager eru á efri hæð en við- gerðarverkstæði á þeirri neðri. Þ jón u sta

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.