Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 45
Þegar blaðamaður tók að spyrjast
fyrir um Íslending sem hefur elst
einstaklega vel þá beindust böndin
fljótlega að Ellert B. Schram, for-
manni Félags eldri borgara í Reykja-
vík. Ellert er 78 ára en virðist spræk-
ari en margir menn á þrítugsaldri.
Eiginkona hans, Ágústa Jóhanns-
dóttir, starfandi kennari og fyrirles-
ari, varð sextug á þessu ári og því ný-
orðin gjaldgeng í félagið sem Ellert
er í forsvari fyrir. Hún segir að ef-
laust hjálpi það til að halda Ellert
ungum að hann skuli eiga maka sem
er 18 árum yngri. „Það er ekki nokk-
ur vafi á að það er hvetjandi, og ef ég
ætti 42 ára kærasta væri ég aldeilis á
tánum,“ segir hún og hlær dátt.
Ellert segist aldrei hafa kviðið fyr-
ir því að eldast og yfirleitt hafi hann
litið svo á að með aldrinum kæmu ný
tækifæri. Ef benda ætti á eitthvað
eitt sem heldur Ellert hraustum þá
væri það hvað hann er duglegur að
hreyfa sig. Eins og lesendur vita var
Ellert í fremstu röð í knattspyrnunni
á sínum tíma og hann hefur stundað
íþróttir og líkamsrækt alla tíð. „Eftir
að ég varð of gamall fyrir fótboltann
tók ég upp á því á miðjum aldri að
stunda langhlaup, og eftir að
líkamsræktarstöðvarnar komu til
sögunnar hef ég verið duglegur að
sækja þær. Undanfarin fimmtán ár
hef ég síðan mætt samviskusamlega
á golfvöllinn yfir sumartímann,“ seg-
ir Ellert og kveðst að jafnaði stunda
líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum
í viku yfir veturinn.
Reynslunni ríkari
Þegar hann er spurður hvort eitt-
hvað sé farið að gefa sig nefnir Ellert
að helst sé minnið tekið að ryðga.
Vandinn sem um ræðir er þó eitthvað
sem fólk á öllum aldri kannast við:
„Þetta lýsir sér helst í því að ég hitti
fólk á förnum vegi og heilsa því, en
get ekki munað hvað viðkomandi
heitir eða hvenær við hittumst síðast.
Kannski er þetta bara afleiðing af því
að þekkja of marga,“ segir Ellert
glettinn.
Það vegur á móti nokkrum minni-
háttar gloppum í minninu að Ellert
hefur þroskast með aldrinum. „Þeg-
ar ég var yngri átti ég það til að vera
fljótur að láta hlutina fara í taug-
arnar á mér og bregðast við á ókurt-
eisan hátt. Með árunum held ég að
ég hafi náð tökum á þessum bresti,
og lífið hefur kennt mér að maður á
ekki að vera að röfla og kvarta eða
vera langrækinn.“
Ellert bætir því við að miklu máli
skipti fyrir aldrað fólk að halda
áfram að vera virkt félagslega, láta
gott af sér leiða og takast á við fjöl-
breytt verkefni sem halda huganum
skörpum. Þetta gerir Ellert m.a. með
því að vera virkur í starfi Félags
eldri borgara í Reykjavík, liggja yfir
krossgátum, spila bridge, sitja yfir
skrifum og lestri, og með því að
rækta tengslin við vini og vanda-
menn. „Mér þykir það nauðsynlegt
að fá að taka áfram þátt í samfélag-
inu, vera innan um annað fólk, vera
með og láta til mín taka, hjálpa til,
hafa nógu mikið að gera og hafa eitt-
hvað að hlakka til sérhvern dag. Svo
má ekki gleyma gleðinni.“
Hrukkur eru aukaatriði
Ágústa bætir við að það skipti líka
máli að hugsa vel um útlit og um-
hirðu, og ljóstrar hún því upp að hún
þurfi stundum að reka á eftir Ellert
að endurnýja hjá sér jakka og skyrt-
ur, svo hann tolli í tískunni og sé
huggulega til fara. Hún segir að
íþróttaiðkunin tryggi að Ellert sé
alltaf hreinn og strokinn. „Stundum
getur það gerst með aldrinum að
geta og færni til að halda sér hrein-
um og fínum minnkar hjá okkur. Það
er alltaf mikilvægt, hvort heldur við
erum unglingar eða fullorðin að huga
vel að líkamanum, halda honum
hreinum og ilmandi.“
Óhætt er að segja að árin hafi líka
farið vel með Ágústu og grunar hana
að skýringin kunni m.a. að vera sú
hvað hún er dugleg að bera á sig
krem sem næra húðina. „Það er líka
mikilvægt að velja gleðina, hlæja,
gleðjast og njóta þess að gefa af sér.
Ég er svo lánsöm að kenna bæði ung-
lingum sem og fullorðnu fólki og þar
fæ ég hvatningu til að vera glöð, gefa
af mér og njóta þess að vera í sam-
skiptum við aðra. Það er lykilatriði í
því að lifa lífinu lifandi.“
Hún bætir við að hrukkurnar séu
alls ekki eitthvað til að skammast sín
fyrir. „Ég er virk í kvennakórnum
Vox feminae og Óperukór Reykja-
víkur og finnst konurnar þar afskap-
lega sætar komnar yfir sextugt og
sjötugt, þó að nýjar hrukkur bætist
við með hverju árinu. Hrukkur
skipta í raun engu máli, en aftur á
móti er mikilvægt að bera sig vel,
hafa ákveðna reisn og spara ekki
brosið.“
ELLERT SCHRAM OG ÁGÚSTA JÓHANNSDÓTTIR LUMA Á NOKKRUM GÓÐUM RÁÐUM UM HVERNIG MÁ ELDAST MEÐ REISN
Lykilatriði að
vera virkur
Fegurðardrottningar keppa um titilinn Ms. Senior America í New Jersey í
október. Ágústa segir hrukkur ekki skipta máli en mikilvægt að bera sig vel.
Morgunblaðið/Ásdís
Ellert B. Schram Ágústa Jóhannsdóttir
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki,
félagsmönnum, viðskiptavinum
svo og landsmönnum öllum
velfarnaðar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Kaupfélag Skagfirðinga