Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 30
30 skipsins. Viðmiðunarregla er að úr 100 tonna afla fáist 10 tonn af mjöli og lýsi. Þegar svo kemur að löndun úr Sólberginu eru afurðabrettin ekki hífð frá borði með krana eins og algengast hefur verið heldur er lúga á síðu skipsins sem opnast og út yfir bryggju- kantinn gengur færiband úr skipinu. Á það koma afurða- brettin með lyftu úr lestinni og annar lyftari tekur svo við þeim uppi á bryggju. Miðað við þá reynslu sem er komin af skipum þessarar gerðar í Noregi er áætlað að fullfermi úr Sólbergi geti verið komið upp á bryggju á 10-12 klukkustundum. Tvö troll og mikill orkusparnaður Frystikerfi skipsins miðast við 90 tonna afkastagetu á sólar- hring og mun skipið draga tvö troll samtímis. Togkraftur Sól- bergs er 90-100 tonn, enda skipið búið stórri skrúfu og 4640 kW aðalvél. „Fyrst og fremst er Sólbergið útfært sem flakavinnsluskip og kemur til með að veiða þorsk að stærstum hluta en við höf- um þessa getu til að vinna einnig í lausfrysta hnakka og aðra bita eftir því sem hentar hverju sinni,“ segir Ragnar. Skipið er búið kerfum sem reiknar út bestu mögulega nýt- ingu orku eftir þeim þeim að- stæðum sem eru hverju sinni. Á þann hátt er náð fram mesta mögulega sparnaði í olíunotk- un. „Við væntum þess að sjá mikinn orkusparnað miðað við hvert kíló í afla og mínar vænt- ingar standa til þess að hann megi mæla í tugum prósenta miðað við gömlu skipin. Hér er- um við að keyra eitt skip í stað tveggja til að ná sama kvóta og með þeirri tækni sem er í dag þá eigum við að sjá mikinn mun. Því sem betur fer hefur mikið gerst í tækniþróun og orkunýtingu á 45 árum.“ Gott að fá skipið í heimahöfn Öll aðstaða fyrir áhöfn og skip- stjórnendur segir Ragnar að sé vel útbúin, nettengingar eru í skipinu, líkamsræktaraðstaða, gufubað, þrjár seturstofur og margt fleira. Hann ber Tyrkjum vel söguna í skipasmíðinni og samstarfinu en vissulega hafi verkefnið verið flókið þar sem mikill búnaður sé í skipinu. „Það var gott að vera í Tyrk- landi og þrátt fyrir að ég hafi upplifað eina valdaránstilraun á þessum tíma þar í landi þá var ég aldrei verulega órólegur þarna ytra. En það var gott að koma heim og góð tilfinning að sjá Sólbergið leggjast að bryggju hér á Siglufirði í fyrsta sinn.“ Í skipinu eru tvær flökunarvélar frá Vélfagi ehf. í Ólafsfirði, þrír hausarar og roðdráttarvélar. Myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson. Horft inn í svokallað vöruhótel þar sem sjálfvirkur róbót flokkar kassa með afurðum áður en þær fara áfram í sjálfvirka stöflun á bretti og loks sína leið niður í lest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.