Morgunblaðið - 22.12.2017, Page 32

Morgunblaðið - 22.12.2017, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 UPPHENGDAR HILLUR SEM BJÓÐA UPP ÓTAL UPPRÖÐUNAR MÖGULEIKA - HVER HILLA 70x70x32 cm kr. 35.800 * 4 HILLUR Á MYND Z CUBE HILLUR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslensku myndlistarverðlaunin verða afhent í fyrsta sinn í febrúar á næsta ári en að þeim stendur myndlistarráð sem var stofnað fyr- ir fjórum árum. Rúm fimm ár eru liðin frá því Íslensku sjónlista- verðlaunin voru afhent í síðasta sinn, í febrúar árið 2012 og hlaut þá mynd- listarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson Sjón- listaorðu verð- launanna. Fjögur ár voru þá liðin frá því Íslensku sjónlistaverð- launin voru afhent þar áður en þau voru haldin að frumkvæði Lista- safnsins á Akureyri á árunum 2006 til 2008 og lögðust af í efnahags- hruninu. Verðlaunin voru hugsuð sem uppskeruhátíð á sviði mynd- listar og hönnunar en Íslensku myndlistarverðlaunin verða ein- göngu helguð myndlist, eins og sjá má af heiti þeirra. Allir geta tilnefnt Opnað hefur verið fyrir tilnefn- ingar til verðlaunanna á vef Mynd- listarsjóðs, myndlistarsjodur.is, og þurfa þeir sem tilnefna vilja mynd- listarmann eða -menn fyrst að skrá sig inn á vefinn. Fyrirkomulagið er þannig að hver sem er getur sent inn rökstudda tilnefningu og fer dómnefnd svo yfir allar tilnefn- ingar en hana skipa fulltrúar Listaháskóla Íslands, Listfræða- félags Íslands, myndlistarráðs, safnstjóra íslenskra listasafna (Listasafns Íslands, Listasafnsins á Akureyri, Listasafns Reykjavíkur, Gerðarsafns, Nýlistasafnsins, Listasafns Árnesinga, Listasafns Reykjanesbæjar og Listasafns ASÍ) og Sambands íslenskra mynd- listarmanna. Dómnefnd er skipuð til eins árs í senn og sitja í henni, fyrir árið 2017-2018, þau Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistar- maður fyrir SÍM; Sigrún Hrólfs- dóttir, deildarforseti myndlistar- deildar Listaháskóla Íslands; Magnús Gestsson, formaður List- fræðafélags Íslands; Margrét El- ísabet Ólafsdóttir, fulltrúi safn- stjóra íslenskra safna, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður myndlistarráðs. Í tilkynningu segir að verðlaunin hafi þann tilgang að vekja athygli á því sem vel sé gert á sviði mynd- listar á Íslandi og að þeim sé ætlað að stuðla að kynningu á íslenskum myndlistarmönnum og styðja við myndsköpun þeirra. Verðlaun verða veitt í tveimur flokkum. Að- alverðlaunin, myndlistarmaður árs- ins, hlýtur listamaður sem þykir hafa skarað fram úr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á síð- astliðnu myndlistarári, þ.e. 2017 og fær hann eina milljón króna í verð- laun. Hvatningarverðlaun og hálfa milljón króna hlýtur svo ungur, starfandi myndlistarmaður sem lokið hefur grunnnámi á síðast- liðnum fimm árum og hefur sýnt opinberlega innan þess tíma. Mikilvæg verðlaun „Þar sem myndlistarráð kemur að þessu – og það heyrir undir menntamálaráðuneytið – fannst okkur eðlilegt að almenningur kæmi að því að tilnefna,“ segir Björg Stefánsdóttir, framkvæmda- stjóri Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar. Hún segir dómnefnd velja fjóra myndlistar- menn eftir að hafa farið yfir allar tilnefningar og að þeir verði í framhaldi kynntir vel. „Af þeim verður svo einn valinn sem mynd- listarmaður ársins en fyrir hvatn- ingarverðlaunin er ekkert forval,“ útskýrir Björg. Hún segir verðlaunin skipta miklu máli. „Þetta er mikil upp- hafning fyrir þann sem verður fyr- ir valinu og mjög mikil kynning á þeim myndlistarmanni. Í raun og veru er þetta líka upphafning fyrir greinina alla því verðlaunin beina augum fleira fólks að myndlist og veita henni vonandi meira umfang í fjölmiðlum. Hún mun fá meiri um- fjöllun í kjölfarið og fleiri munu þá þekkja og kannast við þann sem vinnur og þá sem eru tilnefndir. Hlutverk myndlistarráðs er að efla og kynna íslenska myndlist og þetta er mjög stór liður í því.“ Björg er spurð að því hvernig henni finnist myndlistarárið 2017 hafa verið hér á landi. „Bara mjög gott, ég held ég geti ekki sagt ann- að, með mörgum stórum sýningum í söfnunum, t.d. sýningu Ragnars Kjartanssonar sem sló öll aðsókn- armet í Listasafni Reykjavíkur og skálinn á Feneyjatvíæringnum hlaut gríðarlega mikla og góða um- fjöllun. Egill Sæbjörnsson er búinn að vera að sýna töluvert í kjölfarið á þeirri sýningu og svo tók nýr safnstjóri við Listasafni Íslands þannig að það er búið að vera mik- ið að gerast,“ svarar Björg. Spurð að því hvort búið sé að ákveða hvar verðlaunin verði af- hent og hver umgjörðin verði segir Björg ekki búið að ákveða það end- anlega. „Það er ennþá í mótun og verður ábyggilega gert í samtali við safnstjórana. Þau verða líklega veitt í einhverju þeirra safna sem koma að dómnefndinni,“ segir hún og hvetur að lokum almenning til að taka þátt og senda inn tilnefn- ingar. Sem fyrr segir þurfa til- nefndir myndlistarmenn að hafa haldið sýningu hér á landi árið 2017. Upphafning fyrir greinina alla  Íslensku myndlistarverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í febrúar á næsta ári  Stór liður í að efla og kynna íslenska myndlist, segir framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar Björg Stefánsdóttir Morgunblaðið/Golli Farsæll Ragnar Kjartansson hlaut Sjónlistaorðu Íslensku sjónlistaverðlaunanna þegar hún var veitt í síðasta sinn, árið 2012. Guð, hvað mér líður illa, sýning á verkum hans í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, naut afar mikillar aðsóknar á árinu sem er að líða og hér sést Ragnar kampakátur við opnun hennar, 4. júní. Átta fyrrverandi barnastjörnur í Hollywood hafa stigið fram og sakað framleiðandann Gary Goddard um kynferðislega misnotkun eða til- raunir til misnotkunar. Árum saman var Goddard fenginn til að leiðbeina ungum leikurum í Santa Barbara í Kaliforníu. Hann hefur skrifað, leik- stýrt og framleitt sýningar fyrir Hollywood og Broadway ásamt því að hanna skemmtigarða. Í seinasta mánuði greindi leikar- inn Anthony Edwards, sem þekkt- astur er fyrir hlutverk bráðalæknis- ins Mark Greene í sjónvarps- þáttunum ER, frá því að Goddard hefði misnotað sig kynferðislega þegar hann var drengur. „Þetta er maður sem laðast að ungum drengjum á ógeðfeldastan hátt. Það sem hann gerir endur- speglar hvorki ást né vináttu. Þetta er hryllingur vegna þess að hann stjórnar ungum hjörtum og hugum með brögðum,“ segir Edwards. Frá því Edwards birti skrif sín á netinu hefur blaðamaður Los Angel- es Times rætt við sjö aðrar fyrrver- andi barnastjörnur sem saka Godd- ard um allt frá tilraunum til óviðeigandi snertinga til kynferðis- ofbeldis. Ein þeirra er Mark Dris- coll, sem lýsir því hvernig hann hafi ávallt kviðið heimsóknum sínum til Goddards en barnastjörnurnar gisti iðulega á heimili framleiðandans. „Ég vissi að ég þyrfti að upplifa hluti sem mig langaði ekki til.“ Bret Nighman lýsir því hvernig Goddard hafi leitað á sig fjórum sinnum áður en hann varð 16 ára. Seinasta atvikið átti sér stað á heim- ili Goddards árið 1977 en þá þuklaði hann á klofi Nighmans og neyddi hann til að fróa sér á móti. Goddard hafnaði boði Los Angel- es Times um viðtal. Sam Singer, fjöl- miðlafulltrúi hans, vísar ásökun- unum á bug og segir þær ekkert annað en sögusagnir. Stígur fram Anthony Edwards sem Mark Greene læknir í ER. Barnastjörnur upp- lýsa um misnotkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.