Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017
S
alvör Nordal tók við emb-
ætti umboðsmanns barna
í sumar og hefur því feng-
ið nokkra mánuði til að
kynnast starfinu. Hún er
skipuð til fimm ára en umboðsmaður
má vera í embættinu í tíu ár líkt og
tveir forverar hennar í starfi hafa
gert. Það er kannski of snemmt að
spyrja Salvöru hvort hún ætli að leika
það eftir en það er ekki of snemmt til
að forvitnast um hvernig starfið legg-
ist í hana. „Ég hafði verið að hugsa
um að breyta eitthvað til,“ segir Sal-
vör og svarar því játandi að starfið
leggist vel í hana. Hún er með annan
bakgrunn en forverar hennar sem
hafa allir verið lögfræðingar. Þegar
starfið var auglýst var henni bent á
að það krefðist ekki lögfræðimennt-
unar en Salvör er doktor í heimspeki
og hefur kennt siðfræði við Háskóla
Íslands og var forstöðumaður Sið-
fræðistofnunar.
Útúr fræðilega rammanum
„Í náminu einbeitti ég mér einkum að
siðfræði og réttarheimspeki. Á síð-
ustu árum hef ég komið að mörgum
mikilvægum verkefnum, var í sið-
fræðihópnum, sem vann með rann-
sóknarnefnd Alþingis og var formað-
ur stjórnlagaráðs. Eitt af því sem ég
hafði verið að hugleiða í framhaldinu
var hvernig ég gæti nýtt minn fræði-
lega bakgrunn í stefnumótun og til
góðra áhrifa í samfélaginu. Það er
enginn málaflokkur mikilvægari og
meira spennandi en sá sem lýtur að
börnum,“ segir hún og bætir við að
málefni barna snerti allt samfélagið.
„Það er enginn málaflokkur þar
sem börn koma ekki að. Samgöngu-
mál, skipulagsmál, börn skipta alls-
staðar máli. Skólakerfið skiptir auð-
vitað mjög miklu máli en við þurfum
að hafa sjónarmið barna allsstaðar.
Þetta er stórt málasvið og af ýmsu að
taka, mér finnst þetta afar spennandi
en einnig mikil áskorun,“ segir hún.
„Umboðsmaður er hluti af stjórn-
kerfinu en er samt mjög sjálfstætt
embætti. Það heyrir undir forsæt-
isráðuneytið en sá sem gegnir emb-
ættinu mótar áherslur hverju sinni.
Hingað berast mörg erindi og við höf-
um skyldu til að leiðbeina fólki en það
er ekki þannig að fólk geti kært mál
hingað. Við skerum ekki úr um ein-
stök mál og tökum ekki til meðferðar
persónulegan ágreining á milli ein-
staklinga. Fólk getur ekki kært það
hvernig einhver mál hafa farið í
stjórnkerfinu. Við höfum heimild til
að kalla eftir upplýsingum og metum
hvað megi betur fara ef það þarf að
breyta lögum eða að ákveðin máls-
meðferð taki ekki tillit til barna eða
eitthvað slíkt.“
Hún segir að það hafi verið rætt
hvort embættið ætti að hafa úrskurð-
arvald en það séu kostir og gallar við
það fyrirkomulag og gallarnir væru
helst þeir að það tæki svo mikinn
slagkraft frá öðrum verkefnum.
Kosturinn væri að geta aðstoðað börn
með beinni hætti.
Helsta verkefni embættisins er að
standa vörð um réttindi barna en eru
réttindi barna vel tryggð á Íslandi?
„Ég vildi að ég gæti sagt skýlaust
já en ég get það ekki. Í samanburði
við margar aðrar þjóðir stöndum við
vel en við þurfum að gera mun betur.
Ég fagna því alveg sérstaklega að það
er talað óvenju mikið um börn í
stjórnarsáttmálanum og vitnað í
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Ég bind miklar vonir við að hags-
munir barna verði settir framarlega í
starfi þessarar ríkisstjórnar,“ segir
hún en í stjórnarsáttmálanum segir
að framfylgja þurfi ákvæðum Barna-
sáttmálans, m.a. um aukin áhrif
barna í samfélaginu.
Þátttökuréttur mikilvægur
Salvör segir að það sé mikil áhersla á
það nú að öll börn hafi rétt til að tjá
sig og hafa áhrif. „Það er mikilvægt
að efla vitund um þennan rétt barna í
okkar samfélagi,“ segir hún en eitt af
því sem umboðsmaður barna gerir til
þess er að starfrækja ráðgjafarhóp. Í
hópnum eru unglingar á aldrinum 13
til 18 ára sem eru umboðsmanni
barna innan handar með ráðgjöf um
málefni barna og ungmenna og rétt-
inda og hagsmunamál þeirra.
Hugmyndin er að efla þetta starf
og að stofnanir hafi í meira mæli ráð-
gjafarhópa þar sem leitað verði sjón-
armiða barna. Salvör nefnir sem
dæmi að ráðgjafarhópurinn hafi átt
sérlega vel heppnaðan fund með
Embætti landlæknis í haust.
„Ungmennin hittu landlækni, sótt-
varnarlækni og fleiri starfsmenn og
ræddu málefni sem snerta þau og þá
fann maður hvað það er mikilvægt
fyrir stofnanir að geta átt milliliða-
laust samtal við ungt fólk. Við þekkj-
um það í allri umræðu um lýðræði að
þátttaka þarf að vera þannig að við
þurfum að ná í sem fjölbreyttastan
hóp barna og taka síðan tillit til þess
sem þau segja. Það þarf að finna leið-
ir til að koma tillögum þeirra og rödd
inni í kerfið,“ segir Salvör og útskýrir
að þátttaka barna efli þau. „Þau eiga
að fá að segja sína skoðun varðandi
umhverfi sitt. Það þroskar þau og efl-
ir lýðræðisvitund þeirra og er mik-
ilvægt fyrir framtíðina.“
Þarf að hlusta á börnin
Rödd barna þarf að heyrast í deilum
um forsjá, umgengni og búsetu. „Það
þarf að hlusta á börnin, ekki bara
þegar þau eru 12 eða 14 ára heldur
líka yngri börn. Í Barnasáttmálanum
eru engin mörk varðandi aldur, okkur
ber að finna leiðir til að fá skoðanir
þeirra fram og taka tillit til sjón-
armiða þeirra. Það er vaxandi skiln-
ingur á þessu atriði. Sem dæmi má
nefna að Hæstiréttur vísaði nýlega
máli um lögheimili og umgengisrétt
aftur í hérað því það hafði ekki verið
leitað eftir sjónarmiðum barnsins.
Hér áður fyrr voru börn flutt hreppa-
flutningum og ekki spurð að einu eða
neinu en sem betur fer hefur það
breyst. Oft hafa börn skýra hugmynd
um hvar þau vilja vera og hvar þeim
líður vel og á það þarf að hlusta.“
Hún segir áhrif barna vera að
aukast í samfélaginu, ekki síst í skóla-
samfélaginu. Samráðshópum með
börnum og fullorðnum fjölgar. „Þau
hafa skoðanir á skólalóðinni, matnum
og tilhögun á frímínútum og alls-
konar hlutum. Þetta er alltaf að koma
inn meir og meir. Þetta eflir börnin
og skapar betra skólasamfélag.“
Er ekki líklegra að manneskja sem
elst upp við þetta samráð haldi áfram
að tjá sig sem fullorðinn ein-
staklingur? „Jú, ekki spurning. Við
erum bæði að hugsa um að barnið
hafi réttindi hér og nú vegna þess að
það er sjálfstæður einstaklingur en
fyrir þessu eru líka ákveðin nytjarök;
að þessi áhersla muni efla barnið í
framtíðinni og skila betri árangri fyr-
ir viðkomandi í framtíðinni og sam-
félagið til lengri tíma. Auðvitað þarf
samráð að vera með réttum hætti
eins og þegar verið er að tala við ung
börn um erfið mál en þá þurfa sér-
Salvör tók við embætti um-
boðsmanns barna í sumar.
Morgunblaðið/Hari
Raddir barna þurfa að heyrast
Mikilvæg viðhorfsbreyting er að verða til barna í samfélaginu og þátttaka þeirra á öllum sviðum er nauðsynleg, segir Salvör
Nordal, nýr umboðsmaður barna. Hún segir ákveðna hópa barna hafa orðið útundan vegna togstreitu í kerfinu og að börn í leit
að alþjóðlegri vernd séu í sérstakri hættu. Foreldrar verða að treysta menntakerfinu og styðja við bakið á kennurum.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
’Hér áður fyrr voru börn flutthreppaflutningum og ekkispurð að einu eða neinu en sembetur fer hefur það breyst. Oft
hafa börn skýra hugmynd um
hvar þau vilja vera og hvar þeim
líður vel og á það þarf að hlusta.