Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 17
Við sendum landsmönnum hlýjar kveðjur 569 6900 08:00–16:00www.ils.is Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi árum 31.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „2017 var gríðarlega lærdómsríkt fyrir mig. Ég hóf árið á TED-fyrirlestri sem vakti heimsathygli. Þar ræddi ég um of- beldisreynslu sem flestir þolendur þegja yfir. Mig óraði ekki fyrir því að einungis nokkrum mánuðum síðar myndi #metoo-hreyfingin breiðast út um allan heim, né að skyndilega yrðu milljónir þol- enda búnar að rjúfa þögnina á sama hátt og ég. Ég lærði líka að ef maður gefur út bók í átta löndum samtímis neyðist mað- ur til að treysta útgefandanum á hverjum stað, þótt maður botni ekkert í hvers vegna einhver ákveðin bókarkápa varð fyrir valinu. Mér fannst íslensk stjórn- málamenning afhjúpa sig á árinu, en ég varð fyrir vonbrigðum með að ofbeldis- forvarnir og umbætur í kynferðisbrota- málum fengju ekki meira vægi í kosn- ingum haustsins. Ég tel að það sé hluti af skýringunni á því að #metoo-hreyfingin á Íslandi varð jafn sterk og raun ber vitni, þolendur eru hreinlega komnir með nóg. Ég lærði að meta Instagram, finnst það langskemmtilegasti samfélagsmiðillinn í dag, lærði að iðka yoga á hótelher- bergjum víða um heim og hvernig á að losa fræ úr granateplum.“ Besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfri þér á nýju ári? „Ég vil fara með æðruleysi inn í 2018 og sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Ég vil breyta heiminum, helst í gær, þann- ig að við njótum öll sömu tækifæranna í lífinu og ofbeldi líðist ekki í neinni mynd. Ég ætla að halda þeirri baráttu áfram en þegar starfsvettvangurinn stækkaði skyndilega og fór úr því að takmarkast við Ísland yfir í allan heiminn varð mér ljóst að það er nauðsynlegt að ég velji vel mína bardaga. Ég ætla að vera duglegri að biðja um aðstoð þegar ég þarf á henni að halda, en sem einyrki er ég svo vön að þurfa að leysa allt sjálf að stundum stein- gleymi ég öllu því dásamlega fólki sem ég er svo heppin að þekkja og er stundum með miklu betri lausnir en ég. Hvað hversdagslegri hluti varðar vil ég líka taka djarfari ákvarðanir með litaval á komandi ári, fækka svörtu flíkunum í fataskápnum og mála veggina á heimilinu í lit. Lífið er fjarri því svarthvítt og gott að njóta allra blæbrigða regnbogans.“ ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Velja mína bardaga Morgunblaðið/Golli Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Á árinu sem er að líða missti ég afar dýrmætan vin og samstarfsmann. Mér finnst ég líta tilveruna öðrum augum eftir frá- fallið.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráðið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja árið? „Mikilvægi þess að lifa líf- inu þakklátur fyrir allt sem maður hefur: vini, fjöl- skyldu, góða heilsu og allt sem maður fær að fást við, upplifa og læra.“ BJARNI BENEDIKTSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Sé tilveruna með öðrum augum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hvað finnst þér þú hafa lært á árinu sem er að líða? „Ég hef lært að sýna þolinmæði og einnig hef ég lært að njóta augnabliksins. Þolinmæðina hef ég lært af því að þurfa að kljást við mín meiðsl. Að læra að meta augnablikið er það sem ég lærði þegar við í karlalandsliðinu í knattspyrnu komumst á Heimsmeistaramótið næsta sumar, að njóta þess að fanga nákvæmlega það augna- blik inni í mér.“ Ef þú horfir til þess sem þú hefur upplifað, reynt og lært á árinu sem er að líða, hvert er besta ráð- ið sem þú gætir gefið sjálfum þér fyrir nýja árið? „Ég gef mér það ráð að gefast aldrei upp. Ef maður leggur sig nógu mikið fram, án þess að gefast upp, er alltaf hægt að ná markmiðum sín- um. Setja sér markmið og hætta ekki fyrr en því markmiði er fyllilega náð.“ ARON EINAR GUNNARSSON LANDSLIÐSFYRIRLIÐI Hef lært að sýna þolinmæði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.