Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 ✝ Ósk Elín Jó-hannesdóttir fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1941. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 4. desember 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ragnhildur Sumar- lína Magnúsdóttir húsmóðir frá Akra- nesi, f. 1902, d. 1967, og Jóhann- es Birkiland Stefánsson rithöf- undur frá Uppsölum í Blöndu- hlíð í Skagafirði, f. 1886, d. 1961. Systur Óskar Elínar eru Æska Björk Jóhannesd. Birki- land, f. 1941, d. 2011, og Ragn- hildur Unnur Jóhannesd. Birki- land, f. 1942. Systkini Óskar Elínar sam- mæðra eru Ágúst Kjartansson, f. 1925, lést ungur erlendis, Sig- urjón Kjartansson, f. 1928, d. 1998, Ingibjörg Albertsdóttir, f. 1930, Magnús Albertsson, f. 1932, d. 2011, og Einar Mýr- kjartansson, f. 1937, d. 2000. Frá sjö ára aldri ólst Ósk Elín upp á Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði hjá hjónunum Halldóri Kristjánssyni, f. 1910, d. 2000, og Rebekku Eiríks- eru Jóhannes Elías, f. 2000, El- isabeth Elín, f. 2004, og Magnus Samuel, f. 2004. 3) Ólöf Bessa Berntzen, f. 18.12. 1968, búsett í Noregi, gift Tore Johnny Bernt- zen, f. 1965, d. 2006. Synir þeirra eru Alexander Johnny, f. 1992, og Kristófer, f. 1995. 4) Sverrir Halldór, f. 2.5. 1970, bú- settur í Reykjavík, giftur Sar- inthip Prommee, f. 1976. Dætur Sverris eru María Ósk, f. 1991, og Eva Prommee, f. 2009. 5) Jó- hannes Ragnar, f. 16.9. 1971, bú- settur í Reykjavík, giftur Jó- hönnu Hjördísi Guðmunds- dóttur, f. 1971. Börn þeirra eru Dagný Björk, f. 1995 og Guð- mundur Aron, f. 2004. 6) Mar- grét Rebekka, f. 9.5. 1977, bú- sett í Reykjavík. 7) Óskar Elías, f. 18.12. 1980, búsettur í Reykja- vík, í sambúð með Sigrúnu Jó- hannsdóttur, f. 1984. Dætur þeirra eru Ólöf Bára, f. 2006 og Sæunn Svava, f. 2011. Ósk Elín stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjanesi við Djúp í tvö ár. Hún starfaði fyrr á árum við ýmis þjónustustörf en var lengst af húsmóðir. Eftir að börnin uxu úr grasi fékkst hún við barnapössun til margra ára. Hún var jafnframt virk í félags- störfum fyrir Rauða krossinn og Hjálpræðisherinn. Hin síðari ár var hún virk í félagsstarfi eldri borgara í Gerðubergi. Útför Óskar Elínar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 22. desember 2017, og hefst hún klukkan 13. dóttur, f. 1912, d. 1995. Fóstursystkini Óskar Elínar eru Sævar Björn Gunn- arsson, f. 1948, og Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, f. 1948, d. 2004. Fyrri maður Óskar Elínar var Sævar Sigur- jónsson frá Hellis- sandi, f. 14.9. 1939. Hann fórst með Sæfelli SH 210 hinn 10.10. 1964. Foreldrar hans voru hjón- in Gísllaug Guðmunda Elíasdótt- ir, f. 1918, d. 1994, og Sigurjón Illugason, f. 1914, d. 1994. Dóttir Óskar og Sævars er 1) Sigurlaug Ragnhildur, f. 7.10. 1962, búsett í Grundarfirði. Börn hennar eru Hildur Inga, f. 1989, Sævar Örn, f. 1992, og Gísli Már, f. 2001. Seinni maður Óskar Elínar er Ólafur Sverrisson, frá Straumi á Skógarströnd, f. 24.11. 1940. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðbjörnsdóttir, f. 1915, d. 2003, og Sverrir Guðmundsson, f. 1910, d. 1986. Börn Óskar og Ólafs eru sex. 2) Sævar Unnar, f. 23.8. 1967, búsettur í Danmörku. Börn hans Elsku eiginkona mín og ég erum búin að þekkjast í rúm- lega 52 ár og verið gift í 50 ár. Við erum mikið búin að bralla mikið saman og erum rík af stórri fjölskyldu. Henni fannst mjög gaman að ferðast um landið og erlendis. Og hún hafði sérstaklega gaman af því að fara í heimsókn í sveitina að Uppsölum, til að sjá hvar faðir hennar var fædd- ur. Það var mikið ævintýri fyrir okkur. Einnig fannst henni gaman að veiða og var farið í Sæmund- ará til þess, og þar var þokka- leg veiði. Á sumrin var alltaf farið upp í sveit í frí. Og sveitin er Skóg- arströnd, Önundarfjörður og Skagafjörður. Stefnan var að fara vestur í Önundarfjörð en heilsan hjá henni leyfði það ekki í sumar. Ég elska þig og sakna. Blessuð sé minning þín. Ástarkveðja Þinn Ólafur (Óli). Á fyrstu æviárum mínum var móðir mín mér sem allur al- heimurinn. Ég man vel tilfinn- inguna, trúnaðartraustið var al- gert. Hún var trúuð og kenndi mér bænir í æsku. Áfall reið yf- ir og faðir minn fórst í sjóslysi. Það setti mark á móður mína, og á mig líka. Leiðir skildu um stund en lágu saman á ný eftir að móðir mín kynntist öðrum yndislegum manni, honum Óla. Árin liðu. Ég var svo lánsöm að eignast fjögur yngri systkini á rétt rúmlega fjórum árum. Margar bæjarferðir fórum við mamma með yngstu börnin í kerru og barnavagni og þau eldri við hönd. Á stundum áttum við mamma fullt í fangi með að halda utan um fjörugan barna- hópinn. Við fórum í heimsóknir, á samkomur eða niður á tjörn að gefa öndunum. Þá eru minn- isstæðar bílferðirnar á gulu VW-bjöllunni. Foreldrarnir í framsætum og við krakkarnir fimm í aftursætinu og stóra systirin í miðjunni til að geta stillt til friðar í hópnum eftir þörfum. Þegar sjötta barnið fæddist vorum við orðin átta í VW-bjöllu. Þegar sjöunda barn- ið fæddist var kominn stærri bíll á heimilið. Móðir mín hafði margar hlið- ar og lífið var henni ekki alltaf auðvelt. Við vorum ekki alltaf sammála, en alla tíð var sterkur kærleiksstrengur á milli okkar. Í grunninn var hún ljúf kona með fallegt hjarta og vildi öllum vel. Hún var mjög félagslynd, ákveðin og gat verið þrjósk. Hún var sérstök á sinn hátt og gaf lífinu og umhverfinu lit. Það krefst hugrekkis að fara eigin leiðir. Umfram allt var hún yndis- lega konan sem fæddi sjö börn í þennan heim. Hún er í okkur og mun alltaf verða. Við erum sem eitt, enda eru öll börnin hennar mömmu einstaklega samheldinn systkinahópur. Elsku móðir mín greindist með krabbamein öðru sinni síð- astliðið sumar. Eiginmaður og börn lögðust á eitt við að létta henni lífið eins og kostur var og að skapa fleiri fallegar minn- ingar. Við fórum saman á ættarmót, fjölbreyttar samkom- ur og á fjölskyldu- og vinafundi. Við systkinin blésum til veislu í tilefni gullbrúðkaups foreldra okkar og var það okkur öllum gleði að ná þeim degi saman rúmum mánuði fyrir andlát móður okkar. Á lokametrunum var baráttan hörð og snörp, en elsku mamma lést rúmum fjór- um mánuðum eftir greiningu. Eftir standa fallegar minn- ingar um móður sem var alltaf hún sjálf. Hún elskaði skraut- legan fatnað og heimili. Hún elskaði mannfagnaði og sam- verustundir með fjölskyldu og vinum. Hún elskaði að ferðast styttri og lengri vegalengdir. Hún elskaði að dekra við barnabörn- in og hafði ánægju af handa- vinnu. Hún var lífsglöð, al- mennt glaðlynd og naut sín við áhugamál sín. Á síðasta andartaki þessa heims lífs sýndi hún inn í fal- legu sálina sína. Það var ólýs- anleg reynsla. Úr augum henn- ar mátti lesa undrun, traust og frelsi, en umfram allt skein í gegn hreinn og tær kærleikur. Hún var tilbúin að sleppa tök- unum og að hefja nýja vegferð dansandi í lífsgleði sálu sinnar. Þrautum þessa heims er lokið og ný ævintýri tekin við. Að leiðarlokum þessa lífs er efst í huga mér og hjarta djúpur kærleikur og þakklæti fyrir öll árin okkar saman. Sigurlaug R. Sævarsdóttir. Ég vil minnast elsku móður minnar sem lést 4. desember eftir baráttu við krabbamein. Ég mun aldrei gleyma góðum minningum frá Kirkjubóli í Ön- undarfirði, með afa og ömmu, mömmu og Sigurlaugu systur, pabba og öllum hinum börn- unum sem voru þar yfir sum- artímann. Þar var alltaf líf og fjör. Ég man líka eftir öllum ferðunum að Straumi á Skógar- strönd þar sem afi Sverrir og amma Ólöf bjuggu. Pabbi var þá alltaf með kassa af kóki og prins póló sem við börnin elsk- uðum að fá. Mamma sagði við mig eitt sinn að pabbi hefði farið frá Straumi ríðandi á leið sinni til Guðmundar bróður síns í Stóra- Langadal og þá hefði ég viljað fara með pabba og gekk af stað. Mamma kom hlaupandi á eftir mér upp í móa og sagði mér að pabbi kæmi bráðum aftur. Mig rámar aðeins í þetta, en þarna var ég um fjögurra ára. Ég man líka eftir því þegar við bjuggum í Smálöndunum og vorum fimm systkinin þá. Við þau yngri áttum það til að fara of nálægt Vesturlandsveginum og þá kom mamma hlaupandi og spurði hvað við værum að gera þarna. Ég sagði við hana: „Elsku mamma! Við erum bara að kíkja á bílana!“ og mamma brosti og sagði að við mættum alls ekki vera þarna. Þá man ég eftir atviki með börnunum í hverfinu þar sem einn úr hópnum fékk þá hug- mynd að veiða í laxalæknum á Laxalóni. Þá kom eigandinn hlaupandi og skammaði okkur. Ég held við höfum aldrei hlaup- ið eins hratt. Pabbi brosti og sagði að við mættum ekki gera manninum þetta. Ég gleymi aldrei öllum ferð- unum okkar norður að Dúki í Sæmundarhlíð þar sem Dísa systir pabba bjó ásamt manni sínum. Það voru margir veiði- túrar farnir og alltaf keppni milli systkinanna að veiða sem flesta. Dísa frænka eldaði svo aflann, sem var mjög góður. Þegar ég leitaði til elsku mömmu með kærustusorgir sagði mamma alltaf; Já, Sævar minn, heldurðu ekki að þið náið saman aftur? Fyrsta barnið mitt, Jóhannes, fæddist næstum því á afmælisdegi mömmu. Hún var svo ánægð. Þegar von var á tvíburunum mínum dreymdi mömmu tvíbura. Þau fengu nöfnin Elisabeth Elín og Magn- us Samuel. Elsku mamma mín, nú ert þú orðin mjög falleg stjarna á himnum. Ég mun alltaf sakna þín. Þinn Sævar Unnar. Elsku mamma. Ég hef saknað þín svo mikið frá því síðast er ég sá þig. Þar sem við bjuggum erlendis hitt- umst við sjaldan og þá sérstak- lega synir mínir. En það eru margar skemmti- legar sögur sem hægt er segja frá ferðalögum þínum til mín, sem var ekki svo oft þar sem þú varst svo flughrædd, en lést samt verða af því nokkrum sinnum. Sérstaklega man ég vel eftir því þegar þú komst með Óskar bróður þegar hann var 10 ára og við fórum í Tusenfryd tívolí. Þú varst nú ekki hrædd við að prófa tækin og fórst ein í eitt brjálæðislegt tæki og vissi ég ekki hvar þú varst, en svo sá ég tvo sjúkraliða og þar varst þú þar sem þú þoldir ekki þetta tæki. Ég er þér ævinlega þakklát fyrir allt. Kveð þig að sinni og við sjáumst síðar. Þín dóttir Ólöf Bessa. Elsku móðir mín er fallin frá eftir erfið veikindi. Eftir standa margar minningar um móður sem elskuð var út af lífinu og myndast því stórt tómarúm við fráfall hennar. Það var erfitt að sjá hana svo veika síðustu dagana. Það kom djúpt við hjarta mitt þegar hún sagði við mig tveimur dögum fyrir andlátið; „Þú hefur kaldar hendur en heitt hjarta,“ en ég hafði verið aðeins handkaldur þann dag. Ég kveð elsku mömmu með ást og söknuði. Pláss hennar verður aldrei fyllt í hjarta mínu. Þinn sonur, Sverrir. Jæja, mamma mín. Þá er komið að leiðarlokum í þessu lífi. Ég minnist þín með söknuði og þakklæti fyrir allar stundir okkar saman. Við eigum margar minningar saman, eins og matarboðin og veislurnar sem haldnar voru heima hjá mér og víðar. Þegar ég var við bílviðgerðir í bíl- skúrnum ykkar pabba komst þú oft í dyrnar á skúrnum og heils- aðir upp á mig. Þú varst alltaf á hraðferð, annaðhvort á leið eða að koma frá einhverjum við- burði. Þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Jóhannes (Jói). Elsku mamma er látin. Og finnst mér mjög erfitt að sitja hér að skrifa grein um hana því það eru margar góðar minn- ingar sem hægt er að velja úr. Hún er rík af stórri fjölskyldu. Ef einhver hefði sagt mér í sumar að ég sæti hér í dag og skrifaði grein um mömmu hefði ég sagt að það væri óhugsandi þó að við hefðum vitað vegna veikinda hennar að það kæmi að leiðarlokum. Auðvitað var ég að vona að það yrði ekki strax. En núna á síðustu dögunum hennar komu frá henni alveg frábærir brandarar. Eins og t.d. þegar hún gat ekki snúið sér nema með aðstoð. Þá bað hún mig að hjálpa, sem ég gerði, en nei, þá horfði hún á mig og sagði: „Magga, þú ert ómöguleg!“ vegna þess að ég gat ekki hagrætt henni eins og hjúkrunarkonurnar gerðu. Og svo hló hún bara að því. Eins þegar ég spurði hana hvað hún hefði verið að borða, þá sagðist hún ekki muna hvað það héti og ég nefndi eitthvað og þá kom: „Allt veist þú, Magga mín.“ Ég elska þig, mamma, og mun sakna þín. Og geyma allar minningar um þig í hjarta mínu. Þín dóttir Margrét Rebekka. Elsku mamma mín. Ég trúi ekki ennþá að þessi tími sé kominn, að þú sért far- inn og ég muni aldrei getað faðmað þig aftur. Þó að við höf- um vitað í nokkra mánuði að það væri stutt í þennan tíma er ekkert sem getur undirbúið mann fyrir hann. Það er án efa það erfiðasta sem ég hef gert að kveðja þig. Ég veit að þú myndir ekki vilja að við værum svona leið en þú verður að skilja að það er svo mikill miss- ir að þér. Þú sem varst alltaf svo lífsglöð, kát og svo góð. Það var alltaf stutt í brosið hjá þér. Ég dáist að hugrekki þínu í að vera alltaf þú sjálf. Þú varst alltaf svo félagslynd og alltaf til í góðar veislur. Þú ert pottþétt í þjóðbúningnum núna og lýsir upp veisluna í kringum þig í Sumarlandinu fagra, dansandi við fallega hljóma harmonikk- unnar. Með tímanum mun ég vafalaust læra að minnast þín með brosi og þakklæti fyrir þann tíma sem ég fékk með þér en núna er það svo erfitt. Ég elska þig og sakna þín, elsku mamma mín. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þitt örverpi Óskar. Elsku amma okkar. Takk fyrir hvað þú varst allt- af góð við okkur. Okkur fannst þú alltaf svo skemmtileg, eig- inlega algjör snillingur. Þú gafst okkur svo mikið; ást, tíma og allskonar hluti. Við elskum þig og munum sakna þín mikið. Ólöf Bára og Sæunn Svava. Elsku amma. Takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Kveðja, Alexander og Kristófer. Ósk Elín Jóhannesdóttir Kæra Krissa frænka. Með orð- unum í ljóðinu Rödd eftir Sigurð Pálsson minnist ég þín: Rödd alltaf rödd bakatil í draumunum Rödd sem heyrist varla Rödd sem hverfur ekki Skrýtið Rödd sem er líf Ég finn fyrir henni bakatil í draumunum Alltaf. Rödd hennar Krissu ömmu- systur er mér ógleymanleg. Systraraddirnar þeirra Sigjóns- Kristbjörg Sigjónsdóttir ✝ Kristbjörg Sig-jónsdóttir fæddist 26. maí 1925. Hún lést 5. desember 2017. Útför Krist- bjargar fór fram 18. desember 2017. dætra, Guðríðar, Guggu móðurömmu minnar og Krist- bjargar Krissu, tónuðu svo líkt. Í huga mér er þakk- læti fyrir öll símtöl- in. Alltaf hugulsöm, hlý og áhugasöm spurði hún frétta. Gestrisnin og myndugleikinn mættu mér alltaf þegar ég fór á fund hennar í Espigerðinu. Hjartans kveðjur til ykkar allra, kæra fjölskylda. Vala Georgsdóttir. Ég sagði aldrei Krissa, frænka eða Kristbjörg heldur alltaf „Krissa frænka“ okkur var það svo eðlilegt. Þú varst frænkan mín og vinkona mín. Við kynntumst vel þegar ég var sjúkraliðanemi á öldrunardeild- inni í Hátúni. Þú varst leiðbeinandinn minn, umhyggjan og virðingin sem þú sýndir sjúklingunum og starfsfólki er mér ógleymanleg. Þú varst stolt hjúkrunarkona af gamla skólanum og ert enn mín fyrirmynd. Þegar systir þín, hún mamma, veiktist og dó komst þú svo góð inn í líf mitt þegar ég var í svo mikilli sorg. Þú varst alltaf jafn róleg og uppörvandi þegar ég hringdi grátandi eða reið. „Við förum í gegnum þetta saman,“ sagðir þú. Ég er svo þakklát fyrir það hvað þið systurnar voruð nánar í veikindum mömmu og gátuð talað um fortíðina. Þegar Elisa, dóttir mín, fæddist sýndir þú mér mikla umhyggju og stuðning. Hún með magakrampa, þá hringdi ég og þú komst með næsta strætó að hjálpa mér og alltaf hafðir þú einhvern mat með- ferðis. Elisa kallaði þig varaömmu. Ég fékk öll gömlu húsráðin og allt sem börn þurfa í uppeldinu: lýsi, ullarboli, biblíusögur og bænir. Svo hlýddir þú mér yfir, gott kaffi og vínarbrauð með bleikum glassúr og við skemmt- um okkur og hlógum. Já, elsku Krissa frænka, núna ertu frísk og frjáls og þú munt gæta okkar allra. Barnanna þinna, tengdabarna, barnabarna, langömmubarna og okkar hinna sem vorum svo heppin að eiga þig að. Á þessari stundu þegar ég skrifa hinstu kveðju streyma minningarnar fram og ég græt. „Edda mín“ sagðir þú alltaf þegar ég var leið, „Sólin kemur alltaf upp aftur. Ekki vera reið og leið.“ Já, mín kæra, ég man allt sem þú kenndir mér og ég geymi það í hjarta mínu. Það var dásamlegt þegar þú komst til okkar í Sarpsborg fyr- ir 14 árum. Þú varst töff, komst ein með flugi, rútu til Osló og lest til Sarpsborgar. Ég stóð á lestarstöðinni og tók á móti þér með Emil í barnavagninum og hoppandi veifaði ég íslenska fánanum. „Ertu brjáluð, mann- eskja’“ sagðir þú, „að vera með þessi læti“ og við skellihlógum. Þú varst hjá okkur í fjóra daga í glampandi sól og sumaryl. Við elduðum saman og töluðum um lífið. Sverrir, Jón Þröstur, Elisa og Emil nutu lífsins og við fór- um öll í dagsferðir, alltaf með strætó. Þú dekraðir við okkur og hefðir gjarnan mátt vera í fjóra mánuði. Þegar ég heimsótti þig í sum- ar var alveg eins og ég hefði hitt þig í gær. Við spjölluðum í marga tíma og héldumst í hend- ur. Með vinsemd og virðingu, þín systurdóttir, Edda Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.