Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 21

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 ✝ Hjördís Hjör-leifsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1940. Hún lést á gjör- gæsludeild LSH við Hringbraut 29. nóv- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Margrét Ingimundardóttir, f. 7.9. 1912, d. 23.3. 1986, og Hjörleifur Jónsson, f. 7.10. 1910, d. 13.11. 1984. Hjördís kveður síðust systkinanna en þau voru: Sjöfn, f. 7.11. 1934, d. 6.2. 2014, Vil- hjálmur, f. 13.11. 1935, d. 2.12. 1997, Hörður, f. 3.4. 1937, d. 7.12. 1987, Ástþór, f. 30.9. 1942, d. 21.4. 1958, Helga, f. 13.12. 1946, d. 2.1. 1951. Hjördís giftist 28. nóvember 1959 Kristni Ásgrími Eyfjörð Antonssyni, f. 18.9. 1935, d. 28.9. 2008. Foreldrar hans voru Ósk Jóhannesdóttir, f. 18.2. 1898, d. 14.3. 1978, og Anton Axel Ás- grímsson, f. 22.8. 1885, d. 3.5. 1967. Börn Hjördísar og Kristins eru: 1) Ástþóra, f. 20.8. 1958, gift Magnúsi Eiríkssyni, f. 10.12. 1953. Börn þeirra eru: a) Hrafn- kell Freyr, f. 22.8. 1982, kvæntur Kristinsson og c) Tinna Kristín Indíana, f. 16.2. 2000. Unnusta Kristins er Hrund Grétarsdóttir, f. 6.5. 1968, sonur Hrundar er Hrannar Heimisson unnusta hans er Ásdís Eir Guðmunds- dóttir. 5) Hulda Sjöfn, f. 26.1. 1968, gift Jóni Ólafi Jóhannes- syni, f. 16.2. 1965. Synir þeirra eru Kristinn Ásgrímur og Jó- hannes Þór, f. 29.7. 2005. Kristinn átti fyrir Agnesi Ey- fjörð, f. 22.8. 1956, gift Elíasi Erni Óskarssyni, f. 1.12. 1959. Börn þeirra eru Eva Ósk og Birkir Örn, sonur Agnesar er Rúnar Þór. Hjördís er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var ung þegar hún hóf búskap með Kristni á Lindargötu. Hjördís hóf snemma sinn starfsferil sem var mest við verslunarstörf ásamt ýmissi framtakssemi sem þau hjónin fundu upp á. Fljótlega var heim- ili Hjördísar fullt af börnum og miklar annir en með atorkusemi, ráðsnilld og einstakri handlagni tókst henni að draga björg í bú með ýmsum hætti og má þar nefna saumaskap, heimabakstur og rekstur á gæludýraverslun. Hjördís var virk í Flugbjörg- unarsveit Reykjavíkur og Kven- félagi Seljasóknar. Starfsævina endaði Hjördís sem deildarritari á Landspítalanum við Hring- braut og þurfti að hætta þar þeg- ar sjón hennar skertist verulega. Hjördís verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag, 12. desember 2017, klukkan 13. Margréti Jóhanns- dóttur, börn þeirra eru Arnþór Goði, Saga Marín og Hróðný Katla og b) Hjördís, f. 8.10. 1995. 2) Anton Ás- grímur, f. 10.8. 1960, kvæntur Helgu Sveinsdóttur, f. 18.1. 1956, dóttir þeirra er Ásgerður Inna, f. 27.12. 1994, unnusti hennar er Jón Skorar- dal. Dóttir Helgu er Hrefna Haf- steinsdóttir gift Jóni Grétars- syni, börn þeirra eru Ingimar Hólm, Sveinn og Pétur Steinn. 3) Hjörleifur, f. 14.8. 1962, var kvæntur Bjarneyju K. Garðars- dóttur, sonur þeirra er Ástþór, f. 12.2. 1997. Unnusta Hjörleifs er Bára Hafsteinsdóttir, f. 28.5. 1968, synir Báru eru Oliver Snær og Nökkvi Snær Jónssynir. 4) Kristinn Ásgrímur, f. 9.4. 1966, var kvæntur Margréti Hrönn Viggósdóttur, f. 2.11. 1965, d. 6.9. 2003. Börn þeirra eru: a) Sunna Ósk, f. 25.9. 1984, gift Magnúsi Blöndahl Kjartanssyni, börn þeirra eru Margrét Blön- dahl og Kjartan Jökull Blöndahl, b) Nanna Margrét, f. 4.12. 1993, unnusti hennar er Jón Orri Elsku mamma. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Andlát þitt bar svo skjótt að að það er erfitt að átta sig á að þú ert ekki með mér hér. Mamma sem alltaf varst til staðar fyrir mig, mamma sem varst alltaf að hugsa um börnin þín og barnabörn. Fjölskyldan og heimilið var það sem gaf þér mest. Alltaf að baka, elda góðan mat og hafa fínt hjá þér. Þú með þína grænu fingur að gera fínt í garðinum í Stafnaseli og að gera fínt úti og inni á Hraunbrún, sumarbústaðnum ykkar pabba. Alltaf allt fullt af fallegum blómum í kringum þig. Þú varst alltaf fyrst til að bjóða fram aðstoð þína ef einhverjar veislur voru fram undan, bakaðir þínar góðu tertur, púðursykurs- tertan sem allir elskuðu var ómissandi í allar veislur. Alltaf reiðubúin að passa og vissir ekk- ert betra en að vera með barna- börnunum, hafðir alltaf tíma fyrir þau. Við systkinin og ömmu- og langömmubörnin voru stolt þitt og þú hafðir endalausan áhuga og fylgdist vel með öllu sem við vor- um öll að gera. Barnabörnin þín hafa misst mikið að eiga ekki ömmu lengur. Hjördís nafna þín ber nafn þitt með stolti og saknar ömmu sinnar. Mamma hjálpaði til við marga öskudagsbúningana og gardínusauminn, síðast – þá sat hún hjá Hrafnkeli mínum og Möggu í Búðavaði og leiðbeindi þó ekki hefði hún sjón til að gera það fyrir þau. Mamma sem kenndi mér handavinnu, að prjóna, hekla og sauma. Þú gast allt og hafðir allt- af mikla þolinmæði til að kenna mér, ég var ekki alltaf jafnþolin- móð og stundum kláraðir þú stykkin fyrir mig. Við vorum ótal sinnum saman í sumarbústaðnum ykkar pabba. Báðar höfðum við jafngaman að vera þar saman að gera eitthvað skemmtilegt úti eða inni. Yndislega ferð áttum við saman fyrir nokkrum árum þegar við fórum saman tvær til Tyrk- lands í viku. Það var ógleymanleg mæðgnaferð og góðar samveru- stundir. Eins fannst okkur gaman að fara um helgar að kíkja í búðir og fá okkur svo djúpsteiktar rækjur en það var með því besta sem þú fékkst. Elsku mamma var búin að eiga við veikindi að stríða í nokkurn tíma, þrátt fyrir það bar hún sig alltaf vel og kvartaði ekki. Henni fannst hræðilegt þegar hún missti svo mikla sjón að hún gat ekki keyrt lengur og þurfti því að reiða sig á aðra meir en áður. Hún var þessi sterka kona sem alltaf redd- aði sér sjálf. Elsku mamma mín, fjölskyldan var þér allt og ég mun halda fram því góða starfi sem þú sinntir af svo mikilli kostgæfni, að halda ut- an um okkur systkinin og afkom- endur okkar. Hvíl í friði, elsku mamma, ég elska þig og sakna þín. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. … Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þín dóttir Ástþóra. Elsku mamma mín. Þú ert horfin á braut, mikið sakna ég þín. Þú settir okkur fjölskylduna alltaf í fyrsta sæti. Áhugi þinn á því hvað við tókum okkur fyrir hendur og að allt gengi vel var í fyrirrúmi. Ef það var eitthvað sem þú gast gert til að aðstoða okkur þá var það auðsótt, ekki skipti það máli hvort það var að baka, passa eða þvo þvotta. Aldrei taldir þú eftir þér þau fjölmörgu handtök sem léttu undir með okk- ur. Ég man eftir því þegar ég eign- aðist drengina mína, þá hringdir þú í Ástþóru nánast á sömu mín- útunni og Kristinn Ásgrímur fæddist. Ég spurði þig síðar af hverju þú hafir hringt þarna og þá sagðir þú að það hafi sótt að þér svo mikil syfja og þér hafi fundist þú þurfa að hringja til að athuga hvernig gengi. Eftir fylgdu margar heimsóknir þar sem þú gladdist með okkur að fylgjast með drengjunum vaxa og dafna í leik og gleði. Þeir áttu hug þinn allan. Ég man eftir ófáum gleði- stundum með þér í sumarbú- staðnum. Þar sem drengirnir mínir fjögurra ára buðu þér í kaffiboð úti á bletti. Þarna sast þú með þeim í huggulegu kaffiboði og drakkst djús og borðaðir kex. Einnig skipti engu máli þótt öll teppi og koddar væru tekin út úr bústaðnum og sett á pallinn til að búa til kósíhreiður fyrir gullmol- ana eins og þú kallaðir þá. Mamma mín, þú varst líka mik- ill listamaður og fagurkeri í þér, hvort sem það var að elda góðan mat, sauma eða föndra eitthvað fallegt. Fyrsta jólaþorpið sem þú gerðir var á litlum platta með jólasnjóköllum sem þú bjóst til sjálf og þeir héldu á litlum pökk- um sem voru sykurmolar pakk- aðir inn í álpappír og svo var sett- ur örfínn borði á líka. Jólatréð á plattanum var stór köngull. Í gegnum árin hefur þetta þorp stækkað og vakið gleði hjá öllum í fjölskyldunni stórum og smáum. Það sem þér þótti líka gaman var að bjóða í veislur, þar varst þú á heimavelli. Allt þaulskipulagt og drifkrafturinn magnaður. Þig munaði ekkert um að bjóða 100 manns hér í Stafnaselið og gefa þeim eitthvað gott að borða sem þú útbjóst allt sjálf. Þú stýrðir okkur sem aðstoðuðu í verkefnin fumlaust og allt var svo tilbúið á réttum tíma. Ég man eftir því þegar við systkinin sátum saman við eld- húsborðið á Ferjubakkanum að skreyta piparkökur. Þar sem þú blandaðir glassúr í öllum litum og bjóst til lítil kramarhús til að setja litina í og við lituðum kökurnar. Svona gæti ég lengi talið upp, elsku mamma. Gleði þín fólst í því að vera með fjölskyldunni. Og mikil var okkar gleði að eiga þig að, elsku mamma. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Hulda Sjöfn. Elsku fallega amma mín, ég trúi því ekki enn að þú sért farin, ég virðist ekki geta sætt mig við að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Ég hef hugsað til þín stans- laust á hverjum degi síðan þú kvaddir okkur og ég er nánast alltaf lögð af stað í heimsókn til þín þegar ég átta mig á því að þú verður ekki þar eins og þú hefur alltaf verið. Til þín gat ég alltaf leitað ráða, ég gat komið til þín hvað sem tímanum leið og það þótti mér vænt um. Í hvert sinn sem ég opnaði dyrnar tókstu á móti mér með ást og umhyggju og þínu fallega brosi sem birti upp daginn minn og fyrir það er ég þér gríðarlega þakklát. Ég get talið upp ótal minningar sem fara um hugann þegar ég hugsa til þín og söknuðurinn leynir sér ekki við tilhugsunina um allar ferðirnar með þér og afa upp í sumarbústað, smáköku- baksturinn með þér fyrir jólin og samverustundirnar sem við áttum í þau ótalmörgu skipti sem ég kom í pössun til þín og við gerðum svo margt skemmtilegt saman. Öll þau samtöl sem við áttum fyrir svefninn þegar ég gisti í rúminu þínu þar sem þú klóraðir á mér bakið og ég steinsofnaði í fanginu þínu eru mér ólýsanlega kær. Mér þótti líka svo gaman að koma til þín rétt fyrir jólin að hjálpa þér að setja upp jólalandið þitt, pakka inn jólagjöfunum og skrifa á kortin fyrir þig. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera án þín, elsku amma mín. Hverjum á ég að segja allt slúðrið sem þér þótti svo gaman að hlusta á og hver á að gefa mér öll þessi ómetanlegu knús sem þú ein gast gefið? Hlýjan sem fylgdi þér allt var ómetanleg og ég get ekki ímyndað mér hvernig er að eiga líf án þín, en ég ætla samt sem áður að halda áfram að lifa lífinu í gleði og geri það fyrir þig því ég veit að þú myndir vilja það. Þú ert og verður áfram stór fyrirmynd í lífi mínu og mig langar að geta verið eins góð, umhyggjusöm og jafnvingjarnleg við alla og þú varst alltaf. Ég ætla einnig að halda áfram að sjá það góða í fólki eins og þú kaust alltaf að gera og það var enn einn kostur í fari þínu, elsku yndislega amma mín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og alla aðra. Nú kveð ég þig og bið Guð að varðveita þig á nýjum stað og vona að þú hafir það gott með afa. Hvíldu ávallt í friði, elsku amma mín, ég mun sakna þín alla tíð. Þín, Tinna Kristín Indíana. Elsku amma Hjördís kvaddi okkur alltof skyndilega í síðast- liðinni viku. Ég er enn að átta mig á því að hún sé farin fyrir fullt og allt, en það er huggun í því að vita að hún er komin til afa Didda sem alltaf elskaði hana svo heitt, en það sáu allir sem þau þekktu. Amma í Stafnaselinu var amma af lífi og sál. Hún vildi allt fyrir mann gera, passaði alltaf vel upp á það að enginn færi svangur úr heimsókn frá henni og átti alltaf tertu með kaffinu og smákökur í dós. Síðustu jól fékk ég meira að segja senda frá henni ljúffenga brúntertu sem er ómissandi hluti af jólahaldinu, þess mun ég sakna. Hún amma elskaði að hafa fólkið sitt í kringum sig og fylgd- ist vel með hvað var í gangi hjá okkur öllum, og hafði jafnframt skoðun á því, bara alveg eins og það á að vera. Það hefur alltaf verið glatt á hjalla í Stafnaseli en þar eyddi ég miklum tíma sem barn og er ein minning mér sérstaklega kær. Hún amma hélt upp á allar krem- krukkur sem hún kláraði, tóm ilmvatnsglös og varaliti sem hún var hætt að nota svo að ég gæti stofnað búð í einu herbergjanna innst á ganginum. Síðan gaf hún mér límmiða til að verðmerkja allt saman og verslaði svo hjá mér eins og ekkert væri eðli- legra. Það var alltaf passað upp á að barnabörnin hefðu nóg við að vera, leikherbergið var fullt af alls kyns leikföngum sem þau afi höfðu gaman af að kaupa í Am- eríku, því hávaðasamara og lit- ríkara, því betra. Amma fór oft með vísur og bænir fyrir okkur barnabörnin og því er vel við hæfi að enda á einni af uppáhaldsbænunum hennar: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvíldu í friði, elsku amma mín, við munum sakna þín og varð- veita minningu þína. Sunna Ósk Kristinsdóttir. Elsku besta amma mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin, ég er búin að hugsa alla síðustu daga að ég ætli að koma við hjá þér en átta mig svo á því að það er ekki lengur hægt. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur systur, varst alltaf svo góð við okkur og vildir allt fyrir okkur gera. Stuðn- ingurinn sem þú sýndir okkur var ómetanlegur, hjá þér voru ávallt opnar dyr þar sem ást og um- hyggja ríkti. Ég á dýrmætar minningar um þig, öll notalegu kvöldin sem við áttum saman í Stafnaselinu og í Viðarásnum þegar þið afi komuð þangað fyrir okkur Tinnu, knúsin og kossarn- ir, vísurnar sem þú fórst með fyrir okkur fyrir svefninn, bökun- arstundir okkar, allar bústaðar- ferðirnar og sveitaferðirnar með ykkur afa þar sem ég leiddi ykkur bæði tvö og þið sveifluðuð mér fram og til baka á milli ykkar, góðu ráðin sem þú gafst mér, ásamt öllum dýrmætu samræð- unum okkar. Það verður svo sannarlega sárt að hafa þig ekki hjá okkur, þú varst dýrmæt og ert mér mikil fyrirmynd. Ég mun sakna þín mikið, það er erfitt að hugsa til þess að mað- ur geti ekki kíkt til þín í ömmu- knús og spjall hvenær sem er eins og áður. En við gerum okkar besta í að passa vel upp á hvert annað, því að það þótti þér mik- ilvægast, að allir væru saman og að við værum góð hvert við annað. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, ég væri ekki sú mann- eskja sem ég er í dag hefðir þú ekki verið alltaf til staðar fyrir mig. Ég vona að þú hafir það gott í faðmi afa þar sem þið eruð nú sameinuð á ný ásamt Dimmu ykkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ástarkveðja, Nanna Margrét. Hjördís Hjörleifsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hjördísi Hjörleifs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR, Miðtúni 42, andaðist á Landspítalanum 10. desember. Útför verður auglýst síðar. Óskar Rafnsson Sólveig Hafsteinsdóttir Ásta Karen Rafnsdóttir Birgir Gunnarsson Kjartan Rafnsson Sverrir Rafnsson Sigrún Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURSTEINN MARINÓSSON, dvalarheimilinu Hraunbúðum, áður Faxastíg 9, Vestmannaeyjum, lést á heimili sínu síðastliðinn föstudag, í faðmi fjöslkyldunnar. Útförin fer fram laugardaginn 16. desember frá Landakirkju í Vestmannaeyjum klukkan 13. Ingibjörg Birna Sigursteinsd. Leifur Gunnarsson Marinó Sigursteinsson Marý Ólöf Kolbeinsdóttir Guðbjörg H. Sigursteinsd. Halldór Sveinsson Ester Sigursteinsdóttir Páll Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON skipherra, lést laugardaginn 9. desember. Útförin verður auglýst síðar. Sigtryggur Hjalti Þrastarson Bjarnheiður Dröfn Þrastard. Sigurjón Þór Árnason Margrét Hrönn Þrastardóttir Sigurður Hauksson Kolbrún Þrastardóttir Magnús Pétursson Hallfríður Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur og bróðir, HAUKUR A. CLAUSEN, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 30. nóvember á 59. aldursári. Útförin verður frá bænahúsinu í Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. desember klukkan 11. Guð varðveiti hann. Halldóra Filippusdóttir Breki Johnsen Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.