Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 14
Vesturlandsvegur Mikil umferð á álagstímum. „Bæjarstjórn Akraness skorar á samgönguyfirvöld að bregðast nú þegar við ástandi Vesturlandsvegar á Kjal- arnesi og verja frekari fjármunum til nauðsynlegra úr- bóta vegna tvöföldunar vegkaflans.“ Þetta segir m.a. í ályktun bæjarstjórnar Akraness sl. þriðjudag. Bæjarstjórnin segir ljóst að við núverandi ástand verði ekki unað og vegamálastjóri hafi sjálfur stigið fram og sagt vegkaflann hættulegan og brýnt að aðskilja akst- ursstefnur. „Þegar æðsti embættismaður vegamála á Ís- landi lýsir því yfir að banaslys á tilteknum vegkafla sé kannski ekki mjög óvæntur atburður þá verður að bregðast við því með viðeigandi hætti,“ segir í álykt- uninni. Í samgönguáætlun 2015-2018 sé gert ráð fyrir 700 milljónum króna til endurbóta á Vesturlandsvegi. Þrátt fyrir auknar fjárveitingar í þágu umferðaröryggis í ný- samþykktu fjárlagafrumvarpi sé vegkaflanum um Kjal- arnes raðað enn aftar í röðina en áður. „Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa margsinnis undanfarin ár vakið athygli á brýnni nauðsyn þess að framkvæmdum á Vesturlands- vegi verði hraðað umfram þær áætlanir sem þó birtast í langtímasamgönguáætlun. Það er með öllu óviðunandi Vilja tvöföldun á Kjalarnesi  Ekki verði unað lengur við núverandi ástand vegarins að árið 2018 sé enn verið að keyra Vesturlandsveg sem einu einbreiðu og óupplýstu þjóðleiðina út úr Reykjavík og er það ástand ekki í samræmi við áherslur stjórnvalda um forgangsröðun í þágu umferðaröryggis.“ sisi@mbl.is 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það hefur verið bókað í bak og fyr- ir að við fáum ekki verri golfvöll en við höfum og öllu lengra er málið ekki komið,“ seg- ir Guðmundur Oddsson, formað- ur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, en uppbygging í Vetrarmýri og Hnoðraholti í Garðabæ kallar á talsverðar breyt- ingar á vellinum. Nokkrar brautir verða lagðar af vegna framkvæmda og einnig hluti æfingasvæðis. Á móti fær klúbburinn land fyrir nokkrar brautir nálægt Vífils- staðavatni. Tilbúin í vinnu með sveitarfélaginu Guðmundur segir að alveg sé eft- ir að setjast yfir það hversu mikil skerðingin verði á núverandi velli, en þrjár brautir í Mýrinni þurfi lík- lega að víkja. Hann segir að ráða- menn bæjarins hafi talað um að ekki megi taka tillöguna sem bar sigur úr býtum í rammasamkeppni um svæðið of bókstaflega, enda sé öll deiliskipulagsvinna eftir. Nauð- synlegt sé fyrir golfklúbbinn að fá fasta punkta um framkvæmdir áður en fyrsta skóflustunga verður tekin. „Við erum staðráðin í því að vinna þetta með sveitarfélaginu og sögðum strax að við værum tilbúin í þá vegferð,“ segir Guðmundur. „Við ætlum ekki að standa í einhverju stríði, en þeir mega alveg vita að það verður ekki valtað yfir okkur og ég hef ekki trú á að það sé mein- ingin hjá þeim. Við höfum lengi ver- ið meðvituð um að byggt yrði í Hnoðraholtinu enda einstakt bygg- ingarland. Það má hins vegar ekki þrengja svo að golfvellinum að ann- að hvert högg skili boltanum í húsa- garða í hlíðinni.“ Í raun er um tvo velli að ræða, 18 og níu holna, og er minni völlurinn, Mýrin, á flatlendi sem hentar mörg- um. Flestar brautanna eru í Vetrar- mýri en stærri völlurinn teygir brautir sínar upp í Leirdal sem er í landi Kópavogs, og ber stærri völl- urinn heitið Leirdalur. Lengi vel var golfklúbburinn með samning við Ríkisspítalana, sem höfðu umsjón með Vífilsstaðalandi fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, og giltu samningar til ársins 2035. Síðasta vor færðist eignarhaldið frá ríkinu til Garðabæjar með kaupum sveitarfélagsins á landi Vífilsstaða. Guðmundur segir að svæðið nær Vífilsstaðavatni bjóði upp á ýmsa möguleika, en þar sé mikil og kostnaðarsöm vinna framundan. „Þar er alveg eftir að móta brautir og það er ekkert sem dettur af himnum ofan. Ætli gerð golfvallar taki ekki að minnsta kosti þrjú ár,“ segir Guðmundur. Staðsetning golfskálans Hann segist líka hafa áhyggjur af staðsetningu golfskála GKG, sem var formlega tekinn í notkun vorið 2016, og með fyrirhuguðum breyt- ingum verði hann kominn í útjarðar vallarins. Á sínum tíma hafi margir viljað hafa golfskálann við flötina á þriðju braut vallarins á leiðinni upp í Leirdal. Hugsanlega verði rykið nú dustað af þeim hugmyndum. Guðmundur segir að á næstunni verði vallarmálið rætt innan klúbbs- ins. Einnig verði óskað eftir fundi félaga í GKG með bæjar- og skipu- lagsyfirvöldum í Garðabæ. Vilja fasta punkta áður en byrjað verður Ljósmynd/Úr safni GKG Breytingar Horft af flötinni á þriðju braut yfir golfvöllinn í átt að vallarhúsi og Vífilsstöðum. Til hægri má sjá skýli við æfingasvæði, en á þeim slóðum í Vetrarmýri er fyrirhugað að reisa fjölnota íþróttahús með knattspyrnuvelli.  Breytingar fram undan á velli GKG  „Bókað í bak og fyrir að við fáum ekki verri golfvöll“ Guðmundur Oddsson „Landssamband smábátaeigenda lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar fyrirætlunar að lækka fjárframlög til Landhelgis- gæslunnar. Gangi hún eftir mun öryggi sjómanna skerðast.“ Þetta kemur fram í ályktun sambands- ins. Skorar LS á alþingismenn að tryggja nægt fjármagn til rekst- urs Landhelgisgæslunnar þannig að trygg verði sú þjónusta sem henni er lögskipað að sinna. Þyrluþjónusta sé öryggisþáttur sem ávallt verði að vera vel sinnt og ekki megi undir neinum kringumstæðum draga úr. LS ítrekar fyrri samþykktir um nauðsyn þess að ræða við ná- grannaþjóðir okkar um hvort hugsanlegt væri að einhver þeirra eða allar gætu ásamt Ís- lendingum komið að rekstri þyrlna við Norður-Atlantshaf. Ljóst sé að nokkrar þjóðir hefðu þar beina hagsmuni, t.d. Fær- eyingar, Norðmenn, Danir og Grænlendingar. sisi@mbl.is Gæslan fái nægilegt fjármagn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.