Morgunblaðið - 22.12.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þrátt fyrir góðæri hjá sveitarfélög-
unum sem skilar sér í verulegum
tekjuafgangi og lækkun skulda
nýta þau möguleika sína til skatt-
lagningar næstum því til fulls. Aðal-
undantekningin er fasteignaskatt-
ur á íbúðarhúsnæði. Hins vegar er
lítill eða enginn afsláttur gefinn af
fasteignasköttum af atvinnuhús-
næði.
Ef litið er til tólf fjölmennustu
sveitarfélaga landsins sést að flest
leggja á hámarksútsvar á næsta ári,
14,52%. Í þeim hópi er langfjöl-
mennasta sveitarfélagið, Reykja-
víkurborg, sem ætti einna helst að
geta látið íbúa sína njóta stærðar-
hagkvæmni. Kópavogur, Hafnar-
fjörður og Mosfellsbær eru með ör-
litlu lægra útsvar, 14,48%, en
munurinn er svo lítill að líta verður
á það sem táknræna aðgerð að
skilja sig frá hámarksútsvari. Hins
vegar eru Garðabær og Seltjarnar-
nes með umtalsvert lægra útsvar,
13,7%. Íbúa þeirra munar um það.
Eina breytingin á útsvarshlutfalli
á milli ára er í Reykjanesbæ. Þar er
um áramótin fellt niður einskonar
„viðlagaálag“ sem íbúarnir hafa
greitt síðustu árin vegna slæmrar
fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Út-
svarið lækkar við það úr 15,05%
niður í hámarksútsvar, 14,52%.
Afsláttur af fasteignasköttum
Sveitarfélögum er heimilt að
leggja allt að 0,5% fasteignaskatt á
fasteignamat íbúðarhúsnæðis og að
auki 25% álag. Heimildin er því
0,625%. Sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu leggja á næsta ári 0,175
til 0,28% skatt á íbúðarhúsnæði,
eins og sést í meðfylgjandi töflu, en
hærri skattur er í stórum sveitar-
félögum utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu nýta því þessa
skattlagningarheimild ekki til
hálfs.
Vegna þess að fasteignaskattur-
inn er lagður á fasteignamat eigna
hafa sveitarfélögin fengið miklar
viðbótartekjur á síðustu árum enda
hefur matið hækkað langt umfram
almennt verðlag. Matið hækkar
óvenjumikið nú um áramótin, eða
um 15,5% að meðaltali á íbúðarhús-
næði á landinu öllu. Það hefur orðið
til þess að almennt hafa sveitar-
stjórnir í stórum sveitarfélögum, þó
ekki öllum, lækkað álagningarhlut-
fallið til að koma til móts við íbúana.
Sum sveitarfélögin hafa ákveðið að
lækka hlutfallið það mikið að þau
fái aðeins eðlilega verðlagshækkun
á fasteignaskattinn en önnur lækka
aðeins að hluta. Það fyrrnefnda á til
dæmis við um Seltjarnarnes en það
síðarnefnda á við um Reykjavíkur-
borg. Þrátt fyrir 10% lækkun
álagningarhlutfallsins heldur borg-
in eftir um helmingi þeirra skatta-
hækkunar sem leiðir af hækkun
fasteignamats nú um áramótin.
Njóta ekki sömu sanngirni
Sveitarstjórnirnar sjá hinsvegar
almennt ekki ástæðu til að sýna eig-
endum atvinnuhúsnæðis sömu
sanngirni og íbúðaeigendum. Bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar lækkar
verulega álagningarhlutfall fast-
eignaskatts á atvinnuhúsnæði og
einnig er hlutfallið lækkað í Kópa-
vogi og á Akranesi. Í níu af tólf
stærstu sveitarfélögunum er hlut-
fallið hinsvegar ekki lækkað þrátt
fyrir að fasteignamat af atvinnu-
húsnæði hafi hækkað um rúm 9%.
Samtök atvinnurekenda hafa
haldið uppi gagnrýni á sveitar-
félögin fyrir að sýna atvinnufyrir-
tækjum ekki sömu sanngirni og
íbúum og undirbýr að láta reyna á
tiltekin atriði skattlagningarinnar
fyrir dómstólum.
Miklar tekjur í sjóði
Heildarmat fasteigna í landinu
er yfir 7 þúsund milljarðar króna
og því er hækkun fasteignamats
umfram verðlag fljót að skila háum
fjárhæðum í sveitarsjóðum ef
álagningarhlutfallið er ekki lækkað
til samræmis. Nefna má að tekju-
auki Reykjavíkurborgar vegna
hækkunar mats á íbúðarhúsnæði
síðustu tvö árin nemur rúmum
milljarði og rúmir tveir milljarðar
koma til viðbótar með hækkun á
fasteignamati atvinnuhúsnæðis.
Borgin skilar aðeins rúmlega 300
milljónum af fasteignaskattinum til
baka til íbúanna með lækkun álagn-
ingarhlutfalls á íbúðarhúsnæði á
næsta ári en engu til fyrirtækj-
anna.
Nýta skattlagningarheimildir
Sumar sveitarstjórnir skila tekjuauka vegna hækkunar fasteignamats til íbúa Önnur taka
hækkunina í sveitarsjóð Eigendur atvinnuhúsnæðis greiða víðast hvar hámarksfasteignaskatt
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Borgin og fleiri sveitarfélög nýta hækkun fasteignamats til tekjuöflunar. Sum sveitarfélög skila meginhluta hækkunarinnar aftur til íbúa.
Útsvar og fasteignaskattar tólf sveitarfélaga
Fasteignagj. íbúðarhúsnæði Fasteignagj. atvinnuhúsnæði
Útsvar % 2018 % Lækkun ’17-’18 2018 % Lækkun ’17-’18
Reykjavík 14,52% 0,180% 0,020 prst. 1,650% nei
Kópavogur 14,48% 0,230% 0,025 prst. 1,600% 0,02 prst.
Hafnarfjörður 14,48% 0,280% 0,030 prst. 1,570% 0,08 prst.
Garðabær 13,70% 0,200% 0,030 prst. 1,650% nei
Mosfellsbær 14,48% 0,225% 0,028 prst. 1,650% nei
Seltjarnarnes 13,70% 0,1 75% 0,025 prst. 1,188% nei
Akureyri 14,52% 0,350% 0,030 prst. 1,650% nei
Reykjanesbær 14,52% 0,480% 0,020 prst. 1,650% nei
Árborg 14,52% 0,325% 0,025 prst. 1,650% nei
Akranes 14,52% 0,310% 0,051 prst. 1,620% 0,03 prst.
Fjarðabyggð 14,52% 0,500% nei 1,650% nei
Vestmannaeyjar 14,46% 0,350% nei 1,650% nei
Árið 2018
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Við óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og farsældar
á komandi ári
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
UPP
SEL
T!
OPIÐ Í DAG
FRÁ KL. 8:30 -18:00
LOKAÐ Á MORGUN, ÞORLÁKSMESSU
Komdu við hjá okkur í dag og skoðaðu úrvalið af gjafavöru.
ZWILLING POTTASETT
Gæðastálpottar sem
henta á allar gerðir eldavéala.
Verð:
34.348 kr. M.VSK
SOUS VIDE
ÞRENNUTILBOÐ
YAXELL
Vandaðir japanskir
hnífar fyrir kröfuharða.
Verð frá:
8.023 kr. M.VSK
VG fengi tvö fagráðuneyti
Í grein Björgvins Guðmundssonar, „Dýrkeypur hégómi“, sem birtist í Morg-
unblaðinu 20. desember sl., vantaði eitt orð í setningu. Rétt er hún svona:
„Til að fá þessum metnaði fullnægt verður VG að fórna mörgum stefnu-
málum og ráðuneytum; Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðuneyti, valda-
mesta ráðuneytið, fjármálaráðuneytið. VG fengi tvö fagráðuneyti og forsæt-
isráðuneytið sem er valdalaust.“
Þá segir einnig í greininni að samþykkt hafi verið á flokksþingi 2016 að VG
vildi fá forsætisráðherra en það átti að vera 2017.
LEIÐRÉTT