Morgunblaðið - 22.12.2017, Page 20

Morgunblaðið - 22.12.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 Í sáttmála Fram- sóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis er fjallað um málefni raf- orkuframleiðslu í kafla um umhverfis- og auð- lindamál. Þjóðgarður á miðhálendinu Kveðið er á um að stofnaður verði þjóð- garður á miðhálendinu og skoðaðir möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum. Sérstaklega er tekið fram að ekki verði ráðist í línulagnir yfir hálendið. Þetta er eini staðurinn í sátt- málanum þar sem eru bein fyrirmæli um til- högun orkumannvirkja. Hálendi á Íslandi hefur verið skil- greint sem landsvæði sem er hærra en 500 metra yfir sjó. Hálendi er þess vegna víða á landinu. Í sáttmál- anum er líklega um innsláttarvillu að ræða og átt við miðhálendið eða jafn- vel afmarkaðan hluta þess á Sprengisandi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að leyfa ætti byggingu loftlínu yfir Sprengisand, en lögð hefur verið fram tillaga að útfærslu sem er lítt áberandi og fellur vel að landslagi. Sprengisandslína er arðsamasta flutningsmannvirki, sem fyrir liggur að reisa á Íslandi í dag, en línan opn- ar fyrir samrekstur vatnsmiðlana á Þjórsársvæðinu og Hálslóns ofan Kárahnjúkavirkjunar (sem nú á víst að kalla Fljótsdalsvirkjun). Það vekur furðu að Landsnet skuli ekki hafa arðsemi meira í frammi við réttlætingu flutningsmannvirkja og enn furðulegra að verkfræðistofur, sem annast hönnun mannvirkjanna, skuli einnig að mestu sleppa fjár- munarökum í sínum greinargerðum. Auðlindamál Í sáttmálanum er ekki fjallað sérstaklega um auðlindagjald. Ætla má að stefnt sé að því að þeir sem nýta orkulindir landsins í sameign þjóðarinnar, muni greiða gjald af þeirri nýtingu. Gjald- stofninn gæti verið með ýmiskonar fyrir- komulagi: 1. Selja vinnslurétt- indi sem fyrnanlega eign á sama hátt og kvótaréttindi í sjávar- útvegi. 2. Leigja réttindi til orkuvinnslu, en leigan væri þá hluti rekstrar- kostnaðar orkufyr- irtækjanna. 3. Álagning aðstöðu- gjalds í formi skatt- lagningar á orkufram- leiðslu eða á söluverð orkunnar. Kannski væri ástæða til að skoða þann möguleika að eitt borunarfyrir- tæki sæi um allar boranir eftir jarð- varma, sem það seldi síðan til orku- fyrirtækjanna. Verðið stjórnist af staðsetningu, hitastigi, þrýstingi o.s.frv. Við það mundi innheimta auðlindagjalds færast í ákveðnari farveg. Í raforkulögum frá 2003 segir í fyrstu grein að það eigi að skapa for- sendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforku- afhendingar og annarra almanna- hagsmuna. Landsnet er með á sínu verksviði að koma þessum viðskiptaháttum á, en að liðnum 14 árum hefur þeim hefur ekki enn tekist það ætlunar- verk. Það væri ráð að taka afstöðu til framkvæmda raforkulaganna áður en áform um auðlindagjald verða að veruleika. Vindorkuver Í sáttmálanum eru kynnt áform um að setja lög um vindorkuver og getur það verið gott og gilt. Þó er ástæða til að staldra við kynningar Landsvirkjunar á hag- kvæmni vindrafstöðva. Þeir byggja álit sitt á tilraunarekstri tveggja stöðva samanlagt að afli 2 x 0,9 = 1,8 MW. Þar fékkst fram nýting upp á 44%. Ef hins vegar er tekið tillit til samreksturs við íslenska vatns- orkukerfið fæst aðeins 33% nýting og ekki nema 21% ef samanlagt afl í vindrafstöðvum verður meira en 500 MW. Þetta hefur afgerandi áhrif á hagkvæmni. Orkustefna Langtímaorkustefna verður sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Í orkustefnu verði byggt á áætlaðri orkuþörf til langs tíma miðað við stefnu stjórnvalda, til að mynda um orkuskipti, og hvernig megi tryggja raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf. Eigenda- stefna Landsvirkjunar mun taka mið af orkustefnunni. Á skeiði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 2009-2013 voru lögð fram drög að orkustefnu. Nefnd var skipuð og skilaði hún af sér skýrsl- unni: Orkustefna fyrir Ísland, gefin út á vegum stýrihóps um mótun heildstæðrar orkustefnu 2011-11-03. Hugmyndin var að ná heildaryfirsýn yfir mögulegar orkulindir landsins, aðferðir og tækni við nýtingu þeirra, hugsanleg umhverfisáhrif og sjálf- bærni nýtingarinnar ásamt rekstr- arlegri og þjóðhagslegri hag- kvæmni. Frá því að niðurstöður voru kynntar og fram á þennan dag þá hefur skýrslan ekki verið notuð til neins svo mér sé kunnugt um. Ástæður þess eru líklega að skýrslan tók á öllum þáttum orkumála, sem var of víðtæk nálgun. Nær hefði ver- ið að halda sig bara við raforkumálin sem eru langmikilvægasti þáttur orkumála hér á landi. Aðrir þættir ættu þá heima í annarri nefnd. Rammaáætlun Í sáttmálanum er sérstök áhersla lögð á að koma sem flestum virkj- unarkostum í verndarflokk ramma- áætlunar, að því er virðist til að koma í veg fyrir að þeir lendi í nýt- ingar- eða biðflokki. Skipar stjórnin sér þar með í hóp öfgafullra náttúruverndarsinna sem setja sig upp á móti öllum hugmynd- um um nýjar virkjanir hvað svo sem þær heita og að þannig fái náttúran að njóta vafans, jafnvel þó það verði á kostnað annarra lífsgilda. Ekki er minnst á sæstreng til Bretlands í sáttmálanum. Stjórnarsáttmálinn og raforkuframleiðslan Eftir Skúla Jóhannsson » Í sáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jak- obsdóttur er fjallað um raf- orkuframleiðslu í kafla um um- hverfis- og auðlindamál. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is Eins og alþjóð veit þá eru sauðfjárbændur í stórkostlegum vanda. Tekjur bænda hafa verið skertar um tugi prósenta án þess að þeir geti rönd við reist. Hvers vegna er það og hvernig má það vera að fátækir bændur þurfi að sæta slíkri meðferð, sem aðrar stéttir í þessu landi myndu ekki láta bjóða sér? Svarið liggur í leikreglunum sem sauðfjárbændum er boðið upp á og þeir hafa lítil áhrif á. Nú er ég að tala um markaðsumhverfið sem sauðfjár- bændum er boðið upp á. Í grunninn má skipta öllum mörk- uðum í þrennt, frjálsa samkeppni, fá- keppni og einokun. Hvert þessara forma þarf leikreglur til að tryggja að enginn einn aðili (eða fáir) geti komist í þá stöðu að geta skammtað sér tekjur sínar eða hagnað. Segja má að minnstar reglur þurfi í frjálsri samkeppni enda eru að- ilar í slíku umhverfi það margir að ef einhver hagar sér illa þá geta aðrir bara hætt að skipta við viðkomandi og valið annan. Í fákeppni og einokun er þessu frjálsa vali ekki til að dreifa. Þess vegna þurfa ríkari eða sterkari leikreglur að gilda svo aðilar geti ekki komist í þá stöðu að geta skammtað sér sjálfir tekjur sínar á kostnað annarra – svo- kölluð sjálftaka á peningum. Nýverið gerðist ég sauðfjárbóndi og gekk inn í það samkeppnisum- hverfi sem sauðfjárbændum er skap- að. Ég sé ekki betur en að um sé að ræða fákeppnimarkað þar sem sterk- ar leikreglur þurfa að gilda til að ekki skapist möguleiki á sjálftöku peninga Fákeppni og sjálf- taka á peningum Eftir Magnús B. Jóhannesson Magnús B. Jóhannesson Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Demantshringar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.