Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. Lögmaður handtekinn og gögn …
2. „Hvers vegna leggja þeir í …?“
3. Ferðalagið breyttist snögglega
4. Svona bjó Meghan …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartett píanóleikarans Önnu
Grétu Sigurðardóttur leikur á Kex
hosteli í kvöld kl. 20.30. Með Önnu
leika Jóel Pálsson á saxófón, Þor-
grímur Jónsson á kontrabassa og
danski trommuleikarinn Emil Norman
Kristiansen. Flytja þau frumsamda
tónlist eftir Önnu í bland við þekkt
djasslög. Aðgangur er ókeypis.
Kvartett Önnu Grétu
á Kex hosteli í kvöld
Óskarsverð-
launamyndin
Hringadróttins-
saga – Tveggja
turna tal verður
sýnd í fullri lengd
í Eldborgarsal
Hörpu ásamt Sin-
fóníaNord, Kór
söngsveitar Fíl-
harmóníu, Barnakór Kársnesskóla og
einsöngvurum um miðjan ágúst á
næsta ári. Alls verða því yfir 230 ein-
staklingar á sviði Eldborgar sem
flytja tónlist Howards Shores.
230 einstaklingar
á sviði Eldborgar
Bjarni Frímann Bjarnason hefur ver-
ið skipaður tónlistarstjóri Íslensku óp-
erunnar frá 1. janúar 2018 og mun
stjórna uppfærslum hennar á næstu
starfsárum. „Það er mikill fengur að
því að fá Bjarna Frímann til liðs við Ís-
lensku óperuna, við leggjum sér-
stakan metnað í að styðja
við ungt listafólk eins
og frekast er kostur og
gefa því verðug tæki-
færi,“ segir Steinunn
Birna Ragnarsdóttir
óperustjóri.
Bjarni Frímann skip-
aður tónlistarstjóri
Á miðvikudag Snýst í norðaustan 8-13 m/s. Slydda með köflum
og snjókoma til landsins, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi.
Allvíða frostlaust við ströndina, annars vægt frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Það dregur úr vindi í dag, suðaustan 5-13
m/s seinnipartinn og skúrir eða él, en rigning á Suðausturlandi.
VEÐUR
„Það er rosalega skrýtið að
hugsa til þess að við mætum
Íslandi 3. janúar og ég geri
mér í raun enga grein fyrir
því hvar við erum staddir.
Hvort við erum að fara að
tapa með 15 mörkum eða
jafnvel vinna með einu,“ seg-
ir Dagur Sigurðsson, mað-
urinn sem Japanir réðu til að
stýra karlalandsliði sínu í
handbolta fram yfir Ól-
ympíuleikana í Tókýó
2020. »4
Veit ekki hvar við
erum staddir
Eftir EM í Hollandi í sumar sagði
landsliðsþjálfarinn Freyr Alexand-
ersson m.a. að fleiri úr liðinu þyrftu
að spila í sterkari liðum og deildum
erlendis. Landsliðskonurnar virðast
hafa tekið Frey á orðinu því eftir að
Ingibjörg Sigurðardóttir,
varnarmaður úr Breiða-
bliki, gekk til liðs við
sænska úrvalsdeild-
arfélagið Djur-
gården í gær
hafa fimm
leikmenn
úr EM-
hópnum
haldið af landi brott í
haust og vetur. »1
Landsliðskonur tóku
Frey á orðinu
FH-ingar tryggðu sér þriggja stiga
forystu á nýjan leik í Olísdeild karla í
handknattleik í gærkvöldi með
öruggum fjögurra marka sigri á
Aftureldingu, 33:29, í viðureign lið-
anna í Mosfellsbæ. Framarar virðast
heillum horfnir nú um stundir. Þeim
féll allur ketill í eld á heimavelli gegn
Stjörnunni og máttu teljast góðir að
sleppa með 10 marka tap. »3
FH-ingar treystu stöðu
sína í efsta sæti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Stekkjarstaur, fyrsti jólasveinninn, kom til byggða í nótt
og gaf börnum í skóinn. Á eftir fylgja bræður hans tólf
fram á aðfangadag. Það er mikið að gera hjá íslensku
jólasveinunum í aðdraganda jólanna og því geta þeir
stundum þurft hjálp frá mannlegri sveinum. Að minnsta
kosti fimm jólasveinaþjónustur bjóða fram aðstoð sína á
höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma og nóg er að
gera.
„Það eru um tuttugu strákar að vinna fyrir okkur.
Flestir eru í annarri vinnu svo það þarf að hafa góðan
hóp af mönnum. Þá erum við með fjóra tónlistarmenn og
blöndum okkar eigin nammipoka. Þannig að þetta er
orðið ágætis fyrirtæki,“ segir Bendt H. Bendtsen hjá
Skyrgámur.is en þeir hafa starfað frá árinu 1998. „Ver-
tíðin byrjar í kringum fyrsta í aðventu en svo læðist ein
og ein heimsókn inn aðeins fyrr, frá miðjum nóvember.
Við vorum með yfir þrjátíu heimsóknir um helgina, með
fimmtán jólasveina hlaupandi um bæinn og það gekk allt
vel.“
Bendt segir þá aðallega pantaða á jólaböll fyrir-
tækja og félagasamtaka, í fjölskylduboð, í heimahús og
svo sé alltaf mikið að gera hjá þeim á aðfangadag. Þrátt
fyrir að hafa sinnt jólasveinaþjónustunni í brátt 20 ár
segir Bendt þetta alltaf gaman. „Við leggjum mikla
áherslu á að spjalla við börnin og að dansa með þeim í
kringum jólatréð. Svo er alltaf grín og glens.“
Aðspurður segist Bendt ekki mikið rekast á Grýlu-
synina þrettán í sínu jólasveinastarfi. „Við komum bara
til aðstoðar því þeir hafa ekki undan.“
Fara ekki yfir strikið í fullorðinspartíum
Fyrir ellefu árum byrjaði Eiríkur Hafdal með
Sveinka.is ásamt bróður sínum. „Við höfum verið að
bæta aðeins við okkur síðustu ár og eigum nú sextán
búninga. Ég er með nokkra stráka sem skipta þessu á
milli sín en ég fer mest sjálfur,“ segir Eiríkur.
Fyrsta jólasveinaheimsóknin hjá Sveinka.is var 15.
nóvember en lætin byrja fyrstu helgina í desember að
sögn Eiríks. Flestar heimsóknir eru í leikskóla, grunn-
skóla, á jólaböll og í jólaboð í heimahúsum og fullorðins-
partí. „Þar má vera með aðeins grófari húmor en venju-
lega, segja neðanbeltisbrandara, en það má alls ekki fara
yfir strikið því það þarf að passa upp á ímynd jólasveins-
ins.“
Eiríkur segir sveinana sína vera með vel æfða dag-
skrá, þeir séu oftast með gítar meðferðis og brand-
ararnir snúist mikið um hvað jólasveinninn misskilur allt.
Fleiri jólasveina má finna á; Jólasveinar.is, hjá Syn-
ir Grýlu á Facebook og Jólasveinninn.is.
Morgunblaðið/Hanna
Jólaball Börnin bíða í röð eftir því að fá sælgætispoka hjá jólasveinum á jólaballi Árvakurs.
„Við komum bara til aðstoðar“
Jólasveinaþjónustur
aðstoða Grýlusynina þrett-
án í aðdraganda jólanna