Morgunblaðið - 12.01.2018, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
nefna að tæki hún þátt í fagnaði af
einhverju tilefni setti hún oft
saman heilu ljóðabálkana um
afmælisbarnið eða félagsskapinn
og las upp við mikinn fögnuð, því
að ekki var kastað til höndum við
kveðskapinn. Og hún var alls ekki
einhöm, ól upp fjögur börn og
stundaði nám samhliða og í kjöl-
farið varð hún svo fræðslustjóri
Reykjavíkur og síðan skólastjóri í
Áslandsskóla þar sem gerðar
voru tilraunir með nýja kennslu-
hætti. Hún stóð þar fyrir nýrri
nálgun í lestrarkennslu sem
reyndist svo árangursrík að ís-
lensk börn voru á þeim tíma ofar-
lega í alþjóðlegum samanburði.
Hún var framsækin og fylgin sér.
Margir muna eftir Áslaugu
þegar hún rak Bóksölu stúdenta
upp úr 1970 því byltingarkennd
breyting til batnaðar varð á öllu
verklagi þar í hennar tíð. Í stað
þess að nemendur þyrftu að bíða
eftir bókapöntunum sínum vikum
saman pantaði Áslaug þær milli-
liðalaust með hraði; hún gekk
jafnan rösklega til verka. Alla
sína ævi var hún virk í félögum og
samtökum sem létu gott af sér
leiða; í sumum þeirra var hún
stormsveipur sem blés á haf út
úreltum starfsvenjum. Hún var
einstaklega vel að sér og fylgdist
náið með heimsviðburðum og
pólitík heima og heiman; pólitík
var henni í blóð borin. Ég á eftir
að sakna sárt samverustunda
okkar þar sem við tókum til-
veruna í gegn, ef svo má segja,
bækur sem við lásum og skipt-
umst á skoðunum, kvennabarátt-
una, menntamál og síðast en ekki
síst íslenska pólitík, þar sem við
höfðum báðar ríkar skoðanir og
vorum sammála um flest. Hún
var hafsjór af fróðleik um sam-
félagsmál í bráð og lengd og hafði
afar oft sitt eigið sjónarhorn á
þjóðfélagið og ruggaði stundum
bát hinna hefðbundnu sem sátu
við keipinn eins og ekkert hefði
breyst í aldanna rás. Hún var ein-
stök á alla lund, hvort sem var í
opinberu starfi eða einkalífi.
Blessuð sé minning hennar. Ást-
vinum hennar sendi ég innilega
samúðarkveðju.
Ásrún Kristjánsdóttir.
Það er okkur bæði ljúft og
skylt að kveðja þessa kjarnakonu
með nokkrum orðum og þakka
henni fyrir þær minningar sem
hún skilur eftir sig. Sérstaklega
langar okkur að minnast undir-
búnings Evrópuþings Delta
Kappa Gamma – Félags kvenna í
fræðslustörfum – sem hér var
haldið 2003. Evrópusvæðið hafði
þá verið stofnað fyrir skömmu og
ekki mikil reynsla af að halda
Evrópumót. Áslaug var lands-
sambandsformaður Delta Kappa
Gamma á Íslandi 2001-2003 og við
vorum fjórar skipaðar í undirbún-
ingsnefnd með henni. Formaður
þeirrar nefndar var Sigríður
Jónsdóttir en aðrar í nefndinni
með Áslaugu voru Kristín
Bjarnadóttir, Sigrún Jóhannes-
dóttir og Sigrún Klara Hannes-
dóttir, sem var jafnframt Evrópu-
forseti. Allar vorum við í
krefjandi störfum og skipulagn-
ing ráðstefnunnar fór mikið til
fram um helgar. Þá fórum við
gjarnan í sumarbústað og unnum
daginn langan við undirbúning-
inn. Þetta starf var ákaflega
skemmtilegt og eftirminnilegt.
Svo vel fór á með okkur að við
fluttum erindi á alþjóðaþingi
samtakanna árið eftir um hvernig
væri hægt að skemmta sér yfir
vinnufrekum ráðstefnuundirbún-
ingi. Við sýndum myndir af fund-
um okkar, m.a. af okkur í heitum
potti með kampavínsglas í hendi
og kennara annarra þjóða undr-
uðust hversu skemmtilegt þetta
hafði verið hjá okkur. Við fimm
héldum svo áfram að hittast og
skemmta okkur löngu eftir að
ráðstefnan var að baki. Áslaug
var einstök í þessum undirbún-
ingi og hún tók það erfiða verk-
efni að sér að afla fjár. Þar kom
vel fram hversu vinamörg Áslaug
var og hvað henni var eiginlegt að
ná því besta fram hjá öllum.
Enginn gat sagt nei við hana.
Með brosi, hlýju og gamansemi
náði hún alla tíð því besta fram
hjá þeim sem hún var í samskipt-
um við. Svona var hún og svona
munum við minnast hennar og
kveðjum hér góða vinkonu og
frumkvöðul í fræðslumálum
landsins.
Sigrún Klara
Hannesdóttir,
Sigrún Jóhannesdóttir,
Sigríður Jónsdóttir,
Kristín Bjarnadóttir.
Mikil heiðurskona er hnigin til
foldar. Áslaug Brynjólfsdóttir var
miklum gáfum gædd, glæsileg,
listræn og framsækin mennta- og
menningarkona.
Í huga mínum ríkir sorg við
fráfall kærrar stallsystur og vin-
konu í fjóra áratugi. Leiðir okkar
lágu saman varðandi skóla- og
fræðslumál Reykjavíkurborgar
og í félögum er unnu að réttind-
um og framgangi kvenna – og að
hugsjónum Framsóknarflokks-
ins.
Áslaugu var í blóð borinn neist-
inn til að fræða og miðla og gerði
það með einstaklega liprum og
ljúfum hætti. Enda helgaði hún líf
sitt fræðslumálum að segja má
frá öllum hliðum. Áslaug setti sig
aldrei á háan hest og leit á öll
störf við uppfræðslu barna og
ungmenna jafn mikilvæg. Hún
var fræðslustjóri í Reykjavík í ein
fjórtán ár, þar ruddi hún braut
kvenna. Stjórnunarstöður innan
skólakerfisins voru þá fyrst og
fremst í höndum karla. Það gat
reynt á að vera kona og meiri-
hluta borgarstjórnar þess tíma
ekki þóknanlegur fræðslustjóri.
Áslaug var ávallt framsækin og
sókndjörf og varð fyrsti umboðs-
maður foreldra og skóla í nýju
embætti þegar grunnskólinn var
fluttur alfarið til sveitarfélaga ár-
ið 1996. Hún skynjaði vel nýja
strauma í samfélaginu og hvatti
til meiri samvinnu við foreldra.
Aukið samstarf heimila og skóla
var heillaspor.
Áslaug var líka með þeim
fyrstu sem ræddu opinberlega
um nauðsyn á að allir skólar væru
einsettir, þ.e. að öll börn hæfu
skólanámið að morgni. Eftir-
minnilegt skólaþing var haldið á
vegum framsóknarkvenna í byrj-
un níunda áratugarins, þar hélt
Áslaug merka ræðu um tækninýj-
ungar í skólastarfi og ræddi þar
um „tölvuvætt“ skólastarf fram-
tíðarinnar. Margir vissu varla á
þeim árum hvað tölva var.
Við undirbúning og framgang
funda, ráðstefna og veislna um
hin margvíslegustu málefni skipti
oft sköpum listrænt auga, ljóð-
mæli og stjórn Áslaugar. Enda
heillaði hún fólk jafnt á Kvenna-
þingi í Ósló, fræðslukvennafund-
um í Bandaríkjunum eða Reykja-
vík, meðal annars með ljúfum
frumsömdum kveðskap um stef
funda.
Framsóknarkonur í Reykjavík
héldu fyrir fimm árum glæsilegt
málþing um Rannveigu Þor-
steinsdóttur, fyrstu þingkonu
okkar. Áslaug lagði þar gjörva
hönd á plóg og hélt snjalla ræðu.
Ríkisútvarpið tók í kjölfarið sam-
an þátt um Rannveigu og flutti
brot úr ræðum og skemmtiatrið-
um frá málþinginu. Við fyrrver-
andi formenn Félags framsókn-
arkvenna í Reykjavík höfum
haldið hópinn og átt margar góð-
ar stundir saman bæði innan bæj-
ar sem utan, en „nú er hún
Snorrabúð stekkur“.
Það var einkar ánægjulegt að
Áslaug kom á fjölmennt skemmti-
kvöld í Reykjavik í lok október,
sem við héldum í tilefni kosning-
anna. Baráttuvilji og eldmóður
ríkti hjá henni fram á síðustu
stundu.
Að hafa átt því láni að fagna að
eiga Áslaugu Brynjólfsdóttur að
vini er dýrmæti sem ekki gleym-
ist. Hún var fáguð heimskona
enda dvaldi hún ung að árum víða
um heim með fyrri manni sínum.
Þau eignuðust fjögur mannkosta-
börn. Ég votta þeim og öllum af-
komendum hennar dýpstu samúð
mína. Blessuð sé minning Áslaug-
ar Brynjólfsdóttur.
Sigrún Magnúsdóttir.
Það vekur saknaðarkennd vin-
um Áslaugar Brynjólfsdóttur að
fylgja henni til grafar, en um leið
áminningu um að gera fordæmi
hennar að eftirdæmi um trúverð-
ugleika, ærlegheit og dugnað.
Áslaug fæddist og óx upp í
Ytra-Krossanesi við Eyjafjörð,
steinsnar norðan Akureyrar sem
enn var Glæsibæjarhreppur og
Glerárþorp og markalínur sveit-
arfélaganna varla í samræmi við
raunveruleika atvinnulífsins,
enda kom að því að Krossanes og
Þorpið sameinuðust Akureyrar-
kaupstað öllum til hagsbóta.
Ytra-Krossanes var talin góð bú-
jörð gegnum aldirnar og þótt for-
eldrar Áslaugar byggju aðeins á
hálfri jörðinni var afkoma bænda
í Eyjafirði góð vegna tilkomu og
áhrifa Kaupfélags Eyfirðinga.
Foreldrar Áslaugar Brynjólfs-
dóttur gátu því sett börn sín til
mennta, enda voru þau hjón sjálf
vel menntuð. Reyndust systkinin
úrvals námsmenn og atkvæðafólk
á sviði mennta og vísinda og Ás-
laug dugleg og framkvæmdasöm
að hverju sem hún gekk: s.s. í
menntamálaráði, í stjórn Stéttar-
félags grunnskólakennara, í
stjórn Félags skólastjóra, sem
skólastjóri Fossvogsskóla og
fræðslustjóri í Reykjavík og í
miðstjórn Framsóknarflokksins.
Áslaug Brynjólfsdóttir var
fríðleikskona, sönn dama, sem
kunni sig vel og kom sér vel.
Þannig lifir hún í minningunni.
Ingvar Gíslason.
Áslaug var einstök kona, hæfi-
leikarík og heilsteyptur persónu-
leiki. Verk hennar bera merki um
metnað og framsýni. Í eðli sínu
var hún frumkvöðull og hafði
djúpa innsýn í mannlegt eðli sem
nýttist henni til að miðla málum
og leita lausna. Hún var öflug fé-
lagshyggjukona, sönn kvenrétt-
indakona, flokksmaður af lífi og
sál og hafði mikil áhrif á sam-
ferðamenn sína.
Hún var glaðlynd og vel hag-
mælt og hafði yndi af því að setja
saman vísur sem samferðamenn
hennar nutu á góðum stundum.
Áslaug var mjög virk í starfi
Framsóknarflokksins, stóð fyrir
mörgum fundum þar sem hún
miðlaði sinni sýn, sat í miðstjórn í
fjöldamörg ár og átti oftar en ekki
sæti á framboðslistum.
Samfélagsmál voru Áslaugu
hugleikin alla tíð. Hún bar hag
barna fyrir brjósti og vildi efla
menntamál. Áslaug áttaði sig á
þeirri umhyggju sem hverju sam-
félagi er nauðsynleg til að það fái
að þróast í takt við aðrar þjóðir.
Helstu verk hennar sem fræðslu-
stjóri voru að koma á skólastefnu,
koma á samfelldum skóladegi og
styrkja íslenskukennslu. Þá taldi
hún nauðsynlegt að efla verk- og
tæknimenntun fyrir framtíðina
og tryggja að unga kynslóðin ætti
þess kost að læra á tölvur.
Áslaug starfaði í mörgum
kvennasamtökum og kom að
stofnun Landssambands fram-
sóknarkvenna með stöllum sínum
úr Félagi framsóknarkvenna í
Reykjavík fyrir tæpum 40 árum.
Á þeim tíma voru sjónarmið
kvenna lítt í umræðunni og
stjórnmálaþátttaka þeirra tak-
mörkuð. Framsóknarkonur vildu
breytingar og vissu að forsenda
þess að raunverulegt jafnrétti
myndi nást væri að auka hlut
kvenna á hinu pólitíska sviði.
Framsóknarkonur í Reykjavík
unnu ötullega að stefnumálum
flokksins ásamt því að styrkja
ýmis málefni með sérstaka
áherslu á hag fjölskyldunnar.
Samheldni þeirra og samvinna
smitaði út frá sér og flokkurinn
átti dyggan stuðning í félaginu.
Fyrir hönd Framsóknarflokksins
vil ég þakka konunum fyrir
óeigingjarnt framlag í þágu
flokksins við hin ýmsu þjóðþrifa-
mál sem hafa gert samfélag okk-
ar sterkara og réttlátara.
Framsóknarflokkurinn veitti
Áslaugu jafnréttisviðurkenningu
á flokksþingi árið 2005 og var hún
vel að viðurkenningunni komin.
Minningin um öfluga félags-
hyggjukonu lifir.
Sigurður Ingi Jóhanns-
son, formaður
Framsóknarflokksins.
Áslaug Brynjólfsdóttir var
merk kona og mikill brautryðj-
andi í fræðslustörfum á Íslandi.
Hún tók þátt í uppbyggingu
Fossvogsskóla sem kennari, yfir-
kennari og skólastjóri á mótunar-
árum opins skóla með opna
starfshætti. Áslaug var fyrst
kvenna til að gegna stöðu
fræðslustjóra á Íslandi. Hún var
mikil kvenréttindakona og fé-
lagsvera og sat í ýmsum stjórn-
um; Bandalags kvenna í Reykja-
vík, Kvenréttindafélagsins,
kennarafélags og skólastjóra-
félags Reykjavíkur. Hún var um
skeið í fræðsluráði og einnig í
menntamálaráði og menningar-
sjóði í 18 ár.
Áslaug gekk í Delta Kappa
Gamma, félag kvenna í fræðslu-
störfum, árið 1978 og hefur verið
félagi í samtökunum síðan og virk
fram til síðasta dags. Delta
Kappa Gamma eru alþjóðleg
samtök sem eiga rót sína að rekja
til Bandaríkjanna. Áslaug var fé-
lagskona í Alfadeildinni, fyrstu
deild félagsins á Íslandi sem
stofnuð var 1975, en nú eru deild-
irnar þrettán um land allt. Áslaug
var virk félagskona og sótti síðast
jólafund Alfadeildar í byrjun des-
ember. Þar var hún glöð og kát og
lék á als oddi.
Áslaug tók að sér ýmis ábyrgð-
arstörf í Delta Kappa Gamma.
Hún var formaður Alfadeildar
1986-88. Hún var formaður lands-
sambands Delta Kappa Gamma
2001-2003. Árið 2003 var haldin
Evrópuráðstefna Delta Kappa
Gamma á Íslandi og mættu 200
konur til landsins til að sitja ráð-
stefnuna. Áslaug bar ábyrgð á
skipulagi, fjármögnun og inni-
haldi ráðstefnunnar sem forseti
sambandsins. Hún flutti opnunar-
ræðu og ræddi um kvenskörunga
og benti meðal annars á að sam-
bærilegt orð sé vandfundið í öðr-
um tungumálum. Hugsanlega
ætti það sinn þátt í því hve jafn-
réttisbaráttan hefði gengið vel á
Íslandi, þar sem fyrsti kvenfor-
seti í heimi væri íslensk kona. Ás-
laug var einnig formaður mennta-
málanefndar Delta Kappa
Gamma og opnaði vorþing lands-
sambandsins árið 2000 og stóð að
útgáfu rits DKG „Skólinn og fjöl-
skyldan með barnið í brennidepli
til 18 ára aldurs“. En samskipti
skóla og heimila voru henni hjart-
fólgið umfjöllunarefni.
Áslaug Brynjólfsdóttir fékk
viðurkenningu fyrir framlag sitt
til fræðslumála á landssambands-
þingi DKG á Akureyri í maí 2017.
Áslaug var mjög þakklát fyrir
viðurkenninguna og stolt af
henni.
Á uppvaxtarárum Áslaugar
var ekki sjálfgefið að stúlkur
gengju menntaveginn. En Áslaug
var ákveðin í því að mennta sig.
Hún bjó í Krossanesi, en gekk
langa leið í Grunnskóla í Glerár-
þorpi. Hún gekk einnig í Gagn-
fræðaskóla og Menntaskóla á Ak-
ureyri, en það var klukkutíma
gangur hvora leið. Hún var orðin
38 ára og fjögurra barna móðir,
þegar hún hóf kennaranám. Hún
fór víða um heim og bjó m.a. í
Þýskalandi, Bandaríkjunum og
El Salvador auk Íslands. Hún
lærði m.a. þýsku og tengsl ger-
manskra mála í Þýskalandi.
Áslaug var einstök kona, lif-
andi og skemmtileg með mikla
frásagnargáfu og líf hennar hefur
verið litríkt. Það er mikill missir
að Áslaugu, jákvæðni hennar,
dugnaði og gleði. Við félagskonur
í Alfadeildinni söknum góðrar
vinkonu og félaga. Við sendum
fjölskyldu hennar og vinum inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Áslaugar Brynjólfs-
dóttur.
Ingibjörg Elsa Guð-
mundsdóttir,
formaður Alfadeildar.
Í dag kveðjum við Áslaugu
Brynjólfsdóttur, vinkonu okkar
og samstúdent í MA 1952. Á okk-
ar námsárum voru menntaskól-
arnir aðeins tveir, MR og MA.
MA hafði heimavist og þar kynnt-
ust nemendur og tengdust syst-
kinaböndum sem styrktust síðar
á ævinni, einkum þegar menn
luku starfsferlinum og fóru á eft-
irlaun. Þetta tímaskeið ævinnar
gat verið mjög frjótt og gefandi
og fór það eftir atorkusemi ein-
staklinganna í hverjum árgangi. Í
okkar hópi, samstúdentar MA-52,
vorum við svo lánsöm að Áslaug
tók forystu og fór að skipuleggja
samkomur og ferðalög sem urðu
mjög vinsæl og fjölsótt. Brátt var
farið í tveggja daga ferðir og voru
valdir þekktir sögustaðir og var
sagan rakin og frásagnir af ör-
lagaríkum atburðum. Gist var á
hóteli og var kvöldverðurinn oft
kryddaður með lýsingu á starfs-
ferli félaganna. Einn bekkjar-
félaganna, Gylfi Pálsson, var far-
arstjóri og kynnti hann sögu
staðarins hverju sinni, orrustur
og merkismenn og -konur sem
komu við sögu. Áslaug var fram-
kvæmdastjórinn, hún pantaði
rútuna, hótelið, matinn o.s.frv. og
var mjög hagsýn. Hún undirbjó
ferðirnar mjög vel, boðaði súpu-
fundi til að ræða undirbúninginn
og taka ákvarðanir. Slíkar ferðir
voru orðnar margar þegar við
loks drógum saman seglin fyrir
ári. Áslaug er okkur minnisstæð
sem skemmtilegur og umhyggju-
samur félagi, sem afburða náms-
maður, mikilvirkur kennari,
skólastjóri og fræðslustjóri í
Reykjavík en um þá þætti munu
aðrir fjalla. Við kveðjum góðan
vin og félaga og vottum aðstand-
endum samúð okkar.
Sigmundur Guðbjarnason.
Vinkona og samherji okkar
sem sæti áttum í stjórn Banda-
lags kvenna í Reykjavík á árun-
um 1985 til 1991, frú Áslaug
Brynjólfsdóttir, kennari, skóla-
stjóri og síðar fræðslustjóri í
Reykjavík, er nú látin. Við vorum
sautján að tölu, stjórnarkonurnar
á þessum tíma, og höfum haldið
góðu sambandi hver við aðra öll
þau ár sem síðan eru liðin, hist
reglulega og rætt hugðarefni
okkar. Við það hefur skapast góð
persónuleg vinátta sem enn
stendur föstum rótum meðal okk-
ar sem enn erum á lífi.
Áslaug var glæsileg kona sem
alltaf sópaði að, hlý í viðmóti,
sanngjörn og málefnaleg. Við vin-
konurnar sem vorum svo lánsam-
ar að eiga samleið með henni á
seinni hluta ævinnar söknum
hennar og kveðjum með virðingu
og þökk.
Blessuð sé minning góðrar og
mikilhæfrar konu.
Fyrir hönd stjórnar Bandalags
kvenna í Reykjavík starfsárin
1985-1991,
Kristín Guðmundsdóttir,
fyrrverandi formaður.
Þegar ég rifja upp kynni mín af
Áslaugu koma orð eins og leiftr-
andi greind, leiðtogi, starfsgleði,
dugnaður og þrautseigja strax
SJÁ SÍÐU 26
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir, tengdasonur og mágur,
HAUKUR ÞÓR BERGMANN
tölvunarfræðingur,
Kögurseli 1,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 29. desember,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn
12. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.
Aðalheiður Kristjánsdóttir
Halldóra Rún Bergmann
Þóra Lilja Bergmann
Hekla Lind Bergmann
Þóra Jónsdóttir
Sigurður Bergmann Sólveig St. Guðmundsdóttir
Halldóra Gísladóttir
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, pabbi,
tengdapabbi, afi, bróðir og mágur,
SIGURÐUR KRISTJÁN LÁRUSSON,
Kjarnagötu 41, Akureyri,
lést 3. janúar. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 15. janúar
klukkan 13.30.
Valdís Ármann Þorvaldsdóttir
Sigrún Guðný Gústafsdóttir
Lárus Orri Sigurðsson S. Sveindís Benediktsdóttir
Sigurlína Dögg Sigurðard.
Kristján Örn Sigurðsson Elsa Sif Björnsdóttir
Aldís Marta Sigurðardóttir Guðni Rúnar Kristinsson
Sigurður Marteinn, Aron Kristófer, Sveinn Ármann,
Helena Dögg, Hildur Jana, Alís,
Heba Katrín, Kristjana Valdís
Ragnheiður Lárusdóttir Stefán Ívar Hansen
Ástkær sonur okkar,
EINAR ÞÓR EINARSSON,
Einigrund 4,
Akranesi,
lést af slysförum miðvikudaginn 3. janúar.
Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem
hafa sýnt okkur samhug og veitt ómetanlegan styrk.
Guðríður Haraldsdóttir
Einar Guðjónsson Björk Jóhannesdóttir
og aðrir aðstandendur