Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 47
Það vakti mikla athygli fyrr á árinu
þegar franska tískuhúsið Balenciaga
sýndi bláa tösku á herratískuvikunni í
París í vor, innblásna af FRAKTA tösku
IKEA.
Þrátt fyrir mikil líkindi er það þó
kannski verðið sem skilur þessar bláu
töskur helst í sundur en FRAKTA task-
an úr IKEA kostar 95 kr. en taskan frá
Balenciaga kostar um 237.000 kr. Mál-
ið var tekið fyrir á Twitter og í kjölfarið
sendi IKEA frá sér skondna auglýsingu,
sem eins konar skot á tískuhúsið sem
bar yfirskriftina:
„Hvernig þekkja
á ekta IKEA
FRAKTA tösku
frá eftir-
líkingum.“
Alexandra
Shulman sagði
starfi sínu lausu
sem ritstjóri
bresku útgáfu
Vogue eftir 25 ár
hjá tímarítinu í
janúar 2017. Í
apríl var síðan tilkynnt að Edward
Enninful tæki við keflinu. Enninful
er fyrsti karlmaðurinn til þess að
stýra tímarítinu í 101 árs sögu
þess. Fyrsta tölublað undir stjórn
Enninful kom út í desember en
það var fyrirsætan og aktívistinn
Adwoa Aboah sem príddi forsíð-
una og má búast við að Enninful
ætli að fara með tímaritið í örlítið
aðra átt en hefur verið.
Edward Enninful er fyrsti karlmað-
urinn til þess að stýra tímaritinu.
Breytingar
hjá Vogue
31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Lancome
Énergie de Vie er kornamaski sem er
nuddað á húðina og fjarlægir óhreinindi
á fimm mínútum. Leirmaskinn frá
Énergie de Vie hreinsar bæði húðina og
nærir og verndar fyrir mengun. Tvenna
sem gefur húðinni frísklegt start inn í
nýtt ár og ilmar dásamlega.
Selected
13.990 kr.
Töff blúndukjóll í
þægilegu sniði.
GS Skór
32.995 kr.
Ökklastígvél frá
Billi Bi með hlé-
barðamunstri.
Zara
8.995 kr.
Æðislegur kögur-
partýjakki.
Zara
4.595 kr.
Skemmtilegt sam-
kvæmisveski.
Í þessari viku...
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
Um áramótin finnst mér alltaf gaman að pæja
mig vel upp. Þó er stefnan að þessu sinni tekin í
einskonar afslöppun erlendis þar sem sé fyrir
mér að bera á mig maska og allskonar girnileg-
ar húðvörur og liggja þess á milli í sólbaði. Held
að það sé bara hin fullkomna byrjun á góðu ári.
Stefánsbúð
28.900 kr.
Handgert skart frá Jacco Paris úr
Swarovski steinum og perlum.
Sally Hansen
995 kr.
Geggjað glimmer-
naglalakk frá Sally
Hansen. Númer
710.
Nokkur af stærstu tísku-
húsum heims, Gucci,
Michael Kors og Jimmy
Choo, tilkynntu á árinu
að þau hygðust hætta
notkun á ekta loðfeldi.
Fleiri tískuhús á borð
við Stellu McCartney,
Calvin Klein, Ralph Laur-
en og Armani eru hætt
að nota ekta loðfeld í
hönnun og framleiðslu.
Má því búast við að enn
fleiri tískuhús geri slíkt
hið sama árið 2018.
Gucci er meðal
tískuhúsa sem hættu
notkun á alvöru-
loðfeldi á árinu.
Tískuhús
hætta að
nota alvöru-
loðfeld
Á sýningu Versace fyrir sumarið 2018, á
tískuvikunni í Mílanó í september, heiðr-
aði Donatella Versace bróður sinn, Gi-
anni, sem lést fyrir 20 árum. Versace
sýndi línu sem var innblásin af eftir-
minnilegustu hönnun hans.
Í lok sýningarinnar gengu síðan ofur-
fyrirsætur tíunda áratugarins, þær Cindy
Crawford, Naomi Campbell, Claudia
Schiffer, Carla Bruni, og Helena Chris-
tensen, tískupallinn hönd í hönd og
sungu með lagi George Michael, Free-
dom, líkt og þær gerðu á sýningu Ver-
sace árið 1991.
Ofurfyrisætur tíunda ára-
tugarins á sýningu Versace.
Heiðruðu minningu
Gianni Versace
Það kom mörgum á óvart þegar
listrænn stjórnandi breska tísku-
hússins Burberry til 17 ára, Christ-
opher Bailey, sagði starfi sínu
lausu í október.
Bailey mun þó starfa hjá tísku-
húsinu fram í lok mars 2018. Enn
er óvitað hver tekur við starfi hans
og hvert hann stefnir.
Enn er óvíst hver tekur við sem list-
rænn stjórnandi Burberry.
Christopher
Bailey kveður
Burberry
Hátískuhönnuðurinn Azzed-
ine Alaïa lést í nóvember á
þessu ári 82 ára að aldri.
Alaïa var snillingur í sínu
fagi, einstakur í sníðagerð og
að klæða form kvenlíkamans.
Stjörnur á borð við Grace
Jones, Madonnu, Rihönnu og
Victoriu Beckham eru meðal
þeirra sem hafa klæðst hönn-
un hans.
Azzedine
Alaïa fellur frá
Azzedine Alaia
lést í nóvember.
Tískufréttir ársins
Í lok árs er gaman að líta yfir árið og það sem stóð upp úr á árinu 2017. Það
var þónokkuð sem vakti athygli á þessu viðburðaríka tískuári.
Óvæntasta tískufyrirmynd
ársins er án efa söngkonan
Céline Dion. Dion mætti á
hátískuvikuna í París í júlí
og vakti hún verðskuldaða
athygli. Söngkonan leit
stórglæsilega út í heitasta
tískufatnaði ársins.
2017 er án efa besta
tískuár Céline Dion hingað
til.
Céline Dion vakti gríðarlega at-
hygli þegar hún steig inn í tísku-
senuna í heitustu hönnun ársins.
Céline kom
sá og sigraði
Kaia Gerber, 16 ára, dóttir of-
urfyrirsætunnar Cindy Craw-
ford gekk tískupallana fyrir
stærstu hönnuði tískuheims-
ins á tískuvikunni í sept-
ember. Gerber gaf móður
sinni ekkert eftir og vakti hún
mikla athygli og í kjölfarið er
hún orðin ein af vinsælustu
fyrirsætum tískuheimsins.
Kaia Gerber er dóttir ofur-
fyrirsætunnar Cindy Crawford.
Umtalaðasta
fyrirsætan
Balenciaga sækir
innblástur í IKEA
Töskurnar tvær
þykja keimlíkar.