Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 ✝ Sigmar Svav-arsson fæddist á Valþjófsstöðum í Fljótsdal 14. nóvem- ber 1946. Hann lést á heimili sínu 23. desember 2017. Foreldrar hans voru hjónin Svavar Bjarnason, fæddur á Brekku í Fljótsdal 12. desember 1915, d. 8. ágúst 1995, og Lilja Hallgrímsdóttir fædd á Glúmstöðum í Fljótsdal 27. mars 1926, d. 4. maí 2013. Systkini Sigmars eru Sigríður, Kári, Margrét, Rósa, Björk og Grétar Berg. Sigmar hóf búskap með Erlu Jónsdóttur á Seyðisfirði árið 1979. Erla fæddist á Múla í Álftafirði 23. maí 1948 og lést 25. ágúst 2002. Foreldrar Erlu voru hjónin Jón Karlsson, fædd- ur á Múla í Álftafirði 9. apríl ber 1999. Synir Jóns Viðars eru Ísak Leví, f. 14. september 2003, Mikael, f. 9. júní 2008, og Max- imus Snær, f. 18. apríl 2012. Sigmar bjó á Fljótsdal til fjögurra ára aldurs en þá flutt- ist hann ásamt foreldrum og systkinum til Seyðisfjarðar. Ungur fór hann að vinna og vann hann hin ýmsu störf, með- al annars fór hann á sjó en frá árinu 1980 vann hann hjá Stál ehf. við bifreiðaviðgerðir og rútuakstur til ársins 1996. Þá stofnuðu nokkrir Stálverjar ásamt honum fyrirtækið Ferða- þjónustu Austurlands þar sem hann vann til ársins 2003 er hann lenti í vinnuslysi og varð að hætta að aka fólksflutningabifreiðum. Eftir það vann hann ýmis störf þegar hann hafði heilsu til. Árið 2011 flutti Sigmar á Djúpavog og vann þar hjá SG vélum ehf. þeg- ar heilsan leyfði til æviloka. Útför Sigmars verður frá Lindakirkju í dag, 12. janúar 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. 1913, d. 30. októ- ber 1989, og Sig- urborg Björns- dóttir, fædd á Flugustöðum í Álftafirði 1. desember 1912, d. 21. nóvember 1961. Dóttir Sig- mars og Erlu er Lilja Sigurborg, f. 2. desember 1980, eiginmaður henn- ar er Páll Þórir Pálsson, f. 21. október 1975. Börn þeirra eru Atli Christian, f. 15. desember 2003, Anja Erla, f. 3. nóvember 2004 og Aron Snær, f. 19. september 2013. Dóttir Páls er Anita Sif, f. 9. júlí 1997. Fyrir átti Erla synina Svan Þór Páls- son, f. 25. maí 1971, d. 5. ágúst 2006, og Jón Viðar Gestsson, f. 8. mars 1975. Synir Svans eru Örn Blævarr, f. 2. janúar 1997, og Theódór Breki, f. 28. septem- Elsku pabbi, af hverju þú? Af hverju núna? Því getur víst eng- inn svarað en vonandi ertu orðinn verkjalaus og þið mamma farin að njóta lífsins, sem þið hefðuð frekar átt að vera að gera hér á jörðu niðri. Síðastliðin ár hafa aldeilis tek- ið á hjá þér eða allt frá því að þú lentir í vinnuslysinu stuttu eftir að mamma dó, þá má segja að heilsan þín hafi farið niður á við. En þrjóskan kom þér frekar langt og vildir þú ekkert frekar en að vera að dunda þér eitthvað með félögunum á Djúpavogi. Jafnvel nýkominn úr stórri hjartaaðgerð og þolinmæðin ekki þín sterka hlið þá vildir þú ná upp þreki og komast út sem fyrst og fara að keyra vörubílinn. Enda akstur alls kyns bíla þitt helsta áhugamál. Ég hef alltaf sagt það að ég hafi alist upp í rútu, enda fylgdi pabbastelpan þér eins og skugg- inn á yngri árum og fékk að flakka með þér í rútunni vítt og breitt um landið með túristana, það voru forréttindi og gæða- stundir og fyrir þær er ég þakk- lát. Ég var svo stolt af þér hvernig þú varst að byrja að hugsa betur um heilsuna núna upp á síðkastið og var klárt mál að þú ætlaðir þér lengra líf. Jafnvel síðasta símtalið á milli okkar, þá varstu svo upp- tekinn að skera þér niður í salat og máttir lítið vera að því að tala við mig, enda sat ég agndofa eftir á og hugsaði „vá“ sá ætlar að taka þetta með trompi. Sem var auð- vitað þér líkt. En aðeins örfáum klukkustundum seinna var allt búið. Elsku pabbi, sársaukinn er svo mikill, en ég vona svo heitt að þú sért laus við þína kvilla. Elska þig og þar til við hittumst öllsömul aftur. Þín pabbastelpa, Lilja. Elsku afi, það er mjög leitt að hafa ekki getað kvatt þig. Þetta var svo leiðinlegur tími, gat ekki einbeitt mér að jólunum og ára- mótunum út af söknuði. Á gaml- árskvöld eða einni mínútu fyrir nýtt ár fékk ég sprengju í andlitið en þú bjargaðir mér með því að koma mér í skjól, ég veit það. En núna ertu kominn á góðan stað þar sem amma og Svanur frændi eru, samt leiðinlegt að hafa ekki verið hjá þér áður en þú fórst, mig hefði langað það. Það eru til margar minningar um það sem við gerðum saman, til dæmis þegar þú komst oft til okkar og við og Atli fórum í bíltúr í Smáralindina og fengum okkur pylsu. Einhvern tímann þegar við komum til þín þá varstu eiginlega rúmfastur, sem sagt varst mikið í sófastólnum þínum, en fórst samt með mér í bíltúr og fórum út á bryggju og út í búð og margt fleira. Ég hugsa á hverjum ein- asta degi: „Af hverju þú, af hverju þú afi?“ Ég gæti skrifað helling en þá myndi þetta verða heil bók því það var svo gaman að vera hjá þér og þú varst alltaf til staðar hvar sem er. En ég mun aldrei gleyma þér, mig langar að segja að ég elska þig svo heitt og ég vildi að þú værir enn hér hjá mér. Elsku afi, takk fyrir æðislegu jólagjafirnar sem þú hefur gefið mér, er svo ánægð og glöð og er stolt af þér að hafa verið svona góður afi. Elsku afi minn, ég elska þig mjög heitt og mun biðja guð að geyma þig, ömmu og Svan sem best þar til við hittumst aftur. Þín afastelpa, Anja Erla. Sómamaður er fallinn frá og við tekur kærleikur þegar Sig- mar hittir Erlu sína aftur. Ég gleymi aldrei þegar ég sá hann Simma í fyrsta skipti. Ég var með Lilju minni á rúntinum og Simmi nýkominn með hóp til Reykja- víkur á „Jonckheere“-rútu og Lilja varð hissa að ég skyldi þekkja þessa rútutegund. Við vorum nýlega byrjuð saman og var hún ekki búin að kynna mig fyrir honum á þeim tíma. Náði ég þó fljótlega að hitta hann og kynnast og þá sá maður hvað hann var mikill sómamaður, hann var ákveðinn á skoðunum sínum og stundum þver, stríðinn var hann og alltaf gaman að honum. Hann vildi allt fyrir alla gera og gaman var þegar hann kom suður til okkar og oftast var það KFC fyrsta kvöldið og var það hans ósk oftast. Simmi var svona altmuligmand og var alltaf hægt að fá hann til að aðstoða eða leita ráðlegginga. Hann var mikill bílakall, búinn að keyra og prófa held ég allar gerðir og hafði gam- an af þeim, síðasti bíll sem hann fékk sér, D-maxinn, var flottur hjá honum og var ég alltaf tilbú- inn að þvo og bóna hann þegar hann kom, beið eftir að hann myndi hætta að keyra svo ég gæti stolist til að fá hann. Hann hafði gaman af því fara í ferðalög á húsbílnum sem hann átti og skoða landið. Ég held hann hafi komið á flesta staði á landinu því hann gat alltaf svarað hvar allir staðir væru. Elsku Simmi, hvíldu í friði og ég er nokkuð viss um að Erla hafi tekið vel á móti þér. Minning mín um þig verður mér ávallt í hjarta stað. Þín er sárt saknað. Þinn tengdasonur, Páll Þ. Pálsson. Sigmar Svavarsson ✝ Jóhanna Guð-björg Ólafs- dóttir fæddist á Syðstu-Mörk í Vestur-Eyja- fjallahreppi 2. ágúst 1928. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða, Akra- nesi, 4. janúar 2018. Foreldrar Jó- hönnu voru þau Ólafur Ólafsson, bóndi í Syðstu- Mörk, f. 24. maí 1891, d. 13. júlí 1973, og Halla Guðjónsdóttir, húsfreyja í Syðstu-Mörk, f. 7. ágúst 1892, d. 7. apríl 1970. Systkini Jóhönnu voru Sigríður, f. 1921, d. 2012, Guðjón, f. 1922, Ólafur, f. 1924, Sigurveig, f. 1925, Sigurjón, f. 1927, d. 1992, Árni, f. 1931, d. 2014, og Ásta, f. 1939. eru Sigurjón Ernir Sturluson, f. 1990, og Guðmann Geir Sturlu- son, f. 1990. 4) Jóna Guðrún, f. 28. september 1963, sambýlis- maður hennar er Ólafur Árna- son. Börn Jónu eru Sigurgeir Guðni Ólafsson, f. 1982, Óskar Fannar Guðmundsson, f. 1986, Þorvaldur Kristinn Guðmunds- son, f. 1989, d. 2008, og María Júlía Guðmundsdóttir, f. 1992. 5) Fanney, f. 7. desember 1964, sambýlismaður hennar er Jón Árnason. Börn Fanneyjar eru Ástrós Kristinsdóttir, f. 1992, og Sigurður Alfreð Kristinsson, f. 1995. Barnabarnabörn Jóhönnu eru 17 talsins. Jóhanna ólst upp á Syðstu- Mörk og sótti farskóla. Hún fór síðar í Húsmæðraskólann á Laugarvatni og starfaði við mötuneytisstörf í Vest- mannaeyjum og á Hellu. Jó- hanna og Sigurgeir fluttust á Þaravelli árið 1951 en reistu sér síðar bú á Völlum þar sem þau stunduðu búskap alla sína tíð. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 12. janúar 2018, klukkan 13. Eiginmaður Jó- hönnu var Sigur- geir Sigurðsson, bóndi á Völlum, f. á Hofsstöðum í Hálsasveit 5. sept- ember 1916, d. 6. febrúar 1994. Börn Jóhönnu og Sigurgeirs eru: 1) Sigrún, f. 10. apríl 1951, eiginmaður hennar er Jón S. Stefánsson og börn þeirra Guð- björg Eva, f. 1974, Hanna María, f. 1980, og Sigríður, f. 1985. 2) Ólafur, f. 27. október 1952, eiginkona hans er Hrönn Friðriksdóttir og synir þeirra Gunnar Birgir, f. 1975, Ásgeir Þór, f. 1981, og Ólafur Rúnar, f. 1990. 3) Halla, f. 5. apríl 1958, sambýlismaður hennar er Gunn- ar Þór Gunnarsson. Synir Höllu Elsku amma. Við sitjum hér saman systurnar og rifjum upp allar yndislegu, hlýju stundirnar sem við áttum með þér og efst í huga okkar er þakklæti. Þakk- læti fyrir alla spilamennskuna, spjallið og velgjörðirnar sem við nutum við rauða eldhúsborðið á Völlum. Alla hluti var hægt að ræða við þig og gaman að rökræða hin ýmsu mál og jafnvel enn skemmtilegra ef við vorum ekki sammála. Enginn var betri bakari en þú og nægir þar að nefna kleinurn- ar, hveitikökurnar og vínar- brauðin. Alltaf var maturinn bestur hjá þér og eflaust hafa mömmu nú einhvern tíma sárnað yfirlýsingar okkar í þá átt að þetta eða hitt væri ekki eins gott og hjá ömmu. Þvílík forréttindi að hafa haft þig á næsta bæ í upp- vextinum og geta ávallt leitað í hlýjuna hjá þér. Alltaf vorum við velkomnar. Ef þú varst ekki inni að sjóða hafragraut í villikettina í fjárhúsunum eða elda hrossakjöt þá varstu úti að gefa hænunum eða litast um eftir Spora. Í æsku okkar var ómissandi þáttur í jóla- haldinu að fara í kaffi inn að Völl- um að kvöldi aðfangadags þegar búið var að opna pakkana. Þá bauðstu upp á heitt súkkulaði, óteljandi tegundir af smákökum og „rjómatertuna“ góðu. Eldhús- ið þitt var ekki stórt eða borð- pláss mikið og ólíklegt að nútíma- fólk myndi geta unnið þá vinnu sem þú vannst við slíkar aðstæð- ur. En þú gerðir ekki miklar kröfur. Hvorki í þeim efnum né öðrum og er nægjusemi orð sem lýsir þér vel. Elsku amma. Þrátt fyrir sökn- uð og sorg getum við ekki annað en glaðst yfir því að þú hafir loks- ins fengið hvíldina sem þú hafðir beðið svo lengi eftir. Nú situr þú í blómabrekku, sól skín í heiði og þrestirnir syngja. Ein er sú minning sem við deilum allar þrátt fyrir árin á milli okkar og lýsir hún vel því öryggi sem þú umvafðir okkur. Ósjaldan þurft- um við að fara á milli bæja á kvöldin, fyrir tíma ljósastaura, í kolsvartamyrkri. Þá veittir þú okkur kjarkinn til að hlaupa út í myrkrið með því að standa í dyr- unum og horfa á eftir okkur. Takk fyrir allt, elsku amma – takk fyrir að horfa alltaf á eftir okkur. Guðbjörg Eva, Hanna María og Sigríður. Öllu er afmörkuð stund. Við andlát Jóhönnu Ólafsdóttur, Hönnu á Völlum, eru kaflaskil. Upp koma í hugann minningar, vináttu okkar á Vestri-Reyni við fjölskylduna á Völlum. Geiri og Hanna voru hluti af uppvexti okkar. Samskipti og vinátta á milli foreldra okkar og þeirra voru mikil og okkar við systkinin á Völlum. Samvera við Geira og Hönnu var stór þáttur í lífi okkar. Að fara inn að Völlum, hvort sem gengið var inn með brekkum eða með öðrum hætti. Heimilið á Völlum var með framandi nýj- ungar eins og sjónvarp, svo dæmi sé tekið. Fyrr var þar til heim- ilisbíll en hjá okkur og muna eldri systurnar eftir ferðum með þeim hjónum í berjamó. Einnig fóru þeir Geiri og pabbi á „aksjónir“, sem kallað var er bændur voru að ljúka búskap og selja átti flest lauslegt. „Aksjónir“ voru fyrir tíma smáauglýsinga helsti vett- vangur viðskipta með allt frá bús- áhöldum, skepnum eða búvélum. Heimilið og fólkið á Völlum var okkur því mikilvægt og tilbreyt- ing sem okkur þótti eftirsóknar- verð. Rétt eins og margt sem mótar okkur og uppeldi okkar var Hanna á Völlum ekki síst áhrifavaldur í lífi okkar. Tryggð hennar og manngæska gerði okk- ur öll að betri manneskjum. Hanna var hógvær og umhyggju- söm kona sem ekki mátt neitt aumt sjá. Hanna var ættuð af Suður- landi og settist að undir Akra- fjalli. Með margt má segja að ekki séu ósvipaðar sveitir innnes- ið og heimsveit hennar. Hér vor- ar almennt snemma rétt eins og þar og Akrafjallið bakhjarlinn sem byggðin skýlir sér undir. Hanna var þessi dæmigerða dugnaðarkona sem vann langan vinnudag við búverk og heimilis- hald. Dagarnir langir, matargerð og barnauppeldi og fjölbreytt starf utanhúss. Lengst af án nú- tímaþæginda og heimilið stórt. Hanna var af þeirri kynslóð sem tók þátt í að breyta sveitum landsins. Þau Geiri byggðu bú sitt á Völlum frá grunni. Hvert hús og alla ræktun. Stofnuðu ný- býli úr landi Þaravalla. Þau bjuggu stóru búi þess tíma. Það hefur þurft hagsýna og útsjónar- sama bændur til að láta þetta takast. Hanna var þessi fasti punktur í tilveru okkar, sem nú hefur látið undan tímanum. Hennar stund var fjölbreytt og árangursrík. Það er tómarúm þegar þessir máttarstólpar æsku okkar hafa nú kvatt. Tryggð hennar og vináttu þökkum við af heilum hug. Þökk- um allar þær velgjörðir sem við nutum af hennar hálfu. Við sendum Rúnu, Óla, Höllu, Jónu og Fanneyju, fjölskyldum þeirra og börnum þeirra samúð- arkveðjur. Elísabet, Fríða, Valný, Haraldur og Fjóla frá Vestri-Reyni. Jóhanna Guðbjörg Ólafsdóttir ✝ Halla SigurlínJónatansdóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 19. nóvember 1924. Hún lést á Dvalar- heimilinu Grund 1. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón- atan Guðmundsson, f. 1877, d, 1961, beykir, og Vilhelm- ína Soffía Norðfjörð Sigurðar- dóttir, f. 1887, d. 1982. Halla ólst upp í stórum systkinahópi í Hrísey og var næstyngst af fjórtán systkinum sem voru auk hennar Guðrún, f. 1909, d. 1993, Gunnþóra, f. 1910, d. 1910, Sigurður Norðfjörð, f. 1910, d. 1910, Guðmundur, f. 1911, d. 1989, Maríus, f. 1913, d. 1916, Salbjörg Ingibjörg, f. 1914, d. 1990, Sigurður Norðfjörð, f. 1915, d. 1939, Sigtryggur, f. 1917, d. 1988, Valgarður, f. 1918, d. 2003, Lovísa Norðfjörð, f. 1920, d. 1992, Jón, f. 1922, d. 1986, Ísafold, f. 1927, d. 1995, og sammæðra Guðbjörg Sigurlín Bjarnadóttir, f. 1905, d. 1991. Hinn 7. september 1945 giftist Halla Einari Stefánssyni, f. 5.4. 1923, d. 30.1. 1995, forstöðu- manni hjá Vita- og hafnamála- stofnun í Kópavogi. Foreldrar hans voru Stefán Einarsson, f. 1896, d. 1982, húsasmíðameist- ari, og Kristín Þórkatla Ásgeirs- dóttir, f. 1900, d. 1990, húsmóðir. Börn Höllu og Einars eru: 1) Þórkatla, f. 1946, d. 1946. 2) Stefán, f. 1948. Dóttir hans er Stefanía Sif, f. 1990, synir henn- ar eru Christian Stefán og Benjamín Loki. 3) Louisa Norð- fjörð, f. 1953, eiginmaður henn- ar er Vilhjálmur Guðjónsson, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Hrólf- ur, f. 1979, kona hans er Iðunn Andersen, f. 1982. Dætur þeirra eru Harpa, Hrefna og Hildur. b) Halla, f. 1982, maki Harry Kop- pel, f. 1983. Börn þeirra eru Louisa og Harry Þór. c) Vilhjálmur, f. 1989, unnusta Guðrún Kristín Einars- dóttir, f. 1989. 4) Ásgeir Smári, f. 1955. Dætur hans eru Oddný Rósa, f. 1987, og Dagný, f. 1988. Maki Dagnýj- ar er Sandri Freyr Gylfason, f. 1988. Börn þeirra eru Hrannar Jökull, Styrmir Logi og Sigur Þeyr. 5) Þórdís Katla, f. 1957, maki Bjarni Ómar Guðmundsson, f. 1953. Börn Bjarna eru Þórður, f. 1977, og Hjördís Sif, f. 1979. Sonur Þór- dísar er Kristján Óttar, f. 1991, sonur hans er Eyvindur Páll. Halla ólst upp í Hrísey þar sem hún kláraði barnaskólann og síðan gagnfræðapróf frá Menntaskólanum á Akureyri, eftir að fjölskylda hennar flutti þangað. Til Reykjavíkur fór hún í læri hjá móðursystur sinni, Louisu Norðfjörð, er kenndi matreiðslu og hannyrðir. Í hús- inu við hliðina bjó Einar með fjölskyldu sinni. Halla sinnti heimilinu meðan börnin voru ung en starfaði svo sem verslunarmaður og síðan sem læknaritari hjá augnlæknum í Kringlunni. Hún vann fulla vinnu til 74 ára aldurs. Einar og Halla byrjuðu bú- skap sinn í Samtúni 2 en fluttu svo í Hafnarfjörð þegar yngsta barnið bættist í hópinn. Þau festu kaup á Laufásvegi 25 þeg- ar Halla var farin að vinna í Reykjavík og börnin farin í framhaldsskóla. Á Laufásveg- inum bjuggu þau sér glæsilegt heimili og þar bjó Halla í yfir 30 ár, eða þangað til hún fór í Furu- gerði og síðan á Grund. Útför Höllu fer fram frá Nes- kirkju í dag, 12. janúar 2018, klukkan 13. Mamma, ég man hlýja hönd, er hlúðir þú að mér. Það er svo margt og mikilsvert, er móðuraugað sér. Þú veittir skjól og vafðir mig með vonarblómum hljótt. Því signi ég gröf og segi nú: Ó, sofðu vært og rótt. (Kristín Jóhannesdóttir) Þín verður sárt saknað, Þínar dætur Louisa og Þórdís. Halla Sigurlín Jónatansdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.