Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 29
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Ég stóð á eldhúsgólfinu heima þegar ég heyrði umstöðu barna á Íslandi. Þetta var í lok janúar 2016,skýrsla Unicef á Íslandi sagði að 9,1% barnanna okk- ar liði mismikinn skort. Ég trúði varla eigin eyrum en tók samstundis þá ákvörðun að ef satt væri þá skyldi ég stofna stjórnmálaflokk sem myndi útrýma fátækt á Íslandi. Þetta voru ekki einungis tölur á blaði, þetta var satt. Ég settist fyrir framan tölvuna og aflaði mér allrar nauðsynlegrar þekkingar til að geta stofnað stjórnmálaflokk. Skömmu síðar fæddist Flokkur fólksins. Alþingiskosningar 2016 Óvænt var boðað til alþingiskosninga 29. október 2016 en þá var Flokkur fólksins að taka sín fyrstu skref. Margt gott fólk, hugsjónafólk, var tilbúið að leggja sitt af mörkum til að við ættum möguleika á að bjóða fram krafta okkar í þágu þeirra sem verst eru staddir í samfélaginu, þeirra sem fá ekki að njóta gæðanna og hagsældarinnar sem umvefur alla nema suma. Skemmst er frá því að segja að við hlutum 3,5% atkvæða á landsvísu. Það lögðu sem sagt tæplega sjö þúsund kjós- endur traust sitt á Flokk fólksins og gáfu okkur sitt dýr- mæta atkvæði. Ég er auðmjúk yfir allri þeirri velvild og þeim stuðningi sem okkur hefur verið sýndur. Allt þetta segir mér að það er þörf fyrir Flokk fólksins, blæs okkur byr undir báða vængi. Og þá fór ég að skæla Ríkisstjórnin sem mynduð var eftir kosningarnar 2016 sprakk í loft upp eins og allir þekkja. Við gengum aftur að kjörborðinu 28. október 2017. Kosningabaráttan var stutt en hörð. Margt flaut á fjör- una sem ég hefði aldrei látið hvarfla að mér að óreyndu að ég ætti eftir að upplifa. Það var kvöldið fyrir alþingiskosningarnar. Ég var mætt venju samkvæmt ásamt öðrum leiðtogum stjórnmálaflokk- anna í beina útsendingu á ríkisfjölmiðilinn eina sanna, RÚV. Okkur var stillt upp í boga, hlið við hlið, standandi þarna eins og steinrunnar styttur, starandi út í loftið á meðan við biðum prúð eftir því að röðin kæmi að okkur til að segja eitthvað gáfulegt, eitthvað magnað. Allt til að selja sig og málstaðinn, allt fyrir atkvæðið. Hugsanlega allir nema ég sem hef ekki hugmyndaflug í allan þennan póli- tíska hráskinnaleik sem ég hef nú fengið nasaþefinn af. Ekki það að ég hafi kært mig um að kynnast honum, en því miður fylgir hann með í pakkanum, hvort sem manni líkar betur eða verr. Til beggja hliða stóðu styttur eins og ég og biðu eftir því að röðin kæmi að þeim. Mér fannst allt í einu að þetta væru vélmenni, eitthvað sem var ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og þá hugsjón sem ég var að berjast fyrir. Þau stóðu þarna og sungu fallega, lofuðu öllu fögru hvert í kapp við annað. Ég áttaði mig skyndilega á því að ég trúði ekki orði af því sem þau voru að segja. Ég fann hvernig kökkurinn myndaðist í hálsinum og fannst ég vera að kafna. „Guð minn góður, var ég virkilega að brotna niður í beinni út- sendingu, nú á þessari ögurstundu,“ hugsaði ég. Skyndilega var röðin komin að mér. Ég gat með naum- indum stunið upp fyrstu orðunum áður en eitthvað brast og ég fór hreinlega að skæla. Ég hafði áttað mig á því að hér stóð ég í leikhúsi fáránleikans. Mér fannst holur hljómur allt um kring og engin hugsjón, enginn virkilegur baráttu- andi og vilji til að gera betur fyrir fólkið okkar. Ég fór að hugsa til allra þeirra sem höfðu komið til okkar í baráttunni og leitað eftir stuðningi. Þeirra sem eiga í engin hús að vernda, til öryrkja og aldraðra sem þurfa að glíma við kerfi sem heldur þeim í gildru fátæktar. Til fátækra barnafjöl- skyldna sem ekki ná endum saman og eiga í erfiðleikum með að fæða og klæða börnin sín. Grenjað okkur á þing? Samkvæmt skoðanakönnunum mældist fylgi Flokks fólks- ins á landvísu ekki nema um 3,5% nokkrum dögum fyrir kosningar. Það er skemmst frá því að segja að þegar talið var upp úr kjörkössunum að kvöldi kjördags hafði Flokkur fólksins tvöfaldað fylgi sitt frá árinu áður. Hann hlaut tæp 7% atkvæða í kosningunum og fjóra menn kjörna á þing. Gárungarnir vilja meina það að ég hafi grenjað okkur á þing, hvað svo sem þeir hafa fyrir sér í því. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum komin með aðgang að öflugasta ræðustól landsins, og það í boði þeirra sem við erum að berjast fyrir af öllu afli. Við höfum öll sem eitt í þingflokki Flokks fólksins unnið að því að gera okkur sýnileg á þingi. Að láta í okkur heyra, að nýta okkur þá aðstöðu sem við nú erum komin með. Ég er stolt af því að segja ykkur frá því, að Flokkur fólksins hefur ekki einungis lagt fram frumvarp til laga, sem kveður á um það að afnema skerðingar á launatekjur eldri borgara sem við teljum bæði réttlætis- og lýðheilsu- mál, heldur komum við líka fram með sérstaka umræðu um fátækt á Íslandi nú á milli jóla og nýárs. Það gladdi mig innilega að sjá hvað umræðunni var almennt vel tekið. Dropinn holar steininn. Sköpum betri tíma Ég trúi því að fyrr en seinna munum við landsmenn taka saman höndum hvar í flokki sem við stöndum og útrýma þjóðarskömminni fátækt saman. Því ef það er einhvers staðar mögulegt þá er það hér í okkar ríka og gjöfula landi. Gleðilegt nýtt ár. INGA SÆLAND, FORMAÐUR FLOKKS FÓLKSINS Útrýmum fátækt ’ Ég trúi því að fyrr enseinna munum við landsmenn taka saman höndum hvar í flokki sem við stöndum og útrýma þjóðar- skömminni fátækt saman. Því ef það er einhvers staðar mögulegt þá er það hér í okkar ríka og gjöfula landi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.