Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 19
Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Á árinu sem leið lærði ég að vera þingmaður, hvaða verkfæri ég hef sem slíkur til þess að láta gott af mér leiða og hvernig ég upplifi mig í þessu nýja hlutverki mínu. Mér finnst mjög gaman að vera þingmaður og hlakka til að læra meira. Þingmennskan er í eðli sínu mjög fjölbreytt starf og því fylgir ótrúlega fjölbreytt fræðsla um allt milli himins og jarðar. Mér finnst ég því margfalt ríkari af upplýsingum sem og áhugaverðri reynslu eftir árið 2017. Mikilvægasti lærdómurinn var að sjá að hlutverk þingmanna er að ljá öðrum rödd sína til þess að auka áhrifamátt þeirra í valdakerfi sem gjarnan hundsar almenning.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upp- lifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gæt- ir gefið sjálfri þér fyrir nýja árið? ÞÓRHILDUR SUNNA ÆVARSDÓTTIR ÞINGMAÐUR Ríkari af upplýsingum Morgunblaðið/Hari 31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Getty Images/iStockphoto Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Þetta var ár uppskeru hjá mér, þar sem ég fékk að njóta og upplifa það sem ég hef unnið að. Bæði í vinnunni og heim- ilislífinu þar sem börnin eru orðin aðeins stærri og svona. Það sem ég hef því lært er hvað maður uppsker eins og maður sáir og mikilvægt að standa með sér og fylgja draumum sínum og skila af sér góðu verki til að fara í það næsta. Ég hafði tækifæri til að ferðast mikið, vinnutengt og með fjölskyldu og sá þá hvað það er gaman að hitta fólk, hvað við erum öll lík, sama hvort við búum í Kína eða Ís- landi og hvað það er mikið af góðu fólki til. Svo varð ég fertug og lærði hvað mér finnst gott að eldast og þroskast um leið kannski pínulítið. Ég lærði líka að sumt hefur miklu meiri áhrif á mann en mann getur órað fyrir. Hug- rekki kvennanna sem stigu fram í byltingum svo sem #metoo og hvernig karlar og konur byrjuðu að hlusta, þessi stóra heimsáköllun um kúlt- úrbreytingu litaði auðvitað ár- ið en það sem kom mér á óvart var hvernig ég lamaðist hrein- lega inni í mér. Þegar ég sat heima og las sögu eftir sögu varð ég miður mín og hrædd og fann óvæntar tilfinningar eins og að vilja hreinlega næstum stoppa þetta allt saman, í stað þess að valdeflast. Mér fannst svo erfitt að horfast í augu við hvað hefur verið látið viðgang- ast. Lærdómurinn fyrir mig og alla er að reyna að læra af þessum sögum, með virð- ingu og hlustun að leið- arljósi.“ Ef þú horfir til þess sem þú hef- ur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfri þér fyrir nýja árið? „Að vera opin í því að leita að nýjum verkefnum sem halda mér á tánum sem listamanni, sá góðum fræjum, hlusta á þær hugmyndir sem koma til mín og rækta garðinn minn, fjöl- skylduna. Pabbi ráðlagði mér allltaf að passa að brenna kert- ið ekki í báða enda, ég ætla að fara eftir því, og hlæja mikið.“ SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR LEIKKONA Fyrstu viðbrögð komu á óvart Morgunblaðið/Ásdís Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Tilfinningar þarf ekki að merkja. Mamma sagði mér það, allir vita það, ég er nýbúin að skilja þetta, tilfinningar þurfa aðallega traust. Svo hef ég lært að heimurinn eins og hann er er ekki börnunum bjóðandi; honum verður að breyta mikið þeirra vegna.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfri þér fyr- ir nýja árið? „Fyrir mörgum árum gerði ég það nýárs- heiti að geyma peningavesið í vinstri rass- vasa og segja alltaf satt, ári síðar hugsaði ég með mér: best að fara að plata smá en var þá orðin háð því að segja satt. Nú veit ég að sannleikur er flókið fyrirbæri, stundum blekking, skraut, góð ástæða fyrir einhverju skemmtilegu, ég get samt ekki útskýrt til- finninguna. Á næsta ári ætla ég að leita skilnings, þekk- ingar, visku og fegurðar og óska mér að hitta vitring eins og í ævintýrum - kerlingu - dverg - í jarðhýsi með strompi á.“ KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Tilfinningar þurfa traust Morgunblaðið/Ómar Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Ég komst að því að ég er við- kvæmari fyrir gagnrýni en ég hafði talið, miklu viðkvæmari, og jafnvel óþroskaðri í persónulegum sam- skiptum en ég hef þóst. Oft ósann- gjarn og yfirleitt þver, sem er ómöguleg nálgun við tilveru sem er svotil mæralaus urð misgrárra tóna. En ég þykist svo sem líka hafa lært að ef ég er meðvitaður um þetta rugl mitt og viljugur get ég bætt mig dálítið. Kannski helling, tíminn leiðir það væntanlega í ljós. Ég vona það besta, sjálfum mér til handa. Og öðrum reyndar líka, ef ég væri spurður.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja árið? „Slappaðu af, maður. Vertu ekki svona ægilega dramatískur alltaf hreint. Andaðu bara djúpt og hlust- aðu. Dramatískir karlar eru til ei- lífra vandræða, einsog skarpskyggn vinkona mín benti mér réttilega á. Hófleg dramatík er af hinu góða, lofar okkur að skynja lífsmark með okkur, en ofurviðkvæmni er full- komlega óþolandi. Það er því mið- ur mikilvægt að bæði hlusta og hugsa, áður en maður byrjar að gjamma.“ KÖTT GRÁ PJÉ, SKÁLD OG RAPPARI Óþroskaðri en ég hef þóst Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Ég er svo lánsamur að geta ferðast út um allan heim og þar með kynnst ólíkum þjóðum og menningarheimum. Það sem stendur upp úr í öllum þessum ferðalögum er hversu heppin við Íslendingar erum að alast upp og búa hér á landi. Það er í raun magnað hvað litla Ísland stendur sig vel nánast á öllum svið- um og ég vona að við berum gæfu á nýju ári til að hrósa hvert öðru aðeins meira fyrir það sem vel er gert og vera þakklát fyrir það sem við höfum.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja árið? „Við búum í dag í síbreytilegum heimi þar sem hraðinn er orðinn svo mikill að allt um- hverfi okkar, heilsa og aðstæður geta breyst á svipstundu. Það er því lykilatriði að kunna að njóta augnabliksins og lifa í núinu með vinum og fjölskyldu en jafnframt að halda áfram að læra alla ævi og vera forvitinn og opinn fyrir nýjungum.“ SKÚLI MOGENSEN FORSTJÓRI Hrósa hvert öðru aðeins meira Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Að halda gleðinni, þakklætinu og ástríðunni fyrir þessu frábæra starfi sem ég hef. Að muna að ég nýt mikilla forréttinda að fá að sinna þing- mennsku og gleyma því aldrei að það gætu komið kosningar á morgun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.