Morgunblaðið - Sunnudagur - 31.12.2017, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31.12. 2017
MATUR
Úrvals ára-
mótaídýfur
Snakk og eitthvað gott með því tilheyrir um áramót,
hvort sem boðið er upp á það yfir Áramótaskaupinu
eða góðu spjalli eftir að búið er að skála á miðnætti.
Hér eru birtar nokkrar uppskrifir að ólíkum ídýfum
sem ættu að halda fólki gangandi fram á nótt.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Á veitingastaðnum Burro við Ing-
ólfstorg er skemmtilegur smárétt-
ur þar sem avókadómauk er borið
fram með mjölbananaflögum.
Eyþór Mar Halldórsson yfirkokkur
féllst á að gefa Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins uppskriftina.
3 avókadó
3 bakaðir hvítlauksgeirar
kóríanderbúnt
1 chili
10 ml limesafi
1 rauð paprika
Öllu blandað vel saman saman.
Kryddað til með salti, pipar og enn
meiri limesafa eftir smekk.
Hægt að bera maukið fram með
ýmiss konar flögum en fer mjög
vel með mjölbananaflögum eins
og gert er á Burro (þær fást t.d. í
afrísku búðinni í Hólagarði).
Avókadómauk með
mjölbananaflögum
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Ostaídýfa með karamelliseruðum
lauk og beikoni
Ídýfur með bræddum osti slá alltaf í gegn og ylja líka
á vetrarkvöldum. Þessa uppskrift er að finna á ljuf-
meti.com.
1 laukur, hakkaður
1 tsk sykur
4 beikonsneiðar, eldaðar og hakkaðar
½ dl sýrður rjómi
½ dl majónes
100 g Ísbúi, rifinn
salt og pipar
Setjið smá ólífuolíu á pönnu og hitið við lágan hita
(Svava notaði stillingu 3 af 9). Steikið laukinn í 20
mínútur, setjið þá sykur yfir hann og steikið í 45-60
mínútur til viðbótar. Hrærið annað slagið í pönn-
unni svo laukurinn brenni ekki.
Steikið beikonið (henni þykir best að steikja það í
ofni, við 200° í 5-10 mínútur). Látið það kólna aðeins
og skerið svo fínt niður.
Blandið saman majónesi, sýrðum rjóma, beikoni,
salti og pipar. Hrærið rifnum Ísbúa og karamelliser-
uðum lauk saman við. Setjið blönduna í lítið eldfast
mót, stráið 2 msk af rifnum Ísbúa yfir og bakið við
200° í um 20 mínútur.
Berið heitt fram með kexi eða brauði.
Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit