Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017
skapa skólanum þannig umhverfi að
hann geti sinnt öllum börnum,“ segir
hún.
„Það er svo flott kynslóð að vaxa úr
grasi núna. Vímuefnaneysla heilt yfir
og áfengisneysla er miklu minni. En á
sama tíma sjáum við vaxandi örorku
hjá ungu fólki eftir 18 ára aldur, vax-
andi kvíða og lyfjanotkun. Þessir
krakkar eru að missa af tækifærinu
núna í dag til að finna sína styrkleika
og þar af leiðandi munu þau missa af
tækifærum á morgun. Þetta mun
hafa alvarlegar afleiðingar inn í fram-
tíðina.“
Göfgar vinnan barnið?
Eitt af því sem er öðruvísi á Íslandi
en í nágrannalöndum okkar er að hér
hefur vinna barna tíðkast miklu
meira. „Við erum alin upp við það að
við eigum að vinna, að það sé gott, að
það sé hluti af því að verða fullgildur
einstaklingur. Ég hef staðið mig að
því að hæla mér af því við börnin mín
hvað ég byrjaði að vinna snemma og
hvað ég vann mikið á sumrin og allt
þetta. Það var mórallinn í okkar sam-
félagi og sumarfríin voru lengri. Þessi
mikla vinna íslenskra barna þykir
sérkennileg í alþjóðlegu samhengi og
gerð hefur verið athugasemd við
hana. Viðhorfið hefur verið að vinnan
göfgar og því fyrr sem við byrjum því
betra og það sé partur af þroskaferli.
Auðvitað er ekki slæmt fyrir börn að
vinna en það verður að passa að þau
séu ekki sett í aðstæður sem þau ráða
ekki við eða sett á þau of mikil
ábyrgð,“ segir hún og bendir á að
samfélagið sé flóknara en áður.
„Það er meiri ábyrgð í flestum
störfum úti á vinnumarkaðnum en áð-
ur og erfiðara að finna störf sem eru
við hæfi barna. Ef börnin standa ekki
undir starfinu og þau ráða ekki við
verkefnin getur vinnan verið mikið
niðurbrot. Samfélagið er mjög breytt;
við getum ekki miðað við hvernig
hlutirnir voru hjá minni kynslóð eða
kynslóð foreldra minna. Við verðum
bara að horfast í augu við að þetta er
allt annað samfélag og getum ekki
sett sömu mælikvarða á hlutina og
giltu þegar við ólumst upp. Það er
bara ekki sanngjarnt.“
Salvör hefur mikla ánægju af því
að eiga samskipti við börn. „Það sem
er svo stórkostlegt við að vinna með
börnum, eiga börn, og fylgjast með
börnum vaxa úr grasi er að það kref-
ur mann um það að maður hugsi hlut-
ina upp á nýtt, hugsi þá út frá þeirri
kynslóð sem er að vaxa upp, ekki út
frá sjálfum sér.“
Þurfum sveigjanleika
Hún vill að við verðum sveigjanlegri í
hugsun. „Við Íslendingar getum verið
ótrúlega kassalaga í hugsun,“ segir
hún og vill útrýma þeirri hugsun að
allir þurfi að vera steyptir í sama mót.
„Af hverju þurfum við að vera með
svona skýra árgangaskiptingu í byrj-
un skólaárs? Það hentar ekki öllum
að hætta að vinna 67 ára og á sama
hátt eru krakkar mjög mismunandi
staddir þegar þeir eru fimm ára. Við
ættum kannski að hafa opnara kerfi
og meira flæði á milli leikskóla og
grunnskóla og á milli árganga fyrstu
árin. Sömuleiðis í sambandi við fram-
haldsskólana, af hverju þurfa allir að
klára á þremur árum? Markmiðið
með þessu öllu saman er að útskrifa
börnin okkar á þann veg að þau verði
virk, að þau geti tekið þátt í íslensku
samfélagi og að þeim finnist þau hafa
hlutverk. Við gerum það með því að
virkja þau frá unga aldri og reyna að
finna styrkleika þeirra og vinna með
þá og þá skiptir kannski ekki höfuð-
máli hvort þau útskrifast einu ári eða
þremur árum seinna úr framhalds-
skóla,“ segir Salvör, sem útskýrir að
þetta sé ekki bara verkefni skólafólks
og menntakerfisins.
Treystum skólanum
„Þetta er verkefni okkar allra. For-
eldrar verða líka að fylgja með. Við
þurfum að finna jafnvægi og traust á
milli heimilisins og skólans. Það þarf
að tryggja að börnum sé trúað og for-
eldrar séu virkir í að gæta réttinda
barna sinna en foreldrar þurfa líka að
treysta skólanum, treysta kennurun-
um fyrir því verkefni sem þeir hafa
tekið að sér og styðja þá og ekki vera
að gagnrýna þá og rífa niður það sem
er verið að gera. Við teljum okkur oft
þekkja börnin okkar best og vita hvað
er best fyrir börnin okkar en maður
þarf oft hjálp og stundum er betra ef
einhver annar talar við börnin en for-
eldrarnir.“
Hlutverk stórfjölskyldunnar er
einnig breytt. „Stórfjölskyldan er
mismunandi sterk og mismunandi
nálæg. Hún er ekki eins virk og hún
var. Við getum ekki gengið að því vísu
að það sé eitthvert bakland sem gríp-
ur inní eða tekur við.“
Hún hræðist það að styttri fram-
haldsskóli geri það að verkum að
börn þurfi að sérhæfa sig of snemma
og fái minni tækifæri til að sinna öðr-
um hlutum. „Það er gríðarlega mikil-
vægt fyrir okkar litla samfélag að við
séum ekki að sérhæfa okkur of
snemma og að við getum gefið krökk-
um tækifæri í að taka tíma í að sjá
hverjir þeirra styrkleikar eru og að
þau geti sinnt listnámi eða afreks-
íþróttum samhliða skólagöngu. Það
er sterk einstaklingshugsun í ís-
lensku samfélagi og þá eigum við að
vinna með það og leyfa skólunum að
fara ólíkar leiðir.“ Í þessu samhengi
bendir Salvör á að nánast ekkert
samráð hafi verið haft við börn um
styttingu framhaldsskólans.
Börn í hættu
Eitt af því sem umboðsmaður barna
hefur sett í forgrunn er börn sem eru
að leita að alþjóðlegri vernd. „Við er-
um núna að fara vel yfir þennan
málaflokk og átta okkur á því hvað
megi betur fara. Þetta er gríðarlega
fræðingar að koma til sem hafa þjálf-
un til að ræða við börn,“ segir hún og
ítrekar að nú standi yfir mikilvæg
viðhorfsbreyting til barna og farið sé
að hlusta á þau í meira mæli.
„Ég tel mig hafa verið réttindamið-
aða í uppeldi sona minna og hef verið
að kenna þessi fræði en svo kemur
maður hingað inn og þá áttar maður
sig á því að maður hefur í uppeldinu
stundum ekki alveg hlustað nægilega
vel,“ segir hún og hlær.
Skilar betri niðurstöðu
„Ég hef líka lært það í uppeldi, á
kannski aðeins of löngum tíma, að
þegar maður hlustar á börnin og tek-
ur tillit til þeirra, þá yfirleitt skilar
það betri árangri,“ segir Salvör sem á
tvo syni, annar er 15 ára en sá eldri er
tvítugur og því kominn í fullorðinna
manna tölu. „Þessi yngri beitir starf-
inu fyrir sig og spyr stundum: Ert þú
ekki umboðsmaður barna, átt þú ekki
að hlusta á mig?“ gantast hún.
Rétt eins og það skilar sér í betri
árangri í uppeldinu að hlusta á börnin
er það svo einnig almennt í samfélag-
inu. „Margt af þessu er sambærilegt
við umræðu um þátttöku í lýðræðis-
samfélagi, aukna þátttöku almenn-
ings í ákvarðanatöku. Slíkt samráð
tekur lengri tíma og stjórnvöld þurfa
að leggja meira á sig en yfirleitt skil-
ar það sér í vandaðri ákvarðanatöku.
Þú ert þá með fólkið með þér, það
ætti að ríkja meiri sátt. Það hefur
verið rótgróið í hugsunarhætti okkar
bæði gagnvart börnum og í stjórn-
kerfinu að vilja bara taka ákvarðanir
og ekkert vera með of mikið samráð,
það sé bara til trafala en þetta skilar
sér í meiri og betri ákvarðanatöku.“
Missum af tækifærum
Þarf ekki sátt í samfélaginu núna?
„Ósættið í samfélaginu hefur verið
mikið og það hefur verið svo mikil gjá
milli hópa og ágreiningur að við höf-
um ekki getað tekið ákvarðanir um
mörg mikilvæg mál í langan tíma.
Þetta veldur því að það eru ekki tekn-
ar ákvarðanir sem eru samfélaginu
mikilvægar. Við missum af tækifæri
til að gera hluti sem eru samfélaginu
til heilla. Gott dæmi um þetta er
bygging nýs spítala. Eins er með nýja
stjórnarskrá, mál sem ég hef mikið
fylgst með. Þrátt fyrir yfirgrips-
miklar tillögur að breytingum og
miklar umræður hefur ekki ein ein-
asta breyting verið gerð. Málið hefur
ekkert þokast áfram. Það varð hér
fjármálahrun en það hefur verið
stjórnmálakreppa síðan og sam-
félagskreppa; við höfum ekki getað
tekið á brýnum samfélagsmálum.
Okkur hefur ekki lánast að tala sam-
an og finna leiðir sem við getum sæst
á,“ segir hún.
„Það eru margir kostir við að vera
lítið samfélag. Meðal annars eru boð-
leiðirnar stuttar og það ætti að auð-
velda samráð. Það er auðveldara að
ná til allra hópa heldur en í stórum
samfélögum. En við þurfum að leggja
okkur fram við það,“ segir Salvör sem
vill leita leiða til „að raddir barna
heyrist, hvort sem það eru raddir
barna innflytjenda, hælisleitenda eða
barna sem af einhverjum öðrum
ástæðum standa verr að vígi í okkar
samfélagi.“
Eigum góða skóla
Hún segir menntakerfið gott jöfn-
unartæki. „Við höfum leikskóla,
grunnskóla og framhaldsskóla sem
eru opnir öllum. Skólarnir eru til þess
fallnir að jafna tækifæri barna og
þess vegna er það mikilvægt að það
sé í reynd þannig að börn sem standa
hallari færi standi jafnfætis öðrum í
skólakerfinu, hvort sem það er vegna
bakgrunns eða að þau séu með ein-
hverjar sérþarfir.“
Nýverið var birtur greinaflokkur á
mbl.is um börn sem standa höllum
fæti í samfélaginu. „Við þurfum að
huga vel að þessum hópi. Þetta er
hópur barna með fjölgreindan vanda
sem stendur illa að vígi og það virðist
vera samdóma álit þeirra sem ég hef
talað við að það vanti sárlega úrræði
fyrir þessi börn. Málefni þeirra lenda
í togstreitu á milli ríkis og sveitarfé-
laga, milli ráðuneyta, milli stofnana.
Kerfin tala ekki saman.“
Salvör segir þessa togstreitu of al-
genga í íslensku samfélagi. „Vegna
þessarar togstreitu þjást einstakling-
ar í þessu samfélagi og það er óbæri-
legt að það sé látið bitna á börnum, að
þau fái ekki þjónustu vegna þess að
það sé ágreiningur í kerfinu og það sé
ekki hægt að koma sér saman um úr-
ræði. Þetta verður að breytast. Það
er fjöldi barna sem lendir á milli í ein-
hverju kerfi og þau líða fyrir það. Hjá
börnum er þetta svo afdrifaríkt vegna
þess að hvert ár, hver mánuður, hver
dagur skiptir svo miklu máli. Ef barn
dettur úr skóla, fær ekki þjónustu,
getur það haft svo afdrifarík áhrif.
Við þurfum að taka okkur saman í
andlitinu. Þetta krefst viðhorfsbreyt-
ingar í samfélaginu öllu. Við þurfum
að styðja skólana og horfast í augu
við það að við búum í algjörlega
breyttu samfélagi. Börn eru í skóla
meira og minna alla daga ársins, þau
eru í skólanum stóran hluta af sínu
lífi. Þau þurfa allskonar þjónustu,
ekki bara að læra að lesa og skrifa
heldur þurfa þau að læra ýmiss konar
færni. Sum börn hafa möguleika á því
að hafa mikinn stuðning heima en
önnur ekki af mismunandi ástæðum.
Þau geta átt foreldra sem ekki tala ís-
lensku, foreldra sem sjálfir þurfa
stuðning eða búa við félagslegan
vanda. Það eru allskonar ástæður
fyrir því að staða barna er mismun-
andi. Það er á ábyrgð okkar allra að
„Við þurfum að finna jafnvægi og traust á milli heimilis-
ins og skólans. Það þarf að tryggja að börnum sé trúað
og foreldrar séu virkir í að gæta réttinda barna sinna
en foreldrar þurfa líka að treysta skólanum, treysta
kennurunum fyrir því verkefni sem þeir hafa tekið að
sér og styðja þá og ekki vera að gagnrýna þá og rífa
niður það sem er verið að gera,“ segir Salvör.
Morgunblaðið/Hari
’Vegna þessarar togstreituþjást einstaklingar í þessusamfélagi og það er óbærilegtað það sé látið bitna á börnum,
að þau fái ekki þjónustu vegna
þess að það sé ágreiningur í
kerfinu og það sé ekki hægt að
koma sér saman um úrræði.