Morgunblaðið - 22.12.2017, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.12.2017, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ A llir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda einhvern tímann á lífsleið- inni. Slysavarnir og forvarnir, læknisþjónusta og endurhæfing eru allt órjúfanlegir þættir í góðri heilbrigðisþjónustu. Ákominn heilaskaði er heilaskaði sem er ekki meðfæddur. Slíkur heilaskaði orsakast því til dæmis af ytri áverka, eða er tilkominn vegna heilablóðfalls eða heilabólgu. Árlega hljóta um 1000-1500 manns heilaskaða á ári, en þar af þurfa 200-300 manns á frekari ráð- gjöf og endurhæfingu að halda, eftir að bráða- meðferð á spítala lýkur. Hugarfar, félag fólks með ákominn heila- skaða, aðstandenda og áhugafólks um mál- efnið, og fagráð um heilaskaða, hefur nýlega vakið athygli á því að úrræði og viðeigandi heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með ákominn heilaskaða skorti. Þá skorti sérstaklega úrræði fyrir þann hóp sem verður fyrir vægum eða miðlungsalvarlegum heilaskaða. Ein ástæða þess að einstaklingar með heilaskaða fá ekki viðeigandi stuðning er sú að greining reynist oft og tíð- um erfið og einstaklingar með heilaskaða eru oft rang- lega greindir. Frumendurhæfingu fólks sem hlotið hefur ákominn heilaskaða er sinnt á Grensásdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss og fólki með langvinn ein- kenni eftir ákominn heilaskaða er sinnt á Reykjalundi. Grensásdeild og Reykjalundur hafa samanlagt bolmagn til þess að sinna um 20 einstaklingum á ári. Þeir sem verða fyrir vægum eða miðlungsalvarlegum heilaskaða fá almennt ekki þjónustu á Grensásdeild og Hugarfar og fagráð um heilaskaða hafa lýst því að skortur sé á öðrum úrræðum fyrir þennan hóp, og að alltof lítill hluti þeirra sem greinast með heilaskaða fái þá þjónustu sem þeir þurfi á að halda. Ljóst er að gera þarf gangskör að því að bæta málefni fólks með ákominn heilaskaða. Þörfin fyrir bætta heilbrigðisþjónustu í mála- flokknum er brýn, og fyrsta skref í því að bæta þjónustuna er að greina stöðu þjónustu við fólk sem hlotið hefur ákominn heilaskaða. Því hef ég tekið ákvörðun um að setja á fót starfshóp til að greina stöðu þjónustunnar og setja fram tillögur að úrbótum eftir því sem þörf krefur. Stofnun starfshópsins er því fyrsta skrefið í þeirri vegferð að bæta lífsgæði fólks með ákominn heilaskaða, og sjá til þess að því standi til boða heilbrigðisþjónusta sem er í samræmi við þarfir þess. Svandís Svavarsdóttir Pistill Bætum heilbrigðisþjónustu við fólk með ákominn heilaskaða Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil vinna hefur veriðlögð í að markaðssetjaÍsland sem áfangastaðfyrir ferðamenn um jól- in. Ísland hefur lengi verið vinsæll staður til verja áramótunum, kannski af augljósum ástæðum með tilliti til skot- og skemmtanagleði okkar, en jólin hafa ekki slegið eins vel í gegn. Þar til nú. „Við erum búin að vera að byggja upp jólin í langan tíma. Þau hafa ekki náð því að verða eins vin- sæl og áramótin en þau hafa hresst verulega,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels sem rekur tvö hót- el í Reykjavík og sex á landsbyggð- inni. „Við erum mjög vel bókuð nú um jólin. Aðsóknin er svipuð og í fyrra. Ég er eiginlega að vonast til þess að við séum búin að ná þessari eftirspurn upp og það sé stígandi í þessu. Að jólin séu orðin góð sölu- vara,“ segir hún. Af hverju sækja fleiri ferða- menn hingað um jólin en áður? „Almennt er fólk farið að ferðast meira um jólin. Hingað koma margir Bandaríkjamenn. Og ungt fólk, það notar jólin til að ferðast. Við erum heppin að vera vinsæll áfangastaður hjá ungu fólki. Ísland er líka öruggur staður. Hér eru oft hvít jól. Þetta vinnur allt með okkur. Ísland er í raun tilvalinn jólaáfanga- staður.“ Fjórðu góðu jólin í röð Þjónustan hefur líka batnað … „Já, nú er allt opið. Sem betur fer. Auðvitað passa hótelin að vera með fulla þjónustu um hátíðarnar og sem betur fer er líka hægt að fara út að borða. Í gamla daga var lítið við að vera fyrir ferðamenn á þessum árstíma. Það var eins og við hefðum ekki átt von á þeim.“ Magnea segir að mikil vinna hafi farið í að kynna Ísland sem álit- legan viðkomustað á þessum árs- tíma. „Við vorum lengi að því en þetta eru nú fjórðu jólin þar sem þetta er bærilegt. Það skiptir svo miklu máli að þetta sé ekki bara vinsælt í eitt ár. Vonandi er þetta orðið ágætis sölu- tími.“ Þétt bókað um jól og áramót Kristófer Oliversson, forstjóri CenterHotels, segir að gott hljóð sé í sínu fólki og álíka mikið sé bókað nú fyrir jólin og í fyrra. „Það er mjög þétt bókað um jól- in og áramótin eru vel bókuð líka. Undanfarin ár hafa þessir norður- ljósamánuðir orðið sífellt betri, jafn- ari og þéttari,“ segir Kristófer en CenterHotels reka sex hótel mið- svæðis í Reykjavík. Ásmundur Sævarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslandshótela, segir að aðsóknin sé sambærileg við það sem var í fyrra. „Við erum mjög ánægð með traffíkina. Áramótin eru mjög sterk en jólin eru líka góð. Það er til að mynda mjög vel bókað á þriggja stjörnu hótelin okkar hér í Reykja- vík,“ segir hann. Íslandshótel reka sem kunnugt er tvö stór hótel í Reykjavík auk Fosshótelanna. Ásmundur tekur undir með kollegum sínum um að já- kvætt sé að sífellt fleiri veit- ingastaðir hafi opið yfir há- tíðarnar. „Það er gott að er- lendu gestirnir hafi val,“ segir hann en veitingastaðir hót- elanna taka líka margir hverjir á sig hátíðarmynd. Jólatörnin verður vonandi varanleg Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Sífellt fleiri koma hingað til lands yfir jólin. Fólk í hótel- bransanum vonar að sú viðbót sé komin til að vera. Þótt sífellt fleiri ferðamenn sæki hingað um jólin fara þeir ekki víða. Enn sem komið er nær jólatraffíkin bara til höfuð- borgarsvæðisins, að sögn Magneu Hjálmarsdóttur hjá Ice- landair Hotels.. „Þetta nær því miður ekki út á land. Við eigum þá eitthvað eftir og ætli það verði ekki næsta verkefni. Að byggja upp spennandi áfangastaði þar um jól og áramót,“ segir hún. Undir þetta tekur Ásmundur Sævarsson hjá Íslandshót- elum. Hann segir að sum hótel þeirra úti á landi verði lokuð yfir jólin. Annað gildir um aðsóknina um ára- mótin því þar eru margir áhuga- samir um að vera í kyrrð og ró úti á landi. Enn bara í Reykjavík FERÐAMENNSKA UM JÓLIN Magnea Þórey Hjálmarsdóttir Einhverjirbundu von-ir við að sú lausung og vitleysa sem einkennt hefur flestallt sem frá þinginu berst síð- ustu árin tæki senn að lagast. Ekkert voðalega mikið, en þó eitthvað pínulítið. Sá tiltölulega nýi háttur hjá þinginu að leiðrétta vilja kjós- enda eftir kosningar orkar tví- mælis og hefur hvorki bætt starfsandann innanhúss né álit- ið utanhúss. Upphlaup nýs for- manns eftirlits- og stjórnskip- unarnefndar eftir nýlegan dóm Hæstaréttar bendir ekki til að það muni lagast. Bandaríkjaþing, til að mynda, er að vísu ekki nema rúmlega 200 ára en þar á bæ dytti engum í hug að fela flokknum sem tapaði að leiða þingnefnd. Það er minna en ekkert lýðræðislegt við það. Þvert á móti. Það er verið að gefa niðurstöðu almennings langt nef. Þeir sem undir eru hverju sinni fá að sjálfsögðu styrk í nefndunum í samræmi við þing- styrk, en þessi „popúlismi“, að leiðrétta úrslitin eins og gert hefur verið hér á landi upp á síð- kastið, gerir minna gagn en ekkert. Nýlegur dómur Hæsta- réttar minnir á val 15 dómara í Landsrétt. Tveir af 33 sem töld- ust hæfir til að skipa réttinn, að mati sérstakrar nefndar, vildu ekki una því að ráðherra legði í þeirra tilviki annað til en nefnd- in. Nefndin hafði notað kúnst- ugar reiknireglur, sem hún var sérlega stolt af rétt eins og þar færi eins konar lokakenning úr fórum Einsteins. Hafi nefndar- menn jafnað met þess óþekkta snillings sem fann upp hjólið hafa þeir gert sig óþarfa. Þá er réttast að afhenda ráðuneytinu regluna sem getur þá látið færa umsækjendur inn í reiknistokk- inn. Geri þeir það ekki verða þessir fagmenn að viðurkenna það sem allir vita að persónu- legt mat þeirra kemur mjög við sögu. (Ættu stjórnmálamenn í hlut væri þetta kallað geðþótti.) Það er svo sannarlega ekkert að því að fá velmeinandi menn, ríka að reynslu og kunnáttu, til að gefa umsækjendum einkunn, t.d. eftir úrlausnum þeirra og framgöngu. Hitt, að verðlauna menn sérstaklega fyrir að hafa tollað illa í starfi, og „þannig öðlast reynslu“ umfram þá reynslu sem þeir hafa fengið af þeim starfa sem þeir bjóðast til að sinna, orkar tvímælis. Ráðherrann, sem starfar í umboði Alþingis og þjóðar- innar, hefði miklu meira gagn af faglegri umsögn sem lyti ekki forrituðum róbót. Ef galdurinn felst í honum er sjálfsagt að hann sé til staðar í ráðuneytinu. Dómsmálaráðherrann tók sérstaklega ríkulegt tillit til álits dómnefndar- innar, þótt það væri þannig fengið eins og hér hefur verið lýst. Ráðherrann lét hóp sem ekkert lýðræðislegt umboð hafði og bar enga ábyrgð á einu eða neinu ráða í raun 11 af þessum 15 nýju dómendum. Alþingi gerði engan ágreining við ráð- herrann í opinberri atkvæða- greiðslu, þótt lög gæfu rétt til þess og á hann væri bent. Þing- heimur átti þess kost að kjósa um hverja tillögu en taldi það ástæðulaust. Það fór reyndar vel á því af hálfu þingsins að blása ekki til átaka þegar í fyrsta sinn var valið til hins nýja Landsréttar. Þetta mál hefði því átt að vera úr sögunni. En tveir umsækjenda af 33 kusu að stefna málinu fyrir dóm. Þeir virtust treysta á þá tilhneigingu sem talið er að dómendur hafi til að seilast til aukinna valda utan við sitt mikla og mikilvæga úrlausnarvald, sem enginn ann- ar valdhafi getur hnekkt, öfugt því sem gildir um önnur hástig valdsins með þjóðinni. Mál fyrr- nefndra tveggja lögfræðinga, sem vildu að einhverjir aðrir en þeir, úr þeim 18 manna hópi sem töldust hæfir, yrðu út und- an, fóru sem sagt með málið í dóm. Málið hefur gengið sam- tals fjórum sinnum fyrir tvö dómstig og fyrir liggur að lög- mennirnir töpuðu lunganum af málatilbúnaði sínum. Hefði sú framganga verið færð inn í hið flókna reikniverk um hæfni mætti ætla að þeir hefðu með réttu færst mun aftar á þá meri. Fréttamenn og formaður eft- irlitsnefndar Alþingis hafa ver- ið með vangaveltur um það að í dómi Hæstaréttar felist áfelli yfir dómsmálaráðherranum. Það er fráleitt hjal þeirra sem ráða ekki við sig í stjórnlausum pólitískum erindum. Hitt er á hinn bóginn rétt að nota má þetta tilefni til að fara yfir regluverkið í viðkomandi ráðuneyti. Þá kemur einkum tvennt til greina: Annaðhvort að auka lýðræðislega aðkomu að ákvörðunum af þessu tagi. Hún er orðin miklum mun minni hér en í flestum öðrum löndum. En eins er sá kostur fyrir hendi að gera fulltrúa almennings í ríkis- stjórn og á þingi ennþá áhrifa- lausari en þeir eru þegar orðnir. Það væri vissulega í góðu sam- ræmi við þróunina síðasta hálf- an annan áratug. Búrókratar, sem enga ábyrgð bera, halda nú um flesta spotta og eiga loka- orðið um sífellt fleiri mál. Ráð- herrar, svo ekki sé talað um þingið, sjá um látalætin ein. Þeirra er einungis að berja sér á brjóst og slá sér á lær. Þessi er örugglega meginástæðan fyrir því að álit landsmanna á kjörn- um fulltrúum hefur á sama tíma slegið niður í allra lægstu mæli- kvarða sem sjást. Stjórnmálamenn láta í kosningum eins og þeir hafi vald sem þeir hafa glutrað frá sér } Villigötur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.