Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 10

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Túnikur Kr. 7.990 Str. 40-56 Svart með gulli eða silfri lágmúla 8 · sími 530 2800 Góð hugmynd, magnaðurhljómurP2 H4 a1 a2 H5 a9 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Ís- landssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikaleg- ar aðstæður í miklu hafróti. Á annan tug manna af bæjunum í nágrenninu og frá Patreksfirði annaðist björg- unina sem tók á þriðja sólarhring. Staðþekking heimamanna og kunn- átta þeirra í bjargsigi réð úrslitum um að björgunin tókst. Í eftirfarandi frásögn er stuðst við fyrri upprifj- anir Morgunblaðsins á atburðinum. Um hann var einnig gerð kvikmynd og hann hefur orðið umfjöllunarefni í nokkrum bókum. Það var 5. desember 1947 sem Dhoon lagði úr höfn frá Fleetwood á Englandi og sigldi á Íslandsmið. Skipverjar voru allir Fleetwood- búar að skipstjóra og stýrimanni undanskildum, en þeir voru frá Hull. Viku seinna, föstudaginn 12. desem- ber, strandaði Dhoon í myrkri og kafaldsbyl við Látrabjarg. Skipverj- ar lifðu allir strandið af, en voru fast- ir nokkra tugi metra undan landi. Þar tók við stórgrýtisurð og himin- hátt ísi lagt bjarg. Þeir sáu litla von um björgun. Stuttu eftir strandið bárust bænd- um að Látrum fréttir af slysinu. Þeir fóru fyrst út á Látrabjarg og könn- uðu aðstæður en hófu síðan að undir- búa björgun. Á laugardagsmorgun fóru tólf björgunarmenn á handvaði niður á svonefnt Flaugarnef í bjarg- inu. Fjórir þeirra héldu síðan áfram og sigu alla leið niður í fjöru. Kom sér nú vel reynsla heimamanna af bjargferðum til eggja- og fuglatekju. Sigmennirnir gengu síðan hálfan kílómetra í stórgrýttri fjörunni und- ir Látrabjargi þar til þeir voru komnir að strandstaðnum þar sem þeir komu auga á nokkra skipverj- anna. Tólf voru þá enn lifandi af áhöfninni en þrír höfðu látið lífið um nóttina og morguninn. Frásagnir eru óljósar af afdrifum þeirra, en svo virðist sem skipstjóri og stýrimaður hafi valið að dvelja í brúnni, þrátt fyrir að þeir væru varaðir við því, og einnig virðast þeir hafa verið ölvaðir. Einnig fórst háseti sem fór í brúna í leit að vistum. Björgunarmennirnir skutu rak- ettu með línu til skipsins og hittu í annarri tilraun. Hver af öðrum voru skipbrotsmennirnir dregnir í land og gekk það slysalaust, þó nokkrir þeirra blotnuðu á leiðinni.Tími gafst til að senda einn björgunarmanna og sjö skipverja upp á Flaugarnefið í vaði áður en féll að og sigstaðurinn lokaðist. Var það erfitt verk, því mik- ill halli var á Flaugarnefinu og Eng- lendingarnir voru óvanir sigmenn. Fimm skipverjar og þrír björg- unarmenn urðu að láta fyrirberast í skjóli stórgrýtis niðri í fjörunni um nóttina. Voru þeir í stöðugri hættu vegna hruns úr bjarginu. Tveir fengu grjót eða klaka í höfuðið svo að sár hlaust af. Hinir skipbrotsmenn- irnir sjö höfðust við á Flaugarnefinu ásamt björgunarmönnum. Englend- ingarnir lágu á klettasyllu rétt ofan við nefið, sem var þó ekki breiðari en svo að fætur þeirra stóðu fram af. Ís- lendingarnir skiptust tveir og tveir á að sitja á sylluni við hlið þeirra, því meira var rýmið ekki. Aðrir sátu í hallanum á Flaugarnefinu sjálfu. Á sunnudagsmorgun voru Eng- lendingarnir sjö dregnir upp á bjargið. Voru þeir svo örþreyttir að svo virtist sem þeir væru alveg líf- lausir þegar þeir komu upp fyrir brúnina. Þó jöfnuðu mennirnir sig fljótlega eftir að þeir höfðu fengið stutta hvíld og hressingu. Fljótlega var farið af stað með sjömenningana á hestum til bæja. Skömmu eftir að mennirnir af Flaugarnefi höfðu verið dregnir upp virtist sem nægilega hefði fallið út til að hægt væri að koma þeim sem eftir voru í fjörunni upp. Það var erfitt verk og seinlegt að koma mönnunum upp á Flaugar- nefið og þaðan upp á bjarg en tókst slysalaust. Þegar síðasti maður komst upp var klukkan orðin sex síð- degis og komið kolniðamyrkur. Ekki þótti ráðlegt að fara með Bretana til bæja um kvöldið og var því ákveðið að tveir björgunarmenn yrðu eftir hjá þeim í tjaldi fram á næsta dag. Hinir fóru af stað gangandi. Voru þeir örþreyttir eftir langar vökur og erfiði. Ferðin var seinfarin, en allir komust mennirnir þó heilu og höldnu til bæja. Fljótlega lögðu nokkrir þeirra þó af stað aftur með vistir og hesta til mannanna í tjald- inu á bjargbrúninni og voru þeir komnir til þeirra snemma á sunnu- dagsmorgun. Nokkru síðar lagði hópurinn af stað til byggða og um hádegi þennan dag voru allir björg- unarmennirnir og skipbrotsmenn- irnir komnir í húsaskjól. Englendingarnir dvöldu í tvo daga á Hvallátrum og í Breiðavík, sem er þar skammt frá. Þaðan héldu þeir af stað 18. desember til Patreksfjarðar og nokkru síðar til Reykjavíkur með togara. Þeir komust allir heim til Fleetwood fyrir jól. Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti  Sjötíu ár liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar Björgun Skipverjarnir á Dhoon sem lifðu af voru dregnir í land á línu sem skotið var út til togarans. Hér eru aðstæður svipaðar en verið að bjarga skipverjum af öðrum enskum togara, Sargon, skammt frá ári seinna. „Ég var nýorðinn tólf ára þegar þetta gerðist og man þessa atburði afar vel,“ segir Hrafnkell Þórðarson, en faðir hans, Þórður Jónsson, bóndi á Látrum, kallaði björgunarmennina saman og stýrði björguninni 1947. „Maður bar skynbragð á að þetta var mikil háskaferð að fara í björgin í klaka og snjó, en sem betur fer skiluðu sér allir heim. Ég man sérstaklega vel hve afi minn var kvíðinn þegar hann vissi af sínum mönnum í bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður.“ Hrafnkell segir að svona björgun yrði ekki reynd í dag. „Þessir bændur voru uppaldir á staðnum og þekktu björgin og aðstæður allar eins og lófann á sér. Engir aðrir en svona þaul- vanir menn hefðu getað leyst þetta verk af hendi. Í dag mundu menn ekki ráðast í björgun við svona aðstæður nema með þyrlu, en þá er ekki víst að hún gæti athafnað sig vegna veðurs.“ „Þetta yrði ekki reynt í dag“ GREYPTIST Í MINNI TÓLF ÁRA PILTS Á LÁTRUM Hrafnkell Þórðarson Fjöldi tækja og tóla til reksturs skipa Hraðfrysti- hússins - Gunn- varar eyðilagðist þegar húsnæði skipaþjónustu HG brann til kaldra kola seint á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. „En þetta truflar okkur ekki frekar. Það leystist farsællega úr þessu með samstarfi við aðra á Eyrinni,“ sagði Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG, en útgerðin hefur samið við Vélsmiðj- una Þrym um að fá að nýta sér húsakost hennar. „Þeir eru hinum megin við göt- una og eru mjög vel tækjum búnir. Þetta á því ekki að hafa mikil áhrif. Við erum komin með húsnæði og aðgang að verkstæði, þannig að við eigum að geta þjónustað skipin okkar frá og með deginum í dag,“ segir Kristján. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Ísafirði eru upptök elds- ins enn ókunn. Vettvangsrannsókn lauk á laugardag og er nú farið yfir gögn með það að markmiði að upp- lýsa málið. sh@mbl.is Þjónusta skipin í samstarfi við aðra Rústir Úr skipa- þjónustu HG.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.