Morgunblaðið - 22.12.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Útlendingastofnun skoðar nú hvort
rétt sé að taka upp mælingu á þroska
úlnliðsbeina, auk tannrannsóknar, við
aldursgreiningu umsækjenda um al-
þjóðlega vernd (hælisleitenda) sem
telja sig vera yngri en 18 ára. Aldurs-
greining er gerð þegar vafi leikur á
um aldur umsækjandans. Rauði
krossinn hefur gagnrýnt að Útlend-
ingastofnun reiði sig um of á tann-
rannsóknir við aldursgreiningar.
Mikil umræða hefur einnig verið í ná-
grannalöndum um aðferðir við ald-
ursgreiningar ungra umsækjenda
um alþjóðlega vernd.
Úlnliðsbein einnig skoðuð
Vera Dögg Guðmundsdóttir, sviðs-
stjóri á verndarsviði Útlendinga-
stofnunar, sagði að sérfræðingar sem
annast hafa tannrannsóknir vegna
aldursgreininga umsækjenda um al-
þjóðlega vernd hefðu nýlega lagt til
við Útlendingastofnun að það yrði
skoðað að hefja töku röntgenmynda
af úlnliðsbeinum. Myndirnar yrðu
svo metnar með tilliti til aldurs við-
komandi til viðbótar við tannrann-
sókn. „Þetta er nú til skoðunar hjá
okkur í samráði við sérfræðinga á
þessu sviði sem starfa hér á Íslandi,“
sagði Vera.
Hún sagði að Útlendingastofnun
tæki alla gagnrýni alvarlega. „Við
höfum svarað gagnrýni, eins og frá
Rauða krossinum, á þá leið að við vilj-
um fara eftir því sem sérfræðingar
okkar segja. Hingað til hafa þeir met-
ið tanngreiningar sem fullnægjandi
og nákvæmustu aðferðina við aldurs-
greiningu. Nú þegar okkur hefur ver-
ið bent á hvort ástæða sé til að bæta
við úlnliðsgreiningu þá skoðum við
hverju það bæti við. Eins hvaða áhrif
þetta getur haft á einstaklingana sem
á að meta,“ sagði Vera. Hún sagði að
yrði framkvæmd aldursgreininga
breytt yrði Rauði krossinn, sem gæt-
ir hagsmuna umsækjenda, látinn
vita. Vera á von á að Útlendingastofn-
un taki fljótlega ákvörðun um málið.
„Ef einhver vafi leikur á aldri ein-
staklings sem segist vera undir 18
ára og sækir um alþjóðlega vernd þá
ber okkur að láta framkvæma aldurs-
greiningu,“ sagði Vera. Hún sagði að
hvorki gildandi lög né reglugerð
kveði á um hvernig aldursgreining
skuli framkvæmd. Einungis að gæta
skuli að mannlegri reisn og beita
bestu aðferð við aldursgreininguna.
Tanngreining mest notuð
Vera sagði að Útlendingastofnun
hefði leitað til tveggja réttartann-
lækna við tannlæknadeild Háskóla Ís-
lands um aldursgreiningar. Tann-
greiningarnar hafa nánast verið einu
líkamlegu rannsóknirnar sem beitt er
við aldursgreiningar hér á landi.
Teknar eru röntgenmyndir og þær
metnar af sérfræðingunum sem eru
óháðir Útlendingastofnun. Stofnunin
fær svo skýrslu með niðurstöðu um
hvort uppgefinn aldur umsækjandans
stenst eða ekki, að mati sérfræðing-
anna. Ef uppgefinn aldur stenst ekki
þá tilgreina sérfræðingarnir hvort
þeir telja að viðkomandi sé yngri eða
eldri en 18 ára.
„Í þessum rannsóknum eru alltaf
skekkjumörk. Þær geta ekki gefið
niðurstöðu um aldur upp á dag. Allur
vafi er metinn umsækjandanum í hag
og hann áætlaður eins ungur og hægt
er miðað við niðurstöður rannsókn-
arinnar,“ sagði Vera. „Við byggjum
okkar niðurstöðu varðandi þennan
líkamlega hluta algjörlega á grein-
ingu þessara sérfræðinga.“
Komi síðar í ljós að einstaklingur
geti fært rök fyrir öðrum aldri en
greiningin bendir til, eða geti gefið
nákvæmari skýringar á aldri sínum,
þá er það alltaf skoðað hjá Útlend-
ingastofnun.
Hér leita ekki jafn stórir hópar
fylgdarlausra ungmenna hælis og í
sumum nágrannalöndum okkar. Þar
búa jafnvel margir ungir hælisleit-
endur á sama heimili. Menntað
starfsfólk þar getur borið einstak-
lingana saman og metið hverjir virð-
ast vera eldri eða yngri en aðrir í
hópnum. Þessi kostur hefur ekki ver-
ið í boði hér. Vera sagði að þess
vegna yrði að styðjast hér við það
sem kemur út úr aldursgreiningum.
Börn í hópi umsækjenda um al-
þjóðlega vernd njóta sérstakra rétt-
inda og þjónustu. Þeim sem metnir
eru yngri en 18 ára er boðið í viðtal í
Barnahúsi. Þar ræða sérfræðingar,
þjálfaðir í að tala við börn, við um-
sækjendurna og fara yfir sögu
þeirra. Stundum fást ítarlegri upp-
lýsingar í þeim viðtölum.
Þrenns konar aðferðir
Vera sagði að almennt væri stuðst
við þrenns konar aðferðir við aldurs-
greiningu. Í fyrsta lagi tannrann-
sóknir, í öðru lagi þroska einstakra
beina og í þriðja lagi kynþroska. „Við
treystum mikið á réttartannlæknana.
Þeir segja að tennurnar gefi ná-
kvæmustu upplýsingarnar. Uppruni,
uppeldisskilyrði og lífskjör hafa lítil
áhrif á tannþroska og hraða hans
fram að tvítugu,“ sagði Vera. Hún
sagði að næringarskortur hefði lítil
áhrif á tannþroska.
„Við viljum að þessar rannsóknir
feli í sér eins lítið inngrip fyrir ein-
staklinginn og hægt er. Þess vegna
hefur ekki komið til skoðunar hér að
miða aldursgreiningu við kynþroska.
Henni fylgir allt of mikið inngrip í líf
einstaklingsins að okkar mati,“ sagði
Vera.
Ítarlegri aldursgreining
umsækjenda skoðuð
Útlendingastofnun athugar að mæla þroska úlnliðsbeina
Morgunblaðið/Jim Smart
Tennur Teknar eru röntgenmyndir af tönnum ungra umsækjenda um al-
þjóðlega vernd og aldur þeirra síðan metinn út frá myndunum.
Ágreiningur er um aldursgreiningar með tannrannsókn
sem m.a. eru gerðar á hælisleitendum þegar vafi leikur á
aldri þeirra. Börn yngri en 18 ára njóta meiri þjónustu og
stuðnings en fullorðnir. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru
18 umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi, fylgd-
arlaus ungmenni, aldursgreindir með tannrannsókn og
reyndust 14 vera eldri en 18 ára samkvæmt aldursgrein-
ingunni.
Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða
krossi Íslands, skrifaði greinargerð um aldursgreiningar
og þá sérstaklega tanngreiningar. Hún benti þar m.a. á að
samkvæmt ákvæðum nýrrar reglugerðar um útlendinga
skuli „fara fram heildstætt mat á aðstæðum einstaklings
og frásagnar hans af ævi sinni“. Auk þess megi beita lík-
amsrannsókn til greiningar á aldri.
Hún vitnar í margar skýrslur og samþykktir erlendra
stofnana og samtaka sem láta sig málefni flóttafólks og
hælisleitenda varða. Þar á meðal SCEP, Barnahjálp Sþ,
Lækna heimsins, Flóttamannastofnun Sþ og Evrópuráðið.
Þar er m.a. bent á að sú aðferð að nota endajaxla til að
reikna út aldur sé töluvert ónákvæm. Ekki skuli nota rann-
sókn á endajöxlum eina og sér til aldursgreininga. Engin
þeirra líkamsrannsókna sem notaðar eru í dag gefi áreið-
anlegt mat á aldri viðkomandi. Skoða þurfi fleiri þætti við
aldursgreiningu og taka þurfi tillit til skekkjumarka grein-
ingaraðferða. Umsækjendur skuli alltaf njóta vafans.
Guðríður telur að rannsókn Útlendingastofnunar vegna
aldursgreininga sé verulega ábótavant. Þeir sérfræðingar
sem annist tanngreininguna hafi ekki sérfræðiþekkingu á
þroska barna, hvorki líkamlegum né andlegum. Hvorki
barnalæknir né barnasálfræðingur ræði við umsækjendur
en í nýlegri skýrslu Evrópuráðsins, sem hún vísar, í komi
fram að sérfræðingar með sérþekkingu á þroska barna
skuli gegna lykilhlutverki við aldursgreiningar. „Á meðan
Útlendingastofnun hefur ekki þróað í samvinnu við fagfólk
heildstætt mat á aldri verða íþyngjandi ákvarðanir ekki
byggðar á tanngreiningu einni saman,“ skrifar Guðríður.
Þessi mál voru mikið rædd í Bretlandi í fyrrahaust. Þá
sagði Tim Cole, prófessor í læknisfræðilegri tölfræði, í
samtali við BBC að tannpróf væru „mjög ónákvæm“ leið
til aldursgreininga á ungu fólki. Væru börn í kringum 18
ára aldur prófuð með þessari aðferð, eða þremur árum
yngri til þremur árum eldri, gæti aldursákvörðun eins
þriðja hluta hópsins verið röng. Þá tók Konunglegi barna-
læknaskólinn undir að skekkjumörk læknisfræðilegra ald-
ursprófa á ungmennum gætu verið talsverð.
Í Svíþjóð hefur aldur ungmenna verið greindur með
tannrannsókn og einnig beinrannsókn á hnjálið. Rann-
sóknir á hnjáliðum hafa m.a. verið gagnrýndar fyrir óná-
kvæmni. Útlendingastofnun Svía hefur nú frestað að gefa
út niðurstöður aldursgreininga á um 200 stúlkum úr hópi
hælisleitenda á meðan aðferðin við rannsóknir á hnjálið-
um verður skoðuð betur. Ákvörðun í málum stúlknanna
bíður líklega fram í lok janúar 2018.
Ágreiningur er um aðferðir við aldursgreiningar
FYLGDARLAUS UNGMENNI SEM SÆKJA UM ALÞJÓÐLEGA VERND
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Ekkert hefur þokast áfram í viðræð-
um Félags íslenskra náttúrufræð-
inga (FÍN) og samninganefndar rík-
isins (SNR) þrátt fyrir að kröfur
FÍN hafi verið ljósar frá í lok ágúst
þegar þær voru lagðar fyrir SNR, að
sögn Maríönnu H. Helgadóttur, for-
manns FÍN. Árangurslaus sátta-
fundur var haldinn hjá ríkissátta-
semjara sl. þriðjudag.
„Við vísuðum okkar deilu til rík-
issáttasemjara og fyrsti fundur und-
ir stjórn ríkissáttasemjara var hald-
inn 24. október sl. Fundir hafa verið
haldnir á tveggja vikna fresti og
staðan tekin eins og lögboðið er, en
það hefur ekkert þokast hjá okkur í
samkomulagsátt,“ segir hún.
Náttúrufræðingar vilja að mennt-
un sé metin til launa og að lægsta
tala í launatöflu þeirra sé 400 þúsund
kr. þannig að enginn félagsmaður
sem kominn er með BS eða BA próf
geti haft lægri grunnlaunasetningu
en 400 þúsund kr. í dagvinnulaun á
mánuði, að sögn hennar.
„Þetta er forgangskrafa okkar í
þessari kjaradeilu að lægstu laun í
launatöflu séu leiðrétt og ofan á það
komi þær hækkanir sem almennt er
um samið á markaði. Við viljum að
vinnuvikan sé stytt án skerðingar í
launum, að persónuuppbætur séu
hækkaðar, að fyrstu skrefin við end-
urskoðun á veikindarétti verði tekin
þ.e. að útvíkka veikindarétt til ná-
kominna og að sömu tryggingabæt-
ur gildi utan og innan starfs,“ segir
Maríanna.
Komi úthvíldir að borðinu
Næsti fundur FÍN og SNR verður
á nýju ári, 3. janúar. Maríanna segist
vona að viðsemjendur muni koma að
borðinu úthvíldir og þá verði settur
sá kraftur í viðræðurnar sem þarf til
að ná samningi.
„Aðilar þurfa að viðhafa fagleg
vinnubrögð til að ná saman, taka
fyrstu skrefin í að leiðrétta skekkjur
milli markaða og hvernig við munum
standa að frekari leiðréttingum á
næstu árum til að ná því markmiði að
það séu sambærileg laun fyrir sam-
bærileg og jafnverðmæt störf innan
stofnana ríkisins.“
Ekkert þokast
enn í kjaradeilu
FÍN og ríkisins
Krefjast að lægsta tala í launatöflu verði
400 þúsund krónur og ofan á komi hækk-
anir sem almennt er um samið á markaði
Morgunblaðið/Golli
Karphúsið Allt stefnir í tíða fundi
hjá ríkissáttasemjara á nýju ári.