Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 60
Janúar Þegar enginn vildi spila fyrir Trump Fátt annað komst að í byrjun árs en yfirvof- andi upphaf embættistíðar Donalds Trump. Að venju var skipulögð heljarinnar vígsluhátíð í byrjun janúar en það reyndist þrautin þyngri að fá tónlistarfólk til að taka þátt í athöfninni. Meðal þeirra sögð voru hafa hafnað Trump voru Andrea Bocelli, Elton John, Céline Dion, Kiss, og Moby en listinn er mikið lengri. Að lokum tókst þó að fylla dagskrána en þekkt- ustu listamennirnir sem fram komu voru kántrísöngvarinn Toby Keith og hljómsveitin 3 Doors Down sem þekktust er fyrir lagið „Kryptonite“ frá árinu 2000. Annars hugar kærasti Vinsælasta „meme“ ársins, „Distracted boyfri- end“, lét fyrst á sér kræla í janúar. Fremst á myndinni er rauðklædd kona en fyrir aftan hana maður sem dáist að henni við mikla hneykslan samferðakonu sinnar. Myndin hef- ur getið af sér óteljandi endurtekningar þar sem hverjum leikmanni í sögunni er gefið nýtt nafn. Þannig hefur kærastinn verið æskan að renna hýru auga til sósíalisma á meðan kapít- alisminn horfir hneykslaður á en einnig köttur að dást að pappakassa á meðan dýra og flókna leikfangið situr eftir með sárt ennið. Nathan Heller, hjá The New Yorker, segir grínið hafa verið sérlega viðeigandi á árinu 2017. „(…)Gleðin við annars huga kærasta meme-ið var ekki ólík þeirri pervertísku ánægju sem kærastinn sjálfur upplifir,“ skrif- ar Heller. „Það leyfði Bandaríkjunum að beina athygli sinni frá mun mikilvægari skuldbind- ingum.“ Febrúar Með tvíbura í farteskinu Fræg pör áttu miklu barnaláni að fagna á árinu en engar fréttir vöktu þó jafn mikla at- hygli og tvíburatilkynning Beyoncé Knowles sem smellti myndum af sér á nærklæðunum á alnetið í febrúar. Litir og uppstilling mynd- arinnar bera augljósa vísun í myndir af Maríu mey frá tímum endurreisnarinnar, en líklega var það þó fremur framstæður magi R&B drottningarinnar sem gerði myndina að þeirri vinsælustu frá upphafi á Instagram, með yfir 11 milljónir „læka“. Þau Rumi og Sir fæddust svo í júní. Óskarsklúðrið mikla Aðstandendur kvikmyndarinnar La La Land voru komin langleiðina í gegnum þakkarræð- urnar eftir að hafa unnið Óskarinn fyrir bestu kvikmynd ársins þegar það kom í ljós að alvar- leg mistök höfðu átt sér stað. „Þetta er ekki grín, Moonlight vann fyrir Bestu kvikmynd ársins,“ tilkynnti Jordan Horowitz, framleið- andi La La Land, af sviðinu og salurinn saup hveljur. Í ljós kom að Warren Beatty hafði fengið rangt umslag afhent þegar hann steig á svið til að kynna verðlaunin ásamt Faye Dunaway. Endirinn var svo sannarlega ævintýralegur, ekki síst fyrir þær sakir að Moonlight fjallar um reynsluheim samkynhneigðs svarts drengs, en slíkar sögur eru bæði sjaldséðar og sjaldverðlaunaðar í Hollywood. Mars Stolinn samfestingur – stolin hjörtu Söngvakeppni sjónvarpsins sá landanum fyrir góðri skemmtun og að venju stóð einnig styrr um búninga kynnanna. Í þetta sinn voru það þó ekki fegurðarstaðlarnir einir sem rætt var um. Eitt kvöldið klæddist Ragnhildur Stein- unn nefnilega samfestingi, í hönnun Elmu Bjarneyjar Guðmundsdóttur, sem þótti aug- ljós eftirmynd af samfestingi úr vor- og sum- arlínu hátískumerkisins Balmain. Auðvitað var þó tónlistin í fyrirrúmi. Svala Björgvins og lagið „Paper“ fóru alla leið í Eurovision fyrir Íslands hönd en annar kepp- andi söng sig þó einnig inn í hug og hjörtu áheyranda. Hinn geðþekki Daði Freyr Pét- ursson hefur ekki slegið slöku við síðan heldur dælt út lögum, ábreiðum, vefþáttum og al- mennri gleði. Apríl Saga þernunnar Sjónvarpsþættirnir The Handmaid’s Tale, sem byggðir eru á samnefndri skáldsögu Margaret Atwood, hófu göngu sína í apríl. Þættirnir segja frá dystópískum veruleika í náinni framtíð þar sem strangtrúaðir aðilar hafa tekið völdin og titilpersónurnar, þern- urnar, hafa verið hnepptar í kynlífs- og barnsburðarþrældóm. Þættirnir vöktu sam- stundis gríðarlega athygli, ekki síst sökum þeirrar staðreyndar að efnistökin þóttu ríma óþægilega vel við blákaldan veruleikann. Þannig skrifaði Moira Weigel t.d. fyrir The New Yorker: „(...)nú þegar það eru menn við völd sem tala tungu- mál ódulins kvenhaturs, og nota trúarlegar hug- myndir til að réttlæta höft á líf kvenna, sjá aðdáendur söguna sem mótmælatákn.“ Þáttaröðin var valin besta dramaþáttaröð ársins á Emmy verð- laununum og er hún einnig talin sigur- strangleg á Golden Globe verðlaununum í janúar. Þegar Pepsi lagaði kynþáttamisréttið Þið þekkið söguna. Kylie Jenner er að pósa fyrir tískumyndatöku í óskil- greindri dyragætt – bara enn einn stífmálaður þriðjudag- urinn – þegar mótmælendur koma marserandi framhjá. „Hvað er í gangi, hugsar hún, hlessa á tilstandinu. Ungur Eitt sinn þótti flott að brjóta internetið en hetjur ársins, samkvæmt Time, brutu hinsvegar þögnina. Olnboganum á forsíðu tímaritsins er ætlað að tákna þá þolendur sem enn hafa ekki stigið fram. AFP Epalhommar, vondar píur og gosdósin góða Það er ógerningur að ætla að fara í smáatriðum yfir árið í poppkúltúr svo hér verður hundavaðið að nægja, frá Trump- tónleikum í upphafi árs til #metoo-byltingar við lok þess Anna Marsibil Clausen anna_clausen@berkeley.edu Óskarsverðlaunin fengu á sig farsakenndan blæ þeg- ar mistökin urðu ljós. AFP Þau Harry og Meghan þykja sýna meiri ástúð á almannafæri en hefð er fyrir hjá konungs- fjölskyldunni. AFP Myndin sem Áslaug Arna hafði á sinni persónu- legu Facebook síðu fór fyrir brjóstið á banka- stjóranum fyrrverandi, Ragnari Önundarsyni. Flestum þótti það þó helst segja eitthvað um hans hugarheim en ekki nokkurn skapaðan hlut um Áslaugu. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 DÆGURMENNINGARÁRIÐ 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.