Morgunblaðið - 22.12.2017, Síða 13
nemendur á efsta stigi til að sleppa
gjöfum og safna fyrir vatnsdælu í
gegnum UNICEF, sem kostar rúm-
lega 50.000 krónur. Kennurum í skól-
anum var einnig boðið að taka þátt í
söfnuninni. Á síðasta skóladegi fyrir
jól var ljóst að markmiðið hafði
náðst, alls 60.858 krónur söfnuðust
og voru stúlkurnar að vonum himin-
lifandi. Afgangurinn fer í smærri
kærleiksgjafir og öllu á að ráðstafa
fyrir jól.
En af hverju vatnsdælu, var
stefnt á dýrustu kærleiksgjöfina?
„Nei, heldur vegna þess að það eru
svo margir sem njóta góðs af vatn-
dælu, kannski alveg heilt þorp,“ svör-
uðu þær.
Steinunn Jakobsdóttir, kynn-
ingarstjóri og upplýsingafulltrúi
UNICEF á Íslandi, segir að í hverj-
um mánuði komi börn sem hafa stað-
ið fyrir tombólu á sínum eigin vegum
og bekkir í grunnskólum sem vilja
safna fyrir börn sem þurfa á hjálp
þeirra að halda. Þá hafi góðgerðar-
félög menntaskólanna einnig verið
virk í baráttunni fyrir réttindum
barna og tónlistarfólk og skemmti-
kraftar, m.a. í tengslum við „Dag
rauða nefsins“.
„Nú eins og síðustu jól eru
„Sannar gjafir“ UNICEF vinsælar í
jólapakka landsmanna en einnig er
algengt að fólk óski eftir sönnum
gjöfum í tilefni stórafmælis, brúð-
kaups eða fermingar.“ Steinunn seg-
ir Íslendinga mjög duglega að styðja
neyðarsafnanir samtakanna en nú er
í gangi neyðarsöfnun fyrir börn
Róhingja, sem hafa flúið mikið of-
beldi í heimalandi sínu Mjanmar yfir
til Bangladess.
Framlög í Velferðarsjóð Suður-
nesja fara í að styrkja efnaminni fjöl-
skyldur á Suðurnesjum. Honum var
komið á laggirnar í kjölfar efnahags-
hrunsins árið 2008 og er starfræktur
undir stjórn starfsfólks í Keflavíkur-
kirkju. Þórunn Íris Þórisdóttir
rekstrarstjóri segir ekki algengt að
bekkir komi til að gefa í sjóðinn, þó
það komi vissulega fyrir. „Börn og
unglingar á Suðurnesjum finna
gjarnan einhvern í sínu nærumhverfi
og styðja þannig við fólk í erfið-
leikum,“ segir Þórunn. Slík var
reyndin í tveimur skólum í Reykja-
nesbæ þar sem nemendur styrktu
samnemendur sem glíma við erfið
veikindi. Það er fallegur stuðningur.
Hún er lífseig sagan
um þjófnað á gjöfum
Enn eru að berast blaðamanni
til eyrna sögusagnir um að óvíst sé að
þessar gjafir skili sér, peningagjöfum
sé gjarnan stolið af þeim sem komast
í þær og því séu safnanir sem þessar
til einskis. Sú sögusögn ætlar að
verða ansi lífseig og tóku Sunna og
Steinunn báðar undir það. Sögðu
hana þó vera á undanhaldi og engan
fót fyrir. „Það er best að sjá hvernig
gjafirnar skila sér í þeim gífurlega
árangri sem UNICEF og samstarfs-
aðilar hafa náð í að bæta stöðu barna
í heiminum. Við sjáum á hverjum ein-
asta degi hvernig starf okkar snertir
líf barna. Barnadauði hefur minnkað,
nánast búið að útrýma mænusótt í
heiminum og aldrei hafa fleiri börn
gengið í skóla. Tengslin milli gjafa og
árangurs eru því raunveruleg og
áþreifanleg hjá UNICEF,“ segir
Steinunn.
„Við hvetjum fólk til að kynna
sér málin, því ef það er gert sést vel
að peningarnir sem safnast hér á
landi nýtast til góðra verkefna.
Framlög SOS barnaþorpanna eru
flest eyrnamerkt, þ.e. sá sem gefur
sem styrktarforeldri er að styrkja
ákveðið barn, barnaþorpsvinur
styrkir ákveðið þorp og svo fram-
vegis. Við höfum lagt okkur fram við
að gera starf okkar gegnsætt svo ein-
mitt sé hægt að svara slíkum fullyrð-
ingum á góðan máta,“ segir Sunna.
Þakkarskeyti Frá
UN Women sem
barst í landssöfnun
samtakanna í vetur
fyrir konur í Zaat-
ari flóttamanna-
búðunum.
ljósmynd/UNICEF
Þakklæti UNICEF á Íslandi
vakti í byrjun árs athygli á
því hversu þakklát samtökin
voru fyrir allan stuðninginn
í desember 2016.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017
Velferðarsjóður Suðurnesja er
í umsjón starfsfólks Keflavíkur-
kirkju. Úr sjóðnum njóta efna-
minni íbúar á Suðurnesjum góðs
af og fara úthlutanir fram á að-
ventu.
Meðal Sannra gjafa UNICEF á
Íslandi má nefna vatnshreinsi-
töflur, bólusetningargjöf, hlý
teppi fyrir börn, jólapakka með
næringu fyrir vannærð börn og
vatnsdælu. Hjá UNICEF er hægt
að gerast heimsforeldri.
Un Women hefur lagt mikla
áherslu á mömmupakkann
„Elsku mamma“ núna fyrir jólin.
Hann er fyrir nýbakaðar mæður í
flóttamannabúðum í Jórdaníu.
Hægt er að styrkja samtökin
með frjálsum framlögum.
SOS barnaþorpin fjármagna
starfsemi sína m.a. með jóla-
kortasölu fyrir hver jól. Hægt er
að gerast styrktarforeldri,
barnaþorps- eða fjölskylduvinur,
ásamt því að gefa frjáls framlög.
Góðar gjafir
mörgum til nota
HJÁLPARSTARF
Í félagsskap jólasveina Stúlkurnar í 10 bekk í Njarðvíkurskóla sem áttu frumkvæði að söfnun fyrir vatnsdælu meðal nemenda á efsta stigi skólans.
F.v. Valbjörg, Þórunn, jólasveinn, Inga Jódís, annar jólasveinn, Katrín Dögg, Salvör Björk og Elva Rún. Þær geta verið sáttar við framtakið.
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Jólarauður
jakki
Kr. 8.900
Str. S-XXL
Peysuúrval,
blússuúrval,
skinnkragar,
hanskar o.m.fl.
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Opið
laugardag
10-20
Vísindamenn hjá bandarísku geim-
ferðastofnuninni NASA vilja senda
geimfar til Proxima Centauri, næstu
nágrannastjörnu Jarðarinnar, innan
næstu fimmtíu ára. Þeir kynntu rit-
gerð þess efnis í haust og ræddu það
sem hugsanlegt framtíðarverkefni,
en til þess þyrfti geimfar sem getur
ferðast á einum tíunda af ljóshraða.
Stofnunin vinnur að því að þróa slíkt
geimfar fyrir árið 2069.
Rauður dvergur í Mannfáknum
Stjarnan Proxima Centauri er rauð-
ur dvergur í um fjögurra ljósára fjar-
lægð frá Jörðinni, í stjörnumerkinu
Mannfáknum (e. Centaurus). Hún
sést ekki með berum augum, jafnvel
þó hún sé næsta stjarna við Sólina.
Proxima Centauri er lítil og dauf sam-
anborið við aðrar stjörnur og er að-
eins 8% af massa Sólar.
Proxima Centauri er minnsta
stjarnan í kerfi þriggja stjarna. Hinar
stjörnurnar tvær í sama stjörnu-
merki, Alfa Centauri A og B, eru mun
bjartari.
Verkefni geimfarsins yrði skipt í
sex stig og það fyrsta yrði að komast
út fyrir sólkerfið okkar, en það hefur
geimfarinu Voyager 1 nú þegar tekist.
Hin fimm stigin væru að ferðast til
Proxima Centauri í heilu lagi, lækka
hraðann þegar farið nálgast áfanga-
stað, aðlaga braut sína frekari nálgun
áfangastaðarins og safna gögnum og
miðla upplýsingum til jarðar. Öll stig-
in nema það fyrsta þarfnist tækni-
framfara sem enn hafa ekki orðið.
Er líf að finna á Proxima b?
Í stjörnumerkinu Mannfáknum er
einnig plánetan Proxima b, sem er á
stærð við jörðina og uppgötvaðist í
fyrra. Þar gætu verið skilyrði fyrir líf,
þrátt fyrir nálægð hennar við stjörn-
una Proxima Centauri sem hún hverf-
ist um. Geimfar sem ferðast nálægt
plánetunni ætti að geta kannað hvort
hún sé lífvænleg. Árið 2069 er hundr-
að ára afmæli ódauðlegra ummæla
Neil Armstrong: „Þetta er stutt skref
fyrir mann, en stórt stökk fyrir mann-
kynið“ sem hann sagði þegar hann
steig fyrstur manna á Tunglið árið
1969. ernayr@mbl.is
Vísindamenn vilja kanna hvort lífvænlegt sé á Proxima b
Mynd/NASA
Bleikt sólsetur Svona gæti það litið
út séð frá plánetunni Proxima b.
Vilja senda könnunargeimfar til
næsta sólkerfis fyrir árið 2069