Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Framboð fimm sjálfstæðismanna í Reykjavík til þátttöku í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna í vor virðist hafa markað ákveðið upp- haf að kosningabaráttunni vegna sveitarstjórnarkosninganna og að flestir stjórnmálaflokkar sem á ann- að borð hyggja á framboð í kosning- unum séu að hefja undirbúning. Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík ákvað á kjördæmisþingi í fyrra- kvöld að stilla upp framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna og verður tillaga uppstillingarnefnd- ar lögð fyrir kjördæmisþing flokks- ins 22. febrúar nk. til samþykktar eða synjunar að sögn Jóns Inga Gíslasonar, formanns kjördæmis- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að undir- búningur kosninganna í vor væri hafinn. „Nú fara fram samtöl innan okkar raða og við aðra flokka. Við erum bara að fara yfir málin í róleg- heitum. Við munum bjóða fram ein og sér eða í samstarfi við aðra. Ég tel ljóst að við eigum möguleika á ágætisstuðningi á tilteknum svæð- um, meðal annars hér á höfuðborg- arsvæðinu,“ sagði Þorgerður Katr- ín. Hún telur að línur hjá Viðreisn muni skýrast á næstu vikum með það hvar verður boðið fram og með hvaða hætti. Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að vinna við undirbúning framboðs Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosning- unum í vor væri hafin og raunar komin í fullan gang. Aðspurð hvort flokkurinn myndi bjóða fram í samstarfi við aðra flokka eða einn og sér sagði Björt: „Það á eftir að koma í ljós. Það verð- ur undir framboðum í hverju og einu sveitarfélagi komið hvernig þeim málum verður háttað. Það verður engin ein meginlína gefin út heldur verður það í höndum aðildarfélaga Bjartrar framtíðar að meta hvar samlegðaráhrifin geti orðið mest og ávinningur orðið að samvinnu.“ Björt telur að framboðsmál flokksins muni skýrast í næsta mán- uði. Miðflokkurinn að stofna kjördæmafélög um land allt Gunnar Bragi Sveinsson, formað- ur þingflokks Miðflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að undirbúningur flokksins hvað varð- ar framboð vegna sveitarstjórnar- kosninganna væri þar á vegi stadd- ur að verið væri að stofna kjör- dæmafélög Miðflokksins úti um allt land. „Síðan munu kjördæmafélögin fara í það að ákveða hvar verður boðið fram. Við gerum ráð fyrir því að bjóða fram í flestum af þessum stærri sveitarfélögum, en ég tek það þó fram að í þeim efnum hefur ekk- ert verið endanlega ákveðið,“ sagði Gunnar Bragi. Ólafur Ísleifsson, formaður þing- flokks Flokks fólksins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hjá flokknum væri undirbúningur að þátttöku í sveitarstjórnarkosningum í deiglunni þessa daga. „Það hefur verið unnin undirbúningsvinna með stofnun kjördæmisráða á nokkrum stöðum. Við erum að skoða mögu- leikann á því að bjóða fram á völdum stöðum, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar,“ sagði Ólafur. Flokkarnir eru að hefja kosningaundirbúning sinn  Búist við að framboðsmál vegna sveitarstjórnarkosninganna skýrist fljótlega Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Reykjavíkur Að loknum borgarstjórnarkosningunum í maí í vor verða borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar 23 talsins en í dag eru þeir 15. „Þetta er í raun afleiðing þess að hluti fjárveitinga til Landhelgisgæslu Íslands er gengistryggður, en þannig hefur það verið í mörg ár og er það gert að ósk Landhelgisgæslunnar sjálfrar,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Greint var frá því á laugardag að þyrlan TF-SYN yrði hugsanlega leigð í verkefni erlendis í að minnsta kosti tvo mánuði til að loka gati sem myndaðist við „lækkun“ fjárheimilda til Landhelgisgæslunnar í fyrra. Er það tilkomið vegna breyttra geng- isforsendna. Eftir fund Gæslunnar með embættismönnum í dóms- málaráðuneytinu er nú hins vegar ljóst að þyrlan verður ekki framleigð, en í staðinn ætti LHG að leita ann- arra leiða til að auka sértekjur. Sigríður segir þetta ekki hafa átt að koma Landhelgisgæslunni á óvart og þar á bæ hefðu menn mátt vita í hvað stefndi, en vegna gengisbreyt- inga lækkaði framlag til þeirra um 61,4 milljónir króna. „Landhelg- isgæslunni mátti vera það ljóst, þekkjandi sitt bókhald og stöðu gengismála,“ segir hún. Þá segir hún einnig ljóst að ekki komi til greina að leigja út björgunarþyrlu á sama tíma og önnur er í viðgerð. „Ráðuneytið mun aldrei samþykkja slíkt komi það niður á getu Gæslunnar til björg- unar.“ Munu ekki samþykkja skerta getu Gæslunnar  Fjárveitingar háðar gengisbreytingum Yfir 70 manns höfðu leitað til bráðamóttökunnar á Landspítalanum um miðjan dag í gær vegna hálku- slysa. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráða- móttökunni, segir að um hafi verið að ræða bæði lítil og stærri slys. „Í þessari tölu eru alvarleg brot sem kröfðust aðgerða, s.s. ökklabrot og mjaðmabrot,“ seg- ir Jón. Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafull- trúa hjá Reykjavíkurborg, ræsti vaktmaður út allan tiltækan mannskap til að hefja söltun og söndun á stofnleiðum í borginni í gærnótt. Spurður um mikla hálku hjá skólum í borginni segir hann að skólarnir hafi aðgang að salti og sandi til að dreifa um sitt nærumhverfi. „Við dreifum salti og sandi til skólanna og stofnana. Þannig að þar eru úrræði til staðar og fólk getur kastað á helstu gönguleiðir,“ segir Jón. Skaðabótaskylda getur myndast ef opinberir aðilar eða einkaaðilar tryggja ekki aðkomu að þeim stöðum sem fólk venur komur sínar. „Eldsnemma á morgn- ana er möguleiki á að þeir séu ekki bótaskyldir ef einhver dettur í hálku. Hvað varðar skólana þá er það um leið og kominn er tími til að mæta í skólann. Hvort sem það eru krakkarnir, foreldrar eða starfs- menn, þá er talað um að það eigi að vera búið að gera ráðstafanir ef það eru greinilega þannig að- stæður úti,“ segir Bergrún Elín Benediktsdóttir, lög- maður hjá lögfræðistofunni Fulltingi. Hún bætir við að því lengur sem líði á daginn auk- ist sú ábyrgð að bregðast við hálkunni. „Ef það er lið- ið lengra á daginn og aðstæður hafa verið slæmar um morguninn er alveg klárt mál að það á að vera löngu búið að salta eða sanda,“ segir Bergrún. mhj@mbl.is Hálkuslys voru víða á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Hanna Yfir 70 manns fóru á bráða- móttökuna vegna hálkuslysa Ungur karlmaður, 21 árs, lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í gærmorgun, á móts við Bitru í Flóa, eftir árekstur tveggja fólks- bíla sem voru að mætast. Einn var í hvorum bíl, báðir búsettir á Ís- landi. Sá sem lést ók til vesturs. Ökumaður hins bílsins er ekki al- varlega slasaður. Slysið, sem varð um klukkan 7.40 í gærmorgun, er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar yfir- lögregluþjóns er talið mögulegt að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bíl sínum og það sé orsök slyssins, en fljúgandi hálka var á veginum og svartamyrkur þegar það varð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Banaslys við Bitru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tann- lækningum lífeyrisþega. Hálfur milljarður króna er til ráðstöf- unar í þessu skyni samkvæmt fjárlögum 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyt- inu. Samkvæmt núverandi reglu- gerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við tannlækningar ætti greiðsluþátttaka ríkisins í kostn- aði aldraðra og öryrkja við tann- lækningar að nema 75% að jafn- aði og vera einstaklingum á hjúkrunarheimilum að kostn- aðarlausu. Tannlæknagreiðslur lífeyrisþega í nefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.