Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2018 Björn Thors leikari á 40 ára afmæli í dag. Hann er núna að leikaí sýningunni Brot úr hjónabandi í Borgarleikhúsinu ásamtkonu sinni, Unni Ösp Stefánsdóttur, en þau eru einu leik- ararnir í verkinu sem Ólafur Egill Egilsson leikstýrir. „Sýningin er búin að ganga fyrir fullu húsi í rúmt ár með einu stóru hléi. Við hjónin erum að leika hjón og þetta er ansi flott verk sem byggist á sjónvarpsseríu eftir Ingmar Bergman og er í tíu þáttum. Þeir vöktu mikla athygli og voru sýndir í sjónvarpinu. Sagt var að skilnaðartíðni í Svíþjóð hefði hækkað eftir að þættirnir fóru í loftið en þeir fjalla um hjónabandið, hjónalífið og hjónaskilnað. Þeir ollu straumhvörfum og í framhaldinu hófst mikil umræða um stöðu kon- unnar bæði á heimilinu og atvinnumarkaðinum. Kvikmynd var gerð upp úr þáttunum og leiksýning en Ólafur Egill samdi nýja leikgerð og færði hana nær okkur í tíma og rúmi en við er- um að skoða hjónabandið í samfélaginu í dag. Við höfum gert grín að því að við skiljum þrisvar til fjórum sinnum í viku og ég mæli með því að ganga gegnum stórt rifrildi nokkrum sinnum í viku, það er mjög hreinsandi.“ Björn og Unnur eignuðust tvíburana Björn og Stefán fyrir tæpu ári en fyrir eiga þau Dag sem er tíu ára og Bryndísi sem er fimm ára. „Merkilegt nokk, þá hefur tekist prýðilega að púsla þessu saman, og við höfum tekið skarpa törn í leikhúsinu síðan í nóvember. Í tilefni dagsins þá er ég að hugsa um að bregða mér í vinnuna, leik- sýningin hefst klukkan átta og ég er mættur upp í leikhús um hálf sjö. Dagurinn verður líklega hversdagslegur fram að því.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Brot úr hjónabandi Björn á sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hreinsandi að rífast nokkrum sinnum í viku Björn Thors er fertugur í dag Á lfþór B. Jóhannsson fæddist á Siglufirði 12.1. 1933 og ólst þar upp fyrstu fimm árin. Þá flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar þar sem þau bjuggu næstu fimm árin. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur er Álfþór var tíu ára. Þar átti hann heima þar til hann flutti með sína fjölskyldu vestur á Seltjarn- arnes 1969, eftir þriggja ára dvöl við Búrfellsvirkjun: „Faðir minn var verkstjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og síðar framkvæmdastjóri verksmiðjanna á Seyðisfirði. Maður fékk því nasasjón af síldarævintýr- unum á þessum stöðum. Við áttum heima í Snæfelli á Seyðisfirði, sem enn stendur og er nú hótel. Það var alla tíð mikil glaðværð á bernskuheimilinu. Faðir minn var glaðsinna, góður hagyrðingur og samdi m.a. leikrit fyrir leikfélagið á Seyðisfirði. Móðir mín setti einnig saman vísur en var þó mun alvöru- gefnari en pabbi.“ Álfþór lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1953. Hann var fulltrúi hjá Innflutnings- skrifstofunni til 1960, aðalbókari Tób- akseinkasölu ríkisins 1960-61, fulltrúi hjá Ríkisendurskoðun 1961-66, skrif- stofustjóri hjá Fosskraft við Búrfells- virkjun 1966-69, skrifstofustjóri Heildverslunar Alberts Guðmunds- sonar 1969-73, aðalbókari Seltjarnar- neshrepps frá 1973 og bæjarritari Seltjarnarness frá 1976 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í janúar 2003. Álfþór sat í stjórn Gróttu 1971-73 og 1978-82 og sat í stjórn UMSK 1980-82. Þegar Álfþór er spurður um hugð- arefni koma bækur fyrst upp í hugann: „Ég hef alltaf verið síles- Álfþór B. Jóhannsson, fyrrv. bæjarritari á Seltjarnarnesi – 85 ára Afkomendum fjölgar stöðugt Hér eru þau hjónin, Álfþór og Björg, með barnabörnum sínum um jólin fyrir einu ári. Með bækur við hönd- ina öllum stundum Á ferðalagi Álfþór og Björg taka upp nestisboxið og slaka á í forsælunni. Þurrkgrindur Innan- og utandyra Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is 60 cm x 3,6 lm, ber 10 kg Verð kr. 5.215 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.450 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 9.980 3 stærðir Ný vefverslun brynja.is Holyoke Ottó Ægir Gísla- son Moody fæddist í Holyoke, Massachusetts í Bandaríkjunum 28. janúar 2017 kl. 10.52. Hann vó 3.912 g og var 54,6 cm langur. Foreldrar hans eru Jónas Maxwell Moody og Gísli Rúnar Harðarson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.