Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 18
LEXÍUR 2017 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017 Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? Það sem ég hef lært 38 að aldri er að líf- ið er ekki „línulegt“ ástand, það tekur breytingum, Þessa setningu sagði kær vin- kona við mig á erfiðum tíma og ég trúði því ekki þá en sá eftir á hvað hún er rétt. Lífið tekur okkur í ferðalag og maður verð- ur stundum að fara í gegnum erfiðu stund- irnar til að geta upplifað þær góðu. Stund- um finnst manni eins og erfiði tíminn ætli engan enda að taka en svo gerist það allt í einu og þá verður maður að muna að njóta góða tímans sem gengur í garð. Kosturinn við það að eldast er að maður kann betur að meta hann með þakklæti í hjarta.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfri þér fyrir nýja árið? „Það sem ég mundi vilja hafa í huga á næsta ári er tvennt. Taktu einn dag í einu og þolinmæði þrautir vinnur allar, væna mín.“ HELGA ARNARDÓTTIR, YFIRRITSTJÓRI OG FJÖLMIÐLAKONA Lífið ekki línulegt ástand Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Sem stjórnmálamaður hef ég lært að setji maður sér markmið, hafi skýra sýn og vinni að þeim og hlusti eftir því sem fólk hefur að segja þá er hægt að virkja þann já- kvæða kraft og gleði sem felst í samvinnu fjöldans. Mestu skiptir að hverjum og einum sé sýnd virðing og traust og að hver og einn fái að njóta sín.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráð- ið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja árið? „Taka áskorunum og vera op- inn fyrir nýjum tækifærum, en á sama tíma að hlúa að því sem er mikilvægast í lífinu sem er fjöl- skylda, vinir og eigin heilsa. Árið 2018 verður ár lýðheilsu, bæði einstaklinga og samfélagsins.“ SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, SAMGÖNGU- OG SVEITARSTJÓRNARRÁÐHERRA Öllum sé sýnd virðing Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Í fyrsta lagi hvað það getur verið snúið að safna peningum til að reyna að eiga fyrir útborg- un í íbúð. Líka að það er mikil- vægt að láta drauma sína ræt- ast, þótt það geti stundum verið pínu sársaukafullt. Svo hef ég lært það líka að fólk sem maður taldi sig geta treyst og leit upp til getur brugðist. En um leið hef ég lært að það þýðir ekkert að dvelja við eitthvað neikvætt. Ef þú horfir til þess sem þú hef- ur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja árið? „Númer eitt, tvö og þrjú: Aldrei gefast upp. Hafa fulla trú á draumum sínum og reyna að ná þeim sama hvað það kostar innan skynsamlegra marka. Ekki láta fólk sem veit ekkert hvað það er að tala um hafa of mikil áhrif á sig – og hlusta frekar á fólk sem hefur vit á því sem maður er að spá og hlusta á ráðleggingar þess. Þá finnst mér mjög mikilvægt að reyna alltaf að láta gott af sér leiða. SÆVAR HELGI BRAGASON STJÖRNUFRÆÐIKENNARI Erfitt að safna fyrir íbúð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Á þessu ári tók ég töluverða áhættu, bæði póli- tíska og persónulega, og tel að ég hafi lært það að miklu skiptir að fylgja sinni eigin sannfæringu og tilfinningu ef maður á að vera sáttur við sjálfan sig. Ég lærði líka að maður lærir ekki spænsku í ein- um grænum fjórum dögum fyrir Spánarferð, að þegar maður er kominn yfir fertugt þarf maður eiginlega helst að fara að hreyfa sig og alls konar fólk er skemmtilegra en það virðist við fyrstu sýn.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfri þér fyrir nýja árið? „Besta ráðið sem ég gæti gefið sjálfri mér út frá lærdómi liðins árs er að hafa dyrnar opnar fyrir óvæntum straumum og vera þannig tilbúin að taka á móti tækifærunum. Og að hætta ekki að hreyfa mig þó að lítið hafi nú gengið í þeim málum á undanförnum vikum út af svolitlu.“ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA Morgunblaðið/Árni Sæberg Maður lærir ekki spænsku á fjórum dögum Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Það sem ég lærði á árinu er að tíu ár eru allt of fljót að líða og lífið er allt of stutt fyr- ir léleg dekk, lélega hnífa, ódýrt rauðvín og vond föt.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja ár- ið? „Ráð mitt er nákvæmlega það sama og ég lærði. Að muna að lífið er of stutt fyrir léleg dekk, lélegar rúðu- þurrkur, bitlausa hnífa, vont rauðvín og ljót föt. Og einnig að 10 ár í viðbót verða fljót að líða. Ég ætla að gera eitt- hvað í þessu öllu.“ VILHELM ANTON JÓNSSON EÐA VILLI NAGLBÍTUR Lífið er of stutt fyrir ljót föt og vont rauðvín Getty Images ’Þegar maður er kominnyfir fertugt þarf maðureiginlega helst að fara aðhreyfa sig og alls konar fólk er skemmtilegra en það virðist við fyrstu sýn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.