Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 19

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Reykjavík Fátt er betra í kuldanum en gott höfuðfat. Kona ein í miðborginni skartaði fínni húfu með eyrum. Eggert Það var sorglegt að fylgjast með upprifjun á því í fréttum í síð- ustu viku hvernig margir Íslendingar höguðu sér fyrst eftir bankahrunið 2008. Menn fóru í ógnandi hópum að heimilum fólks, sem það taldi í fávisku sinni að borið hefði einhverja óskil- greinda ábyrgð á hörmungunum. Þar urðu meðal annars stjórnmálamenn og banka- menn fyrir barðinu á þessum tilræðismönnum. Í viðtölum kváð- ust hetjurnar ekki bera neina ábyrgð á gjörðum sínum. Þeir væru bara hver og einn eitt snjó- korn í fannferginu sem á árás- arþolum dundi. Einn sagði meira að segja, að hann og félagar hans hefðu orðið þess varir að nafn- greindur stjórnmálamaður tæki aðför þeirra nærri sér og hefði jafnvel hræðst þá. Þá hefðu þeir fjölgað ferðum sínum að heimili þessa einstaklings! Það rifjast líka upp að við þess- ar aðstæður tóku vissir fjölmiðlar að sér hlutverk við að kynda und- ir þessu skrílræði. Sagðar voru fyrir fram „fréttir“ af því hvar safnast yrði saman næst til að hafa uppi háreysti og sletta máln- ingu. Í því fólst ódulbúin hvatning til fólks að taka þátt í þessu. Svo voru með velþóknun sagðar fréttir og birtar myndir af hetjudáð- unum. Það er eins og margir í okkar góða landi átti sig ekki á þeim margvíslegu lífsgæðum sem þeir ættu að þakka fyrir. Fyrr á árinu kom út í íslenskri þýðingu bókin „Framfarir“ eftir sænskan sagn- fræðing og rithöfund, Johan Nor- berg. Höfundur hennar sýnir fram á að mannfólkið í heiminum býr nú við betri kjör en nokkur önnur kynslóð hefur áður gert. Þar munar miklu og er þá sama hvort litið er á efnahag, heilsufar, fæðu, menntun, frelsi eða hvað eina annað sem mannfólkið telur til lífsgæða sinna. Bankahrun breytir engu um stóru myndina, enda höfum við verið farsællega fljót að hrista afleiðingar þess af okkur. Harmleikir Við búum við lýðræðislegt stjórnskipulag, þar sem valdhafar eru valdir af fólkinu. Við höfum líka sett okkur grunn- reglur sem kenndar eru við réttarríki, þar sem vernda skal frelsi okkar og mannrétt- indi. Þessi gæði eru ekki sjálfgefin. Við teljum okkur samt vita um ýmislegt sem betur mætti fara. Þegar við sýnum við- leitni til að bæta úr slíkum annmörkum er afar þýðingarmikið að við beitum við það leikreglunum sem við höfum sett samfélagi okkar. Það er eins og hetjurnar með málninguna skilji ekki að með aðferðum sínum grafa þeir undan möguleikanum á að koma fram úrbótum. Þeir eru í raun að taka aðferð ofbeldis fram yfir aðferð frjálsrar tjáningar og þátttöku í stjórnmálum. Afleiðingar af þessu framferði hóphyggjunnar fyrir nokkrum ár- um hafa heldur ekki leynt sér. Meðal annars urðu dómstólar log- andi hræddir við ástandið og tóku að víkja frá grunnreglum réttar- ríkisins til að gera upphlaups- mönnum til hæfis. Dómararnir hafa líklega óttast að málning- armenn kæmu heim til þeirra, ef þeir gegndu skyldum sínum í dómsstarfinu. Af þessu spruttu harmleikir, þar sem menn voru sviptir frelsi sínu að ólögum. Þjóð- in mun átta sig betur á þessu þeg- ar fram líða stundir alveg eins og menn eru núna að hneykslast á framferði fólksins sem tók sér stöðu fyrir utan heimili annarra og sletti jafnvel málningu á hús þeirra. Við ættum að reyna að læra af reynslunni og skilja að ekkert tryggir betur hagsmuni okkar en einbeiting við að virða reglur sam- félagsins og vinna innan þeirra að breytingum á því sem við teljum fara aflaga. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þegar við höfum uppi viðleitni til að bæta úr slíkum ann- mörkum er afar þýðing- armikið að við beitum við það leikreglunum sem við höfum sett sam- félagi okkar. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Dapurleg upprifjun Íslenskur sjávar- útvegur á allt sitt undir skilyrðum í haf- inu. Góð umgengni við það og fiskveiðar í sátt og samlyndi við náttúruna eru for- senda þess að fiski- stofnar við Ísland verði nýttir. Í dag, hinn 12. desember 2017, eru tvö ár liðin frá því Parísarsamkomulagið var undirritað. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa af þessu tilefni gert skýrslu um olíunotkun í sjáv- arútvegi og væntanlega notkun til ársins 2030. Skýrsluna má lesa á heimasíðu samtakanna, www.sfs.is. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi var mest á árunum 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið, eins og til dæmis í Smuguna. Frá árinu 1997 hefur eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hins vegar minnkað að meðaltali um rúm 4% ári og var ársnotkun eldsneytis í sjávarútvegi árið 2016 sú minnsta frá árinu 1990, bæði frá fiski- skipum og fiskimjöls- verksmiðjum. Mun minnka meira Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi í heild hefur minnkað um 43% frá árinu 1990. Það er að sönnu ánægjulegt að út- streymi gróðurhúsa- lofttegunda frá sjávar- útvegi hefur dregist svona mikið saman. Með einföldun má segja að sjávarútvegurinn hafi, fyrir sitt leyti, náð markmiði Parísarsam- komulagsins. Að sjálfsögðu er sjáv- arútvegur ekki einangruð stærð í loftslagsmálum. Heimurinn er einn að þessu leyti. Hvað sem því líður er greinilegt að sjávarútvegur á Ís- landi hefur náð góðum árangri á liðnum árum. Hér verður ekki látið staðar numið. Ef svo fer fram sem horfir er áætlað að olíunotkun í sjávar- útvegi, það er við veiðar og vinnslu, muni dragast saman um 54% fram til ársins 2030. Þá er miðað við upphafsárið 1990, eins og gert er í Parísarsamkomulaginu, sem mið- ast við árin 1990 til 2030. Ástæður samdráttar í eldsneytisnotkun sjávarútvegs á tímabilinu frá 1990 til 2016 eru einkum skipulag veiða, hátt olíuverð, minni afli, tækni- framfarir og samþjöppun í grein- inni. Hagræðing og fjárfesting í veiðum Undanfarinn áratug hefur verið hagrætt mikið í sjávarútvegi og fiskiskipum fækkað. Frá fisk- veiðiárinu 2001/2002 til fiskveiði- ársins 2017/2018 fækkaði fiskiskip- um með aflamark um 72 skip, eða sem nemur 16,3%. Togarar eru nú 43 og hefur fækkað verulega frá árinu 1990, en þá voru þeir 111. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram og aflamarksskipum fækki um allt að 16% til ársins 2030, en fjöldi togara verði óbreyttur eða þeim fækki lítillega. Fjárfesting- arþörf í fiskiskipum fram til ársins 2030 er metin um 180 milljarðar króna. Rafvæddar fiskimjölsverksmiðjur Margt hefur áunnist undanfarin ár í rafvæðingu fiskimjölsverk- smiðja. Árið 2016 voru 11 fiski- mjölsverksmiðjur á landinu og 7 þeirra voru að fullu rafvæddar. Þrjár verksmiðjur nota nú olíu að stærstum hluta, þar af tvær í Vest- mannaeyjum og ein á Þórshöfn á Langanesi. Með nýjum sæstreng til Vestmannaeyja aukast mögu- leikar á frekari nýtingu raforku. Dreifikerfi raforku til Þórshafnar og fleiri staða hamla hins vegar frekari rafvæðingu verksmiðja. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi verksmiðjunum örugga raforku til þess að hægt sé að sjá til þess að allar verksmiðjurnar gangi fyrir rafmagni og afhendingaröryggi sé tryggt. Þá þarf raforkuverð að vera samkeppnishæft við aðra orkugjafa til þess að raforka teljist enn fýsilegri kostur en olía. Sú hef- ur ekki alltaf verið raunin. Sameiginlegt verkefni Fyrirtæki í sjávarútvegi vilja leiða með góðu fordæmi og leggja mikilvægt lóð á vogarskálar þess markmiðs sem Ísland og þjóðir heims hafa með áðurgreindu Par- ísarsamkomulagi skuldbundið sig til að ná fyrir árið 2030. Um sam- eiginlegt verkefni stjórnvalda og atvinnugreina er að ræða. Mikil- vægt er því að allir hlutaðeigandi eigi sæti við eitt og sama borðið við ákvarðanatöku um framhaldið. Eftir Heiðrúnu Lind Marteins- dóttur » Fyrirtæki í sjávarút- vegi vilja leiða með góðu fordæmi og leggja mikilvægt lóð á vogar- skálar þess markmiðs sem Ísland og þjóðir heims hafa með Parísar- samkomulaginu skuld- bundið sig til að ná. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýting auðlindar og umhverfisspor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.