Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Utanríkis-ráðherrarBretlands, Frakklands og Þýskalands lýstu því yfir í gær að þeir litu svo á að Íranir hefðu staðið fyllilega við allar þær skuldbindingar sem þeir hefðu tekist á hendur með kjarnorkusamkomulaginu sem undirritað var árið 2015, og því væri engin ástæða til annars en að standa áfram við það. Federica Mogherini, utanríkis- málastjóri Evrópusambands- ins, tók í sama streng og sagði samkomulagið „gera heiminn öruggari“. Tímasetningu yfirlýsingar- innar er klárlega beint að Bandaríkjastjórn en gert er ráð fyrir því að í dag muni Donald Trump Bandaríkja- forseti ákveða hvort hefja eigi aftur þær refsiaðgerðir Banda- ríkjanna, sem felldar voru úr gildi vegna samkomulagsins, eða hvort fresta eigi ákvörðun um slíkt um nokkra mánuði til viðbótar. Trump hefur lýst því yfir að Bandaríkin líti ekki svo á að Íranir hafi staðið við sitt og raunar hefur hann sagt samkomulagið einn versta samning sem risaveldið hafi nokkurn tímann gert. Afstaða Trumps er skiljan- leg þegar haft er í huga að Ír- anir hafa ef til vill staðið við samkomulagið í orði en alls ekki á borði. Samkvæmt sam- komulaginu var Írönum til að mynda sett sú kvöð að þeir mættu ekki gera tilraunir með langdrægar eld- flaugar sem borið gætu kjarn- orkuodda. Til að fara í kringum bannið hafa Ír- anir hafið stórvirka geim- ferðaáætlun þar sem hverri eldflauginni á fætur annarri er skotið á loft undir því yfirskini að þær beri gervihnetti á spor- baug. Það að slíkar eldflaugar geta hæglega borið kjarnaodda er einungis tilviljun ef trúa má Írönum. Þó að samkomulagið frá 2015 hafi ekki falið í sér sérstakar kvaðir á hendur Írönum um framferði þeirra í utanríkis- málum þá er það í besta falli stórkostleg ögrun og ósvífni að Íranir skuli hafa nýtt það fjár- magn sem afnám refsiaðgerða færði þeim til þess að ýta undir óróleikaástandið í Mið- Austurlöndum. Á sínum tíma var varað við því að Íranir væru ekki verðir þess trausts sem felst í sam- komulaginu. Þau varnaðarorð virðast hafa verið rétt. Hafa ber í huga að samkvæmt sam- komulaginu mega Íranir hefja aftur stórfellda auðgun úrans eftir níu ár og eftir tólf ár verða allar kvaðir á hendur þeim runnar úr gildi. Miðað við hegðun Írana hingað til er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af því sem gerist eftir þann tíma. Langsótt er að Íranir hafi haldið sig fylli- lega við kjarnorku- samkomulag} Rúmt túlkað Viðræður Norð-ur-Kóreu við nágranna sína í suðri um þátttöku í vetrarólympíu- leikunum gengu betur en flestir þorðu að vona. Það teljast tíma- mót að Norður-Kóreumenn vilji senda íþróttamenn á leikana, en sem frægt er orðið ákváðu þeir að hundsa sumarólympíu- leikana í Seoul, sem fram fóru fyrir tuttugu árum. En þó að þarna hafi verið stigið jákvætt skref til þess að draga úr spennunni á Kóreu- skaganum er ótímabært að fagna, því líkt og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði á miðvikudaginn, er enn langt í land. Moon nýtti þá tækifærið og sagðist vera reiðubúinn til þess að hitta Kim Jong-un, ein- ræðisherra Norður-Kóreu, á leiðtogafundi, en slíkur fundur yrði sögulegur. Moon tók fram að slíkur fundur yrði ekki haldinn, nema að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum, en það orðalag er talið standa fyrir það skilyrði Suður- Kóreu og Bandaríkjanna, að viðræður við Norður-Kóreu verði að fela í sér það markmið að út- lagaríkið láti kjarn- orkuvopn sín af hendi. Þá var það einnig athyglis- vert að Moon þakkaði Trump Bandaríkjaforseta sérstaklega fyrir framlag hans til þess að ólympíuviðræðurnar hefðu get- að orðið að veruleika. Hafa verður í huga að Moon og Trump hafa ekki beinlínis átt auðvelt samstarf, og að auðvelt hefði verið fyrir Moon að nefna forsetann umdeilda ekki á nafn. En það má velta því fyrir sér, hvort Moon hafi ekki einfald- lega verið að viðurkenna það, að þær gulrætur sem lagðar hafa verið fyrir Norður- Kóreumenn til þess að fá þá til viðræðna hefðu líklega ekki einar og sér skilað neinu. Hörð afstaða ríkisstjórnar Trumps í kjarnorkudeilunni hafi knúið Kim Jong-un til samninga. Von- andi tekst að þoka málum áfram í rétta átt og koma í veg fyrir að einræðisherrann valdi meiri skaða en orðið er. Moon þakkar Trump fyrir framlag hans}Gulrætur og prik S amfélög sem eru drifin áfram af hugviti og nýsköpun verða leiðandi á meðal þjóða á komandi árum. Þjóðir hafa fjárfest í sífellt auknum mæli í menntun, rannsóknum og þróun til að auka samkeppnishæfni sína og velsæld. Öflugir háskólar eru forsenda þess að styrkja samkeppnishæfni þjóðarinnar ásamt því að stuðla að stöðugu og fyrir- sjáanlegu starfsumhverfi fyrirtækja. Ríkisstjórnin setur menntamálin í öndvegi á kjörtímabilinu og hefur boðað að Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna er varðar fjár- mögnun háskólastigsins fyrir árið 2020 og Norðurlanda árið 2025 í samræmi við áætlanir Vísinda- og tækniráðs. Þessi vilji sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum endurspeglast í fjárlögum ársins 2018. Framlög til háskóla- stigsins eru aukin um tæpa 2,9 milljarða eða 6,9% miðað við fjárlög 2017. Ljóst er að kennsla og rannsóknir munu eflast með þessari stefnumótun ásamt því að alþjóðlegt samstarf mun styrkjast. Einnig er lögð rík áhersla á að efla gæði í starfsemi háskólanna. Við horfum fram á bjartari tíma í menntamálum og því er brýnt að nýta tækifærið vel og huga að því sem betur má fara í stefnu- mótun og hvernig við náum meiri árangri. Framundan eru áhugaverðir tímar í háskólasamfélaginu á Íslandi, þar sem þeir vinna að því að undirbúa nemendur sína enn frekar fyrir þær áskoranir sem fylgja tæknibylting- unni og breytingum þeim tengdum í atvinnulífinu. Eitt af því sem verður lögð mun meiri áhersla á í framtíðinni er þverfaglegt samstarf á milli háskóla og atvinnulífs. Öflugt rannsóknarstarf er forsenda fram- fara og nýsköpunar, og því leggur ríkis- stjórnin áherslu á að skapa góð skilyrði til að efla rannsóknar- og þróunarstarf á Íslandi. Framlög til rannsókna voru aukin í fjárlög- unum 2018 ásamt því að hækka framlög til Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands en aukn- ingin nemur tæpum 12%. Þetta mun skila sér í öflugra atvinnulífi og meiri verðmæta- sköpun fyrir þjóðarbúið. Stefnumótun á Ís- landi þarf að taka mið af þeim tæknifram- förum sem eru að eiga sér stað og hafa verið nefndar „fjórða iðnbyltingin“. Hugtakið vísar meðal annars til þróunar sem er að eiga sér stað á sviði erfðavísinda, gervigreindar, sjálf- virknivæðingar og líftækni. Þessi þróun mun hafa mikil áhrif á lífshætti fólks og kalla fram umtalsverðar breyt- ingar á atvinnulífinu. Vegna þessa er mikilvægt að byggja brú á milli rannsókna og atvinnulífsins til að sam- félagið allt sé betur undirbúið fyrir þessa þróun. Það felast mörg tækifæri í tæknibyltingunni fyrir fá- menna en velmenntaða þjóð ef rétt er haldið á málum. Við þurfum að einblína á menntun og efla öll skólastigin til að geta tekist á við þær samfélagslegu áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Efling háskólasamfélagsins Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Uppsöfnuð skerðing sókn-argjalda á árunum frá2009 til 2017 nemur 5.761milljón samkvæmt upp- lýsingum frá kirkjuráði. Þá er ann- ars vegar miðað við ef sóknargjöld væru reiknuð út samkvæmt lögum (91/1987) og hins vegar sóknar- gjöldin eins og þau hafa verið ákvörðuð af fjárveitingarvaldinu undanfarin ár. Leikmannastefna þjóðkirkjunnar 2017, sem haldin var á liðnu hausti, beindi því til Alþingis að farið yrði að lögum um sóknargjöld varðandi upphæð gjaldanna. „Skerðingin hef- ur valdið umtalsverðum búsifjum í rekstri sókna og trúfélaga,“ segir í ályktun leikmannastefnunnar. Skerðingunni er m.a. kennt um að mjög hefur dregið úr viðhaldi eigna þjóðkirkjunnar. Uppsöfnuð við- haldsþörf kirkjueigna undanfarin ár er metin á um tvo milljarða króna. Þá benti leikmannastefnan á að í þremur skýrslum sem gerðar voru á vegum þriggja innanríkisráðherra hefði verið sýnt fram á að sóknar- gjöld hefðu verið skert um 25% um- fram það sem undirstofnanir innan- ríkisráðuneytisins máttu þola eftir hrunið. „Við afgreiðslu fjárlaga árið 2015 var þess krafist af hálfu þáverandi innanríkisráðherra að fram færi heildarendurskoðun á fjárhags- legum samskiptum ríkis og kirkju, þar með talið á sóknargjöldum, og var til þess sett nefnd ráðuneytis- stjóra á vegum ríkisins. Ekkert ból- ar á niðurstöðu þótt meirihluti fjár- laganefndar hafi lagt áherslu á það síðastliðið vor að hún lægi fyrir við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2018,“ segir í ályktun leikmannastefn- unnar. Leikmannastefnan skipaði fimm manna nefnd til að eiga við- ræður við fjárlaganefnd, fjár- málaráðherra og dómsmálaráðherra „um nauðsyn þess að sóknargjöld fái að vera óskert á næstu árum“. Viðræður við ríkið ekki hafnar Einn nefndarmanna er Einar Karl Haraldsson, kirkjuþingsmaður og gjaldkeri Hallgrímssafnaðar í Reykjavík. Hann sagði í aðsendri grein í Morgunblaðinu 18. nóvember sl. að þáverandi innanríkisráðherra hefði fengið heimild á ríkis- stjórnarfundi 5. september 2014 til að gera samkomulag um að umfram- skerðing sóknargjalda yrði jöfnuð út á fjórum árum. Við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 2016 hefði áætlun um að rétta við sóknargjöldin verið stöðvuð og innanríkisráðherra kraf- ist þess að fram færi heildarendur- skoðun á fjárhagslegum sam- skiptum ríkis og kirkju, þar með talið á sóknargjöldum. Þjóðkirkjan hefði þegar í stað skipað viðræðu- nefnd og stjórnvöld sett til verksins nefnd þriggja ráðuneytisstjóra. „Ekkert bólar á niðurstöðu þótt meirihluti fjárlaganefndar hafi lagt áherslu á það síðastliðið vor að heild- arendurskoðunin lægi fyrir við af- greiðslu fjárlaga 2018,“ skrifaði Ein- ar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að nefndin sem leikmanna- ráðstefnan kaus hefði óskað eftir fundi með innanríkisráðherra, en ekki enn fengið áheyrn. Sóknar- gjaldamálið hefði verið rætt við full- trúa fjárlaganefndar áður en núgild- andi fjárlög voru samþykkt. Einar sagði að í raun hefði aldrei fengist upplýst á hvaða forsendum sóknargjöldin voru skorin niður. Þó hefði komið fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur árið 2014 að viðmiðun vegna sóknar- gjalda hefði hækkað meira á tímabili en önnur framlög, til dæmis til stjórnsýslustofnana ríkisins. Í kjölfar hruns banka- kerfisins 2008 hefðu stjórnvöld ákveðið, m.a. í ljósi mikilla aukningar skulda, „að draga umtalsvert úr fram- lögum til trúfélaga.“ Mögur ár sókna, trú- og lífsskoðunarfélaga Þróun sóknargjalda 2008-2017 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 ma. kr. tekjur 6 5 4 3 2 1 0 mismunur ma.kr. Heimild: þjóðkirkjan 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Tekjur af sóknargjaldi, ákvarðaðar Tekjur af sóknargjaldi, reiknaðar skv. lögum Mismunur, uppsafnaður 5,8 Samkvæmt lögum um sókn- argjöld skulu þjóðkirkjusöfn- uðir, skráð trúfélög og lífs- skoðunarfélög eiga hlutdeild í tekjuskatti. Breytingin tengd- ist upptöku staðgreiðslukerfis skatta og breytingum á tekju- skattinum. Áður var sókn- argjaldið hlutfall af útsvars- stofni. Sóknargjald hefur verið innheimt frá því um 1100. Einar Karl Haraldsson kirkjuþingsmaður benti á að í umræðum um frumvarpið hefðu þáverandi ráðamenn sagt að sóknargjöldin ættu að þróast í takti við afkomu al- mennings í landinu. Þau hafi því hækkað með hækkandi tekjum ríkisins af tekjuskatti. Frá árinu 2009 hafi hluti sókn- argjalda hins vegar verið „gerður upptækur“ í ríkissjóð. „Það hefur verið tekin ein- hliða ákvörðun um það í fjármálaráðuneytinu hver sóknargjöldin eiga að vera á mann á hverju ári. Alþingi hefur svo samþykkt það umræðu- laust. Formið á þessu er algerlega óvið- unandi,“ sagði Ein- ar. Tengd tekju- skattinum SÓKNARGJÖLDIN Einar Karl Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.