Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2017
„Við stefnum á sambærilegan fjölda og í fyrra og vonandi fleiri,
en 1600 manns tóku þátt í fyrra. Þetta er orðið að einu stærsta
hlaupinu, sem er sérstakt af því það er haldið 31. des. Það er
spáð hægviðri og frosti sem er ekkert mál, svo lengi sem það er
ekki hávaðarok,“ segir Inga Dís Karlsdóttir, hlaupstjóri Gaml-
árshlaups ÍR sem fer fram í 42. sinn á gamlársdag.
Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja
skemmtilegan svip á hlaupið. „Þarna mæta okkar sterkustu
hlauparar en meginþorri fólksins mætir til að gera sér glaðan
dag. Þarna eru stórir vinahópar og hlaupahópar og það er hægt
að taka börnin með,“ segir Inga Dís, en auk hlaupaverðlauna
eru veitt verðlaun fyrir bestu búninganna.
Hefst hlaupið kl. 12 frá Hörpu og að þessu sinni verður auk
10 km hlaups boðið upp 3 km skemmtiskokk. Hægt er að skrá
sig í hlaupið á hlaup.is.
Hlaupið fer fram á gamlársdag
frá Hörpu. Flestir leggja mikið
upp úr því að vera í flottum
búningi, enda eru verðlaun í
boði fyrir besta búninginn.
Morgunblaðið/Ófeigur
Metnaður í búningum
Gamlárshlaup ÍR er nú haldið í 42. sinn og hefur aldrei
dottið út ár, þrátt fyrir misjöfn veður á þessum árstíma.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gamlárshlaup ÍR fer fram á gamlársdag.
Hlauparar mæta flestir í skrautlegum
búningum og láta kuldann ekki á sig fá.
Í Morgunblaðinu 31. desember,
1997 má lesa um ferð Suð-
urskautsfaranna Ingþórs Bjarna-
sonar, Ólafs Arnar Haraldssonar
og Haralds Arnar Ólafssonar en
þann 1. janúar 2018 eru tuttugu
ár liðin frá því að þremenning-
arnir náðu fyrstir Íslendinga á
Suðurpólinn.
Í fréttinni segir: Í gærmorgun
voru þeir í 62 km fjarlægð frá
pólnum og í erfiðu færi.
Una Björk Ómarsdóttir, sam-
býliskona Haralds Arnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær
að nýlega hefðu borist skilaboð
frá þremenningunum um það að
síðustu 150 kílómetrana á pól-
inn væri færið mjög erfitt og lík-
ast því að ganga á skíðum í
sandi. Hafi þeim gengið ferðin
álíka vel í gær og undanfarna
daga hafa þeir þrátt fyrir að-
stæðurnar náð að leggja allt að
25-30 km að baki og eiga þá 32-
37 km ófarna í dag.
Una Björk kvaðst búast við því
að eftir að þeir leggja af stað í
dag muni þeir halda för sinni
áfram allt þar til þeir komast á
Pólinn hvort sem það verður á
nýársnótt eða að morgni nýárs-
dags.
GAMLA FRÉTTIN
„Á skíðum
í sandi“
Suðurskautsfararnir Ingþór Bjarnason, Haraldur Örn Ólafsson og Ólafur
Örn Haraldsson náðu á Suðurpólinn þann 1. janúar fyrir tuttugu árum.
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Svavar Gestsson
fyrrverandi ráðherra
Arnar Jónsson
leikari
Logi geimgengill
leikinn af Mark Hamill