Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
✝ Þorkell Jóns-son fæddist 7.
maí 1928 í Smjör-
dölum í Flóa, Ár-
nessýslu. Hann lést
í Sunnuhlíð 25. nóv-
ember 2017.
Foreldrar Þor-
kels voru hjónin
Jón Þorkelsson, f.
1. nóv. 1886 í
Smjördölum í Flóa,
d. 10. jan. 1967, og
Kristín Vigfúsdóttir, f. 19. júlí
1898 í Þorleifskoti í Flóa, d. 10.
apríl 1977. Bróðir Þorkels var
Sigurjón Jónsson, f. 16. apríl
1929, d. 17. júlí 1991, og uppeld-
issystir Valgerður Guðmunds-
dóttir, f. 19. maí 1938. Þorkell
kvæntist Sigurbjörgu Gísladótt-
ur frá Þóreyjarnúpi V-Hún., f.
22. sept. 1930, d. 10. júlí 2009.
Foreldar Sigurbjargar voru
hjónin Gísli Emil Jakobsson, f. 1.
des. 1900 á Neðri-Þverá, V-
Hún., d. 25. des. 1988, og Jónína
Ólafsdóttir, f. 7. maí 1904 á Urr-
iðaá V-Hún., d. 18. maí 1988.
Þorkell átti soninn Sigurbjörn
Guðjón, f. 10. des. 1952, d. 28.
des. 2000, með Þorbjörgu Guð-
jónsdóttur. Dóttir Þorbjörg
Harpa, f. 10. jan. 1972, gift
Baldri Geir Arnarsyni, f. 29.
sept. 1972. Börn þeirra eru a)
Gunndís Eva, f. 13. apríl 1993, á
12. nóv. 1963, kvæntur Jakobínu
Jónsdóttur, f. 7. des. 1958, börn
Jakobínu frá fyrra hjónabandi
eru a) Rögnvaldur Óli, f. 19. nóv.
1976, b) Ásta, f. 13. júní 1979.
Þorkell ólst upp á Smjördöl-
um í Flóa, hann stundaði nám
við Héraðsskólann á Laug-
arvatni og lærði síðan húsasmíð-
ar hjá föður sínum. Þorkell vann
við smíðar á Selfossi og ná-
grenni þar til hann hóf störf á
Keflavíkurflugvelli 1951. Þor-
kell vann óslitið við byggingar-
framkvæmdir fyrir varnarliðið.
Hann hóf störf hjá Sameinuðum
verktökum en árið 1957 varð
hann yfirverkstjóri hjá Íslensk-
um aðalverktökum. Þeirri stöðu
gegndi hann í fjóra áratugi og
lét af störfum 1997. Hann var
einn af hluthöfum Sameinaðra
verktaka og var bæði þar í
stjórn og í Dverghömrum. Þor-
kell fór til Bandaríkjanna á veg-
um Íslenskra aðalverktaka til að
mennta sig.
Þorkell og Sísí byggðu sér
hús í Birkihvammi 12, Kópavogi,
1960 og bjuggu þar alla sína hjú-
skapartíð. Þorkell var náttúru-
unnandi og fróður um sögu og
náttúru landsins. Hann naut
þess að ferðast bæði innan og ut-
an lands. Þorkell var mikill
hestamaður og var í stjórn
Hestamannafélagsins Gusts og
tók þar þátt í félagsstörfum.
Útför Þorkels fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 12. des-
ember 2017, klukkan 15.
hún Loga Hrafn, f.
25. mars 2014, b)
Júlía Bríet, f. 15.
jan. 1999, c) Mikael
Orri, f. 30. ágúst
2006.
Börn Þorkels og
Sigurbjargar eru:
Kristín, f. 17. nóv.
1959, gift Helga
Óskari Óskarssyni,
f. 3. des. 1953, og
eiga þau þrjár dæt-
ur: a) Sigurbjörg Ellen, f. 20.
maí 1981, sambýlismaður Jó-
hann Bragi Ægisson, f. 24. maí
1979, og þeirra börn eru Kristín
Mjöll, f. 21. maí 2007, og Ægir
Elí, f. 28. mars 2009. b) Eva
Sjöfn, f. 4. ágúst 1987, gift Matt-
híasi Hjartarsyni, f. 26. feb.
1986, börn Yasmin Ísold, f. 15.
feb. 2011, Jökla Sól, f. 6. jan.
2015, og Helgi Blær, f. 26. ágúst
2017, c) Anita Ruth, f. 3. júlí
1991. Jón Gísli, f. 22. júní 1961,
kvæntur Maríu Höskuldsdóttur,
f. 6. jan. 1971, og synir þeirra
eru: a) Þorkell, f. 4. apríl 1994, b)
Höskuldur Þór, f. 10. apríl 1998,
c) Freyr Jökull, f. 26. maí 2009.
Guðjón, f. 9. okt. 1962, kvæntur
Kristínu Sigurðardóttur, f. 25.
mars 1962, börn þeirra eru: a)
Unnur Lilja, f. 28. júní 1991, b)
Halldóra Tinna, f. 6. maí 1996, c)
Gísli Örn, f. 8. okt. 2000. Árni, f.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Þín dóttir
Kristín.
Elsku Þorkell tengdafaðir
okkar er nú búinn að kveðja
þennan heim. Hann bjó á hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð síðustu
árin. Á Sunnuhlíð fannst okkur
fjölskyldunni yndislegt að koma
og heimsækja hann og fá okkur
kaffibolla með honum, því þar var
alltaf heitt á könnunni.
Þorkell og Sísi kona hans, sem
lést árið 2009, bjuggu í Birki-
hvammi í Kópavogi og þangað
var alltaf mjög gaman að koma.
Þau hugsuðu mikið um barna-
börnin sem elskuðu að fara til
þeirra.
Það var líka alveg ómissandi
hefð að fara þangað í laufa-
brauðsgerð fyrir jólin og í jólaboð
á jóladag þar sem allir borðuðu
möndlugraut og reyndu að vinna
möndlugjöfina. Áramótin voru
líka skemmtilegust á Birki-
hvamminum hjá Þorkel og Sísí,
þar var horft á Áramótaskaupið
og nýju ári fagnað.
Þorkell var mikill hestamaður
og var með hesthús í Gusti í
Kópavoginum. Fjölskyldan kom
oft í hesthúsið til hans og barna-
börnin muna vel að alltaf átti
hann kandís í krukku og hákarl á
kaffistofunni. Þorkell var líka
mikill áhugamaður um náttúru
landsins og útivist. Hann fór
ásamt fjölskyldu sinni og vinum
margar ferðir um hálendi Íslands
og voru þau oft einu ferðamenn-
irnir í þá daga á stöðum eins og
Landmannalaugum og Þórs-
mörk.
Minnisstæð er ferðin sem stór-
fjölskyldan, Þorkell, Sísí, börn,
barnabörn og langömmubarn
fóru til Tenerife 2008. Þetta var
alveg frábær og ógleymanleg
ferð fyrir alla.
Við erum innilega þakklátar
fyrir allt sem þú gafst fjölskyld-
unni allri.
Þín verður sárt saknað.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
María, Kristín og Jakobína.
Ég kynntist Þorkeli þegar við
Kristín dóttir hans fórum að
draga okkur saman. Sísí tengda-
móðir mín lést sumarið 2009. Í
framhaldinu ákvað Þorkell að
flytja úr húsi þeirra í Birki-
hvammi í íbúð í Sunnuhlíð og
dvelja þar síðustu æviárin.
Á námsárum okkar í Colorado
þá sá hann um fjármál fjölskyld-
unnar og annað sem þurfti að
gera hér heima. Það var gaman
að fá Þorkel og Sísí þangað í
heimsókn.
Þá voru þau að koma úr einni
af mörgum ferðum til Florida.
Þau voru dugleg að ferðast bæði
innanlands og erlendis. Þorkell
var heilsteyptur, traustur og
þægilegur maður sem leysti öll
mál fljótt og af útsjónarsemi. Það
vafðist ekki fyrir honum að fylla
út fyrir mig heilsufarsskýrslu án
samráðs, enda var þar allt eins
það átti að vera. Fyrst bjuggum
við í húsi sem Þorkell byggði á
Reynihvamminum. Hann sá um
ýmsa smíðavinnu þegar við
keyptum okkur hús á Hlíðarveg-
inum. Allt lék í höndum á honum.
Hann stundaði hestamennsku og
var alltaf ánægjulegt að koma
með börnin, Sigurbjörgu, Evu og
Anitu, í hesthúsið til að skoða
hestana og fá sér kandís í kaffi-
stofunni. Sú elsta naut þess að
ríða út með afa sínum og var farið
hratt. Á Birkihvammi var mikil
gestagangur. Dætur mínar voru
heimagangar hjá ömmu sinni og
afa. Það var gott að koma til Sísí-
ar og Þorkels.
Ég kveð Þorkel með þakklæti
fyrir allt.
Helgi Óskar Óskarsson.
Það var alltaf svo gaman að
koma í Birkihvamminn til Þor-
kels afa og ömmu Sísí og við eig-
um svo margar góðar minningar
um tímann sem við áttum með
þeim.
Jólaboðin á jóladag voru mjög
skemmtileg og þá var oft spilað
fram á nótt. Við vorum líka oft
hjá þeim á gamlársdag, fórum á
brennu og horfðum á áramóta-
skaupið.
Afi var hestamaður og það var
vinsælt að fara til hans í hesthús-
in, fara á hestbak og borða kand-
ís.
Það var líka gaman að fara í
gamla húsið á Hvammstanga
með þér og ömmu.
Við eigum alltaf eftir að eiga
allar góðu minningarnar um þig,
afi. Núna ert þú kominn til ömmu
Sísíar og við munum alltaf sakna
ykkar.
Þín barnabörn,
Unnur Lilja, Halldóra
Tinna og Gísli Örn.
Elsku afi.
Á dimmu desemberkvöldi við
bjart kertaljós sit ég og skrifa til
elskulegs afa míns í hinsta sinn.
Mörgum minningum er úr að
velja er ég skauta í gegnum
minningabankann en þær eiga
það sameiginlegt að einkennast
af ást og umhyggju. Tímarnir
sem ég dvaldi með ömmu og afa
fylltu mitt litla barnshjarta af
gleði og öryggi.
Á Birkihvammi 12 var ýmis-
legt brallað, hvort sem það var að
plata ömmu og afa til að panta
pitsu eða hlusta á útvarpsleikrit.
Ég fór oft á Birkihvamminn eftir
skóla og þar beið mín heitur há-
degisverður. Ó, hvað ég var
heppin að eiga ömmu og afa sem
gátu tekið á móti mér eftir skóla.
Afi var mikill hestamaður og
man ég eftir hestum í garðinum
sem afi leyfði mér stundum að
prufa að setjast á. Hann var mjög
rólegur og hvíldi sig oft inni í
endaherbergi og þaðan ómuðu
útvarpsfréttirnar. Ég ferðaðist
með ömmu og afa til Hvamms-
tanga á Höfn eitt vorið, þar áttum
góðar stundir, horfðum á Euro-
vision og spiluðum. Minningarn-
ar úr þessari ferð eru og verða
mér ávallt mjög kærar, bara við
þrjú, það var sko toppurinn á til-
verunni. Afi var ekki maður
margra orða en lét verkin tala.
Afi og amma voru alla tíð mjög
ástfangin og afi orti falleg ástar-
ljóð til ömmu á hverjum jólum.
Þolinmæði var einn af mannkost-
um hans og beið hann oft langar
stundir í bílnum eftir ömmu sem
gleymdi sér í spjalli. Elsku afi,
takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman og að láta mér
líða eins og Birkihvammurinn
væri mitt annað heimili. Ég mun
alla tíð varðveita þessar minning-
ar í hjarta mínu. Ég hugsa með
hlýju til þess að þú sért nú kom-
inn til þinnar heittelskuðu Sísíar
og þið sitjið og hlæið saman eins
og forðum daga. Takk fyrir allt
og allt, elsku afi, hvíldu í friði og
gefðu ömmu rembingsknús frá
mér.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Eva Sjöfn Helgadóttir.
Elsku afi Þorkell er farinn.
Efst í huga mér er þakklæti yfir
að hafa átt hann Þorkel afa að.
Hann var kletturinn í fjölskyld-
unni traustur og trúr fjölskyldu-
maður sem alltaf var hægt að
leita til.
Hann afi var ekki maður
margra orða en sem unglingur þá
tók afi mig með sér upp í hesthús
hverja helgi þar sem farið var í
útreiðartúra.
Ekki er hægt að segja að mikið
væri talað í þessum ferðum okkar
en hann afi var með einstaklega
þægilega nærveru og fannst mér
óskaplega gaman að fara í þessa
útreiðartúra með honum. Hins
vegar er álitamál hvort honum
hafi tekist að gera mig að mikilli
hestakonu þar sem ekkert gekk
þegar ég fór ein á bak og hest-
urinn minn neitaði að fara úr
spori án þess að afi væri með.
Ég er afar þakklát fyrir allar
minningarnar sem ég á með hon-
um afa mínum sem og fyrir allt
sem hann hefur gert fyrir mig og
mína fjölskyldu.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Veit að amma Sísí hefur tekið
vel á móti þér og að þú ert kom-
inn á betri stað. Takk fyrir allt.
Sigurbjörg Ellen Helgadóttir.
Þorkell Jónsson HINSTA KVEÐJA
Elsku langafi, takk fyrir
sleikjóana. Takk fyrir jóla-
hlaðborðin. Takk fyrir
hlýja hönd. Takk fyrir ís-
inn. Takk fyrir jólagjafirn-
ar. Takk fyrir umhyggjuna.
Takk fyrir fjölskyldustund-
irnar. Takk fyrir faðmlögin.
Takk fyrir þolinmæðina.
Takk fyrir styrkinn.
Takk fyrir okkur.
Kristín Mjöll Jóhannsdóttir
og Ægir Elí Jóhannsson.
✝ Brynhild Lar-sen (fædd Nils-
sen) fæddist 18.
apríl 1924 í Lopra,
Færeyjum. Hún lést
á öldrunarheimil-
inu Hlíð 1. desem-
ber 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Julianna
Maria Nilssen, f.
8.9. 1894, húsmóðir
og póstmeistari, og
Johannes Nilssen, f. 5.5. 1873,
framkvæmdastjóri.
Systkini hennar eru Leif, f.
1917, Judit Maria, f. 1918, Johan
Midjord, f. 1920, Meinert Johann-
es, f. 1922, Odd Björn, f. 1926,
Viggo Torbjörn, f. 1929, Finn
Kolbjörn f. 1930, Brynjolf Leo, f.
1931, Fryjolf Arvid, f. 1933. Hálf-
systur frá fyrra hjónabandi Jo-
hannesar voru Ína, Alvilda og
Nanna. Af systkinahópnum eru
Viggo og Meinert á lífi.
Brynhild giftist 30. mars 1946
Kristjáni Larsen, verkstjóra, f.
7.1. 1924 á Djúpárbakka í Hörg-
árdal, d. 13.6. 2016. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún Þorgerður, f. 1.11.
1945, gift Aðalsteini Eiríkssyni,
börn þeirra eru Eiríkur Kristján,
f. 1966, og Brynhildur Kristín, f.
1980. 2) Jóhannes, f. 3.12. 1950. 3)
Kristján Brynjar, f. 26.5.1961, d.
29.9. 1997, sambýliskona Sigur-
björg Guðmunds-
dóttir, stjúpsynir
Guðbjartur Þór, f.
1977, og Svavar Þór,
f. 1981, dóttir Krist-
jáns og Valgerðar
Hannesdóttur er
Halldóra, f. 1986. 4)
Júlíus Már, f. 7.1.
1967, kvæntur Ey-
rúnu Þórólfsdóttur
(þau skildu), sonur
þeirra er Birkir
Freyr, f. 1997, stjúpsynir Þór-
ólfur Helgi, f. 1988, d. 2010, og
Jóhann Oddur, f. 1990. Lang-
ömmubörn Brynhildar eru tíu.
Brynhild ólst upp í Lopra í
Færeyjum og kom til Íslands árið
1944 til að vinna í Sambands-
verksmiðjunum á Akureyri í eitt
ár, að hún hugði. Þar kynntist
hún eiginmanni sínum til 70 ára
og bjó alla tíð síðan í Lönguhlíð
11 í Glerárhverfi (áður Árbakki í
Glerárþorpi). Hún var heima-
vinnandi húsmóðir meðan börnin
komust á legg en um árabil fylgdi
hún manni sínum á sumrin til
Raufarhafnar og Seyðisfjarðar
með börn og búslóð meðan síldin
gaf sig. Síðar vann hún hjá Nið-
ursuðu K. Jónssonar uns eftir-
launaaldri var náð.
Útför hennar fer fram frá
Glerárkirkju í dag, 12. desember
2017, klukkan 13.30.
Kynslóðir fara. Nú er Brynhild
Larsen frá Lopra í Færeyjum
farin, þessi fallega, glaðlynda,
hógværa kona ríkrar kímnigáfu,
viljasterk og einbeitt tengdamóð-
ir mín. Hún hefði flogið í gegnum
hvaða skólastig sem var, stál-
minnug, smekkvís, með auga fyr-
ir hinu smáa, kona mikillar um-
hyggju. Varla gat nokkrum
kunnugum annað en þótt vænt
um Tullu. Þetta gælunafn litlu
telpunnar var norskt eins og faðir
hennar, Johannes Nilssen, fram-
kvæmdastjóri hvalstöðvar á
syðstu eyju Færeyja. Hann var af
stofni þeirra manna sem gerðu
Noreg að stórveldi siglinga og
einni mestu hvalveiðiþjóð heims.
Með Mariu, færeyskri konu sinni,
átti hann tíu börn. Fimm þeirra
komu til Íslands og settust hér
að, Meinert, Brynhild, Viggo,
Finn og Fryolf.
Á stríðsárunum uxu börnin
hvert af öðru til manndómsára en
fárra atvinnutækifæra. Far-
kennsla og stöku heimiliskennari
voru grunnur menntunar en ald-
arandi eða aðstæður voru ekki til
framhalds á henni.
Færeyingar færðu tiltölulega
enn fleiri mannfórnir en Íslend-
ingar í siglingum til Bretlands á
stríðsárunum. Við þessar aðstæð-
ur komu þau eldri til landsins,
Meinert til skammvinnrar hita-
veituvinnu í Reykjavík í fyrstu en
Ragna Brynhild, fullu nafni, til
Akureyrar 17. júní 1944 til árs
dvalar að hún ætlaði. Þar var fyr-
ir Kristján Larsen með annað
norskt ættarnafn en í móðurætt
frá Glæsibæ. Heimili þeirra stóð
á Árbakka, jarðarparti föður-
leifðar í Glerárþorpi, jaðarbyggð
Akureyrar. Þar var fjölskrúðugt
mannlíf samhjálpar og sjálfs-
þurftarbúskapar, kynslóðar
Tryggva Emilssonar. Sá búskap-
ur og mannlíf er nú allt að heita
má komið undir malbik og stein-
steypu. Hver sem kjörin voru
stóð heimilishald Brynhildar og
Kristjáns með snyrtimennsku,
garðrækt og náttúrunálægð.
Hinum megin árinnar voru Gefj-
un og Iðunn sem þágu afl sitt frá
Glerá. Með árunum tengdust þau
Kristján Valtý Þorsteinssyni og
Heiðari Valtýssyni böndum vinnu
og vináttu. Útgerð þeirra og síld-
arsöltun stóð m.a. á Raufarhöfn
og Seyðisfirði. Þangað flutti fjöl-
skyldan árvisst um skeið síldar-
áranna síðustu. Brynhild tók
þessu farandlífi eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Fjölskylduhugtakið var Bryn-
hild inntak lífsins og umgjörð.
Hún ræktaði tengsl við ættingja
sína og venslafólk jafnt í Færeyj-
um og á Íslandi. Vildi jafnan vita
hvernig hverjum og einum leið og
fagnaði hverjum gesti sem týnd-
um en fundnum syni. Ekki síst
átti það við dóttur, tengdason og
þeirra börn. Hún bjó okkur veislu
í hvert eitt sinn. Á hinn bóginn
var hún alveg gáttuð á því ef
skýrslu- eða bókaskrif ollu töfum
á heimsóknum að ekki sé talað
um að þær féllu alveg niður.
Konan sem hefði á menntavegi
getað rutt hvaða hindrun sem var
úr slóð kaus æðrulaust með kyn-
systrum sínum og kynslóðum
þeirra að beina ástríki sínu,
áhuga og alúð inn á við. Aldrei
fannst annað á henni en það hefði
verið hennar eigið val.
Þeir tímar eru blessunarlega
breyttir á ýmsa lund en við sem
nutum mættum bera gæfu til að
gleyma ekki, heldur iðka þá arf-
leifð sem hugsaði fyrr um aðra en
sjálfa sig.
Aðalsteinn Eiríksson.
Brynhild Larsen
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Okkar ástkæri
SIGURÐUR HRÓBJARTS KARLSSON
lést á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, 29. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Hanný Inga Karlsdóttir Ingvi Hallgrímsson