Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017
Björn Bjarnason gerir málfrelsiað umræðuefni á vef sínum og
nefnir dæmi um hvernig veist hafi
verið að honum fyrir skoðanir hans.
Þá bendir hann áað Þorgerður
Katrín Gunnars-
dóttir, formaður
Viðreisnar, vilji að
„ríkisendurskoðun
(!) verði gerð að rit-
skoðanda vegna efn-
is sem birt er á net-
inu fyrir kosningar“.
Ennfremur nefnirhann að nú sé
gerð „aðför að Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni prófessor í Háskóla Ís-
lands og þess krafist að málfrelsi
hans séu settar skorður“.
Sú aðför fámennrar vinstriklíkuúr Háskóla Íslands er raunar
einstök og sýnir vel hve hættulegt
væri ef slík sjónarmið fengju að
ráða í háskóla í stað þess að þar fari
fram opin málefnaleg umræða þar
sem ólík sjónarmið séu viðruð og
mismunandi hugmyndir ræddar.
En tilraun til skoðanakúgunareinskorðast ekki við æðri
menntastofnanir. Björn segir frá
áhyggjum sem sagnfræðingurinn
Niall Ferguson hafi sett fram.
Ferguson segi að bandarískiríhaldsmenn „sýni með fáeinum
undantekningum stjórnarskrá
lands síns virðingu. Nútíma banda-
rískir vinstrisinnar þrái hins vegar
að afnema mikilvægustu grundvall-
arréttindin sem stjórnarskráin
verndi: málfrelsið“.
Umræðan hér á landi sýnir aðekki er síður ástæða til að
hafa áhyggjur af auknum þögg-
unartilburðum íslenskra vinstri-
manna.
Björn Bjarnason
Þöggunartilburðir
vinstrimanna
STAKSTEINAR
Niall Ferguson
Leikskólar og grunnskólar í
Reykjavík eiga ekki að þurfa að
biðja um söltun á bílastæðum við
skólana og að hliðum.
Þegar mikil hálka er, eins og
undanfarna daga, er ástandið metið
á milli kl. 3 og 4 á morgnana með
tilliti til gatna og gönguleiða og
mannskapur og tæki ræst út eftir
þörfum, samkvæmt upplýsingum
frá Reykjavíkurborg. „Við leik- og
grunnskóla, bílaplön og að hliði
leikskóla, er byggt á mati rekstr-
arstjóra og fulltrúa hverfastöðv-
anna deginum áður hvort ræst er
út til hálkuvarna á plönin,“ segir í
svari frá borginni við fyrirspurn
Morgunblaðsins um hvaða reglur
gilda í sambandi við hálkuvarnir í
Reykjavík.
Skólar eiga ekki að þurfa að biðja
um söltun en allir leikskólar og
grunnskólar hafa fengið salt og
sand til að grípa til yfir veturinn.
Síðastliðinn mánudagsmorgun,
þegar fljúgandi hálka mætti borg-
arbúum, var byrjað að sanda kl.
7.30 um morguninn og búið að fara
fyrstu umferð á alla staði um há-
degi.
Eftir hádegi var síðan farin önn-
ur umferð þar sem þurfti og brugð-
ist við ábendingu, samkvæmt upp-
lýsingum frá borginni.
Þörf fyrir varnir metin að morgni
Skólar í Reykjavík eiga ekki að þurfa
að biðja um salt eða sand vegna hálku
Morgunblaðið/Golli
Hálka Vissara að vara sig á götum
borgarinnar þegar hlánar í veðri.
Vörður – Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík hefur auglýst
hvernig staðið verður að leiðtoga-
prófkjöri hinn 27. janúar næstkom-
andi um val oddvita á lista Sjálfstæð-
isflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar vorið 2018.
Í auglýsingunni kemur fram að
tillögur um frambjóðendur þurfi
samkvæmt prófkjörsreglum flokks-
ins að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Frambjóðandinn þarf að hafa gefið
skriflegt samþykki fyrir framboð-
inu; vera félagi í Sjálfstæðis-
flokknum; og vera kjörgengur í
borgarstjórnarkosningunum.
Viðbót frá yfirkjörstjórn heimil
Jafnframt að tillaga um leiðtoga
skuli borin fram af 20 flokks-
mönnum búsettum í kjördæminu og
að hver flokksmaður megi aðeins til-
nefna einn frambjóðanda.
Yfirkjörstjórn sé heimilt að til-
nefna prófkjörsframbjóðendur til
viðbótar innsendum framboðum.
Tillögum að framboðum beri að
skila, ásamt mynd af frambjóðanda
og stuttu æviágripi á tölvutæku
formi, á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll eigi síðar en kl.
16.00, miðvikudaginn 10. janúar
2018.
Skriflegt
samþykki
Leiðtogaprófkjör
hefur verið auglýst
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
AKKI 9.990,-
t. S-XXL – Fleiri litir
BUXUR 6.995,-
St. S-XXL – Fleiri litir
TOPPUR 6.995;-
St. S-XXL – Fleiri litir
J
S
lgihlutumÚrval af fy
Jólagjöfin
HENNAR
Veður víða um heim 21.12., kl. 18.00
Reykjavík 2 rigning
Bolungarvík -1 alskýjað
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 2 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur -1 heiðskírt
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 6 þoka
Brussel 9 þoka
Dublin 11 skýjað
Glasgow 4 þoka
London 11 alskýjað
París 10 súld
Amsterdam 7 þoka
Hamborg 6 skýjað
Berlín 6 skýjað
Vín 2 rigning
Moskva -2 þoka
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 7 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 7 heiðskírt
Aþena 6 alskýjað
Winnipeg -19 léttskýjað
Montreal -12 léttskýjað
New York 2 heiðskírt
Chicago 1 alskýjað
Orlando 23 þoka
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:23 15:31
ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54
SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:34
DJÚPIVOGUR 11:02 14:51