Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018
RAFVÖRUR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk
gæða heimilistæki
Þvottavél tekur 17 kg og
þurrkari tekur 10 kg
Amino bitar
Í 30 g pokanumer
passlegur skammur af
próteini (26,4 g í poka).
Inniheldur 88%prótei
og engin aukaefni.
88% prótein
100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Einfaldle a hollt
og gott
snakk
12. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.11 104.61 104.36
Sterlingspund 140.94 141.62 141.28
Kanadadalur 83.71 84.21 83.96
Dönsk króna 16.755 16.853 16.804
Norsk króna 12.897 12.973 12.935
Sænsk króna 12.707 12.781 12.744
Svissn. franki 106.43 107.03 106.73
Japanskt jen 0.934 0.9394 0.9367
SDR 148.35 149.23 148.79
Evra 124.8 125.5 125.15
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.557
Hrávöruverð
Gull 1319.85 ($/únsa)
Ál 2158.5 ($/tonn) LME
Hráolía 69.12 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður Haga á þriðja fjórðungi
rekstrarársins dróst saman um 54% og
var 401 milljón króna. Um er að ræða
tímabilið september til nóvember. Hagn-
aðarhlutfallið lækkaði úr 5% niður í 2%
á milli ára.
Tekjurnar drógust saman um 11% á
milli ára og voru 16,9 milljarðar króna.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði
dróst saman um 36% á milli ára og var
894 milljónir króna. EBITDA-hlutfallið
lækkaði í 5%, úr 7%, á milli ára.
Hluthöfum Haga hefur fækkað um
5% frá 1. mars til 30. nóvember 2017 og
voru 802 við lok tímabilsins, samkvæmt
árshlutauppgjöri. Á þeim tíma hafa
hlutabréf félagsins lækkað um 25%.
Fram kemur í afkomutilkynningu til
Kauphallar að verðhjöðnun hafi áfram
áhrif á rekstur félagsins. Litið til fyrstu
níu mánaða rekstrarársins, að teknu til-
liti til aflagðar starfsemi, var 5% sölu-
samdráttur í matvöruverslunum sam-
stæðunnar en magnminnkunin var 3%.
helgivifill@mbl.is
Hagnaður Haga dróst
saman um 54%
STUTT
Fjármálaeftirlitið
kynnti starfs-
mönnum skipu-
lagsbreytingar í
gærmorgun. Við
breytinguna
fjölgar fram-
kvæmdastjórum
úr þremur í fjóra.
Störf þriggja
framkvæmda-
stjóra verða aug-
lýst innan tíðar.
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri
FME, segir í samtali við Morgun-
blaðið að komið verði á fót fjórum
sviðum: Eftirliti með fjármálafyrir-
tækjum, eftirliti með vátrygginga-
starfsemi og eftirliti með viðskipta-
markaði sem vakir yfir verðbréfa-
viðskiptum, verðbréfasjóðum og
viðskiptaháttum. Auk þess verði
þverfaglegt svið sem annist vett-
vangsathugunar og lögfræði-
þjónustu. Fjögurra manna teymi
sem sinnir þjóðhagsvarúð fyrir fjár-
málastöðugleika verður á skrifstofu
forstjóra.
„Nýju skipuriti fylgja skýrari
ábyrgðarlínur og það er aðgengi-
legra fyrir þá sem eiga í samskiptum
við okkur,“ segir Unnur.
Eldra skipurit FME hafði þrjú
eftirlitssviðs: Vettvangs- og verð-
bréfasvið, eftirlitssvið og greining-
arsvið.
„Greiningarsviðið hefur gegnt
mikilvægu eftirlitshlutverki við að
greina áhættur. Sú sérhæfing mun
flytjast inn á sviðin,“ segir Unnur.
Til viðbótar eru rekstrarsvið,
mannauður og upplýsingatækni sem
þjóna meðal annars eftirlitssvið-
unum þremur. Önnur svið eru skrif-
stofa forstjóra og svið yfirlögfræð-
ings. helgivifill@mbl.is
FME
breytir
skipuriti
Þrjár stjórnenda-
stöður auglýstar
Unnur
Gunnarsdóttir
● Velta á gjaldeyrismarkaði nam 407
milljörðum króna og dróst saman um
42% á árinu 2017 miðað við árið á und-
an, að því er fram kemur á vef Seðla-
banka Íslands. Hlutdeild Seðlabankans
var um 20% af veltunni, en um 55% ár-
ið 2016, enda hætti Seðlabankinn
reglubundnum gjaldeyriskaupum í maí.
Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnk-
aði um 130 milljarða króna á árinu
2017 og nam í árslok 686 milljörðum.
Helstu ástæður þess að forðinn minnk-
aði voru endurkaup ríkissjóðs á skulda-
bréfum í erlendum myntum og kaup á
aflandskrónueignum. Gjaldeyrisjöfn-
uður Seðlabankans, þ.e. mismunur
eigna og skulda í erlendum gjald-
miðlum, nam 587 milljörðum króna í
lok ársins 2017, samanborið við 609
milljarða í lok árs 2016.
Minni forði vegna endurgreiðslu og krónukaupa
Mismunandi aðferðafræði
Gunnar segir að þegar litið sé til
heildarupphæðarinnar hvað eigið
féð varðar, þá þurfi einnig að meta
hvernig farið sé með neikvætt eigið
fé í úrvinnslu gagna. „Það eru plús-
ar og mínusar í þessu. Við gerð
greiningar okkar á hlutdeild ein-
staklinga, þá tókum við til dæmis
ekki tillit til neikvæðs eigin fjár.
Eftir því hvor aðferðin er notuð má
segja að hlutdeild þeirra 1.000
efnamestu liggi á bilinu 76% til
98% af því eigin fé fyrirtækja sem
er í beinni eigu einstaklinga.“
Hann segir að með sambæri-
legum hætti liggi eignarhald 50
eignamestu einstaklinganna á
bilinu 35% til 53%.
Eins og fram kom í fréttinni í
gær á íslenskur almenningur
stærstan hlut sinn í íslensku at-
vinnulífi í gegnum lífeyrissparnað
hjá lífeyrissjóðunum, en einnig má
segja að almenningur eigi óbeint
stóran hlut atvinnulífsins í gegn-
um opinbera aðila svo sem
Reykjavíkurborg og íslenska rík-
ið. Það á m.a. við um bankana,
sem eru að stórum hluta í eigu
ríkisins.
„Einnig skal hafa í huga að þeg-
ar hinn almenni borgari vill fjár-
festa í fyrirtækjum, þá gerir hann
það oft í gegnum hlutabréfasjóði á
meðan hinir efnameiri eru oftar
skráðir sjálfir beint fyrir sínum
hlut,“ segir Gunnar Gunnarsson
að endingu.
12% eigin fjár í beinni
eigu einstaklinga
Stofnanafjárfestar og opinberir og erlendir aðilar eiga 88%
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eignir „Stóru fréttirnar í tölunum eru að fyrir utan eign stofnanafjárfesta
og erlendra aðila þá er íslenskt atvinnulíf í eigu tiltölulega fárra aðila.“
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Um 12% alls eigin fjár í íslenskum
fyrirtækjum eru í beinni eigu ís-
lenskra einstaklinga. Stór hluti
þess sem eftir er er í eigu lífeyr-
issjóða, opinberra aðila eða ann-
arra stofnanafjárfesta. Þetta kem-
ur fram í ítarlegri samantekt
Creditinfo fyrir Morgunblaðið.
Eins og kom fram í Viðskipta-
Mogganum í gær er þessi 12%
hluti eigin fjárins í eigu tiltölulega
fámenns hóps.
Gríðarlega viðmikil gögn
Gunnar Gunnarsson, forstöðu-
maður greiningar og ráðgjafar
Creditinfo, segir í samtali við
Morgunblaðið að stóru fréttirnar í
tölunum séu að fyrir utan eign
stofnanafjárfesta og erlendra aðila
þá sé íslenskt atvinnulíf í eigu til-
tölulega fárra aðila.
„Um er að ræða gríðarlega viða-
mikil gögn og því er ávallt ákveðin
óvissa í úrvinnslu á tölunum. Til
dæmis þekkjum við ekki að fullu
eignarhald allra íslenskra félaga
þar sem við skráum ekki 100%
eignarhald þegar um marga litla
eigendur er að ræða. Hjá skráðu
félögunum skráum við t.d. bara 20
stærstu hluthafana, en hluthafarn-
ir skipta oft þúsundum. Einnig má
nefna að endanlegt eignarhald er-
lendra félaga sem eiga í íslenskum
félögum er ekki þekkt en slík félög
eru stórir endanlegir eigendur eig-
in fjárins,“ segir Gunnar í samtali
við Morgunblaðið. Hann ítrekar að
þetta „óþekkta eignarhald“ geti
einnig haft áhrif á niðurstöðuna.